Morgunblaðið - 29.12.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUIKBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. des. 1953 w. » r ^ Wj e> S B r • Þ/ooleikhusíö: Efiii1 Emll Thoraddsen Leikstjóri: Indriði Waap ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi á annan í jólum leikritið „Pilt og stúlku“ eftir Emil Thoroddsen fyrir fullu húsi áhorfenda. er tóku leiknum mæta vel. — „Pilt- ur og stúlka“ var sýnt hér í bæ á vegum Leikfélags Reykjavíkur leikárið 1934—35 við ágæta að- sókn og um sama leyti sýndi Leikfélagið einnig leikritið „Mann og konu“, er tekið var með miklum fögnuði af leikhús- gestum, en bæði þessi leikrit samdi Emil Thoroddsen, sem kunnugt er, upp úr hinum vin- sælu skáldsögum afa síns Jóns Thoroddsens sýslumanns og skálds. Þegar skálsagan „Piltur og stúlka“ kom fyrst út árið 1850, vakti hún mikla athygli og hlaut þegar geisilegar og almennar vinsældir, enda var hér um mik- inn bókmenntalegan viðburð að ræða, því að „Piltur og stúlka" var brautryðjandaverk, — fyrsta langa skáldsagan, eftir íslenzkan höfund um aldaraðir, eða frá því er fornsögurnar voru skráðar. Skáldsögurnar „Piltur og stúlka“ og „Maður og kona“ eru næsta líkar að svip og yfirbragði og vinnubrögðin eru hin sömu á þeim báðum, enda þótt „Mað- ur og kona“ sé hinni sögunni fremri um flest, viðameiri og traustara verk. En báðar eiga sög- urnar sammerkt um það, að þær eru ritaðar á kjarnmiklu máli og eru frábærar að frásagn- arstíl, auk þess sem þær báðar! bregða upp skýrum og skemmti- J legum myndum af íslenzku þjóð-, lífi og menningarháttum á þeim ! tírrjum er sögurnar gerast. Ind.riffi Wage setti „Pilt og I stúlku“ á svið er Leikfélag Reykjavíkur sýndi leikinn og einnig nú hefur hann haft það j verk á hendi. Flest hefur hann þar vel gert. Hraði leiksins er mjög góður og staðsetninagr all- ar eðlilegar. En um leik sumra persónanna getur hinsvegar ork- að tvímælis. Svo er t. d. um Guðmund Jónsson í hlutverki Þorsteins matgoggs og Klemenz Jónsson er leikur Guðmund á Búrfelli. — Þorsteinn matgoggur verður í höndum Guðmundar j mjög sundurleit persóna. Gegn- um hið þunna gerfi skín í ungt j andlit söngvarans og þó að j hann reyni á stundum að sýna þunglamalegar hreyfingar hins bústna matháks, þá bregður hvað eftir annað fyrir handahreyfing- um hins glæsilega veraldar- manns dr. Falke úr Leðurblök- unni. Hér heíur ekki verið rétt valið í hlutverk. Valdimar Helga- son hefði verið þarna hinn rétti maður. — Hinsvegar leysir Guð- mundur ágætlega af hendi hlut- verk Jóns, drykkjurútsins, síðar í leiknum. Þar var gerfi hans ógætt og látb.ragð allt í fullu Stofa á prestsetrinu. — Lengst til vinstri Guðmun lur á Búrfelli (Klemenz Jónsson) og Bárður gamli (Valur Gíslason). Lengst til hægri Gróa á Leiti (Emilía Jónasdóttir) og Sigríður (Bryndís Péturs- dóttir). samræmi við persónuna, — og auðvitað var söngur hans alltaf afbragðsgóður. — Þá var leikur Klemenzar Jónssonar í hlutverki Guðmundar á Búrfelli, ýktur um of og gerfi hans full afkáralegt. — Þess ber að gæta, að „Piltur Ýkjur þessar á gerfi og túlkun á, Guðmundi á Búrfelli verða enn: augljósari við samanburð á | Bárði gamla á Búrfelli í meðferð, Vals Gíslasonar. Þar er allt öfga- j lék þetta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur af hreinni snilld, en mér finnst Róbert ekki gefa hon- um neitt eftir. Elskendurna ungu, Sigríði í laust, bæði gerfi og látbragð, Tungu og Indriða á Hóli, leika mannsins, enda persónan heil- þau Bryndís Pétursdóttir og Sig- steypt og sennileg svo að aldrei j urður Björnsson. Hlutverkin eru bregður út af. j bæði í sjálfu sér erfið, því að Af öðrum hlutverkum má nefna Ingveldi í Tungu, er Arn- dís B.jörnsdóttir leikur af mikl- um skörungsskap og góðum skiln- ingi. Þá fer Þóra Borg einnig mjög vel með hlutverk Ingibjarg- ar á Hóli. En mesta athygli og hrifningu vakti leikur Emiliu Jónasdóttir, er fer með hlutverk Gróu á Leiti. Tekst Emilíu af- burðavel að túlka þessa klassisku Vandræðamanneskju, sem með söguburði sínum og falsi kemur Gróa á Leiti (Emiíír. Jónasdóttir) og stúlka", eins og „Maður og kona“ er fyrst og fremst aldar- farslýsing og persónurnar, sem þar koma fram eru flestar full- trúar ákveðinna tegunda manna (týpur), sem voru fyrirbrigði síns tima, en ekki einstaklingar, sem skáldið hyggst að sálgreina. — Því verður að varast að skrum skæla persónurnar, þar eð við það raskast sú mynd, sem skáld- ið hefur dregið upp af tímum sögunnar og hið menningarsögu- lega gildi hennar fer forgörðum. þau „gefa“ leikendunum sára lítið. Þeir verða að byggja hlut- verkin upp sjálf að öllu leyii. Til þess að slíkt megi takast þarf í raun og veru mikilhæfa leik- ara. — Bryndísi tókst nokkurn veginn að blása lífi í hlutverk sitt, en Sigurði tókst það miður, enda er hann algjör nýliði á leik- sviði. — Hinsvegar hefur hann snotra rödd og fer vel með lögin sem hann syngur. En röddin er lítil og „flytur“ illa. Þyrfti hann því að standa eins framarlega á sviðinu og hægt er þegar hann syngur. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik ur Stínu vinnukonu hjá séra Tóm asi. Fer hún vel með það litla hlutverk. Einkum var athyglis- vert hversu laglega hún söng hið fagra lag Emils Thoroddsens við Vöggukvæði Jóns Thoroddsens (Litfríð og ljóshærð). Þá var og skemmtilegur léikur þeirra Önnu Guffmundsdóttur, er lék madd- ömu Ludvigsen, Hildar Kalman er lék Stínz og Herdísar Þor- valdsdóttur er fór með hlutverk Guðrúnar. Mikil prýði var að forleiknum: ,,í hjásetunni", með hinum fal- legu börnum, Hákoni J. Waage og Jóhönnu Maríu Lárusdóttur. Lárus Ingólfsson hefur gert leiktjöldin og ráðið búningunum, og leyst hvorttveggja vel af hendi. Söngvarnir í leiknum eru eftir Emil Thoroddsen, og hljómsveit- arstjóri er dr. V. Urbancic. „Piltur og stúlka“ er ekki veiga mikið leikrit, enda er sagan ekki stórbrotin. Þar er gripið til gamal kunnara úrræða til þess að knýja fram „harmleikinn“ í sögunni, svo sem rógburð og undirferli, undanskot áríðandi bréfa milli elskendanna o. s. frv. En hvað sem því líður, þá er samt nota- legur rómantískur blær yfir leiknum og skemmtilegur ein- faldleiki. Leiknum var vel tekið og leik- stjóri og leikendur hylltir með blómum og margföldu lófataki. Forseti vor og frú hans voru viðstödd sýninguna. Sigurffur Grímsson. m iiginn frá Soginu ti larsns SEINIMIPARTINN annan jóladag rofnaði raforkuflutningur frá Sogi til Reykjavíkur og komst ekki í lag fyrr en framt að hálfri klukkustund síðar. Guðmundur á Búríelli og Þorsteinn Matgoggur (Gu3m. Jónsson), Bárður á Búrfelli og Stína (Guðbjörg Þorbjarnardóttir). Indriffi (Sig. Björnsson) og Sig- ríffur (Bryndís Péfursdóttir). | I alstaðar illu til leiðar. Gerfi hennar er í sérstaklega góðu samræmi við innræti persónunn- j ar, — og málrómurinn, augna- tillitið og brosið eru réttir drætt- ir í mynd þessarar mann- gerðar. Emilía Jónasdóttir leikur alltaf vel ef hún fær hlut- verk við sitt hæfi og framsögn ] ’nennar er jafnan einkar góð, en ég held að hún hafi aldrei náð jafn góðum tökum á neinu hlut- verki sem þessu. — Þá var og afbragðsgóður leikur þeirra Ævars Kvarans í hlutverki Möll- ers kaupmanns og Róberts Arn- finnssonar er leikur Kristján óúðarmann. Gerfi'þeirra beggja sru mjög góð og hið dansk-ís- ’enzka málfar þeirra bráð- skemmtTegt. Einkum var gam- an að öilu látbrágði Róbefts, bugti hans og stimamýkt við I kvenfólkið. Alfreð Andrésson. Olli þetta að sjálfsögðu óþæg- indum, einkum þó vegna þess, að almenningur gat ekki gert sér grein fyrir af hverju þessi trufl- un stafaði. Flestir vita ekki enn, að nú er meiri trygging fyrir orkuflutningi að austan, en áður var. Því nú eru línurnar tvær, er liggja héðan austur fyrir Fjall, en áður var línan aðeins ein austur um Mosfellsheiði, og sem leið Iiggur í Grafning að Ljósa- fossstöðinni. Allt frá því að þessi gamla lína var lögð, hefur hún bilað hvað eftir annað, sambandið rofnað og ekki komizt í lag fyrr en bráðabirgðaviðgerð hefur ! komizt á, en eins og menn vita, I er ekki auðhlaupið að því að gera | við rafstraumslínur á fjöllum Þess vegna kom það áður fyrir að alllangur tími leið áður en rafleiðsla gömlu línunnar kæm- ist í lag þegar hún bilaði fyrir alvöru. En nú er komin á þetta breyt- ing. Nýja línan frá bænum er liggur austur um Hellisheiði og ölfus að orkuverum Sogsins getur ein flutt allt rafmagnið að austan. Gcmla línan um Mosfells heiði er því notuð fyrst og fremst til vara, ef það kemur fyrir að hin bilar. En til þess að menn gangi úr skugga um, að Mosfells- heiðarlínan sé alltaf í lagi er hún í sífelldri notkun. Truflanir þær, sem í haust hafa komið fyrir á orkuflutningi til bæjarins stafa af truflunum á gömlu línunni. Ekki er fylli- lega búið að samstilla rafleiðslu- ur þessar, og af því hafa trufl- anirnar stafað. Þetta horfir til bóta, er frá líður. Meginorkan sem hingað er flutt til Reykja- víkur, hefur komið eftir nýju línunni. En það tekur aldrei lang an tíma að tengja þau bæjar- kerfi við rafmagn, sem flutt er með nýju línunni, við þau hverfi, sem daglega fá rafmagn með gömlu línunni svo það ætti að vera öruggt, að þau hverfi, sem missa rafmagn, verði ekki lengi rafmagnslaus. Nýja línan austur um Hellis- heiði hefur aðeins einu sinni bil- að alvarlega frá því hún var tek- in í notkun. í ofsaveðri snemma í haust bilaði tengiklemma í staur og olli það truflun um stundarsakir. Jagan sektuff GEORGSBORG, 28. des. — í dag var Janet Jagan í Guiniu dæmd í háar fésektir fyrir óþjóðlega starfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.