Morgunblaðið - 09.12.1953, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIB
Miðvikudagur 9. des. 1953
' 12
— Ur dagíega lífinu
Framh. af bls. 8.
mjög að óskum og er jafnvel bú-
izt við því, að ekki líði á löngu,
áður en þessi tæplega 2000
manna hópur safni fyrir nýju Is-
lendingaheimili, þar sem verða
til húsa ýmsar íslenzkar stofn-
anir, elliheimili íslendinga o. s.
frv.
O—O—O
Á EKKI eru íslendingar í Dan-
mörku einangraðir frá landi
sínu, sem m.a. má marka af því,
að þeir geta keypt í dönskum
blaðasöluturn-
um íslenzk
blöð 3—4 dög-
um eftir út-
gáfu þeirra. —
Póstsamgöng-
ur við heima-
landið munu
og í góðu lagi,
svo að fréttir
berast fljótt
Þórður Jónsson „að heiman“.
O—O—O
★ UM MARGAR aldir var Dan-
mörk fyrirheitna land ís-
lendingsins. Þangað hélt hann,
ef hann fór utan á annað borð,
bæði til náms og skemmtunar.
En tímarnir hafa breytzt mjög.
Auknar samgöngur og kynni af
öðrum þjóðum hafa stefnt fs-
lendingum á fund annarra þjóða,
landnám þeirra hefur færzt mjög
út. Auk þess er það ekki lengur
danskan heldur enskan, sem þeir
geta nú beitt fyrir sér og hefur
það ekki hvað sízt valdið því,
hve mjög þeir hafa haldið til
enskumælandi landa síðustu ár.
Hernám landsins á styrjaldarár-
unum olli straumhvörfum í þess-
um efnum. — En Danmörk og ís-
land hafa átt samleið á mörgum
undanförnum öldum og er von-
andi, að sú samleið haldizt, þótt
á annan veg verði. — Hún verð-
ur héðan í frá fólgin í norrænni
samvinnu, — góðu og nánu sam-
starfi vinaþjóðanna á Norður-
löndum. fslendingar í Danmörku,
sem og á öðrum Norðurlöndum,
mynda þann hlekk, sem mest og
bezt tengir okkur við bræðra-
þjóðirnar austan hafsins.
Greiff úr flóka
BLAÐINU hefir borizt eftirfar-
andi athugasemd frá Atvinnu-
deild Háskólans:
Vegna greinar í blaði yðar
hinn 3. des. s. 1. undir fyrirsögn-
inni: „íslenzkur einangrunar-
flóki betri og ódýrari en erlend-
ur“, óskast eftirfarandi tekið
fram:
1) Atvinnudeild Háskólans hefir
eingöngu ákvarðað varma-
leiðslutölu ofangreinds flóka.
2) Blaðagreinin var ekki borin
undir „viðstadda verkfræð-
inga“.
3) Þeir útreikningar, sem Tekno-
logisk Institut eru eignaðar,
eru ranglega túlkaðir.
Einangrunarflóki Valdimars
Árnasonar er mjög nytsöm vara,
og ber að fagna framleiðslu henn
ar. Þetta er líka vara, sem mikil
þörf er fyrir, og ætti að vera
notuð meira en nú tíðkast.
Tæknilegar missagnir hæfa því
ekki framleiðslunni.
Atvinnudeild Háskólans
Byggingarefnarannsóknir
Har. Ásgeirsson.
þcrarihh Jchaóch
0 iOr,GiiTu» skjalaþtðano* og OOATOIKU* l (rr.nu 0
KIRKJUHVOLI - SÍMI 61655
fjölritarar og
fjölritunar.
Einkaumboð Finnbogi Kjartansson
Auaturstræti 12. — Sími 5544.
— Eisenh.ower
Framh. af bls. 1.
ATÓMSTYRJÖLD ÞÝÐIR
EYÐINGU
Væri nú gerð atómárás á
Bandaríkin, þá yrði svar okkar
ákveðið í sömu mynt. Og þá ber
þess að geta að Bandaríkin eru
svo styrk og eiga svo miklar
birgðir til af atómsprengjum, að
það er vonlaust fyrir árásar-
ríkið að ætla sér að korna í veg
fyrir að við getum svarað í
sömu mynt og lagt árásarríkið í
auðn. Enginn getur unnið neinn 1
skyndisigur og þessvegna er það
ljóst að þriðja heimsstyrjöldin
yrði löng og skemmdirnar alls
staðar gífurlegar. Þá kemur sú
hætta að allri menningu verði
eytt á þessari jörðu.
Enginn viti borinn einstakl-
ingur mannkynsins gæti fund-
ið sigur í slíku niðurlagi mann
kynsins. Nei, slíkt verðum við
að forðast. Mannkynið allt
þráir frið.
Eisenhower hélt áfram með
því að lýsa afstöðu Bandaríkja-
stjórnar. Hann sagði m. a.:
Bandaríkin vilja stuðla að því
að allar þjóðir geti lifað í friði
og frelsi, að allar þjóðir séu jafn
réttháar og Bandaríkin vilja
leita að leiðum til þess að allt
mannkynið geti færst fram á við
í áttina til hamingju. En í svo
skiptum heimi, sem við lif-
um í veit ég að lausnina er ekki
að finna r einhliða aðgerðum
okkar. Það þarf líka mikið að
vinna til þess að gerbreyta því
kalda andrúmslofti sem við lif-
um í. Við höfum gert mikið til
þess að reyna að komast að sam-
komulagi.
DYRNAR HAFA VERIÐ OPNAR
Það stendur skráð um tilboð
okkar til að komast að samkomu
lagi um Þýzkalandsmálin, um
friðarsamninga við Austurríki,
og á vegum Sameinuðu þjóð-
anna er enn unnið að því að
reyna að semja frið í Kóreu.
Við horfum til væntanlegrar
Berlínarráðstefnu vongóðir. Við
höfum alltaf verið reiðubúnir að
ræða við Rússa um heimsvanda-
málin og fögnum því að þeir eru
nú loksins viðmælanlegir. Og til-
gangur okkar með ráðstefnunni
er líka að reyna að fá því til
leiðar komið að Evrópuþjóðirnar
losni úr hernámsánauðinni sem
nú hvílir á þeim og þær verði
frjálsar þjóðir.
Þannig hafa Vesturveldin stöð-
ugt lýst yfir vilja sínum til að
leysa alvarlegustu heimsvanda-
málin. Við höfum alltaf haldið
dyrunum opnum til samkomu-
lags.
DYRNAR LÍKA OPNAR
VARÐANDI ATOM-
ORKUMÁL
Fyrir nokkru, 18. nóv.
1953, gerði allsherjarþing S. Þ.
áskorun tii stórveldanna að
hefja samkomulagsumleitanir
sín á milli um meðferð og
eftirlit atomvopna. Nú vil ég
lýsa því yfir. sagði Eisen-
hower, að Bandaríkin eru
hvenær sem er reiðubúin að
hefja viðræður við viðkom-
andi ríki til að ná samkomu-
lagi um þetta alvarlega mál
og koma í veg fyrir vígbún-
aðarkapphlaup, sem ógnar lífi
hvers manns í þessum heimi.
Bandaríkin vilja ekki aðeins
takmarka atomvopnaeign hvers
ríkis. Þau stefna heldur ekki að
því einu að taka vopnin úr hönd-
um Rússa og halda sínum vopn-
um sjálf.
ATOMORKA TIL
FRIÐSAMLEGRA NOTA
Bandaríkin skilja það, að ef
atomorkan væri fyrir alvöru tek-
in í notkun til friðsamlegra
starfa, þá mypdi það verða upp-
haf stórkostlegrar gullaldar allra
þjóða heims. Við höfum atóm-
orkuna og ráðum yfir leyndar-
dómum hennar hér og í dag,
það er aðeins að notfæra sér
hana til að byggja upp. Ef allir
vísindamenn heimsins hefðu að-
gang að atomorku til að gera
tilraunir yrði atomorkan þegar
mjög þýðingarmikil fyrir efna-
hag alheimsins. Til þess að mið-
að geti í rétta átt leyfi ég mér
að bera fram eftirfrandi tillögu:
STOFNUN TIL AÐ
STUÐLA AÐ FRIÐ-
SAMLEGRI NOTKUN
Að allar þjóðir sem ráða
yfir atomorkuefnum hefji nú
þegar og haldi áfram að scnda
úranium og önnur atómorku-
efni til sameiginlegrar atom-
stofnunar. Slík atomorku-
stofnun yrði undir stjórn
S. Þ. Hlutfall milli framlaga
yrði ákveðið á ráðstefnu
atomorkuþjóða.
Slík stofnun yrði þýðingarmik-
il til að auka notkun atomork-
unnar í friðsamlegum tilgangi.
Stofnunin myndi ráða til sín sér-
fræðinga sem rannsökuðu með
hvaða móti mætti notfæra sér
atomorkuna í öllum atvinnu-
greinum. Sem dæmi má nefna
að stefna að rafmagnsframleiðslu
með atomorku. Þannig gætu
stórveldin líka hjálpað smáríkj-
unum, sem e. t. v. hafa ekki
bolmagn til að nytja sér atom-
orkuna upp á eigin spýtur.
PASSAMYNDIR
Teknar I dag, tilbúnar á morgun
Erna & Eiríkur.
Ingólfs-Apóteki.
Permancnfsfofan
Tngólfsstræti 6. — Sími 4109
CHOU KLAGAR
PEKING, 7. des.: — Utanríkis-
ráðherra Kína, Chou-en Lai, hef-
ur sent aðalritara S.Þ. boðskap
þess efnis, að Bandaríkjamenn
reyni að „halda stríðsföngum í
þvingunarfangelsi" og vilji eyði-
leggja fyrirhugaða Kóreuráð-
tsefnuna. Segir hann ennfremur,
að hið alvarlega ástand í Kóreu
nú sé utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna að kenna, auk þess sem
aðalritarinn sjálfur eigi þar ekki
litla sök á.
— Reuter.
Framh. af bls. 11.
lesa þótt ekki séu nema nöfn afa
og ömmu.
Langholtsbúar og kristniunn-
endur, styrkið þessa viðleitni,
hlúið að vorgróðri kristilegrar
og íslenzkrar menningar, hvar
sem hann teygir brumknappa til
himins.
Rvík, 5. des. 1953.
Árelíus Nielsson.
A BEZT AÐ AIGLÝSA Á.
T t MORGUNBLAÐIIW T
Félagsvist
Félagsvist og fundur í Alþýðuhúsinu
kl. 8,30 í kvöld.
Berklavörn, Hafnarfirði.
F.L.S.
HEIMDALLUR
efnir til almenns félagsfuntlar í Félagsheimili verzlunar-
inanna n. k. fimmtudag kl. 8,30.
Umræðuefni:
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurbæjar
Framsögumaður: Guðmundur Vignir Jósefsson, skrifststj.
Á eftir verða frjálsar umræður.
Félagar fjölmennið!
STJÓRNIN
Skipstjóra- og stýrimannafélagið
ALD A
tilkynnir: — Umsóknir um styrk úr styrktarsjóði félags-
ins sendist til Ingvars E. Einarssonar, Karfavog 39, fyrir
16. þ. m. — Á umsóknina skal tilgreina heimilisfang
og einnig aldur barna.
Félagsstjórnin.
Raunhæfasta aðferðin
til að minnka dýrlíðina, er lækkun framleiðslukostnaðar. •— Árangurinn er kominn í
Ijós: Þúsundir karlmanna og unglinga kaupa vönduð föt á aðeins kr. 890.00, dýrustu
tegundirnar, og hafa sannfærzt um gæðin.
Kynnist hvers íslenzkur iðnaður er megnugur.
Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar hf.
MARKtS Eftir Ed Dodd
1) Markús: Ágætt, Andi,
slepptu takinu.
2) Markús: Fjötraðu hann,
Páll. — Hálli: Jæja, ykkur tókst
að handsama mig, en tvíbura
þurfti til þess:
3) Páll: Ég var einmitt að taka
eftir því, hve líkir við erum. Það
Markús: Ég fer núna með Halla
í vörzlu til Davíðs. Þegar ég kem
aftur skal ég segja þér alla sög-
er sannarlega dularfullt iíka. —
una.