Morgunblaðið - 07.11.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1953, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. nóv. 1953 MORGVISBLAÐLfh Askal! Nrkelsson, útveoshóndi í Hrísey, filhjálmur Finsen sendiherra sjötugur SJÖTUGUR er í dag Askell Þor- kelsson, fyrrum útvegsbóndi í Hrísey. Fæddur er hann að Ytri- Márstöðum í Svarfaðardal 7. nóv. érið 1883. Foreldrar hans voru þau Þorkell Þorsteinsson, búhöld ur mikill og smiður, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir. Voru þau bæði svarfdælskr- ar ættar. En i Svarfað- ardal hefir löngum búið dugmikið fólk, búmenn góðir og harðvítugir sjósóknarar. Af 17 systkinum Áskels eru nú aðeins fjögur á lífi, öll búsett vestur í Kanada. Er Soffanías Thorkels- son, verksmiðjueigandi og rit- höfundur einn af þeim. Fleira af ættfólki Áskels flutti „vest- ur“ .á vesturfara árunum miklu, fyrir siðustu aldamót, þar á með- al föðurbróðir hans Þorsteínn, faðir Þorsteins Þ. Þorsteinssonar, hins góðkunna skálds. Ungur skildi Áskell við Svarf- aðardalinn, þó ekki legði hann leið vestur um haf. Hefir hann frá 17 ára aldri stundað sjósókn, eða útgerð, þar til fyrir tæpum tug ára, að hann lagði aila ásælni við Ægi karl á hilluna <og gerðist oliusali hér í Hrísey. Ekki er hann síður áhugasam- ur um að umsetja olíu en þorsk, og verði einhver viðskiptamanna hans olíulaus, annaðhvort á sjó eða landi, þætti mér líklegt, að Kela yrði um kennt. Rækir hann starf sitt með þeim ágætum, að hvorugir kvarta, yfirboðarar hans né viðskiptamenn. Það eina sem Áskel bagar nú í ellinni, er sjóndepra. Er þó ekki að sjá, að hann ætli að láta slíkt aftra sér frá athöfnum, meðan hann þekk- ír fimmeyring frá krónu og olíu frá öðru'm vökvum. Kvæntur er hann Lovísu Jónsdóttur frá Selá á Árskógs- strönd. Hefir þeim orðið 12 barna auðið, en af þeim eru að- eins 6 á lífi, allt hið mannvæn- legasta fólk. Ekki efa ég að fjölmennt verð- ur á heimili þeirra hjóna á þess- um merkisdegi húsbóndans. Er hann vinmargur mjög og kann manna bezt að gleðjast á góðri stund. Sendi ég honum mínar beztu heillaóskir. Sæm. Bj. EF ÉG væri vel að mér í ætt- fræði, væri hægt að skrifa langt mál um hina merku ætt Vil- hjálms, og mundi þá öllum vera Ijóst, að hann er af góðu bergi brotinn. Langafi hans var Hannes Finns- són biskup, en langalangafi Finnur Jónsson biskup. Föður- bróðir Vilhjálms var Vilhjálmur Finsen hæstaréttardómari, hinn lærði og merki lögfræðingur. Man ég vel, að ég á stúdentsár- unum í Kaupmannahöfn öfund- aði Vilhjálm, er hann var boð- inn til Níels R. Finsen, en þeir voru bræðrasynir. Móðurafi Vil- hjálms var Þórður Jónasson há- yfirdómari, og Jónassen land- læknir var móðurbróðir hans. Þetta veit ég nú, en vissi ekki svo gjörla, er ég fyrst kynntist Vilhjáimi fyrir rúmlega 60 ár- um. En vel man ég foreldra hans, Ole Peter Finsen póst- meistara og frú Mariu Kristínu Finsen, hin góðkunnu hjón, er áttu heimili í gamia pósthúsinu í Reyk.iavik. Þegar ég hugsa um hina góðu, göm'lu Reykjavík, sé ég meðal margra góðra bæjar- búa póstmeistarahjónin og syst- kinin í húsinu gegnt Austur- velli. Ef ég hefði sagt við-Viihjálm: „Til góðra og göfugra manna átt þú að telja“, þá hefði hann svar- að: „Hvað stoðar það að vitna í fornar ættir, ef ég sjálfur verð ættleri.“ En þessi er þá sags Vilhjálms, að hann lét sér ekk.'\ nægja að tala um þá, sem ó undan fóru. Honum var þa<5 kappsmál að rj'ðja sjálfum séi braut. að beita eigin kröftun' vel, að ná markinu og bregðast ekki, þó að leiðin væri ekki alltaf sem greiðfærust. Á þessum afmælisdegi Vil- hjálms rifjast upp fyrir mér minningarnar. Við vorum í drengjaskóla, þar sem við bjugg- um okkur undir nám í Latínu- skólanum. En þar vorum við sambekkingar öll okkar skólaár. Starfsbræður vorum við í Al- þingishúsinu, er við höfðum þingsveinsembætti á hendi. Er mér minnisstætt, að þá kynntist Vilhjálmur hinni stóru veröld, því að hann vissi um alla út- lenda ferðamenn. sem komu til bæjarins fylgdi þeim um bæinn, leiðbeindi þeim, fræddi þá um marga hjuti, og að mínum dómi græddi hann þá oft drjúgan skilding, og var vel að því kom- inn, því að honum lét vel sú list að tala erlend tungumál. MICHELI nýkomnir 500x16 525x16 550x16 600x16 650x16 450x17 525x17 700x20 750x20 Garðar Gíslason h„f. bifreiðuverzlun. Sú kom stund, að Vilhjálmur komst í náin kynni við hinn stóra heim, og fékk tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttu lífi. Á erlendri grund var svo margt, sem vakti eftirtekt hans. Hvers- vegna að geyma þetta með sér? Var ekki sjálfsagt að birta hugs- anir sínar? Vilhjálmur hugsaði: „Til hvers er hér pappír? Á ég ekki að nota pennann og blý- antinn og skrifa á pappírinn?“ Átján ára var hann, er hann, nýorðinn stúdent, kom til Kaup- mannahafnar. Það leið ekki á löngu, að hann færi að rita i blöðin, og þótti frásagnarstíll hans með ágætum. Vilhjálmur gerðist blaðamað- ur. Ég spurði hann: „Hvernig fórstu að þessu? Hvernig datt þér í hug að skrifa þetta? Hvernig tókst þér að koma þessu í blöðin?“ „Það skal ég segja þér,“ sagði Vilhjálmur. „Ég settist niður, skrifaði, fór til ritstjórans. Greinin var tekin, og hér sérðu hana á prenti. Á morgun kemur önnur grein, þú munt finna hana, og á næstu dögum skaltu líta í blöðin, og ef þú sérð undir grein- inni nafnið ,,Finco“, „Vagabund- us“ eða „Carpl“, þá skaltu. lesa, og þú verður áreiðanlega betri maður við lesturinn.“ Ég leitaði sérstaklega i „Poli- tiken“ og fann greinarnar méf til skemmtunar. um nokkurra ára skeið í Osló, frá 1. april 1934 til aprílmánað- ar 1940, er hann fluttist til Stokkhólms og gegndi þar sendi- herrastörfum á mjög erfiðunv tímum. Kom það sér nú vel, hve* náin kynni hann hafði haft af mönnum og málefnum hinna. ýmsu þjóða. Voru honum falint mörg vandasöm hlutverk til úr- lausnar, og má með sanni segja, að hann í öllu vildi heill þjóðar vorrar, og víst er það, að han»v greiddi götu margra, sem þörfn- uðust skjótra leiðbeminga. Marg- ir eru þeir kaupsýslumenn og atvinnurekendur, sem notið hafa. dugnaðar hans og ósérhlífni. Margir eiga þakklátar minning- ar um hjálpfýsi hans og greið- vikni. Störf hans öðrum til hjálp- ar hafa áreiðanlega ekki verið- nákvæmlega bókfærð. VinstTÍ höndin var ekki alltaf látin vita„ hvað sú hægri gjörði. Mörgum æskumanni hefir hann rétt hjáipandi hönd. Siðustu árin hefir Vilhjálmur- dvalið í Hamborg og unnið þar mikið starf í íslenzkri utanríkis- þjónustu og er nú, sem kunn- ugt er, sendiherra íslands k. Þýzkalandi. Það eru margir, sem eru i þakkarskuld við Vilhjálm Fin- sen, því að þar mættu þeir manni, sem er hispurslaus og snarráður, góðviljaður og gest— risinn. Þegar barið er að dyrum hjæ honum, opnast dyrnar fljótt. Þar hefir oft verið opið hús, og menn hafa í ríkum mæli notið gest- risni á heimili Vilhjálms og frú Lauru konu hans. Sjötugur er Vilhjálmur í dag, en alltaf ungur. Síðasta bréf hans til mín fyrir fáum dögum er þrungið af iðandi lífsfjöri. I Þó að Vilhjálmur hafi mikinn ur haft með höndum og víða ritstjórnarstörfum hér heima og ^luta æfinnar dvalið í fjariæg- lifTv. Vilhjálmur Finsen, sendiherra hefir hann farið. Með réttu ber fluttist hann þá til Noregs. Starf honum nafnið Vilhjálmur hinn aði hann með eldfjöri og kappi víðförli. Ég og félagar mínir sát-1 að blaðamennskunni, ritaði mik- um við bækurnar, og spurðum: ið um ísland, hélt auk þess víðs- — Hvar er Vilhjálmur? Þá frétt-1 vegar fyrirlestra um land 'sitt og ist, að Vilhjálmur hefði lokið Þjóð. Um alllangt skeið var hann prófi í skóla Marconifélagsins i fastur starfsmaður við stórblað- Liverpool, og væri ráðinn til j ið „Tidens Tegn“ í Osló og við starfs hjá félagi þessu. Þetta „Oslo Aftenavis.“ gerðist 1907, er Vilhjálmur var I Vilhjálmur varð fjölhæfur og orðinn loftskeytamaður og kenn- kunnur blaðamaður. Það starf' ag "þekkja tryggðatröllið Vil- ari í loftskeytaskólum í Ham- kom honum í samband og kynni j ^jálm Finsen um áratugi. Tryggð borg og Rotterdaip, og síðar um- j við marga merka menn. Þegar hans við mig og mjna eT m6r sjónarmaður. Sigldi hann á tækifærið gafst til að ná tali um löndum, er hann r.ú, eins og hann hafi verið hér í gær. Vináttan og tryggðin er hirv sama, eins og hjá drengnum i gamla pósthúsinu. Þegar menn. fylgjast með honum um götur stórborganna, snýst samtalið um ísland, um menn og mláefni hér heima. Ég hefi átt því láni að fagna þýzkum, hollenzkum, belgiskum, spönskum, dönskum og norskum skipum, að mílnatali alls eins og 13—14 sinnum kringum bnöttimn, þar af 72 ferðir yfir Atlants- hal’. Má af þessu sjá, að viða kem- ur Vilhjálmur við sögu, og hefir þeirra, greip hann þegar óhrædd- ur tækifærið. Blaðaviðtal átti hann m. a. við Edison, Roaid Amundsen, Lincoln Ellsworth, Caruso o. fl. Vilhjálmur er heimsborgarinn (Kosmopolit), en um fram allt ísiendingurinn. Víða hefir hann i Fjölþætt starf hefir Vilhjálm- marga sögu að segja, því að farið og þurft að tala mörg margir hafa orðið á vegi hans, ‘ tungumál, og þá einnig getað og mörg nytsöm fræði hefir það. En alltaf er hugurinn bund- hann numið í lífsins skóla. j inn við heimalandið og alltaf er Með dugnaði og áræðnum móðurmálið mál hjartans. Um kjarki gekk Vilhjálmur að marg- þetta geta menn sannfærst, er víslegum störfum í ýmsum fjar- Þeir lesa bókina, sem nú kemur lægum löndum. frá hendi Vilhjálms, og ber heit- ið: „Alltaf á heimleið". Eg hlakka til að lesa þessa bók, En oft var honum hugsað sem segir frá manni, sem dval- hingað heim. Hvernig væri að hefir í fjarlægum löndum, en stofna dagblað í Reykjavík? Er aiitaf horft hingað heim. slíkt hægt í litlum bæ? Já, að ( Vilhjálmur hefir sameinað vísu er bærinn litill, en bærinn þetta tvennt: Að komast í sam- stækkar, og þá skal blaðið einn- ig stækka. Draumurinn rættist. Það sjá menn nú á 40 ára af- mæli Morgunblaðsins, og þá er talað um hina framsýnu stofn- endur Morgunblaðsins, bekkjar- bræður mína, Ólaf Björnsson og Vilhjálm Finsen. Það sést á inn- gangsorðum þeim, er Vilhjálm- ur ritar í nóvemberbyrjun 1913, að hann hefir dvalið og starfað erlendis, og langar til þess að sjá framfarir hér heima. Hann segir svo: „Gamla Frón flyzt nær menntamiðstöðvum heimsins, og gætum vér unnið að því, væri aðaltilgangsatriði voru náð.“ j Hér dvaldi Vilhjálmur nokkur ár, en útþráin bjó altaf hjá hon- um. Kyrrstaðan hefir aldrei ver- ið honum eðlileg. Útþráin hefir kallað á hann, en heimþráin hef-j ir aldrei yfirgefið hann. Árið 1921 lét Vilhjálmur af band á ýmsum sviðum við menn annara þjóða og spyrja um leið: „Getur ekki þetta samband stutt að því, að ég geti orðið íslandi að liði?.“ Menn vita, að Vilhjálmur er einlægur ættjarðarvinur. Þess- vegna var til hans leitað, og honum voru falin trúnaðar- störfin. Gerðist nú blaðamaðurinn full- trúi Íslands í utanríkisþjónustu, dýrmæt gjöf. Á þessum tímamótum árna ég vini mínum, konu hans og börn- um allra heilla. Afmæli sínu fagnar í dag tryggur ættjarðarsonur, sem er brennandi í anda og hefir aldrei verið hálfvolgur í áhuganum, drengur góður, sem í öllu vill heill lands og þjóðar. Sú er mín afmælisósk, að Vil- hjálmur megi enn um langt skeið ljá fylgi sitt þeim málum, sem miða að því að styðja það, sem íslenzkt er. Hvar sem leið Vilhjálms ligg- ur, mun hann ávallt reynast ís- landi vel. Bj. J. Auglfsendur afhugSSI ísafold og Vörður er vinsælastn og fjölbreytt- asta blaðið í sveituin landsins. Kemur út einu sinni til tvisvar í viku — 16 síður. f-járeigejndiir í Reykjavík Hrútasýning verður haldin í Tungu n. k. þriðjudag klukkan 4 e. h. STJÓRNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.