Morgunblaðið - 20.12.1953, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. des. 1953
!
4
t
Lyfjabúðin Iðunn 25 ára
- Samkvæmistízkan írá París
Samtal við frú Jóhönnu Magnúsdóiiur,
fyrsla kvenlyfjafræðinginn á íslandi.
— Hvað viljið þér segja mér
að lokum, um starfið?
— Starf lyfjafræðingsins er
starf, sem krefst meiri nákvæmni
og skyldurækni heldur en nokk-
urt annað starf. Lyfjafræðingur-
inn getur aldrei látið eftir sér
að gleyma sér á verðinum eitt
andartak. Hann verður að vera
öruggur og vel vakandi, — en það
getur verið erfitt stundum, —
því að alltaf liggur sjúklingunum
á meðali sínu.
★
Og við kveðjum fyrsta íslenzka
kvenlyfjafræðinginn, frú Jó-
hönnu Magnúsdóttur og óskum
henni og lyfjabúðinni Iðunni ti!
hamingju með afmælið og óskum
að starfið megi blessast þeim í
framtíðinni eins og í fortíðinni.
— A. Bj.
Hinn fjölmenni starfshópur Lyfjabúðarinnar Iðunnar ásamt lyf-
salanum frú Jóhönnu Magnúsdóttur. — Ljósm. Mbl.: G.R.Ó,
LYFJABÚÐIN IÐUNN, Lauga-
veg 40, átti 25 ára starfsafmæli
s.l. miðvikudag. I því tilefni kom
kvennasíðan að máli við lyfsal-
ann frú Jóhönnu Magnúsdóttur,
sem stofnsetti lyfjabúðina, hinn
16. desember 1928.
ÁTJÁN ÁRA STÚDENT
— Hver er námsferill yðar?
— Ég útskrifaðist stúdent úr
Menntaskólanum, þegar ég var
aðeins 18 ára gömul, árið 1914.
Þá er erfitt að taka ákvörðun
um það hvaða starf maður velur
sér að lífsstarfi. En foreldrum
mínum fannst tilvalið að ég byrj-
"aði lyfjafræðinám í lyfjabúðinni
á ísafirði, sem þá var nýstofnuð,
en_ foreldrar mínir áttu heimili
á ísafirði. Með því móti yrði ég
nálægt þeim og það varð úr og
ég var þar í tvö ár. Fór ég þá
utan til Danmerkur og útskrif-
aðist lyfjafræðingur árið 1919, og
var síðan í iyfjabúðum í Kaup-
mannahöfn og í Hróarskeldu, en
kom heim til íslands um sumarið
1922. í>á fór ég til Reykjavíkur
Apóteks, og starfaði þar unz ég
fékk veitingu fyrir Lyfjabúðinni
Iðunn, hér á Laugavegi 40. Þá
voru ekki nema tvær lyfjabúðir
í Reykjavík, Reykjavíkur og
Laugavegs Apótek, en rétt á eftir
opnun Iðunnar, tók Ingólfs
Apótek til starfa.
— Voruð þér ekki fyrsti kven-
lyfsalinn á íslandi?
— Jú, ég var fyrsta konan á
íslandi sem varð lyfsali, en nú
eru orðnir all margir kvenlyfja-
fræðingar og lyfsalar.
MIKIL BREYTING —
MARGIR LYFJAFRÆÐINGAR
— Hefur ekki orðið mikil
breyting á þessi 25 ár?
— Jú, þegar lyfjabúðin Iðunn
tók til starfa vann hér aðeins
fámennu starfshópur, — einn
lyfjafræðingur, einn lærlingur,
ein afgreiðslustúlka, — hrein-
gerningarkona, sem einnig
þvoði meðalaglös og flöskur,
og bróðir minn, sem sá
um bókhaldið í hjáverkum. —
En nú vinna hér fjórir lyfjafræð-
ingar, þau Snæbjörn Kaldalóns,
Jón Þórarinsson, frú Eyþórsson
og Steingrímur Kristjánsson, við
höfum einn lærling, en annars
er starfslið mitt nú alls 20 manns.
— Ég vil taka það fram að ég
hef alla tíð verið mjög heppin
með starfslið mitt og lyfjafræð-
inga, og margir þeirra nú orðnir
lyfsalar víðsvegar um landið.
Fyrsti lyfjafræðingurinn, sem
var hjá mér var Jóhann Ellerup
lyfsali í Keflavk. Meðal annarra
lyfjafræðinga sem ég hefi haft
eru Baldvin Sveinbjarnarson lyf-
sali í Holts Apóteki, Birgir Ein-
arsson, lyfsali á Norðfirði, Ivar
Daníelsson, eftirlitsmaður Lyfja-
búðanna, Valborg Hermanns-
dóttir formaður Lyfjafræðinga-
félagsins, Guðni Ólafsson lyfsali
í Ingólfs Apóteki, Kristján Ziem-
sen lyfsali í Stykkishólmi,
Mikkelsen, sem var fyrsti for-
stjóri Stjörnu Apóteks á Akur-
eyri og einn af stofnendum þess,
og Johansen lyfsali á Seyðis-
I firði. — Fyrst framan af voru
1 lyfjafræðingar flestir danskir og
í lok stríðsins hafði ég t.d. þrjá
finnska lyfjafræðinga, en nú hafa
íslenzkir tekið við.
— Hvað afgreiðið þið marga
lyfseðla að meðaltali á ári?
— Fyrsta árið, sem Iðunn starf-
aði voru afgreiddir 17 þúsund
lyfseðlar, en nú eru það um 60
þúsund lyfseðlar, að meðaltali,
sem afgreiddir eru á hverju ári.
— Hefur Iðunn ekki verið til
húsa hér- á Laugaveginum frá
upphafi?
— Jú. En við höfum mun meira
húsnæði nú en þá, því að nú höf-
um við allt húsið, og þar að auki
hef ég látið byggja viðbyggingu
hér úti og er þar gott geymslu-
rúm.
Bletfir í uMarefni
ULLAREFNI. Einn af hinum
mörgu kostum ullarefnisins er
sá, hve tiltölulega auðvelt er að
ná úr því blettum. Það verður
aðeins að hafa það hugfast, að
ekki má nota bleikjuvatn eða
önnur efni, sem innihalda klór-
kalk til að ná úr því blettum,
þ. e. þau skilja eftir í ullarefn-
inu gula bletti, sem ekki nást úr.
Venjulegum blettum úr ullar-
efni má ná úr með eftirtöldum
aðferðum:
Blóði — með köldu vatni.
Bleki — með köldu vatni, síð-
an er bletturinn nuddaður með
sítrónsýru-kristalli og skolaður
eftirleiðis úr vatni.
Kaffi — næst bezt úr með
glyceríni. Bletturinn er vættur
og nuddaður og síðan, að stund
arfjórðungi liðnum, þveginn úr
sápuvatni.
Líkjör — með volgu vatni.
Sósu — fyrst með klórkolefni
og síðan, þegar bletturinn er orð-
inn þurr, er hann þveginn úr
volgu vatni með dálitlu af salmí-
akspíritus.
Sultu — með volgu, ekki sjóð-
andi vatni.
Eggjum — með köldu vatni. Ef
heitt vatn er borið á nýjan eggja-
blett hleypur eggið og sezt í hina
einstöku þræði efnisins svo að
næstum ómögulegt er að ná þeim
úr.
Samkvæmiskjólarnir að ofan eru hver öðrum glæsilegri. Útsaum-
urinn á vösunum á þeim hvíta til vinstri er nýjung. Hann er saum-
aður með gullþræði og steinum eða nerlum og eykur mjög á
hinn sérstaka þokka kjólsins, sem hann á fyrst og fremst einfald-
leik sínum að þakka.
— Kjóllinn til hægri er brúnn á litinn, ur samlitu blúnduefni
í hálsinn. — París segir, að brúni liturinn sé ekki lengur ein-
skorðaður við dagkjóla og „sport“, heldur gerist hann nú æ vin-
sælli á kvöld- og samkvæmiskjólum. — Hvítir hanzkar og herða-
slá úr hvítu refaskinni fara mjög fallega við litinn — og sniðið
á kjólnum.
Kvemig jólasveinnimi verður til.
— Heillaráð —
Ef kertið passar ekki í stjakann, I Fáið þér blöðrur í lófann, þegar
dýfið því þá niður í heitt vatn. þér berjið teppi með bankara?
Vaxið verður þá mjúkt og lagar | Þá er gott ráð að setja gamalt
sig eftir stjakanum. 1 handfang af hjóli á hann.
v;ul
1
8 Cn-t <o í
Skemmtilegt til skrauts á jólaborðið. — Hér er „uppskriftin":
I) Sítrónflaska. 2) Hólkur utan um flöskuna. 3) Slá. 4) Andlit.
5) Skegg. 6) Yfirvaraskegg. 7) Húfa. 8) Hendi. 9) Ermi.
Hólkur límdur saman að aftan og látinn yfir flöskuna. Bómullar-
renningur límdur á sláið og það síðan límt að ofan fast við hólk-
inn og látið mætast að framan. Andlitið límt saman að aftan.
Sett fast yfir stútinn. Bómullarhnoðri settur í toppinn fyrir hár.
Skeggið fest á með lími og yfirvaraskeggið sömuleiðis. Bómullar-
renningur límdur framan á húfuna og húfan brotin að miðju og
límd í kant. Litill bómullarhnoðri látinn í toppinn. Hendi klippt
út í hvítan pappír. BómuIIarrenningur límdur framan á ermina.
Hendin límd föst á miðju og ermin brotin inn beggja megin. Lím
sett á ermina og hún fest innan undir sláið.
/