Morgunblaðið - 22.11.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.11.1953, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22 nóv. 1953 HORGUNBLAÐIÐ Reykjavfkurbréf Laugardagur 21. uóvember Gufunesverksmiðjan gerir köfnunarefnisáburð úr vatni og lofti — Merkileg tækni notfærð hér í fyrsta sinn, sem tryggir jarð- ræktinni dýrmæt áburðarefni og skapar víðtækan grundvöll fyrir íslenzka iðnþróun — Hvernig stendur á að fólk tollir \ Rafmagn í sveitir og Gufunesverk- smiðjan í SÍÐASTA Reykjavíkurbréfi lét ég þess getið, að eftir Jauslegri áætlun raffræðinga, mundi það reynast kleift að leiða rafmagn til 2500 núverandi sveitabýla fyr- ir um það bil 125 milljónir króna. En að því fengnu yrði komið rafmagn í 3300 sveitabýli á landinu, því nú er rafmagn samtals komið á urn 800 býli er njóta rafmagnsins frá ýmsum al- menningskerfum. En Áburðar- verksmiðjan í Gufunesi mun kosta álíka mikið og þarf til að dreifa rafmagninu í þessi 2500 býli. Rétt er hér að gera grein fyr- ir í fáum orðum því stórvirki, sem verið er að reisa í Gufu- nesi. „Vindur og snjór“ til matar ÞEGAR Jón Þorláksson Bægis- árskáld orkti hina þjóðkunnu vísu sína: Margir fengu mettan kvið mun því nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að eta, var þessi uppástunga hans um hugsanlegt mataræði almennings talin fullkomin öfugmæli og f jar- stæða. Engum manni hafði þá komið til hugar að mannfólkið gæti nokkru sinni gert sér að góðu það léttmeti, sem skáldið í vísunni stakk upp á að þjóðin legði sér til munns. Eri nú er öldin önnur, eins og dæmin sanna og menn fá von- andi að sannreyna hér innan skamms, því áburðarefnin sem unnin verða í Gufunesverksmiðj- unni verða tekin úr vatni og lofti og verða til þess að rækta jörð- ína og framleiða fóðurefni úr „vindi og snjó". Hvernig áburðar- framleiðslunni er hagað EINS og kunnugt er eiga afköst áburðarverksmiðjunnar að verða 6000 smálestir af köfnunarefni á ári, en þegar reiknuð eru afköst slíkra verksmiðja er framleiða köfnunarefnisáburð, er miðað við hve mikið magn hins hreina köfnunarefnis fæst.. Áburðurinn, saltpétursúrt ammoniak, sem framleiddur verður í verksmiðj- unni, eru dökkir lirystallar. Efni- varan, sem þetta áburðarefni er unnið úr er ekki annað, þótt und arlegt megi virðast, en vatn úr Korpu og andrúmsloftið. Hér verður ekki orðlengt um þá efnafræðislegu þróun eða margbrotnu efnagerð, sem hér a sér stað. Aðeins verður efnasag- an rakin hér í aðaldráttum. Hún hefst með því, að vatn er klofið í sín frumefni, vatns- efni eða vetni og súrefní. Gerist þetta með svonefndri rmstraumstvístrun á þann hátt að rafstraumur er lesddur í vatnið, svo að það klofnar í sína frumparta. Er vetnið notað í áburðargerðina. Orkuþörfin ALLS á verksmiðjan á þann hátt að framleiða 16 milljónir ten- ingsmetra af vetni á ári. En til þessa vatnsklofnirigs þurfa menn orku er nemur eitt hundrað milljónum kílóvattstunda árlega. Svo mikla raforku er hægt að fá frá núverandi Sógsvirkjun illa í kommúnistaríkjunum austan járntjalds? Fyrsti verksmiðjusalurinn, þar sem vatnið er klof .ð með rafstraum löngum salnum, eru byrgð. með því að nota svonefnda „af- gangsorku“, þ. e. a. s. þá orku, sem annars fer forgörðum frá núverandi orkuverum og notast i ekki til ljósa, hitunar eða ann- j arra nytsamra starfa, einkum um nætur. Þó verður áburðarverksmiði- an að láta sér lynda að verða að mestu að komast af án verulegr- ar orkueyðsla 4 klst. á sólar- hring, þegar mest er raforku- þörfin til annara hluta. Með því að nota sér afgangs- orkuna á þennan hátt, reynist það kleift að koma áburðar- verksmiðjunni upp með þeirri orku, sem nú er fyrir hendi frá Sogi. Alls telja menn að afgangs-' orkan frá Sogi verði á næstu ár- um 150 milljónir kíióvattstunda á ári. Afl orkuveranna við Sog er nú 45 þúsund kílóvött. Og notar áburðarverksmiðjan að- eins tæp 10% af þessari orku eða um 4 þús. kw. að staðaldri. Með þessu afli er forgangsorkan um 30 millj. kilówattstunda, en öll önnur orka sem áburðar- j verksmiðjan nýtur er hin svo- nefnda afgangsorka. Köfnunarefni loftsins KÖFNUNAREFNIÐ er unmð beint úr loftinu með samþjöpp- un og eimingu. — Að því búnu hafa menn lofttegundirnar tvær til umráða til áburðarframleiðsl- unnar, köfnunarefnið og vetnið. Eru þessar tvær lofttegundir síð- an sameinaðar við hita og þrýst- ing, svo nýtt efnasamband mynd- ast, ammoníak, en í því eru að- eins þessi tvö frumefni. Ammoniak er kjarninn ÞEGAR ammoníakið er fengið er kominn kjarninn í áburðarfram- leiðsluna. ,"il : ; Ög áfram er haldið i efnagerð- inni. Hélrnirigi ámmoníaksins er breytt í saltpétUrssýru riieð . brennslu í ofni. Sá , helmingur j ammoníaksins sem áfgangs Verð- ur, er sameinaður sýrunni og fæst þá ammoníumnítrat eða sait péturssúrt ammoníak eða áburð- arefnið sjálft. Er þetta í fyrstu í vatnsupp- ! lausn en verður síðan þéttað svo úr því myndast kristallar. Eru kristallar þessir þurrkaðir og húðaðir til að verja þá raka. Þannig útbúinn er áburðurimi sekkjaður til að flytja hann út um land til uotkunar. Geymslur þrjár eru í Gufu- nesi er samtals taka 4500 tonn áburðar. í saltpéturssúru ammoníaki er 33,5% köfnunarefni eða réttur þriðjungur efnismagnsins. En alls á Gufunesverksmiðjan að geta framleitt með núverandi raforku og vélakosti 18—20 þús- und tonn af þessum áburði ár- lega. Til þess að fullnægja eftir- spurninni eftir köfnunarefnis- áburði og halda nýrækt þeirri við er unnin hefur verið á síð- astliðnum árum þarf hér um 9000 smálestir af saltpéturssúru ammoníaki á ári. Svo mikill hugur er í mönn- um að auka og bæta nýræktar- löndin, að fullvíst má telja, að áburðarþörfin fari ört vaxandi frá því sem hún er nú. Og þá fyrst og fremst þörfin fyrir köfn- unarefnisáburð, því sú áburðar- tegund er meginundirstaðan und- ir aukinni ræktun. Tilraunir og athuganir dr. Björns Jóhannessonar ÞÓ LIÐIN séu um það bil 50 ár, síðan byrjað var að gera lítils- háttar tilraunir með notkun til- búinna áburðarefna hér á landi, hafa þessar tilraunir því miður ekki farið fram með svo skipu- legum hætti að af þeim hafi ver- ið full not til þekkingarauka á efnainnihaldi og áburðarþörf ís- lenzkra ræktarlanda. Tiltölulega stut't er síðan bændur höfðu tækifæri til að kynnast notkun tilbúins áburðar til hlítar, og fá af honum hagnýta reynslu, svo allir gerðu sér það fyllilega ljóst, að jaínan er nauðsynlegt að afla sér hinna þriggja áburðarteg- verksmiðjunni er mjög "eftirsótt til logsuðu en logsuðan færist í aukana í innlendum iðnaði og við margskonur iðju og í verk- smiðjum hér á landi. Með auknum heimilisiðnaði og járnsmíði í sveitum landsins verða aukin not fyrir súrefni tií logsuðu. Saltpéturssýruna má nota til þess að framleiða klór úr matar- salti, en klór er mjög eftirsótt vara í plastiðnaði. Einnig er salt- péturssýran nothæf til þess aff framleiða kolsýru úr skeljasandi, en mikið verður af skeljasandi hér á næstu grösum sem kunn- ugt er. Þegar við komumst svo langt að framleiða fosfóráburð úr ó- dýrri erlendri efnivöru, fosfór- grjóti, kemur saltpéturssýran að notum til þess. Ammoníakið er notað í frysti- vélum eins og kunnugt er. Auk þess er hægt að nota það með kolsýru til að framleiða þvagefni sem er í senn ágætt áburðarefni og nothæft til plastiðnaðar og fleira. , , . ... ,. Þannig mætti halda lengi á- Vatnskenn, sem eru eftir endi- fram og benda & hve geysimikl3t Ljósm. Mbl.: G. R. O. þýðingu áburðarverksmiðjan get ur haft fyrir iðnþróunina í land- unda til að fullnægja áburðar- j *nu> ef menn verða samtaka um. þörfinni og iáta áburðinn koma notfæra sér til hlítar þá efna- að fullum notum. | gerð, er hafin verður með til- Dr. Björn Jóhannesson efndi komu þessarrar áburðarverk-* til einfaldra tilrauna með aðal, smiðju. áburðartegundirnar þrjár, köfn-j Hún ein verður öflugur styrk- unarefni, fosfórsýru og kaií- ur Þess að ruddar verði nýj- áburð fyrir fimm árum. Dreifði ar brautir í iðnaði landsmanna. han’n þessum tilraunastöðum sín-1 Hún mun gera mönnum kleift um er voru um 50 talsins, um a^ gera framleiðslu þjóðarinnar Suður- og Suðvesturland. | stórum mun fjölbreyttari en hún í fyrstu vakti það undrun hingað til hefur verið. hans, hve skortur á fosforsýru og . seSi svo Þ°ir! sem hafa hug kalí var áberandi. En síðustu ^ halda því fram, þvert of- tvö sumur hefur það komið í an ' ahar staðreyndir, að Gufu- ljós við tilraunir hans og athug- anir, að auðveldara er að full- nægja þörfum ræktarlandanna fyrir þessar tvær áburðarteg- undir en honum í upphafi virt- ist, þó menn verði að sjálfsögðu að stefna að því að gera bænd- um sem auðveldast að afla sér AÐ LÍKINDUM er það miktt þessarra tveggja aburðartegunda áreynsla fyrjr fólk meg sœmj_ nesverksmiðian stefni fjárhag og atvinnulífi íslendinga í beinan. voða(!) Flóttinn frá kommúnistum talar sínu máli til viðbótar í framtíðinni. Mörg merk verkefni HÉR HEFUR aðeins verið rak- ið aðalatriðið í því sem efnafræð- lega gerist í verksmiðjunni í Gufunesi. Almenningur verður að fá tækifæri til að læra og skilja til hlítar það sem gerist í hinni miklu efnasmiðju. Þó þessi verksmiðja verði fyrst og fremst gerð til fram- leiðslu köfnunarefnisáburðar, verða menn að gera sér það ljóst, að jafnframt getur verksmiðja þessi og mun að sjálfsögðu, verða til þess aS nýr og fjölbreyttuf grundvöliur fæst, til margskon- ar aukins iðnaðar í landinu, af þjóðin hefur þekkingu og þrótt til þess að nota sér til hlítar þá möguleika, sem þar opnast með tilkomu hinnar nýju afkasía miklu efnasmiðju. Með því t. d. að framleiða vetni í stórum stíl er fengin uppi- staða til iýsisherzlu. En með því að herða lýsið fáum við efni- vöru í smjörlíki, sápur o. fl. Ennfremur má nota vetni til framleiðslu á saltsýru, sem not- uð er til plastiðnaðar og fleira. Súrefni er framleitt verður í legu viti að reka daglegan áróð- ur fyrir ofbeldisstefnu kommún- ista. Þessir menn verða að telja sér trú um, þvert ofan í augljós- ar staðreyndir, að kommúnistum hafi tekizt þessi 36 ár sem þeir hafa verið við völd í austan- verðri Evrópu, að búa svo í hag- inn fyrir þjóðir sínar, að al- menningi þar líði betur en frjáls- um þjóðum vestan Járntjalds. Þó viljasterkum einfeldingum geti tekizt að halda trú sinni óskertri á ágæti kommúnismans fyrir þjóðirnar, þá hlýtur það a* vekja daglega óværð í brjóstun* þessarra manna og ugg um aSS ekki sé allt með felldu í kenn- ingum þeirra, hve flóttinn frá kommúnistaríkjunum er stór- fenglegur, þrálátur og óstöðv- andi. • Þegar Moskvustjórnin tók aS sýna nokkra linkind í harðstjórn. sinni, eftir fráfall Stalins, þá vöknuðu vonir í brjóstum alþýðu manna þar eystra um umbætur á kjörum sínum, svo nokkuð dr6 í bili úr flóttamannastraumnum til Vestur-Þýzkalands. En haiistmánuðina hefur fólks- straumurinn undan ofbeldis- stjórn Austur-Þýzkalands sífellb aukizt. í októhermánuði voru Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.