Morgunblaðið - 29.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUTS BL AÐIÐ Þriðjudagur 29. des 1953 Ctg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk í'ramkv.stj.: Sigfús Jónsspri Ritstjóri. Valtýr Stefánsson (ábyrgóarm.) Stjórxnnálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur l*sbck: Arni Ola, simi a04S Augiýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritatjói n, auglýsingar og aígreiósia Auslurstræti 8. — Simi 1600 Áskriftergjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 1 iausasölu 1 krónu eintakifi > < L \ UR DAGLEGA LIFINU \ Jólsgjöf Ráðstjómarþjó A AÐFANGADAG jóla barst sú fregn út um heiminn að daginn áður hefði Lavrenti Beria, fyrr- verandi innanríkisráðherra Rússa ásamt sex öðrum háttsettum valdamönnum í Sovétríkjunum, verið dæmdur til dauða og skotn- ir þegar i stað. Þetta var jólagjöf Malenkov- stjórnarinnar til Ráðstjórnar- þjóðanna!! Eins og áður hefur verið skýrt frá, voru Beria gefnir ýmsir glæpir að sök. Hann hafði tekið þátt í samsæri um að grafa und- an Sovétskipulaginu og koma aft- ur á „auðvaldsskipulagi“ í Rúss- landi. í þessu skyni hafði hann haft náið samband og samvinnu við erindreka erlendra „óvina- ríkja“. Hann hafði neytt allra bragða til þess að koma vinum sínum og aðstoðarmönnum í ábyrgðarstöður til þess að orméta Sovétskipulagið sem rækilegast að innan. ★ Það fylgdi tilkynningu Moskvu stjórnarinnar um dóm og líflát hinna sakfelldu, að þeir hefðu allir játað á sig glæpi sina. Frá því var einnig skýrt, að Beria hefði unnið að því að kollvarpa Sovétskipulaginu allt frá 1919. Svo mörg voru þau orð. Lavrenti Baria, einn nánasti samverkamaður hins „mikla“ Stalíns og trúr lærisveinn Lenins, liefur sem sagt „játað“ það á sig, að hafa allt frá upp- hafi byltingarinnar unnið að því að endurreisa „auðvalds- skipulagið“ í Rússlandi!! ★ Handtaka Beria, dómurinn yfir honum og líflát hans veita heim- inum enn einu sinni innsýn í það myrkviði, sem hið kommúniska skipulag hefur skapað í móður- landi sínu. Spillingin heldur áfram að grafa um sig, byltingin heldur áfram að éta börn sín, höfuðin halda áfram að fjúka og valdatogstreytan magnast. Eng- um getur dulizt að með handtöku Beria á s.l. sumri var hrikaleg hreinsun hafin innan rússneska kommúnistaflokksins. Við lát Stalíns varð Bería, sem verið hafði um langt skeið einn nánasti samverkamaður hans, annar valdamesti maður Sovétríkjanna. Allt benti til að sú ráðstöfun væri í samræmi við pólitíska erfðaskrá hins látna skurðgoðs. En nú er þessi hollvinur Stalíns allt í einu sannur að sök sem ótíndur land- ráðamaður, er allt frá upphafi byltingarinnar á að hafa unnið að því að kollvarpa Sovétskipu- laginu. Og fyrr en varir hefur hann játað á sig glæpina, verið dæmdur til dauða og drepinn. Öll hin kommúniska hirð lýstur svo upp fagnaðarópi, fordæmir svik- arann og lofar ráðsnilld hins „mikla“ Malenkovs fyrir að hafa komið honum svo snarlega fyrir kattarnef. Ráðstjórnarþjóðirnar þakka jólagjöfina, höfuð Beria á silfurdiski!! ★ Þannig gengur stjórnmálaþró- unin í Rússlandi, þar sem „al- þýðulýðræði" kommúnismans situr að völdum. Þeir, sem í gær höfðu örlög 200 millj. þjóðar í hendi sér og voru tignaðir sem guðir, eru í dag brennimerktir sem svikarar og gerðir höfðinu styttri. Þetta skipulag eru svo deild ir hins alþjoðlega kommúnista flokks um víða veröld látnar lofa hátt og í hljóði. Þær hafa tekið að sér það ömurlega hlutverk að telja þjóðum ann- arra landa trú um að þetta sé hið eina sanna lýðræði. — í þessu séu völd og áhrif alþýð- unnar fólgin. Að þessu skipu- lagi beri allar þjóðir að stefna. Svona hyldjúp er fyrirlitn- ing kommúnista fyrir heil- hrigðri skynsemi fólksins. Hvað segir íslenzkur almenn- ingur um þann stjórnmálaþroska og þær lýðræðishugmyndir, sem liggja til grundvallar vörnum kommúnista hér á landi og ann- ars staðar fyrir þetta „alþýðu- lýðræði"? Getur nokkur heiðarlegur Is- lendingur treyst þeim mönnum, sem lofa og vegsema hið rúss- neska réttarfar og það skipulag sem getur af sér frá rotnum og spiliingu, sem síðustu atburðir í Rússlandi gefa svo greinilega til kynna? Areiðanlega ekki. ★ MIKIL tíðindi hafa nú borizt austan úr Rússíá. Einn af leiðtogum landsins, P. L. Bería, aðstoðarforsætis- og innanríkis- ráðherra var skotinn aðfaranótt jóla. — Þetta er ekki í fvrsta skipti sem slíkar fréttir berast frá Rússlandi. Þaðan hefur sannar- lega áður fréttzt um líflát fleiri aðalpersóna í harmleiknum mikla, sem þar hefur verið sýnd- ur um nær háifrar aldar skeið. — Það hefur áður hrikt harka- lega í fúnum stoðum Sovétskipu- lagsins. ★ ★ ★ ★ EN IIAÐ vitum við um þessa menn sem berast á bana- spjót, leiðtoga Ráðstjórnarríkj- anna? Hvað vitum við um einka- lif þeirra, svo að eitthvað sé nefnt. Eru þeir kvæntir, eiga þeir börn? — Varð kona ekkja og börn föðurlaus við líflát Bería? — Ef þið, lesendur góðir, munduð spyrja Sovétborgara fyrrnefndra spurninga, yrði svarið ofur ein- falt: — „Ég veit það ekki“. Og enginn getur láð honum, þótt hann fylgist ekki betur með, því að hvaðan á hann að fá upplýs- Uinbaiíp dddouét- ieiÍto^œnJnu rílió- leyndamuái! ? ingarnar. Rússnesku blöðin minn ast aldrei á einkamál leiðtoganna, fáir vita t. d„ hvort Malenkov forsætisráðherra er kvæntur eða ekki. Aldrei hefur hann a. m. k. sézt opinberlega með konu sinni. ★ ★ ★ ★ EINS og áður hefur verið getið um hér í blaðinu, eru menn á Vesturlöndum þess full- vissir, að Malenkov sé kvæntur Nikta Kruchev leikkonu, systur Kruchevs aðalritara kommún- istaflokksins. Þá er sú skoðun og ríkjandi á Vesturlöndum, að Bería hafi verið kvæntur annarri leikkonu, en aldrei hafa neinar sögur um þetta komizt á kreik í Moskvu. Einkalíf Sovétleiðtog- VeU andi áiríj^ar: Hreinsanirnar innan komm- únistaflokks Sovéíríkjanna, nú síðast aftaka Lavrenti Ber- ia, eru óræk sönnun þess að kommúnisminn hefur ekki fært þessari langkúguðu þjóð frið og réttlæti, heldur nýja harðstjórn, spillta og blóðuga. Enginn frjálslyndur og heið- arlegur lýðræðissinni getur þess vegna varið það xyrxr samvizku sinni að styðja nokkra deild hins alþjóðlega kommúnistaflokks. Etiginrt ís- lendingur, sem ann frelsi og mannréttindum getur veitt hinum fjarstýrða flokki lið sitt til þess að grafa undan hornsteinum hins íslenzka lýð veldis. Laumuspil Rúts EINN af þingmónnum kommún- istaflokksins hér á landi, Finn- bogi Rútur Valdemarsson, hefur við tvennar eða þrennar alþingis- kosningar boðið sig fram sem „ut anflokka“ frambjóðandi. — Áj Alþingi hefur hann hins vegar fylgt Brynjólfi Bjarnasyni eins j og sauðtryggur heimalningur í hinum fjarstýrða flokki. Fer það ekki á milli mála að hann fylgir ’ trúlega hinni opinberu „línu“, sem kommúnistar verða að dansa á á hverjum tíma. / Rísandi dagur. ÓL og vetrarsólstöður eru liðn- ar hjá. Hversdagsleiki hins daglega lífs situr á ný að völdum. Skammdegið grúfir yfir þessu norðlæga landi. Hinn örstutti dagur er eins og lítil glufa í nótt- ina. En það er samt engin ástæða til þess að örvænta. Daginn er tekið að lengja. Glufan í nóttina heldur úr þessu áfram að víkka, hægt og bítandi. Sólin hækkar á lofti og fyrr en varir er aftur vor, sumar og gróandi — Jónsmessa og miðnætursól. Þrátt fyrir þessar staðreyndir reynir Rútur þessi um þessar mundir að leika nýtt laumuspil suður í Kópavogshreppi. Þar gengur hann nú fyrir dyr Alþýðu flokksmanna og ýmissa annarra andstæðinga kommúnista, segist vera „ópólitískur“ og biður um stuðning til þess að komast í hreppsnefnd. Á-nokkrum stöðum hefur hann jafnvel skilað kveðju frá bróður sínum, formanni Al- þýðuflokksins. Ótrúlegt er að nokkur glepj- ist á þessu laumuspili „utan- flokka“ þingmanns kommún- ista, enda þótt eitthvað kunni að vera hæft í kveðjunum frá bróður hans!!! Við þessa tilhugsun munum við, eins og forfeður okkar, þreyja Þorrann og Góuna. Mann- kindin verður alltaf að hafa eitt- hvað til þess að hugga sig við, horfa fram til og hlakka til. Hún er í raun og veru alltaf eins og barn, sem hlakkar til jólanna, jólagjafanna og kertaljósanna, sem varpa birtu og yl inn í sálina. Ef hún hefur ekki eitthvað til þess að hlakka til verður líf herinar eitt allsherjar skamm- degi, sorti og vonleysi, eins og kemur greinilega fram í þessum kunnu ljóðlínum Kristjáns Jóns- sonar: „Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund". Spáir góðu. ÞAÐ hefur verið fremur rólegt um jólin hér í Reykjavík, lít- ið um eldsvoða og slys eins og stundum vill brenna við á há- tíðisdögum. Spáir þetta góðu um áramótin, sem oft hafa verið hér frekar róstursöm. Ef ég man rétt voru þó síðustu áramót nokkru skikkanlegri en verið hafði und- anfarin ár. Unglingunum, sem setja svip sinn á götulífið á gaml- árskvöld er farið að skiljast, að skrílslæti eiga ekkert skylt við fögnuð og áramótagleði. Við skul um vona að næsta gamlárskvöld beri einnig þessum skilningi vott. Mörgum mun finnast, að bæj arfógetanum á Siglufirði hafi farizt mjög röggsamlega, er hann bannaði samkomur um skeið í bæ sínum, vegna þess að sprengi- efni hafði verið stolið úr birgða- skemmu nokkru fyrir jólin. Þetta var sjálfsögð ráðstöfun. Enginn veit, hvenær óvitaskapur og skeytingarleysi geta valdið stór- slysum þegar unglingar hafa sjálfann voðann á milli handa. Héraðabönn og áhrif þeirra. FYRIR nokkru eru gengin í gildi héraðabönn í nokkrum kaupstöðum úti á landi. Úr ein- um þessara kaupstaða hefur mér borizt svohljóðandi bréf: „Margir hér álitu, að með því að loka áfengisútsölunni á staðn- um mundi draga úr áfengiz- neyzlu. Þessvegna var héraða- bann samþykkt hér. Ég játa hreinskilnislega að ég var einn þeirra, sem átti þátt í þeirri sam- þykkt. En enn sem komið er hef- ur því miður ekki sést jákvæður árangur af þessari ráðstöfun. Með hverri einustu skipsferð kemur mikið magn af áfengi, ýmist í pósti eða með einstaklingum, sem taka það með sér fyrir kunnirigja og vini. Það er heldur ekki ör- grannt um, að leynivínsala og smygl hafi aukizt. En ég fæ því miður ekki séð að áfengisneyzla hafi minnkað. Þvert á móti ber nokkuð á því að menn drekki nú frekar í skorpum, rétt eftir að þeir hafa fengið áfengissending- ar. Ég held þessvegna að héraða- bönn dugi ekki meðan áfengi er á annað borð selt í landinu. Næsta spor verður að vera algert aðflutningsbann á áfengi. Viltu koma þessari skoðun minni á framfæri, Velvakandi góður. Með fyrirfram þakklæti. Þinn Grímur". Ef þú villt tryggja frið- inn, þá vertu viðbúinn stríði. anna er svona nokkurs konar r íkisleyndarmál! ★ ★ ★ ★ EN ÞÓ HAFA tveir komm- únistaleiðtogar sérstöðu í þessum efnum. Annar er Molotov gamli utanríkisráðherra. Allir vita, hver hans eiginkona er. Hefur hún oftsinnis sézt með manni sínum og séð um opinber- ar veizlur. Og frá síðari heims- ! styrjöldinni hafa nokkrum sinn- I um birzt myndir af þeim saman. — Hinn er Vishinskí aðalfulitrúi ; Rússa hjá S.Þ. Kr kona hans oft 1 í fylgd með honum. — Á hinn bóginn veit rússneskur almenn- ingur ekkert um einkalíf Bería. Buiganins, Kaganóvitsj og Kruc- hevs, svo að nokkrir rússneskir kommúnistaleiðtogar séu nefndir. ★ ★ ★ ★ KUNNUGT var, að Stalín átti son, Vasili Stalín að nafni. Hann var yfirmaður í rúss- neska flughernum og stjórnaði til skamms tíma flughernum í Moskvuhéraði. Ekkert hefur samt heyrzt til hans síðan faðir hans andaðist, og er ekki annað að sjá en hinir nýju ráðamenn hafi tek- ið hann úr umferð, ef svo mætti segja. En svo mikið er víst, að hann er með öllu gufaður upp, — og er það svo sem ekkert eins- dæmi austur þar! Þá er það og alkunna, að Stalín átti dóttur sem hann hélt mikið af, Svetlana að nafni. Er sagt, að hún sé gift og búi í Moskvu. ★ ★ ★ ★ ÞAÐ VITUM við einnig um einkalíf Stalins, að hann var tvíkvæi»tur. Gátu t. d. allir sem vildu farið að leiði síðari konu hans. Á því var snotur og ein- faldur steinn, sem einvaldurinn hafði sjálfur látið setja á það. Enda hefur það löngu verið kunn ugt, að hann hafði mikla ást á Nadjésjda Allelujeva. ★ ★ ★ ★ HINS VEGAR er allt á huldu um, hvort Stalín kvæntist þriðja sinn. Eru þeir ekki allfáir sem telja, að svo hafi verið og er þar til nefnd systir Kaganóvitsj félaga í Æðstaráðinu. Á þessum getgátum manna hefur þó aldrei fengizt nein staðfesting, ekki heldur eftir dauða Stalíns. ★ ★ ★ ★ AÐ EÐLISFARI eru Rússar forvitnir menn, og er ekki ósennilegt, að þeim leiki hugur á að vita meira um heimilis- og fjölskyldulíf leiðtoga sinna en raun ber vitni. Því er þó alls ekki að heilsa, eins og fyrr getur, þar eð bannað er með öllu að minnast á slíkt í blöðum landsins. Sovét- leiðtogarnir sjá svo um, að leynd- in hvíli yfir einkalífi þeirra sem og öllu öðru, er varðar þá, líf þeirra, störf og valdabaráttu. ★ ★ ★ ★ VEL GETUR verið, að komm únistaleiðtogarnir austan járntjalds líti svo á, að konur þeirra eigi ekki að njóta góðs af ljómanum sem umvefur þá sjálfa. Ekkert má á þá skyggja, ekki einu sinni þeirra eigin konur. — Er þetta í fullu samræmi við það, hvílíkrar virðingar kona Molo- tovs nýtur, því að hún var eitt sinn ráðherra í kommúnistastjórn Stalíns og sá um alla snyrtivöru- framleiðslu Rússa um nokkurt skeið. Allt nema hergögn STASSEN hefur sagt, að Vestur- veldin eigi að hafa fulla heimild til að verzla við kommúnistarík- in með allt nema hernaðarVarn- ing. — NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.