Morgunblaðið - 07.11.1953, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. nóv. 1953
LJONIÐ OG LRMBIB
EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM
Framhaldssagan 23
eftir að David hafði stungið lykl-
inum í skrána, stóð hann grafkyrr
í hálfa mínútu og hlustaði. Loks
opnaði hann og steig hægt og
hljóðlega yfir þröskuldinn. Hann
kveikti á vasaljósi og lýsti fram-
undan sér, leikfimistækin voru
draugsleg í grárri skímunni, sem
féll ínn um gluggana. Hann mjak
aði sér eð veggnum og kveikti raf
Ijósin. Samstundis varð honum
ljóst, að eitthvað var öðruvisi
en það átti að vera. Skrifstofu-
hurðin stóð í hálfa gátt og glerið
í henni var brotið. Varlega, og
stöðugt eftirvæntingarfyllri gekk
hann að dyrunum og kveikti.
Hann rak upp hálfkæft óp. Ebben
lá á gólfinu, hauskúpan brotin
cins og eftir eitt heljarhögg. Rétt
við hlið hans lá Sam West með
hníf í brjóstinu; og blóð rann
gegnum föt hans niður á gólfið.
Á bak við þá stóðu tveir hæg-
indastólar saman og vindlakassi
á borðinu, tvö glös og hálf
whiskyflaska.
Það var ljóst, hvað hér hafði
skeð: Ebben, dálítið taugaóstyrk-
ur en gráðugur, hafði rætt um
verðmæti upplýsinga sinna; og
Sam West, sem einungis hugsa-
aði um að framkvæma fyrirskip-
anir húsbónda síns. Morðingj-
arnir höfðu læðst í myrkrinu að
skrifstofuhurðinni áður en þeir
gerðu árásinar. Það fór hrollur
um David þegar hann lokaði á
eftir sér.
Þegar hann kom aftuf fram í
leikfimissalinn, stóð hann andar-
tak og hlustaði. Margt benti til
þess, að ódæðisverkin væru ný
framin. Ef svo var, hvernig höfðu
morðingjarnir sloppið burt?
Dyrnar höfðu verið lokaðar, eng-
inn sást úti í portinu. En þó hann
lýsti með vasaljósinu, voru nóg-
ir felustaðir niðri í ganginum.
Hann stóð og rýndi niður í
myrkrið. Það hefði lítið gagnað
að nota vasaljósið, og gat verið
hættulegt að vekja eftirtekt á
eér. Hann reyndi því að hlusta,
og fannst oftar en einu sinni hann
heyra dauft hljóð, eins og ein-
hver læddist eftir gólfinu. Hann
læddist nær þilinu og virti fyrir
sér gluggana hvern af öðrum.
Næstum strax varð hann þess
var, að einn þeirra var opnaður.
Hann læddist nær. Myrkrið var
ennþá jafn svart, en það brá fyrir
gráum skugga í glugganum. Hann
beið og hélt niðri í sér andanum.
Skugginn varð allt í einu dekkri
og það sást móta fyrir manni,
sem reyndi að smeygja sér út.
David spennti upp gikkinn á
byssunni og hikaði. Hann gæti
orðið mannsbani ef hann skyti,
jafnvel við þessar aðstæður,
Hann hugsaði til mannanna
tveggja í skrifstofunni og hikaði
ekki lengur. Hávaðinn var einsog
af fallbyssuskoti. Hann skaut
aftur og fleygði sér á grúfu. Ljós-
rákum brá fyrir og kúiur skullu
í veggnum fyrir ofan hann —
tvær, þrjár, fjórar. Hann rak
upp sársaukaóp eins og hann
væri særður. Hæðnishlátur kvað
við, síðan varð alger þögn. David
spratt á fætur og hljóp til dyr-
anna. Eftir andartak var hann
kominn út í portið, en þar var
engan að sjá. Hann hljóp út eftir
því og fór framhjá opna glugg-
anupa, út á götuna. Hann stað-
næmdist á gangstéttinni, vissi
ekki í hvaða átt halda skyldi ..
Þung hönd var lögð á öxl honum.
Tveir lögregluþjónar stóðu hjá
honum. Annar þeirra ávarpaði,
hann, kurteislega en ákveðið og
sleppti ekki takinu á öxl hans.
„Má ég spyrja hvað þér eruð
að gera hér, herra minn, með
Skammbyssu senr auðsjáanlega
hefur verið skotið úr nýlega“,
bætti hann við í því hann laut
niður og þefaði.
„Elta morðingja", svaraði
David kuldalega. „Hann hlýtur
að hafa farið hér rétt hjá ykkur.“
XVl. KAFLI
Mennirnir þrír lögð af stað inn
í portið. Brátt náði þeim lágvax-
inn maður, óeinkennisklæddur,
sem lögregluforinginn heilsaði
með virðingu.
„Hvað er að?“ spurði sá ný-
komni.
„Við sáum þennan mann flýta
sér út portið með byssu í hend-
inni“, svaraði lögregluforinginn.
„Tveim skotum hafði verið hleypt
úr byssunni nýlega. Eftir því,
sem hann segir, hefur eitthvað
komið fyrir í skóla Abbs “
„En hann er þó ekki opinn á
þessum tíma“, svaraði hinn.
„Ekki á venjulegan hátt“, út-
skýrði David. „Ég á þessa stofn-
un, og ráðsmaður minn var stadd
ur þar — var að tala við kunn-
ingja sinn. Hann hringdi til mín
og lét mig vita að eitthvað alvar-
legt hefði komið fyrir, og ég
flýtti mér hingað.“
„Og þér heitið, herra minn?“
„David Newberry — Newberry
lávarður, svo maður sé nákvæm-
ur: Johnstræti nr. 17 A er heim-
ilisfangið.
„Ég er Milson leynilögreglu-
maður frá Scotland Yard“, sagði
maðurinn. „Ég heyrði skot og
skrapp út úr bílnum til að vita
hvað um væri að vera. Svo lög-
regluþjónninn heíur byssu, sem
þér eigið, og tveim skotum hefur
verið hleypt úr nýlega."
David kinkaði kolli.
„Ég veit ekki nákvæmlega
hvernig lögin taka á slíku“, við-
urkenndi hann; „en eftir að hafa
séð lík tveggja manna, sem myrt
ir voru á hryllilegan hátt, skaut
ég tveim skotum á mann, sem
ég gat á engan hátt handsamað
þegar hann var að fara út um
glugga. Hann sendi mér þrjú eða
fjögur í staðinn. Þið getið séð
merki þess á þilinu.“
Leynilögreglumaðurinn svar-
aði ekki neinu. Þeir staðnæmd-
ust við dyrnar. David lauk upp.
| „Voru morðin framin hér?“
spurði leynilögreglumaðurinn.
„Hérna í skrifstoíunni“, svar-
aði David.
„Ég sé að þér hafið lykil að
húsinu“.
„Eins og ég sagði rétt áðan, er
ég eigandi stofnunarinnar“, út-
skýrði David. „Ég keypti hana
af Abbs fyrir nokkrum vikum.“
Hann gekk á undan inn í skrif
stofuna og kveikti. Mennirnir
ráku upp skelfingaróp.
„Þetta er það, sem ég sá, þegar
ég kom fyrir stundarfjórðungi",
sagði David.
„Þér hafið ekki hreyft við
neinu?“
„Ekki nokkrum hlut“.
Leynilögreglumaðurinn snéri
sér að félögum sínum og sjúkra-
bíl. Nú vildi ég gjarnan heyra
frásögn yðar, herra minn“, bætti
hann við og snéri sér að David.
„Ég er hræddur um að ég geti
ekki frætt yður mikið“, sagði
David. „Ég keypti þessa stofnun
af Abbs fyrir nokkrum vikum, og
Sam West þarna var ráðsmaður
minn. Rétt um það leyti, sem ég
ætlaði að fara að hátta, hringdi
síminn. West talaði við mig og
var mjög æstur, ég skildi að eitt-
hvað hræðilegt hafði komið fyrir.
Síðan flýtti ég mér hingað Hurð-
in var læst eins og venjulega, og
engin merki þess að neinar
óspektir hefðu átt sér stað.
Leynilögreglumaðurinn tók
skammbyssuna og skoðaði hana
hugsandi.
„Þetta er eign yðar, er ekki
svo?“
„Vissulega", samsinnti David.
„Og þér getið jafnframt gengið
úr skugga um að annar þessara
manna hefur verið drepinn með
höfuðhöggi og hinn stunginn með
hníf. Ég skal skýra fyrir yður,
hversvegna ég hélt á byssunni,
þegar ég hitti lögregluforingjann.
Mér var ljóst, að hver, sem hér
hefði verið að verki, hlaut að
hafa komið inn um glugga á gang
inum. Ég fór því þangað. Ef þið
fylgið mér skal ég sýna ykkur
hvar ég stóð.“
David fór með þá að þilinu og
benti á gluggann andspænis
þeim.
Sjálfstæðisfélag
Kópavfögshrepps
hefur kynningarkvöld, í kvöld kl. 8,30 í Barna-
skólanum. <
Félagsvist, kaffi, skemmtiatriði.
Mætið stundvíslega.
Skemmtinefndin.
Frönsk tízkueini
í kvöld og samkvæmiskjóla
Nýkomið glæsilegt úrval
Tökum pantanir á samkvæmiskjólum fyrir 5
1. desember og gamlárskvöld.
BEZT
Vesturgötu 3
Húsgögn -
Lampar —
Leirmunir —
Opnirm í cfag
Húsgagnaverzlun Benedikts Gúðmundssonar S/F.
Laufásvegi 18 A
F. I. L.
F. I. L.
Frðmhaidsaðalfundur
í Fálagi íslenzkra loftskeytamanna verður haldinn
að Hótel Borg, sunnudaginn 8. nóv kl. 14,00.
. ....................................................................... ' ........................................................................................................................................................................... ’
Pintu
reisnin a
eftir Tojo
6.
Philip sagði ekki orð, en leit hvasst á James, þar sem hann
stóð við borðstokkinn.
Fangarnir tóku nú til að róa bátnum frá Pintu, en skips-
böfnin stóð öll við borðstokkinn og íylgdist með hverri hreyf-
ingu fanganna.
Allt í einu heyrðist hrópað frá borðstokknum;
„Ég geng í lið með ykkur, ég geng í lið með ykkur.“ Einn
1 yfirmannanna stóð upp af þóftunni, sem hann hafði setið á,
og baðaði út höndunum eins og óður væri.
„Ég skal reynast ykkur trúr — ég hef alltaf verið á móti
Sir John. Ég skal, ég....“ Maðurinn komst ekki lengra, því
að Sir John, sem setið hafði fyrir aftan hann, sló manninn
roknahögg í höfuðið með einni árinni.
Maðurinn hné niður á þóftuna sem dauður væri. — Skips-
höfnin á Pintu fylgdist með bátnum allt þar til er hann náði
landi á ströndinni, sem var skammt undan.
Mennirnir skreiddust upp í fjöruna, og drógu bátinn síðan
á þurrt land.
Nú kvað við hvellt hróp:
„Dragið akkerið irjn, og gerið allt tilbúið til brottfarar,"
þrumaði James skipstjóri. „Við skulum halda héðan brott,
en leita okkur vistar á næstu eyju, sem verður á leið okk-
ar,“ bætti hann við.
Nú varð uppi ys og þys á Pintu. Akkerið var dregið inn
og menn skriðu upp í reiðann og út á rárnar til þess að
leysa seglín. «■ : ; f .
Dagskrá:
Stjórnarkosning — Önnur mál.
Stjórrdn.
Áættunarferðir frá og með laugardeginum 7. nóv.
javík—Kjalarnes—Kjós j
Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 9, mánudaga kl. 7,30 og *
m'
kl. 18, fimmtudaga kl. 18, laugardaga kl. 16. >
Frá Hálsi: Sunnudaga kl. 16, mánudaga kl. 9, þriðju- ;
daga kl. 8, fimmtudaga kl. 9, föstudaga kl. 8, laug- Z
ardaga kl. 19. Z
■
Afgreiðsla hjá Ferðaskrifstofunni.
JÚLÍUS JÓNSSON
...............................................
Hefi til sölu
«■!
I
25 sænska fiskibáta
á mismunandi aldri. Stærðir frá ca. 43 til 100 smá-
lesta. Flestir bátanna eru útbúnir með dýptármæl-
um, radíómiðunartækjum o. fl.
Allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu minni,
Túngötu 7, sími 2747. Eftir skrifstofutíma 82018.
Gísli J. Johnsen.
s
>■*