Morgunblaðið - 22.11.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1953, Blaðsíða 1
Lesbók 40. árgansru* 267. tbl. — Sunnudagur 22. nóvember 1953. Prentsmiðja Morgunblaðsins Mount Everost-sigurvegurinn Sir Edmund Hillury kemur hinguð Hann lýsir og sýnir litmyndir af ferðinni upp á hæsta tind heims ÁKVEÐIÐ hefur verið að Mount Everest sigurvegarinn, Sir Ed- mund Hillary komi hingað til lands og haldi fyrirlestur um hið fífldjarfa ferðalag þeirra félaga á Mount Everesttind og sýni lit- myndir frá ferðalaginu. Ritstjórar tímaritsins Helgafells, Tómas Guðmundsson og Ragnar Jónsson, hafa boðið Hillary og konu hans hingað 13. janúar n.k. Heldur Hillary hér tvo fyrirlestra í Austur- bæjarbíói og verður hinn fyrri fluttur án túlks, en hinn síðara mun Bjarni Guðmundsson túlka orði til orðs. Þau hjónin standa hér aðeins við í eina viku. í undirbúningi er stofnun félagsskapar til þess að taka hér á móti erlendum afburðamönnum á ýmsum sviðum, þar á meðal ýmsum listamönnum öðrum en tónlistarmönnum. 100 bh, vamarrasSa j TEHERAN, 21. nóv. — Mossadek | fyrrum forsætisráðherra Persa, sem nú er fyrir herrétti sakaður um landráð hefur samið varn- arræðu sína og mun hún vera um 100 þéttskrifaðar síður. Mun hann ætla sér að lesa hana í rétt- inum. Réttarhöldin hafa staðið yfir 12 daga og mun enn eftir nokkur rannsókn í málinu. —Reuter. Hillary og Tensing Bein hins fræp Piltdowns inns eru af núlíma apa SlMosileg vísindasvik komasl upp Einkaslteyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 21. nóv. — í dag gaf brezka safnið „British Museum“ út sérstaka skýrslu varðandi nýjar rannsóknir á hauskúpu og öðrum beinaleifum hins svonefnda Piltdown manns, en bein þessi fundust árið 1911 í Sussex og hafa verið talin einhver merkilegasti forn- leifafundur Bretlands og álitið að þau væru af frummanni. KJALKI OG TENNUR AF APA í skýrslunni sem þrír vísinda- menn hafa samið segir, að vís- indamenn þeir, sem í fyrstu at- huguðu Piltdown manninn hafi verið fórnarlömb einhverra 'stærstu vísindasvika, sem um getur. Því að nákvæm rannsókn hefur nú leitt í ljós að kjálki og tennur eru af nútíma apa. Eitt höfuðbein er hinsvegar tal ið ósvikið og ef til vill 50 þúsund ára gömul, af forföður nútíma- mannsins. Og þessi hluti verður áfram þýðingarmikill fornleifa- og náttúrugripur. Kjálkinn og aðrar falsaðar leifar hafa verið vandlega meðhöndlaðar. — Hafa þau verið vandlega núin til að sýna slit og sýrur og önnur efni látin vinna á þeim svo að elli- bragur væri á þeim. Ekki er Ijóst hver hneykslunum hefur valdið. HH-bronnivín norsku víneinka- söbniHir í samkeppni við brugg Almenn verðlækkun á brennlvíni lil að kveða niður heimabrupg OSLO 20. nóv. — Víneinkasalan í Noregi hefur ákveðið að lækka verðið á brennivínsflösku úr 18 krónum í 15,50 kr. Leikur enginn vafi á því að verðlækkunin var ákveðin til að undirbjóða heima- bruggið, sem hefur farið gífurlega í vöxt í Noregi síðustu ár. Þ JÓÐFÉL AGSVAND AMÁL Heimabruggun, sem er alger- lega bönnuð með lögum er orðin svo algeng, að hún hefur almennt verið viðurkennd sem stórkost- legt þjóðfélagslegt vandamál. — Vona menn að verðlækkun á brennivíni kippi fótunum undan þessum ólögmæta atvinnuvegi. ■ HB-BRENNIVÍN Samtímis þessu hefur vín- pinkasalan ákveðið að hefja sölu á nýrri brennivínstegund, svo- nefndu „Heiðmerkur-brennivíni“. — Kostar heilflaskan af því 16 norskar krónur, en hér er um að ræða vín sem mjög líkist góð- um og sterkum norskum landa. Tilgangurinn er sömuleiðis að knýja niður heimabruggið. Heið- merkur-brennivínið er nú kallað almennt HB, en svo hefur heima- bruggið (hjemmebrent) jafnan verið kallað af almenningi. — NTB. 14 ÞATTTAKENDUR « í Everest-förinni voru 14 þátt- takendur: John Hunt ofursti, foringi liðsins, Edmund Hillary, Tensing Bhutia, foringi úr Sherpa kynflokknum, en úr honum voru allir burðarmennirnir 24, Band, Bourdillon, Evans, Gregory, Lowe, Noyce, Pugh, Stobart, Ward læknir, Westmacott og wylie, framkvæmdastjóri undir- búningsnefndar. Förin var gerð út af „Himalaya nefndinni", en að henni standa brezka landfræðifélagið (Royal Geographic Society) og brezka fjallgöngufélagið (Alpine Club). ÁTTUNDI LEIÐANGURINN Þetta var áttundi leiðangur, sem Himalaya-nefndin brezka hefur gert út. Voru þrjár þessara ferða farnar í rannsóknar- og athugunarskyni, þ. á. m. förin 1951. Markmið hinna leiðangr- anna fimm var að komast á Everest-tindinn. GOTT SAMSTARF ALLRA TRYGGDI SIGURINN Á þessu ári var það orðið ljóst, að vonlaust var með öllu að komast á hátindinn nema með því að útbúa leiðangursmenn með súrefnistækjum. í öllum fyrri ferðum höfðu leiðangurs- menn reynt að klífa tindinn án súrefnis, en aldrei komizt hærra en í h. u. b. 28 þúsund feta hæð. Á hinn bóginn hafði Himalaya- nefndin safnað veigamiklum upp lýsingum og aflað reynslu, sem orðin var ómetanleg. Auk þess var mjög vandað til vals á þátt- takendum, og ber öllum saman um að sá sigur, sem að þessu sinni vannst, sé engum einstök- um þátttakanda sérsatklega að þakka, heldur gifturíku sam- starfi þeirra allra. NÁKVÆMUR UNDIRBÚNINGUR Undirbúningur ferðarinnar hófst á fyrra ári og var hinn ná- kvæmasti í alla staði. Þurfti sér- staklega að gæta þess, að engan hlut skorti, sem nauðsyn bar að hafa við hendina. En jafnframt varð að hafa það hugfast að taka ekkert það með, sem með nokki u móti var hægt án að vera, því að bera þurfti allan farangur leiðangursmanna og hjálpar- tæki á herðum sér hátt upp í hlíðar Everest. Ferðin gelck einnig mjög að óskum. Settu Framh. á bls. 2. Kekkonen skýrði opinber- lega frá ríkisleyndarmáli J Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. HELSINGFORS, 21. nóv. — Kekkonen fráfarandi forsætisráðherra hefur komið öllu í uppnám með því að skýra opinberlega frá leynilegu viðskiptatilboði Rússa. Tuomioja núverandi forsætisráð- herra hefur leitað eftir áliti Rússa um það hvort þeir telji hags- munum sínum haggað með þessu. VILDI FA AÐ FARA TIL MOSKVU Kekkonen rauf þagnarskyldu sína í viðtali sem birtist við hann fyrir nokkrum dögum í blaði Bændaflokksins. Hann skýrði frá því að honum persónulega hefði tekizt að fá mjög hagstæð til- boð Rússa varðandi viðskipta- samninga. Lét hann í það skína að vegna þessa ætti hann per- sónulega heimtingu á að vera sendur í viðskiptasendinefnd til Moskvu. TILBOÐ RÚSSA Hann sagði í viðtalinu, að Rússar hefðu óskað eftir aukn um vörukaupum í Finnlandi og hefðu í því skyni heitið Finnum tvennu: 1) Að greiða mikinn hluta finnska varningsins í gulli eða vestrænni mynt. 2) Að heimila finnskum skipum afnot Saima-skipa- skurðarins, sem er á Kirjála- eiði frá innsvæðum Finnlands til Ladoga-vatnsins. RÍKISLEYNDARMÁL Hér var aðeins um tilboð Rússa að ræða og var að sjálfsögðu skylt að halda þeim leyndum sem ríkisleyndarmálum. En það hefur Kekkonen algerlega rofið. Landamærin eru heimsku legir þröskuldar Evrópu Evrépa er beggja megin landamæra Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LUXEMBURG 21. nóv. — Ungmennafélög Evrópuhreyfingarinnar í Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Lúxemburg, Saar og Þýzkalandi efndu í dag til samkomu hér. Kröfðust þingfulltrúar að Vestur- Evrópuríkin yrðu sem allra fyrst sameinuð í eitt ríki. BÁÐUM MEGIN LANDAMÆRA ER EVRÓPA Æskufólkið vann að því í dag að setja ný landamæraskilti upp við vegina sem ganga yfir landa- mærin milli Luxemburg og Þýzkalands. Áður voru þarna skilti sem á stóð: — Þér farið úr Þýzkalandi, — þér komið til Luxemburg. En á hin nýju skilti sem Ev- rópuæskan festir upp, er letrað: — Þér farið úr Evrópu og þér verðið áfram í Evrópu. SPJÖLD Á ÖLL LANDAMÆRI Ætlun æskulýðsfélaganna er að festa slík spjöld upp víðar á landamærum Evrópuríkjanna og j vinna að því með öllu mögulegu I móti öðru að flýta fyrir samein- ingu þjóðanna í Bandaríkjum Evrópu. Skýrði formaður Ev- 1 rópusambands æskunnar, Hans I Wolfgang Kanngiesser frá því að á næstunni yrðú 100 slík spjöld fest upp á landamærum Þýzka- lands og Frakklands. BURT MEÐ ÞRÖSKULDANA Hollendingurinn Gert Jans flutti ræðu og sagði hann m. a. að landamærin í Evrópu væru ( orðin heimskulegir þröskuldar á , vegi framþróunar og þroska Ifólksins í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.