Morgunblaðið - 22.11.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1953, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. nóv. 1953 Páll Arascn ráðgerlr Iiópferö fil Syður-Evrép n. k, ¥©r Hefir fðiðasi undanfarna ho mánuði um Evrópu og kynnt sér möguleika á aukn- um ferSðmannaskipium við úfföud MBL. kom í gær að máli við ierðahetjuna Pál Arason bíl- stjóra, en hann er nýkominn úr miklu tveggja mánaða ferðalagi suður um Evrópu, aðallega í l>eim tilgangi að kynna sér mögu- leika á auknum ferðum útlend- inga til íslands með sem ódýr- ustum hætti og á sama hátt ferð- um íslendinga til meginlands Ev- rópu. LEIÐIN LÁ VÍÐA — Leið mín, segir Páll, lá um Skotland, England, Frakkland, Sviss, Ítalíu og til baka um Aust- urríki, Þýzkaland og Danmörku. — Ertu ánægður með árangur- inn af ferðinni? — Hún var hvað sem öllu líður mjög skemmtileg og uppbyggj- ^indi og ég varð margs vísari um ýmislegt sem til greina kemur viðvíkjandi komu erlendra ferða- manna hingað. Ég hitti líka í íerðinni nokkra gamla ferðafé- laga, sem ferðazt hafa með mér íér á íslandi og sýndu þeir mér allir einstaka vinsemd og gest- xisni. Svisslendingur einn í Zur- ich, sem ég hafði kynnzt á þenn- an hátt, eyddi t. d. þremur dýr- mætum dögum frá vinnu sinni til að aka með mig til Ítalíu og sýna mér þar fagurt og sérkenni- legt fjallaþorp. í Englandi var mér tekið mcð kostum og kynjum af gömlu Miss Stanley. sem fór með mér í aðra stóru hringferðina mína s.l. sum- ar. Hún var elzti þátttakandi far- arinnar, hálf áttræð að aldri, og var ákaflega hrifin og glöð yfir komunni hingað. IIVETJA AÐRA TÍL AÐ KOMA Útlendingar þeir, sem koma liingað, gera, að því er ég hef komizt næst, mikið að því að auglýsa ísland heima fyrir og hvetja aðra til að leggja hingað leið sína. En því miður eru enn svo margir erfiðleikar og ann- markar á því, að margir verða að hætta við, í senn vegna fjar- lægðar landsins, erfiðra og kostn aðarmikilla ferða og svo vegna þess, hve við erum illa við því búnir að veita viðtöku erlendum ferðamönnum og veita þeim hér þá aðhlynningu og þægindi, sem sjálfsögð þykja í öðrum löndum. KOM Á MARGAR ÍTERÐASKRIFSTOFUR — Gekkstu frá nokkrum ákveðnum samningum við er- lendar ferðaskrifstofur? — Nei, að svo. stöddu gat ég það ekki. Áður en það geti orðio, þurfa að hafa verið gerðar ákveðnar áætlanir, sem hægt sé að ganga út frá sem vísum. Hins vegar hafði ég samband við fjölda ferðaskrifstofa víðsvegar um, til að kynna mér starfsemi þeirra og forvitnaðist um, hvað þær vissu um ísland. Alls staðar var sama sagan. Vitneskjan um okkur var harla lítil og stundum alls engin. G ÍSTIIIÚS AFÁTÆKTIN — Það sem ég jafnan strand- aði helzt á í bollaleggingum mín- um var gistihúsa fátækt okkar hér heima. Tjaldaferðalög eru að vísu alltaf vinsæl einkum meðal yngra fólks, sem ekki vílar fyrir aér dálítið slark og erfiði, en hins vegar hugsar eldra fólk, sem vant or svissneskum „luxus“ hótelum' sig tvisvar um, áður en það legg-1 ur út í slíkt og það ekki sízt í svala loftslaginu okkar hér norð-1 ui' á íslandi. En það er einmitt J þ«s& konar fólk, sem helzt hefur, xáð á að ferðast og fjárhagslegur hængur væri í fyrir okkur að fá hingað. ÍSLENDINGAR TI ÍTALÍU — Hafðirðu ekki á prjónunum ráðagerðir um að fara í hópferð með íslenzka ferðamenn eitthvað suður á bóginn? Páll Arason — Jú, þessi ferð mín núna var nú einmitt með það jafnframt fyrir augum að athuga um, hvort það muni framkvæmanlegt, og held ég, að slík ferð ætti að geta tekizt. Geri ég ráð fyrir að af henni geti orðið nú á n.k. vori og legði ég þá líklega af stað í aprílmánuði og yrði um 6 vikur í allri ferðinni. Ég mundi fara á mínum eigin bíl, fyrst með Guíl- fossi til Kaupmannahafnar og svo suður eftir um Belgíu, Frakk- land, suður að Miðjarðarhaíi, þaðan til Ítalíu, niður til Rómar og svo heim á við aftur um Sviss og Alpana, og Þýzkaland til Hafnar. KOSTNAÐI STILLT í IIÓF — Hvað gætu þátttakendur orðið margir — og yrði ekki slík ferð nokkuð dýr? — Ég býst við, að ég mundi með góðu móti geta tekið 10—12 manns. Kostnaðinn mun ég reyna að hafa sem hóflegastan með því m. a. að hafa með minn eigin kokk, svo að hægt væri að kaupa matinn í búðunum eftir hend- inni og matreiða síðan og einmg mundum við sofa í tjöldum, þar sem því verður við komið. Þetta myndi losa okkur, að minnsta kosti að einhverju leyti, við hinn mikla veitinga- og gistihúsa- kostnað. FERÐIR HÉR IIEIMA — Og svo ætlarðu að ferðast hér heima eins og undanfarin sumur — ekki svo? — Jú, þegar ég kem heim úr Ítalíu mun ég fara af stað á ís- landi í lengri og skemmri ferðir eins og að undanförnu. Líklega verða hringferðirnar lítið eitt lengri en þessar, sem ég fór í sumar. SKEMMT3LEGAST í PARÍS OG BOSCO — Hvar fannst þér skemmti- legast að koma ó þessu ferðalagi þínu? — Til Parísar og Bosco, litla fjallaþorpsins í 1500 metra hæð á landamærum Sviss og Ítalíu. — En hvergi, á hversu fallega staði, sem ég kom, fór samt hjá því, að ég saknaði góða skyggn- isins og tæra loftsins okkar hér heima á íslandi. sib. SkenyntistiHid i Særsshu slceMlikröffmiym veS lagnað Á VEGUM S.Í.B.S. eru hingað til landsins komnir 4 sænskir gestir, kvikmyndaleikkonan Alice IBabs, „vinsælasta stúlka Svíþjóðar“ og Norman-tríóið. Sungu þau og léku í Auslurbæjarbíói á föstudags- kvöldið og tóku áhoríendur sem voru eins margir og húsrúm leyfoi, sör.g þeirra og hljóðfæralcik með miklum fagnaðarlátum. SAMFELLD SKEMMTISTUND Það er breytt bil milli Snoddas ar og þessara landa hans, sem nú skemmta á vegum SÍBS. Glað- værð þessara fjórmenninga, létt- ur og fágaður söngur þeirra og hljóðfæraleikur fær hljómgrunn hjá öllum, ungum sem gömlum, svo að tVeggja stunda dagskrá þeirra verður ein samfelld skemmtistund, í fyllstu merkingu þess orðs. Þremenningarnir, sem tíóið skipa, Charles Norman (píanó), Anders Burman (trumbur) og Bengt Vittström (kontrabassa), búa allir yfir sannri kímni sem smitar út frá sér á áhorfenda- bekkjunum, unz allir innan húss- ins veggja eru komnir í hið bezta skap lausir við allar áhyggjur líðandi stundar. Hljóð- færaleikur þeirra er ef til vill ekki sláandi, en hann er áferð- arfagur, eðlilegur og vel þjálf- aður. Alice Babs syngur sig inn að hjarta hvers einasta manns. Sér- staklega hljómþýð, fögur og ó- þvinguð rödd hennar ásamt eðli- legri og hlýlegri framkomu „brjóta ísinn“ milli hennar og áhorfenda í fyrsta laginu. Fjöl- hæfni hennar er mikil og skemmtilegastir eru sænsku text arnir hennar. Þá nýtur hún sín til fulls._____________ Miimingar- atliöfnin verður n.k* fímmtuda^ HAFNARFIRÐI, 21. nóv. — Ákveðið hefur verið að minning- arathöfnin um þá, sem fórust með v.s. Eddu á Grundarfirði, verði í Hafnarfjarðarkirkju næst komandi fimmtudag. — Fer þá einnig fram útför þeirra Sigur- jóns Guðmundssonar og Alberts Egilssonar. Lík Stefáns Guðna- sonar frá Stöðvarfirði verður flutt austur og jarðað þar. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. — G. BERLÍN, 21. nóv. — Fregnir ber- ast af því að austur-þýzka stjórn- in sé að leita hófanna í Rús.nandi um kaup á farþegaflugvélum Er í ráði að stofna austur-þýzkt flugfélag. dæguilagasöngvarnir þýðari og þægilegri en á frummálinu — það gerir ef til vill sænski text- inn t. d. við „Sjö ensamma kvella“. — Sem sagt, þessir sænsku gestir SKEMMTA áhorf- endum, og hljóta verðskuldað lof fyfi". Svíarnir fara utan snemma á miövikudagsmorgun, og verður því síðasta skemmtun þeirra á þriðjudagskvöld. soiiiiinm HAFNARFIRÐI;L- Fjársöfnunín vegna Edduslyssing 'var í gær komin upp í 103 þúsund krónur. Langsamiega mest af fé þessu hefur safnazt hér í bænum, en einnig nokkuð borizt frá Reykja- vík og víðar. Söfnunarlistar liggja frammi á vinnustöðum, í verzlunum og skrifstofum, auk þess, sem þeir séra Garðar Þarsteinsson, sem er formaður söfnunjarneíndarinnar, Ólafur Elíasson og Adolf Björns- son, taka við fjárframlögum. Kallaður beim vogna jnægða KAIRO, 21. nóv. — Tyrkneska stjórnin ákvað að fara að beiðnl hinnar egypzku um að kalla heim sendiherra sinn í Kairo. En sendi herrann er giftur einni frænku Farúks, fyrrum konungs. Frú Guðrún G. Blöodal Á MORGUN verður borin til hinztu hvíldar ein af merkiskon- um höfuðstaðarins og sem margir munu þekkja eða kannast við af viðkynningu eða afspurn eftir meir en hálfrar aldar dvöl hér í bæ. Frú Guðrún G. Blöndahl lézt á heimili dóttur sinnar, frú Kristjönu Ólafsson, laugardaginn 14. þ. m. eftir langa og stranga banalegu, 94 ára gömul. Hún var fædd í Laugardælum í Flóa 23. ágúst 1859, dóttir hjónanna Elín- ar Ingimundardóttur, b. í Mikl- holti í Biskupstungum, Tómas- sonar, og Gísla b. í Laugardæl- um, Þormóðssonar b. í Hjálm- holti, Bergssonar. Elín, móðir Guðrúnar, Var systir Jóns í Skip- holti, Eiríks í Árhrauni og þeirra systkina, en Gísli var einn hinna þekktu Hjálmholtsbræðra. Verð- ur af þessu séð, að frú Guðrún var vaxin upp, í allar ættir, af hinum hollu og heilu ættameið- um Árnesinga. Skömmu eftir fermingu fluttist hún með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og ólst hún þar upp frá þeim tíma. Snemma vakti hún almenna athygli á sér fyrir gjörvuleika og fríðleiks sakir, og þar sem hún, þar að auki, var frá alþekktu myndar- og efna- heimili, þá var hún talin kven- kostur mikill. Árið 1884 giftist hún Magnúsi Th S. Blöndahl, trésmíðameistara, sem var nýlega kominn heim frá Danmörku, en þar hafði hann sótt frekari frama í sinni iðngrein. Var hann glæsi- legur maður, af góðu bergi brot prests í Reykjahlíð við Mývatn, Þorsteinssonar, stúdents þar (Reykjahlíðarætt). Fyrstu 16 búskaparárin voru þau, Guðrún og Magnús, í Hafn- arfirði, en einmitt þau árin voru erfið í Firðinum, atvinnuskortur og úrræði lítil. Leituðu menn því þaðan til vænlegri staða. Alda- mótavorið fluttist Blöndahls- fjölskyldan til Reykjavíkur Og þar hófst hinn eiginlegi starfs- ferill þessara mikilhæfu ágætis- hjóna. Þar gerðist Magnús brátt mikilvirkur byggingameistari S hinum ört vaxandi bæ, en jafn- framt lét hann sig bæjarmál Og stjórnmál miklu skipta, enda var hann í senn bæjarfulltrúi Og al- þingismaður Reykjavíkur um skeið. Þá fékkst hann við togara- útgerð og rak jafnframt stór- verzlun og verksmiðjuiðnað. Um alllangt skeið hafði hann Og stór- an búrekstur með höndum, en þar var húsfreyjan með í umsjá og verkum. Það liggur í augum uppi, að hið fjölþætta Og þrótt- mikla athafnalíf húsbóndans út á við hlaut að gera stórum auknar kröfur til húshalds og heimilis. Það kom því í húsmóðurinnar hlut að halda uppi þeirri rausn og risnu, sem aðstæður kröfðust, og leysti hún það hlutverk af hendi með sæmd og prýði, þvS að stjórnsemi hennar og bústjórn öll var til fyrirmyndar. Eftir 48 ára farsælt hjónabancj missti frú Guðrún mann sinn. Varð þeim sex barna auðið. Tvö dóu í 1. ári, en þau, sem upp kom- ust eru þessi: Sigfús, fyrrv. aðal- ræðismaður Þjóðverja á íslandi og framkvæmdastjóri, Sigríður, ekkja Andrésar Féldsted, augn- Undirfelli í Vatnsdal, Jónssonar,' „Undir heiilastjörnu" inn, sonur séra Sigfúsar, prests á I®knis> Sighvatur, cand. juris og Kristjana, kona Kjartans Olafs- sonar augnlæknis. Frú Guðrún sál. var framúr- skarandi umhyggjusöm og góð móðir, en jafnframt góð og göf- ug kona, sem gerði ótal mörgum gott af örlæti sínu og hjálpfýsi. Tryggð hennar og trúfesta var við brugðið, en skapmikil var hún og þykkjuþung, ef því var að skipta. Minning þessar mætu konu mun lifa, þótt hún sé látin. Reykjavík, 21. nóv. 1953. Sigurður E. Hlíðai'. —Sir Hiiiary Gamanleikurinn „Undir heillastjörnu" verður sýndur í kvöld í sjöunda sinn. Auk Margrétsr Ólafsdóttur, hinnar ungu og efniíegu leikkonu, leikur maður hetnnar, Steindór Hjörleifsson, annað aðai- hlutverkið, en í öðrum hlutverkum góðkunnir leikarar félagsins, þeir Brynjólfur Jóhannesson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Framh. af bls. 1. leiðangursmenn tvö heimsmet I , fjallgöngunni, hvort á fætur j öðru. Evans og Bourdillon kom- 1 ust 26. maí upp á suðurtindinn í 28.700 feta hæð, og þrem dög- ; um síðar 29. maí, komust þeir Hillary, og Tensing upp á sjálfan| hátindinn, sem er 29.002 feta hár.i Þrem dö.gum síðar, hinn 1. júní, j gátu leiðangursmenn fyrst sím-j að heim um afrek það, sem unn-i ið hafði verið. Svo langan tímá tók förin ofan af fjallinu. . j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.