Morgunblaðið - 23.12.1953, Side 11

Morgunblaðið - 23.12.1953, Side 11
Miðvikudagur 23. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Ullar- og prjónaverksmiðja Ó. F. 0. hefir opnað sölubúð í Þin^ioltsstræti 3, undir nafninu Ullarvörubúðin Seljum þar aliar tegundir af prjónafatnaði úr íslenzku og erlendu garni. Einnig lopa og allar gerðir af bandi litað og ólitað, með hagstæðara verði, en áður hefur þekkzt hér. Allar tegundir af dömu- peysum, einlitum og munstruðum í mörgum litum, aðeins úr beztu tegundum af erlendu garni. Drengja- og telpnpeysur í fjölbreyttu úrvali með alls konar myndum. — Allar stærðir. Allt úr erlendu ullargarni. Allar tegundir af herra- sportpeysum, herravest- um, margar gerðir. — Mörg munztur og litir. Allt úr erlendu garni. VERKAMANNAPEYSUR. — Bestu fáanlegu sjósokk- ar úr íslenzku garni. Þegar þið veljið jólagjöf- ina þá veljið smekklegan og nytsaman hlut. Bezta jólagjöfin er Hyndapeysa frá Ó. F. Ó. Ullarvörubúðin Þingholtsstræti 3 Laugavegi 118 íorgsalan í Vonarporti Laugaveg 55 Falleg jólatré og greni, skreyttar hríslur á leiði, skreytt- ar skálar og körfur til jólagjafa, túlipanar í lausasölu (mosi fylgir) o. m. fl. Gott verð. — Góð afgreiðsla. — Senfinvental Framh. aJ bts 2. blinduð. Þó ég hefði engin augu, myndi hjarta m'itt segja mér að þetta væri gatan. Ég þekki hana eins vel og ég þekki andlit hans, og hendur mínar. Ó, hversvegna fæ ég ekki að deyja, um leið og við keyrum í gegnum þessa götu. Við hljótum að vera komin að blómsölubúðinni á horninu núna. Þar var hann vanur að staldra við tii að kaupa prímúluvönd fyrir mig, litlar, gular prímúlur, þétt bundnar saman; þakktar silf urlitum blöðum. Svo viðkvæmar — svo hreinar og svalar. Hann sagði alltaf, að kamelíufrúr og orkideur væru ekki í stíl við mig. Svo, þegar vorið og prímúlurnar voru horfin af sjónarsviðinu, gaf hann mér liljur, með litlum rós- arknúppum, f jólum og kornblóm- um. Hann sagði að hann gæti ekki hugsað sér mig án blóma — þá yrði hugmyndin ekki rétt. Nú þoli ég ekki blóm í kringum mig. Og litli, gráklæddi blóma- salinn var svo forvitinn og glað- ur — einn daginn kallaði hann mig „Frú“! Ég get eSki. — Ó, drottinn minn! Og nú hljótum við að vera hjá stóra leiguhjallinum, þar sem stóri dyravörðurinn er. Á kvöld- in var dyravörðurinn vanur að viðra hvolpinn á stórum púða, og við stöldruðum aðeins til þess að gæla við hann; tókum hann í fangið og kjössuðum hann. Það var í eina skiptið, sem við sáum dyravörðinn brosa. Við næsta hús á leið okkar var hann vanur að taka mjög herramannslega ofan fyrir litlu telpunni, sem átti þar heima. Stundum rétti hún honum litlu grönnu hendina sína. Síðan kemur tréð, sem er umkringt af ryðguðum járnstólpum. Við það var hann vanur að snúa sér við og veifa til min, — þar sem ég hallaði mér út í gluggann og horfði á eftir honum. Og fólk myndi horfa á hann — fólk horfði alltaf á hann, en hann tók aldrei eftir því. Þetta var tréð okkar. sagði hann, því dytti aldrei í hug að tilheyra neinum öðrum. Og hefurðu tekið eftir því, sagði hann, að mjög fáir borgarbúar eiga svona einka-tré eins og við? Og nú er það læknishúsið og gráu húsin þrjú — ó guð minn góður! Við hljótum að vera við okkar hús núna! Húsið okkar, þó við hefðum aðeins efstu hæðina l í því. Ó, ég elskaði svo þennan ■ svarta, dimma stiga, vegna þess ' að hann gekk upp hann á hverju ; kvöldi. Og litlu, drapperuðu ! gluggatjöldin okkar, og potta- ; blómin. Litla stirða hurðin og ■ skrítni póstkassinn, og svo — ; hringir bjallan. Ég bíð eftir hon- ■ um í rökkrinu, eftir að hafa lengi ! talið mér trú um að hann kæmi j aldrei aftur, og þó var biðin dá- I samleg líka. Og svo, þegar ég j opnaði dyrnar fyrir hann. — Ó, nei — óg get ekki afborið þetta! Enginn gæti afborið þetta. Hvers vegna — hversvegna þurfti hann endilega að keyra hingað? Hvaða píning gæti verið hræðilegri en þessi? Það er betra að ég taki hendurnar frá augum mér og sjái allt. Ég ætla að sjá tréð okkar og húsið einu sinni enn, og svo spring ég úr harmi, og dey. Ég ætla að horfa og horfa og horfa. ' En hvar er tréð? Getur það verið að þeir hafi höggvið niður tréð okkar? — Okkar tré? Og hvar er leiguhjallurinn? Hvar blómabúðin? Og hvar — hvar er húsið okkar? Og hvar er —. Bílstjóri, hvaða gata er þetta? — Ó, sextugasta og fimmta. Nei, það var ekkert, þakka yður fyrir. Ég — ég hélt það væri sextugasta og þriðja stræti...... Endir. Bakið, steikið, ristið og sjóðið í „ ELDAVELUNUM Höfum einnig Moffats kæliskápa fyrirliggjandi. KSSHT Sm/j.x »•Umm ItM Einkaumboðsmenn Agnsr Norðfjörð & Co. h.f. Láekjargötu 4 — Sími 3183 og 7020. Tékknesk ask-skíði í ftirfarandi stærðum: 150 .................. kr. 91.00 160 — .................— 94-00 170 . ................. — 110.00 176 . ...................— 150.00 184 — .................. — 170.00 192 — ................. — 180.00 200 — ................. — 200.00 Skíðastafir margar teg. og stærð- ir, verð frá kr. 30.00. — Allar tegundir af skíðabindingum. verzlun BANKASTRÆTI 4 Skáld höfuðhorgarinffiar. i i i Stkáld æskunnar ■ byggð og borg. Fá skáld hafa unnið eiris hjarta æsku þessa lands og Tómas Guðmundsson. Skýringuna er að finna í því tvennu, hve ljóðin eru fáguð, listræn og fullkomin að formi, en þó fyrst og fremst því að þau hitta í hjarta ^ ungs fólks þann streng, sem á sér í senn við- kvæmastan og tærastan hljóm. Við lestur hinna fullkomnu ljóða skálds- ins er sem hún heyri „í döprum fjarska húms- ins elfur hrynja“ eða hún finnur leika um varir sér saklaust bros vegna örlítils ævintýris. í ljóðum Tómasar er í senn að finna hinn hreina húmor, ljóma og fegurð hins lifandi æv- intýris og alvöru þess manns, sem ferðbúinn stendur á strönd hinn- ar miklu móðu. Vilji íslenzk þjóð verða sterk og andlega sjálfstæð verður hún að sækja gleði sína og uppörfun í frumlega, skapandi, þjóðlega list. Kaupið Helgafellsbækui

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.