Morgunblaðið - 20.12.1953, Side 9

Morgunblaðið - 20.12.1953, Side 9
Sunnudagur 20. des. 1953 MORGVNBLAÐIÐ 9 Um raunsæisskáld Norðurlunda á síðari hluta 19. aldar IVAR ORGLAND sendikenn- ari Norðmanna hér fluíti fyr- ir skömmu fyrirlestra um Norðurlandaskáld á síðari hluta 19. aldar. Að því tileíni hitti ég hann að máli og bað hann fræða okkur nokkuð um efni fyrirlestranna. — ★ — — Hvað getur þú sagt okkur um samband og vináttu milli stórskálda Norðurlanda á blóma- skeiði raunsæisstefnunnar? — Segja má, að með raunsæis- stefnunni hafi bókmenntir Nor- f^fynd aí Sfrindberg fók við hlufverki brúðupúkanna! Eugene O'h'eil Hann ritddi brautina nútímaleikrita r Ibsen Björnson egs tekið við forystunni í bók- menntaheimi Norðurlanda. En þó er ekki hægt að einblína á norsk- ar bókmenntir á þessu tímabili, m. a. vegna þess að samvinna Norðurlandahöfunda hefur aldrei verið meiri, hvorki fyrr né síðar. Milli mestu skálda Norðurlanda var þá mikið og náið samband og vinátta, sem að vísu snerist upp í fullan fjandskap á stund- um. En það skipti ekki máli, heldur hitt að vegna sambands- ins höfðu skáldin mikil og frjó áhrif hvert á annað. ★ ÞEIR RUDDU BRAUTINA — Hvaða skáld ruddu einkum brautina á Norðurlöndum á þessu skeiði? — í Noregi voru það einkum þeir Ibsen, Björnson, Kielland og Lie sem mörkuðu raunsæis- stefnuna og eru kallaðir „Hinir f jórir stóru“ í bókmenntum Norð- manna, — þó að það séu e. t. v. ekki með öllu sannmæli gagn- vart ýmsum öðrum, ekki sízt þeim Holberg og Wergeland. í Danmörku var Georg Brand- es frumkvöðull og postuli raun- sæisstefnunnar, og Meginstraum- ar hans höfðu mikil áhrif á mörg raunsæisskáld hér á Norðurlönd- um, ekki sízt á íslandi, eins og við vitum. — Bróðir hans, Ed- vard Brandes, lét einnig mikið til sín taka í raunsæisbókmennt- unum, en hann hafði aðallega áhuga á leikhúsmálum. Enda þótt varla sé hægt að kalla Strindberg raunsæisskáld, heldur frumherja expæssjón- ismans á Norðurlöndum, varð hann fyrir miklum áhrifum norsku raunsæisskáidanna, enda var hann samtíðarmaður þeirra. Á hinn bóginn bar minna á raun- sæisskáldum í Svíþjóð en t. d. í Noregi, þótt áhrif Ihsens gætti þar mjög. * VINÁTTA OG FJANDSKAPUR — Hvað um samvínnu þessara manna og afstöðu þeirra hvers til annars? — Milli Strindbergs og Jonasar Lies var ævarandi vinátta, eftir að þeir hittust í París. Þar kynnt- ist Björnson Strindberg einnig og hélzt vinátta þeirra í milli um alllangt skeið, en að því kom, að upp úr slitnaði. Var ástæðan sú, að Björnson gerði sér far um, eins og hans var vani, að veita hinu sænska skáldi ýmsar hollar leiðinbeingar. Það gramdist Strindberg, þóttist ekki þurfa á „föðurlegri umhyggj u“ Norð- mannsins að halda, þrátt fyrir það að Björnson var 16 árum eldri, — og því sennilega nokk- uð lífsreyndari. — En hann var þó alla tíð mikill aðdáandi Björn- sons og sagði seinna á lífsleið- inni, að Lie og Björnson væru þeir tveir útlendingar, sem hann átti hugljúfastar minningar um. Ibsen og Strindberg kynntust aldrei persónulega, en sá síðar nefndi hafði oft við orð, að hann hefði mikla löngun til að hitta „reiðasta mann Evrópu", eins og harn komst að orði um Ibsen. Þeir þekktu hins vegar mætavel verk hvors annars og mátu þau mikils. Má geta þess til gamans, að Ibsen hafði í skrifstofu sinni málverk Chr. Kroghs af Strind- berg. Þegar Björnson spurði hann eitt sinn, hverju það sætti, að hann hefði „þennan ljóta mann“ á veggnum hjá sér, svaraði Ibsen: — Ég get ekki unnið án þess að þessi vitfirrti maður horfi á mig með sínum djöfullegu aug- um. Einnig segir sagan, að Ibsen hafi leikið sér að brúðupúkum, þegar hann glímdi við erfið vandamál, auk þess sem hann hafði stóran púka í skrifborðs- skúfunni sinni. En þegar tímar liðu og örlagaglíman varð stór- fenglegri var kraftur púkanna sennilega ekki nógu mikill, — en | svo mikið er a. m. k. víst, að I hann hengdi Strindberg upp á j vegginn hjá sér og forkastaði púkunum! ★ MIKIL ÁHRIF Á ""kvenhöfunda — Hvað um áhrif Ibsens á sænskar bókmenntir? Strindberg Brandes — Áhrifin koma greinilegast i ljós í verkum sænskra skáld- kvenna, sem kallaðar voru: De svenska indignations-dam- erna. Af þeim getum við. t. d. nefnt Viktoríu Benediktsson, sem skrifaði undir dulnefninu Ernst Ahlgren. — Ástæðan til þess, hversu áhrif Ibsens gætti meðal kvenrithöfunda, er einkum sú, að hann barðist í verkum sín- um fyrir auknum réttindum kvenna, t. d. í Et dukkehjem. Brandes hafði og mikil áhrif á Viktoríu og milli þeirra var náið ástarsamband um nokkurt skeið, sem lauk með hinum mestu hörmungum, — hún framdi sjálfs morð. Það sem einkum er merki- legt við þetta ástarævintýri þeirra Brandesar er það, að hún ætlaði að nota það í bókmennta- legum tilgangi, þ. e. a. s. sem skáldsöguefni. Hefur Brandes sjálfur skýrt svo frá, að hún hafi skrifað jafnóðum niður það sem á daga þeirra dreif. Kvað svo ramt að því, að hún skrifaði hjá sér ýmsar athugasemdir,1 jafnvel á meðan þau ræddust ( við. — Geta má þess að ekki alls fyrir löngu var gefin út dag- bók hennar, sem einkum fjallar um samband þeirra Brandesar. — Hvað viltu svo að lokum segja okkur um sambandið milli Brandesar og Norðmannanna á blómaskeiði raunsæisstefnunnar? — Meginstraumar Brandesar, höfðu, að því er Ibsen segir sjálf- ur frá, geysimikil áhrif á hann. Segir hann í bréfi til Brandesar, að þetta ritverk hins danska gagn rýnanda marki alger tímhmót í bókmenntasögu Norðurlanda, — það skilji á milli gærdagsins og þess sem koma á. * TRÚ OG SIÐGÆÐI Á hinn bóginn fullyrti Björn- son, að hann túlkaði raunsæis- stefnuna í leikritum sínum (En fallit og Redaktören) án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá Brandes. Þeim mun meiri áhrif hafði Brandes á lesefni Björn- sons (aðallega á árunum 1875— 78) og benti honum m. a. á verk frönsku naturlistanna, s. s. Zola og Goncourt-bræðranna, er m. a. varð til þess að hann sagði árið 1878 með öllu skilið við kristin- dóminn. Þó var hann trúmaður mikill alla ævi, en þó i nokkuð öðrum skilningi en við leggjum í það orð, því að hann trúði fyrst og fremst á lífið sjálft og þró- un þess, eins og einkum kemur fram í hinum fræga sálmi hans: Ære det evige Forár í livet. Og sjá má í boðskap þess leikrits sem af mörgum er talið bezta verk hans, Over Ævne 1., að hann hefur misst trúna á kraftaverk- in, sem að hans áliti eru — „over ævne“. — Síðar kom til vinslita með þeim Brandes og var ástæðan „siðferðisdeilan" um 1880. Enda þótt Björnson hefði sagt skilið við kristindóminn, slakaði hann ekki á siðferðis- kröfum sínum eins og við sjá- um af leiritinu En hanske, þar sem hann krefst þess að bæði máðufinri og k'ohán hafi lifað skírlífi fyrir hjónabandið. Þessi boðskapur Björnsons mætti mik- illi andúð fjölmargra, ekki sízt Brandesar, enda gekk hann alger lega í berhögg við yfirlýsta stefnu hans í siðferðismálum. — Deildu þeir hart hvor á annan og með tímanum fyrntist yfir vináttu þeirra, eins og fyrr getur. Þó mat Brandes Björnson ætíð mikils og eftir dauða hans líkti hann honum við grískan guð. ★ BLÓTAÐI EKKI Á LAUN Kielland var ætíð í mikilli þakkarskuld við Brandes og sagði, að hann hefði lært mest af honum allra manna. — Hann er sem kunnugt er hið sanna raunsæisskóld — blótaði aldrei á laun. Má geta þess, að hann hafði einna mest áhrif erlendra rithöfunda á Gest Pálsson. Að lokum má geta hins síð- asta af stórskáldum raunsæis- stefnunnar í Noregi, Jonasar Lies. Hann sótti aldrei mikið til Brandesar, kvað hann fulltrúa marghyggjunnar í Evrópu, en sjálfan sig málsvara hinnar nor- BANDARÍSKA leikritaskáldið heimsfræga, Eugene O’Neill lézt hinn 27. nóv. s.l. í Boston 65 ára að aldri. O’Neil var slæmrar heilsu um nokkur undanfarin ár og gat því ekki sinnt ritstörfum.! * O’NEIL var ekki einasta mesti leikritahöfundur Bandaríkjanna, heldur var hann þekktur fyrir beztu verk sín alls staðar þar, sem góðar leikbókmenntir eru í hávegum hafðar. íslenzkum leik- hússgestum er hann og að góðu kunnur og hefur leikrit hans Anna Christie, (sem af mörguml og er með öllu óvist um forystu- hlutverk hennar, nú þegar hann er fallinn frá. Eru margir gagn- rýnendur jafnvel þeirrar skoð- unar, að blómaskeið bandar- ískrar leiklistar hafi runnið á enda með fráfalli O’Neils, en það er vitaskuld tilgáta ein, sem fram tíðin ein á eftir gð skera úr um. ★ EUGENE O’NEIL er skáld síns tíma. Hann byrjaði feril sinn sem naturalisti, aðhylltist síðan æ meir . tjáningarhátt sybolism- ans. Helzti lærifaðir hans var Framh. á bls. 14. O’Neil Lie Kielland rænu einfeldni. Vegna þess djúps, sem Lie fannst staðfest á milli þeirra, áleit hann, að þeir gætu aidrei haslað sér völl saman þrátt fyrir líkar skoðanir í mörgu. — ★ — HIÐ MIKLA og nána samband Norðurlandahöfundanna náði hápunkti um 1880, en eftír 1890 rofnaði það til muna, enda tók Svíþjóð þá við forystunni í bók- menntum Norðurlanda með sín- um ný-rómantísku skáldum. Af þeim má nefna Heidenstam, Levertin, Fröding og Selmu Lagerlöf. — En þó að samband- ið hefði rofnað að mestu milli norskra og sænskra skálda, var Heidenstam viðstaddur útför Björnson 1910 og orti um hann eftirmæli, þar sem hann kemst m. a. svo að orði: Har stá vi kvar och se mot solnedgángen och sörja dig som en av vára egna. — Mættu þessi orð Heidenstams vera yfirskrift yfir norrænni sam vinnu um alla framtíð. M. gagnrýnendum er talið méð lé-^ legri verkum hans) verið sýnt hér í Þjóðleikhúsinu. Enn fremur var stórmyndin „The long' Voy- age home“, sem byggð er á leik- riti hans, sýnd hér ekki alls fyrir löngu. ÁTTU LEIKIIÚS — NÚ O’NEIL Áður en O’Neil kom til sög- unnar áttu Bandaríkjamenn leik- hús. Nú eiga þeir einnig drama. Þannig hefur eitt af heimsblöð- unum komizt að orði eftir dauða O’Neils og má af því nokkuð marka, hver spor hann hefur skilið eftir sig,— hvers virði hann er bandarískri leikhúsmenningu. Hann var harmleikaskáld, eitt mesta harmleikaskáld okkar tíma, sótti mjög til fanga í klass- ískan skáldskap Grikkja og er m. a. álitið, að hann hafi orðið fyrir sterkum áhrifum af verkum Æschylusar. Kemur það einkum fram í stórbrotnasta leikriti hans, Mourning becomes Electra (1931) —. Þó fer O’Neil engan veginn troðnar brautir í leikrita- gerð sinni, er ófeiminn við ný- ungar og á mikinn þátt í þróun nútímaleiklistar. Takmark hans var að gera leikhúsinu að vett- vangi raunsærrar, en Ijðrænnar leiklistar. Á þeim vettvangi vildi hann rekja og skýra örlög per- sóna sinna, — og tókst það oft meistaralega. - ★ ALLIR GLEYMDIR Eugene O’Neill gerði bandar- íska leiklist að stórveldi. Allir, sem skrifuðu leikrit í Bandaríkj- unum fyrir hans daga, eru gleymdir, — enginn leikritahöf- undur, sem kvaddi sér þar hljóðs á eftir honum, stendur honum á sporði. Honum tókst að lyfta bandarískri leiklist í æðra veldi MOLAR NORSKA góðskáldið Arnulf Överland, sem hingað kom á sin- um tima í fyrirlestrarferð og mikla athygli vakti, hefur undan farið dvalizt í Danmörku, þar sem hann hefur haldið fyrirlestra um menningarmál. BREZKI rithöfundurinn vinsæli, A. J. Cronin, hefur fengið harða gagnrýni í brezkum blöðum fyrir síðustu bók sína Beyond This Place. — í bókinni The Citadel .. réðist hann ** *r árás hann söng. — Cronin. En nú kveður við annan tón* því að í Beyond This Place ræðst hann með offorsi á brezka rétt- vísi. I Sunday Express er m. a. komizt svo að orði um bókina: — Bókin er sýnilega skrifuð í þeim tilgangi einum að vera met- sölubók. Afstaða höfundar til rétt vísinnar á við lítil rök að styðj- ast. Cronin spurði sjálfan sig fyr- ir 20 árum, þegar hann hafði samið fyrstu bók sína: — Getur verið, að ég hafi skrifað þessa hryllilegu bók? — Vér spyrjum J3Ú Cronin hinnar sömu spurn- ingar. Framh. á bls. 14,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.