Morgunblaðið - 23.12.1953, Síða 9
Miðvikudagur 23. «Ies. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
Attæríngurinn Pétursey í
by^ffðasafn að Skóffnm
» OO o
V^ftaffur fiangsð í gærdsg úr Vík í Mýrdal
VÍK í MÝRDAL, 17. des. — í
dag var farið héðan úr Vík að
Skógaskóla hið gamla áraskip
Pétursey, en að Skógum verður
byggt yfir þennan merka bát,
sem er um 100 ára gamail að
stofni til. — Báturinn var notað-
ur við vöruflutninga frá skip-
um að landi hér í Vík í rúmlega
30 ár.
RERI FRÁ JÖKULÁRÓSUM
Skipið Pétursey er nú 98 ára,
byggt 1855 í Pétursey. Eigendur
bátsins voru Jón Gíslason, sem
var yfirsmiður og bræður hans
tveir Árni og Guðmundur. Gerðu
þeir skipið út frá Jökulsárósum
og var þá lengst af formaður á
skipinu Guðmundur Ólafsson
faðir Eyjólfs Guðmundssonar rit-
höfundar á Hvoli.
í VÖRUFLUTNINGUM
Árið 1907 var báturinn seldur
hingað til Víkur og notaður hér
Dagbjört Dagsdóttir:
SAGAN AF SÓLRÚNU.
Leiftur.
ÞESSI saga er enn ein sönnun
þess, hversu frásögnin, skáldsag-
an, er í blóð runnin íslenzkri al-
þýðu. Fátæk kona, sem lífið mun
hafa veitt harla fátt hið ytra til
að gera skáldverk, segir hér
langa sögu og átakanlega trú-1
verðuga um byltingu í íslenzku
þjóðlífi: hvernig síldarstöð vex
upp í kyrrlátum, afskekktum
stað í Norðurlandi.
Þessi höfundur hefur þá dýru
eðlisgáfu, að þekkja hverja sína
persónu svo innilega, að þær
standa eins og sjálfkrafa íyrir
augum lesandans. Dagbjört Dags-
dóttir (sem er gervinafn) lýsir
misjöfnu fólki, af ásköpuðu hlut-
leysi gagnvart persónum sínum,
þungum raunum, án þess að frá-
sögnin verði yfirleitt harkaleg
eða væmin, björtum dögum, með
undirtón lífstregans, átakanlegu
umkomuleysi, og fer móðurhönd-
um um hvern þann sem bágast á.
Þessi látlausa samúð er nærri
fágæt. Eins er lýst að sínu leyti
brennivínsalanum, sem stefnir þó
að því að verða sjálfbjarga og
maður með mönnum, öreiga
ekkjunni, höfðingshjónum, sem
allt leikur í lyndi, börnum, til-
hugalífi ójafnra unglinga. Margir
kaflar í bókinni gætu staðið einir
sér og heilir; það er ásköpuð frá-
sagnargáfa, ekki yfirlega eða stíl-
konst. Höf. lætur efnið ráða, eins
og sá sem vel skrifar sendibréf,
en málið fellur að efninu, lát-
laust og alþýðiegt, öldungis óháð
öðrum höfundum. Lýsingin er
tilbreytileg og einhver ómót-
stæðilegur sannleikur í allri frá-
sögninni, sumt hvað blóði ritað,
að því er ætla má.
Sögunni er áfátt að byggingu
og formi. Aukapersónur og at-
burðir, sem höf. hefur ekki ætlað
að gera að máttarviðum, verða í
rauninni sterkastir. Sjálf „sögu-
persónan", sem bókin heitir eftir,
verður nokkuð í baksýn og henn-
ar örlög ekki eins .ramlega sönn
og margt annað í bókinni. En
bók getur verið góð fyrjr því.
Álíka „galli“ er á Pilti og stúlku,
svo að eltki sé valið hið minna
dæmið.
Mér er ekki kunnugt, að nein-
staðar í okkar bókmenntum sé
til slik lýsing á síldarplaninu á
öðrum og þriðja tug þessarar ald-
ar. Bókin hefur að því leyti efa-
laust gildi fyrir menningarsögu
okkar. Og þessi yfirlætislausa
bók er í sannleika ög í beztu
merkingu „dóttir alþýðunnar",
eins og Ólína skáldkona segir um
ferskeytluna. Helgi Hjörvar.
við vöruflutninga milli lands og
skipa og einnig öðru hvoru til
fiskveiða. Formaður á bátnum
var Jón Gíslason frá Norðurgöt-
um og er hann nú látinn. — Hætt
var að nota Pétursey árið 1939,
er útskipun í Vík lagðizt með
öllu niður vegna bættra sam-
gangna á landi.
ÁTTÆRINGUR
Pétursey er áttæringur, byggð
ur sem brim- og siglingaskip
og því ekki að öllu leyti með
hinu sérkennilega skaptfellzka
lagi. Báturinn reyndist alltaf
happaskip, en þó lenti hann oft
í hinum mestu svaðilförum við
hina hættulegu strönd.
Með herkjum tókst að koma
bátnum yfir Jökulsárbrú, sem er
bæði gömul og þröng. Báturinn
var fluttur á einum af bílum
Kaupf. Vestur-Skaftfellinga.
í BYGGÐASAFNI
Að Skógum verður byggt yfir
bátinn. Jón Halldórsson kaup-
maður í Vík gaf á sínum tíma
bátinn væntanlegu byggðasafni
að Skógum. — Báturinn var sandi
o^pinn hér og hafa því veður og
vindar ekki skemmt hann þau
14 ár sem nú eru liðin frá því
hann var síðast á sjó. — j.
Biskiplungna-
bækur
ÁTTHAGAFÉLÖGIN, sem risið
hafa upp hér í Reykjavík, hafa
þegar mörg þarfaverk unnið, og
þá eigi sízt þetta, að gefa út rit-
söfn, er geyma sögulegan fróð-
leik, staðarlýsingar, þjóðleg
fræði, upplýsingar um atvinnu-
háttu o. s. frv. víðsvegar um
land. Mundi margt af þessu
smám saman hafa farið í glat-
kistuna, ef átthagafélögin hefði
ekki bjargað því. Þetta er virð-
ingarvert, og allmikið þrekvirki
þótt um mannmörg átthagafélög
sé að ræða, eins og sum þau fé-
lög, er kenna sig við heilar sýsl-
ur. En hvað mætti þá segja um
félag, er kennir sig við eina sveit
og aðeins er skipað fólki þaðan?
Mér er nær að halda, að
minnsta átthagafélagið hér, og
það sem markar sér þrengst verk
svið, sé Félag Biskupstungna-
manna í Reykjavík. Þetta litla
félag réðist í það í fyrra að gefa
út átthagarit, er aðeins fjallar um
fólk og háttu í Biskupstungum.
Ritið heitir „Inn til fjalla" og fór
laglega á stað. Ritnefndin skýrði
svo frá tilgangi þess: „Markmið
félagsins með útgáfu ritsins er
að reyna að varðveita minningar
um ýmsa menn, málefni og fleira
í Biskupstungum lengur en ella
mundi. Marki því hyggst félagið
að ná með því að taka upp grein-
ar úr prentuðu máli, sem snerta
sveitina á einhvern hátt, rifja
upp forna atburði og skrásetja
eitt og anpað frá samtíð sinni,
, sem vert þykir að muna“. Ritið
var hið fjölbreyttasta að efni og
kenndi þar margra grasa, allt frá
þjóðsögum til frásagna um merka
menn og þjóðkunna.
Nú hefur félagið gefið út ann-
að bindi af þessu ritsafni og er
það með mjög svipuðum hætti
og hið fyrra. Þar er meðal ann-
ars sagt frá fyrstu keppni í starfs
í'þrótt hér á landi (1918), fyrstu
skógræktartilraunum í sveitinni,
frá frostavetrinum mikla 1881,
frá ýrpsum merkum heimildum.
Þar er og grein um Sigríði í
Brattholti, þá merku konu, sem
ekki vildi að útlendingar næði
tangarhaldi á Gullfossi, og þar
Framh. á bls. 10.
Aðeins 4 QQy
Engu má glcyma.
"ítölsk úrvals
Epli, Appclsínm . Vínbcr
Mandarínur, Sítronur.
Pea Nuí, hnetukjarnar
Konfektrúsínur
Niðursoðnir ávextir,
Þurrkaðir ávexíir
erti __ glæsilegasta urva
onfekt skrautöskjur. Ke
r í gjafakössum.
Grænar bannir, 4 tcg.
Ekta hunang
Súkkulaði og jók
f jöiskrúðugt úrval. —
bara HRINGJA svo 1
Torgsalan á Vitatorgi
við Hverfisgötu
Falleg jólatré og greni, skreyttar hríslur á leiði, skreytt-
ar skálar og körfur til jólagjafa, túlipanar í lausasölu
(mosi fylgir) o. m. fl.
Einnig selt á Barnósstíg og Eiríksgötu.
Gott verð. — Góð afgreiðsla.
HOOVER
Þvottavélar — Ryksugur
Verð kr. 1883.00
Þýzkar hrærivélar
Mjög vandaðar, ný gerð. Verð kr. 2.250.00.
Þýzk vöfflujárn og straujárn
1 Verð frá kr. 85.00
Ljósakeðjur á jólatré
Flúr-lampar og pípur
ágætir í eldhús og víðar.
Ljósaperur
Kúlur í loft — á vegg og með stöng.
Odýrir skrautlampar, lampahöldur og
ýmis konar raflagnaefni.
Ljós & Hiti h.f.
Laugavegi 79 — Sími 5184
/