Morgunblaðið - 29.12.1953, Side 9

Morgunblaðið - 29.12.1953, Side 9
Þriðjudagur 29. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 9 Hvemig Alfræðiorðobók kommún ista er í fullkominni mótsögn við hinn nýju dóm þeirru um hinn skotnu leiðtogu, Beríu SAMKVÆMT tilkynningum Sov- étstjórnarinnar voru ákærurnar á hendur Beria í 6 liðum: 1. „Bería hafði“, að því er í ákærunni segir, “gert bandalag við erlendar leyniþjónustur og hafði hann staðið í makki við þær allt frá borgarastyrjöldinni. Þegar Bería var í Bakú 1919, sveik hann kommúnistaflokkinn með því, að ganga á mála hjá leyniþjónustu gagnbytingar- manna og vinna fyrir Mussavat- istana, sem voru í nánu sambandi við brezku leyniþjónustuna. Þeg- ar Bería var í Grúsíu 1920 sveik hann flokkinn og þjóðina aftur með því, að gerast liðsmaður leyniþjónustu Menshevikanna þar í landi.“ Nú skulum við hins vegar bera ákærurnar saman við fyrri heim- ildir um störf Beria um þessar mundir, s. s. það sem stendur í hinni miklu Alfræðibók Sovét- ríkjanna, sem gefin var út árið 1950. Þar segir svo: „Bería var af fátæku bændafólki kominn, fæddur 1899 í Merkheuli nálægt Sukhumi. Hann gekk í kommúnista- flokkinn í Bakú 1917. Árin 1918—20 þ.e.a.s. á þeim árum, sem Mussavatistamir og Mens hevikarnir réðu ríkjum í Káka sus, gekk hann vel fram í að skipuleggja mótstöðuhreyf- ingu bolshevika bæði í Bakú og Grúsíu. Menshevikkar handtóku hann og settu hann í fangelsi. „GLÆPSAMLEG SAMVINNA VIÐ ERLENDA NJÓSNARA“. — „í LEYNIÞJÓNUSTU KOMMÚNISTA“ 2. „Á næstu árum, eða eftir 1920, hélt Bería áfram hinni glæp samlegu samvinnu sinni við er- lenda njósnara,“ segir í 2. lið ákærunnar. „Lét hann njósnara sina vera í sambandi við þá, og bera þeim leynilegar upplýsingar um aðgerðir og fyrirætlanir bol- shevikka. Yfir þessum njósnurum sínum hélt hann verndarhendi, þótt þeir hefðu átt að vera sóttir til saka fyrir svik sín. Enn frem- ur var Bería ætíð í nánum tengsl um við þá gagnbyltingarmenn, sem komust úr landi um og eftir byltinguna. Nú skulum við aftur snúa okk- ur að Alfræðiorðabókinni. Þar segir: „Frá 1921—31 starfaði Bería í leyniþjónustu kommúnista- flokksins. Hann framkvæmdi dyggilega fyrirskipanir flokks ins og vann mikið og þarft verk, m. a. með því, að koma í vega fyrir skemmdarstarf- semi Menshevikka, Mussavat- ista, sem og Trotskyista og annarra þjóhættulegra afla. Hann hlaut ýmis æðstu heið- ursmerki Sovétríkjanna fyrir skelegga baráttu sína gegn þessum byltingaröflum í Kák- asus. „KOM ÞEIM FYRIR KATTAR- NEF“. — „STYRKTI KOMM- ÚNISTAFLOKKINN“ 3. „Bería kom öllum þeim ágætu félögum kommúnista- flokksins fyrir kattarnef, sem dirfðust að standa í vegi fyrir stórháskalegri starfsemi hans. Á þennan hátt meðal annars komst hann til metorða bæði í Trans- Kákasus og Grúsíu“ segja sam- starfsmenn hans nú „og náði síðar þeim áhrifum í stjórn Sovétríkj- anna, sem raun ber vitni. Allan starfsferil sinn notaði hann til þess að koma ár sinni sem bezt fyrir borð, hrifsa til sín voldin og drepa þá menn, sem ekki vildu ganga erinda hans í einu og öllu. Sotféfsagan endurskrifuð enn einu sinni Aftur á móti segir Alfræðiorða ! bókin: „Frá því 1931 var Bería fal- ið það mikla hlutskipti að styrka kommúnistaflokkinn í Kákasus og ala þjóðina upp í hugsjónafræði kommúnism-1 ans. Fórst honum það prýðis- vel úr hendi, enda vann hann Le Mond viil, ú bandamenn Frakb sendi heríið til lndó-bína Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB- SAIGON, 28. des. — Uppreisnarmenn halda áfram sókn sinni í Laos, en yfirmaður franska hersins í Viet-Nam, H. Navarre hers- höfðingi, er nú að skipuleggja lið sitt til varnar og hefur liðsauki verið sendur á vettvang til þess að stöðva sókn uppreisnarmanna. í Kambodjia er mikill viðbúnaður, ef uppreisnarmenn skyldu reyna þar til innrásar. Sömu sögu er að segja frá Thailanda. L.P. BERIA. alla tíð í anda hins mikla kennara og leiðtoga J. V. Stal- íns. Varð hann þjóðhetja Ráð- stjórnarríkjanna og hlaut Len insorðuna, ekki sízt fyrir mik- ilvæg störf í þágu landbún- aðar og iðnaðar í Grúsiu og Aserbadsjan. 1938 ákvað mið- stjórn kommúnistaflokksins að hann skyldi hækkaður í tign og sendur til Mosku, þar sem hans biðu mikil og knýjandi verkefni. „MYRTU FÉLAGA SÍNA“ — „HETJA“! 4. „Rannsóknirnar hafa leitt í lljós, að samsærismennirnir hafa myrt og rutt úr vegi öllum and- stæðingum sínum, sem vildu heill og hamingjú Sovétríkjanna. Einkum og sér í lagi hefur kom- ið í ljós, að þeir hafa undir stjórn Bería lagt kapp á að drepa þá menn, sem hollastir voru kom- múnistaflokknum og bezt unnu fyrir hann. Þá kemur það einnig í Ijós að Beria og fylgifiskar hans hafa reynt öll þau ár, sem þeir hafa setið að völdum að veikja her- varnir Ráðstjórnarríkjanna, eins og þeim var frekast unnt.“ í Alfræðiorðabókinni segir á hinn bókinn: „Frá 1938—45 var Bería yf- irmaður öryggismála. Vann I hann mikið að því að rótfesta | kommúnistaflokkinn og upp- ræta samsæris- og gagnbylt- ingarmenn. Hinn 30. sept. ’43 valdi Æðsta ráðið honum tit- ilinn: HETJA HINS SÓSÍAL- ISKA VERKALÝÐS og þá einkum fyrir starf hans, að sjá hernum fyrir nægum vopna- birgðum og styrkja varnirnar á hættutímum. Fyrir heilla- vænleg og mikil störf í þágu kommúnistaflokksins og Sov- étríkjanna hefur Bería hlotið Leninsorðuna 5 sinnum, Sú- voróvorðuna af 1. gráðu, tvær orður Rauða gunnfánans og 7 önnur æðstu heiursmerki Sov- étríkjanna. „REYNDI AÐ HRIFSA TIL SÍN VÖLDIN“ 5. „Eftir dauða Jóseps Stalíns reyndi Bería með tilstyrk ör- yggislögreglunnar að hrifsa til sín völdin og ýta undir ýmiss heims- valdasinnuð og kapítalísk öfl í landinu". Má bera þennan lið ákærunnar saman við raeðu Bería, er hann skipaði Malenkov forsætisráð- herra eftir dauða Stalíns. Komst hann m. a. svo að orði: „Kæru meðráðherrar. Ég ætla að leyfa mér að skipa Georgi Malenkov forsætisráð- herra Ráðstjórnarríkjanna. Öll þjóðin veit vel, að hann er hinn sanni leiðtogi og forystu maður kommúnistaflokksins, auk þess sem félagi Malenkov var einn af gáfuðustu læri- sveinum Lenins og tryggustu samstarfsmönnum Stalíns“. DJÚP MILLI STÓR-RÚSSA OG ANNARRA 6. „í marz 1953 varð Bería inn- anríkis- og öryggisráðherra Sov- étríkjanna. Hófst hann þá þegar handa um að setja samsæris- og stuðningsmenn sína í valdamestu embætti öryggisþjónustunnar. Einnig gerði hann sér far um að ryðja úr vegi öllum þeim, sem þar höfðu áður starfað og ekki viljað framkvæma þjóð- hættulegar fyrirskipanir hans. Einnig reyndi hann á allan hátt með glæpsamlegri framkomu sinni að koma hinum kapitalisku öflum aftur til valda. Þá gerði hann sér og allt far um að stað- festa djúp miili hinna ýmsu Sov- étþjóða og Stór-Rússa“. Ekki er hægt að bera þennan lið frekar en 5. lið, saman við heimildir Alfræðibókarinnar, þar eð hún nær ekki nema til ársins 1950, eins og fyrr getur. En af því, sem hér segir á undan, má vel sjá, hvernig heimildirnar stangast á. Sovétsagan hefur verið umrituð enn einu sinni. Þannig hefur það verið siðan kommúnistastjórnin tók við völd- um í Rússlandi, að staðreyndum hefur verið snúið við eftir þörf- um þeirra, sem með völdin fara hverju sinni. Meira að segja hafa ýmsir menn algerlega verið þurrkaðir út af spjöldum sögunn- ar, eins og reynt sé að láta líta svo út, sem þeir hafi aldrei verið til. — Annað hvort er, að það verði hlutskipti Bería, eða þá að hann verði stimplaður einn af mestu glæpamönnum Rússlands, eins og nú hefur verið gert. Hverjum hefði dottið í hug fyr- ir nokkrum mánuðum, að slik yrðu örlög þessa gamla kommún- istaleiðtoga, þessa trygga félaga Stalíns, þessa eldheita baráttu- manns kommúnismans, þessa átrúnaðargoðs kommúnista, sem einu sinni var — þessa forherta glæpa- og landráðamanns", eins og Moskvamenn kalla hann nú. — En sagan endurtekur sig í harðstjórnarríkinu: Stalín er dauður, en stjórnaróættir Stalíns lifa þar eystra enn. (Að mestu eftir New York Times Journal) VOPNAHLÉ — EÐA < Le Mond í París segir í dag, að sú skoðun sé nú almennt að ryðja sér til rúms í Frakklandi, að annaðhvort geri franska stjórnin samninga við uppreisn- armenn um vopnahlé eða þá að vinariki Frakka taka einnig þátt í Indó-Kína styrjöldinni. Bendir blaðið á, að enda þótt Bandaríkjamenn hafi sent Frökk um mikla hernaðaraðstoð, þá hafi þeir aldrei lofað að senda herlið til Indó-Kína. MALAKKA í HÆTTU Segir blaðið og, að Ástralíu- menn. hafi ekki sent neití herlið til Indó-Kína og ekki heldur Bretar, sem eigi það á j hættu að missa Malakka, ef Frakkar bíða lægri hlut í Indó-Kína. — Þykir blaðinu engin frágangssök, þótt þessar þjóðir tækju þátt í Indó-Kína styrjöldinni. Bretar misstu 9 toijara á árims • THE Fishing News skýrir frá því, að Bretar hafi misst 9 togara á árinu, sem nú er að líða. Með togurunum fórust 75 brezkir sjómenn. — 3 togarar fórust með allri áhöfn í hinum gífurlega stormi í janúarmánuði S.I. Yfir 700 létust af slysförum • NEW YORK, 28. des. — Fréttir frá Bandaríkjun- um herma, að 711 Bandaríkja- menn hafi látið lífið af ýmiss konar slysförum yfir jólin. 519 manns fórust í bílslysum, 81 af völdum bruna og aðrir af öðrum orsökum. — Hafa slys- farir sjaldan eða aldrei verið eins miklar í Bandaríkjunum um jól- in sem nú. — NTB-Reuter. Fréttir síð- iiistu daga á stuttu máli * LUNDÚNUM. — Yfir hátíð- arnar urðu tvö hryllileg’ járnbrautarslys. — Varð annaö' í Nýja Sjálandi, og er óttazt, aö' þar hafi um 160 manns farizt. — Hitt var í Tékkóslóvakíu, og fór- ust þar á annað hundrað manns. ■^- Á jóladag var einkasonur’ Wavels hershöfðingja drep- inn af hermdarverkamönnum Mau-Mau. — Wavell yngri var major í brezka hernum, milli þrítugs og fertugs. — Hann vaá' ókvæntur, lávarður að tign. Um jólin gerðu uppreisnar- menn í Laos miklar atlögur að franska hernum þar. Tókst þeim að brjóta á bak aftur varnir Frakka í landinu sækja þvert i gegnum það og komast að landa- mærum Thailands. — Er nú öfl- ugur herafli Thailendinga kom- inn að landamærunum til að vera við öllu búinn. if í jólaboðskap sínum hvatti páfi mennina til að nota tæknina til þroska og friðar og sagði, að nú væri sameining allr- ar Evrópu það mál, sem allir ættu að sameinast um. Á Um jólin sendi Ráðstjórnin svar sitt við síðustu orðsend- ingu Vesturveldanna út af vænt- anlegum Berlínarfundi. — Stakk hún upp á, að fundinum yrði frestar til 25. janúar n.k. if Yfirleitt var milt veður um jólin í Vestur-Evrópu. — í Moskvu voru hvít jól og snjóaði þar mjög fyrir og um jólin. — Verkamenn unnu yfirleitt um jólin í Járntjaldslöndunum. — Reuter-NTB. MarínstyStan — Burgess Fleiri liifelli af lömunar- veiki en í fyrra STOKKHÓLMI, 28. des. — Sam- anborið við 6 fyrstu mánuði árs- ins í fyrra hefur lömunarveiki tilfellum í Svíþjóð fjölgað mjög í ár. — í fyrra voru tilfellin 27, en nú 149. — NTB. Framh. af bls. 1. lýst því yfir, að hún viti engin deili á þeim. — Leynilögregl- ur margra landa rannsaka mál þetla, og þykir jólabréfið benda ótvírætt til, að hin horfnu séu öll á lífi. — EN HVAR ERU ÞAU? Á DULMÁLI? A Brezka leynilögreglan rann- T sakar nú, hvort bréf Burgess sé skrifað á dulmáli. Þykir ýmislegt benda til þess. Einnig þykir ekki ósennilegt, að Burgess hafi sjálfur sett bréf- ið í póst í Lundúnum, a. m. k. komu nokkrir farþegar með vélum Sabena-flugfélagsins til Bretlands frá Belgíu fyrir jól,- sem komið höfðu með farþega flugum frá Prag. — Er nú í rannsókn, hvort Burgess hafi verið einn þessara farþega. í KLADNO? Brezka blaðið News Cronicle hélt því fram nýlega, að full víst sé, að þeir félagar búi í litlu þorpi við Prag, Kladno I að nafni. o§ barn fæddist á jóladag ★ SÝRAKÚS, 28. des. — Þús- undir ítala héldu um jólin til Sýrakús til að sjá lítið barn, sem Antonía Giusto fæddi á jóladag í litlu herbergi sínu, þar sem þau undur gerðist í haust, að lítil gipsstytta af Maríu mey byrjaði skyndilega að gráta. Grét styttan heitum tárum í 4 daga samfleytt, að því er í fréttum hermir. ★ Gipsstyttan hefur nú vsrið flutt á torgaltari nokkurt, þar sem nunnur gæta þess. — Óhemju mannfjöldi þyrptist og þangað til að sjá hina grátandi styttu, — sem nú er reyndar hætt að gráta. — Reuter. Konungsfólk giftisf PARÍS, 28. des. — í dag voru gefin saman í hjónaband í Frakk landi Robert erkihertogi af Habs- borg og Margrét prinsessa af Savoien. Engir voru viðstaddir vígsluna nema nánustu aðstandendur, s. s. bróðir brúðgumans Ottó keisari af Austurríki-Ungverjalandi og Umberto fyrrum Ítalíukonungur, svo nokkurra sé getið. —-Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.