Morgunblaðið - 29.12.1953, Page 11
Þriðjudagur 29. des. 1953
MORGVNBLAÐIÐ
11
Höfuðeinkenni sannra listamanna
ú vinna verk sín án tillits til
hegnaðar eða viðurkenningar
* segir Jén Leifs í filefni af aímæii Bandaiags
ísienzkra iistamanna, er var 6. sepfember s.l.
Á ÞRIÐJA í jólum minntust
nokkrir íslenzkir listamenn 25
ára afmælis Bandalags íslenzkra
listamanna í útvarpinu. — Var
þetta afmæli 6. september í haust.
Fyrstur talaði þar núverandi
formaður Bandalagsins, Páll ís-
ólfsson. Því næst Jón Leifs. —
Aðalræðuna flutti Gunnar Gunn-
arsson, en síðan lásu þeir upp
kvæði eftir sig Halldór Kiljan og
Tómas Guðmundsson. — Síðasti
útvarpsþátturinn var 4. þáttur úr
leikriti Davíðs Stefánssonar,
,,Gullna hliðinu“.
Jón Leifs hefur sent blaðinu
handrit af ræðu sinni, er fer hér
á eftir:
„Menn hafa látið í ljósi ósk um
að ég minntist með nokkrum orð-
um stofnunar Bandalags is-
lenzkra listamanna fyrir 25 árum.
Mér er ljúft að gera þetta hér:
Bandalag íslenzkra listamanna
varð til úr draumum hins unga
manns, er vildi skapa listalíf á
íslandi og hafði um nokkur ár
látið sér nægja að gera tillögur
í blaðagreinum og bréfum og
minna á ýmiskonar fordæmi í
öðrum löndum. Ég hafði m. a.
bent á að skemmtanaskattur
væri í Oslóborg notaður til að
halda við fyrsta flokks hljóm-
sveit. Þetta varð til þess að lög
um skemmtanaskatt og Þjóðleik-
hús voru sett á íslandi árið 1927.
Snemma á því ári hafði Jónas
Jónsson frá Hriflu gerzt mennta-
málaráðherra. Ég skrifaði þá
einnig honum frá Baden-Baden
seytján síðu langt vélritað bréf
með sundurliðuðum tillögum
varðandi listalíf á íslandi, benti
m. a. á hvílíkt stjórnmálalegt
gildi hinar mismunandi listgrein-
ar gætu haft. Úr tillögum þess-
um urðu til Menntamálaráð ís-
lands og Menningarsjóður, —
stofnanir, sem nú styðja nokkuð
allar listgreinar og að jöfnu, —
nema tónlistina, sem ráðherrann
mat lítils.
Framhald af ofangreindum til-
lögum varð svo loks að mér kom
til hugar að gangast fyrir stofn-
un stéttarfélags listamanna. Ég
skrifaðist á um þetta mál við
hina útlægu íslenzku listamenn
og rithöfunda, sem ekki sáu sér
fært að stunda störf sín á ís-
landi, hversu fegnir sem þeir
vildu. Jóhann heitinn Jónsson
skáld er höfundur að nafninu:
Bandalag íslenzkra listamanna.
•— Gu«nar Gunnarsson, þá bú-
settur í Danmörku, sýndi þegar
fullan skilning á nauðsyn þess að
stofna stéttarsamtökin. Hann
varð fyrsti formaður Bandalags-
ins, en ég tók að mér störf rit-
arans. — Ég safnaði umboðum
átta íslenzkra listamanna og rit-
höfunda erlendis til að stofna fé-
lagið, og er ég var heim kominn
til íslands gat ég formlega gengið
frá stofnun Bandalagsins á fundi,
er haldinn var 6. september 1928
í Reykjavík, á Hótel Heklu, milli
Hafnarstrætis og Lækjartorgs, í
húsakynnumj þar sem nú er skrif
stofa framfærslufulltrúa Reykja-
víkurbæjar.
Félagsmenn voru eitthvað um
tuttugu að tölu, listamenn orðs
og tóna, lita og mynda.
Samtöl við þáverandi mennta-
málaráðherra höfðu gefið góðar
vonir um að Bandalagið öðlaðist
nokkurskonar akadexnisk rétt-
indi, þ. e. tillögurétt um opinber
listmál og meðferð þeirra. Þetta
brást þó eins og margt annað. —
Fyrsta áhugamál Bandalagsins
Var hinsvegar að tryggja lista-
mönnum og höfundum full at-
vinnuréttindi, eignarrétt að verk-
um sínum og undirbúa inngöngu
íslands í Bernarsambandið um
höfundarétt, en þetta takmark
náðist ekki fyrr en 7. september
1947 eða nákvæmlega 19 árum
síðar. Saga þessa máls er löng og
verður ekki rakin hér, en þó vil
ég ekki láta hjá líða að þakka hér
þeim, er árið 1943 ráku seinasta
smiðshöggið á nauðsynlegustu
lagabreytingar málinu til fylgis,
en það munu hafa verið aðallega
þeir Tómas Guðmundsson skáld
og Stefán Jóhann Stefánsson,
fyrrverandi forsætisráðherra,
sem lengi var lögmaður félagsins
án launa.
Að sjálfsögðu er það nú á dög-
um frumskilyrði hvers lista-
manns til sköpunar verka sinna,
að hann fái að eiga sitt verk og
njóta arðsins af þvi, ef einhver
verður, — en hins vegar hlýtur
það ætíð að vera höfuðeinkenni
allra sannra listamanna, að þeir
vinni verk sín án tillits til hagn-
aðar eða viðurkenningar. Ógleym
anieg eru oss öllum að sjálfsögðu
fordæmi lífernis hinna mestu
listamanna, sem fórnuðu meiru
en heilsan þoldi, eingöngu list
sinni til viðgangs. Megum vér hér
minnast hinna frægu orða Beet-
hovens í erfðaskrá sinni, að ein-
göngu listin hafi forðað honum
frá sjálfsmorði og svo að hann
vildi gefa fordæmi þeim er á
eftir kæmu, — þetta að hann
hafi, þrátt fyrir allar sorgir og
hindranir og heyrnarleysi, reynt
allt, sem hann orkaði, tii að kom-
ast í tölu mætra manna og lista-
manna.
Menn hafa spurt mig hvort ég
mundi óska einhverrar afmælis-
gjafar Bandalagi íslenzkra lista-
manna til handa. Félagið á sér
mikla stefnuskrá, er samin var
og birt í formannstíð minni 1937.
Þar eru margar óskir mínar fram
teknar, og sumar hafa þegar ver-
ið uppfylltar vel, — en ein er þar
óskin, sem ég mundi vilja gera
að afmælisósk Bandalagsins, og
það er: vinnustaðir og heimili i
handa listamönnum víðsvegar |
um landið til afnota eftir þörfum !
og til skipta, — þögulir staðir, j
þar sem-einstakir íslenzkir lista-
menn gætu unnið verk sín ó-
áreittir í svo sem tvö ár í senn !
þannig, að séð yrði fyrir öllum j
þeirra þörfum endurgjaldslaust á
meðan.
Rene Coty, hinn nýkjörni forseti Frakklands. — Hann verður
settur í embætti 17. janúar næstkomandi. — Coty er 71 árs að
aldri, úr íhaldsflokknum.
Öldroð kona
stórslasast
í HINU mikla umferðarþvargi á
Þorláksmessu, klukkan rúmlega
háif sjö, varð kona á áttræðis-
aldri fyrir bíl á Lauga'rveginum
og stórslasaðist. Konan heitir
Guðrún Erlendsdóttir, til heim-
ilis að Langholtsvegi 77.
Gamla konan var að koma frá
systur sinni, sem heima á að
Laugavegi 86, er hún varð fyrii’
bílnum R-828 skammt frá húsinu.
Vegfarendur komu Guðrúnu þeg
ar til hjáipar og var hún fluít í
Landsspítalann. Við læknisskoö-
un kom í Ijós, að hún hafðl
mjaðmagrindarbrotnað. — Hefur
hún verið við slæma liðan ura
hátíðarnar.
Þó mikill fjöldi fólks'hafi ver-
ið á ferð þarna hefur ekki tekizt
að hafa upp á neinum, er sá er
slysið varð. Það eru vinsamleg'
tilmæli rannsóknarlögreglunnax,
að hver þeirra, sem nærstaddur
var og gefið gæti lýsingu á að-
draganda slyssins, komi til við-
tals hið fyrsta.
Dómur heimsbiaða iiiií síðustu
iðbrögð Sovétstjórnarinnar
DAUÐI Bería hefur, sem vænta mátti, verið mjög til umræðu í
heimsblöðunum, enda þótt Vesturlandablöðin hafi nú um hátíð-
arnar mest rætt fagnaðarboðkap jólanna.
Róleg jól í Reykja-
vík
JÓLIN hér í Reykjavík voru
mjög róleg, þó drykkjuskapur
væri nokkur á annan dag jóla og
þá nótt. — Hjá götu- og rann-
sóknarlögreglunni var því tíð-
indalítið.
Um jólin voru miklir umhleyp-
ingar, skiptust á frost og rigning,
en af þeim sökum var oft flug-
hálka á götunum og utan við bæ-
inn.
Mikil ljósadýrð var um allan
bæ, en mest við höfnina, þar sem
allir Fossarnir, að tveim undan-
skyldum, lágu ljósum skreyttir
stafna á milli á aðfangadags-
kvöld. Fallegasta ljósaskreyting-
in hér í bænum, var við Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund. Víða
voru ljós í trjágörðum.
Slökkviliðið var kallað út
nokkrum sinnum en ekki var um
neina verulega eldsvoða að ræða.
ÓSKEMMTILEG BYRJUN
Maggiore í Rómaborg segir, að
dauði Bería hafi á engan hátt
komið mönnum á óvart, þar eð
sjá mátti þegar af ákærunum að
Bería og félagar hans yrðu skotn-
ir. — Blaðið segir enn fremur:
„Því miður er heldur vafasamt,
að lýðræðisríkin geti komizt að
samkomulagi við ríki, þar sem
slíkar aðferðir eru notaðar, sem
raun ber vitni. Bería var dæmd-
ur fyrir samvinnu við erlenda
kapitalista. Er ólíklegt, að gagn-
kvæmur skilningur geti orðið
milli ríkisstjórnar, sem byrjar
feril sinn á þennan hátt og lýð-
ræðislandanna.“
SAMI GRAUTUR
Annað ítalskt blað La nazione
er síður en svo sorgbitið yfir ör-
lögum Bería, og bendir á ævifer-
il hans og glæpaverk. — „En“,
heldur blaðið áfram, „fall Bería
breytir í engu eðli kommúnism-
ans í Rússlandi né ríkisstjórnar-
innar, sem viðheldur honum.
Hún er nú engu betri en hún var,
á meðan Bería sjálfur sat að
völdum.“
SAMA STEFNA
Franska blaðið Frontiere í
París segir, að réttarhöldin yfir
Bería sýni, svo að ekki verði um
villzt, að Bería hafi ekki „játað“.
— „Ef svo hefði verið“, segir
blaðið, „hefði Malenkóv látið
réttarhöldin fara fram fyrir opn-
um tjöldum til þess að sýna þjóð-
um heimsins og Ráðstjórnarþjóð-
unum svart á hvítu, hvílíkur
glæpamaður Bería var.“ Kemur
sú skoðun enn fremur fram í
blaðinu, að réttarhöldin yfir
Bería sýni, að Stalínisminn hafi
lifað Stalín.
FÚNAR STOÐIR
SOVÉTSKIPULAGSINS
í Ástralíu varpar Melbourne
Herald fram þeirri spurningu,
hvort líklegt sé, að dauði Bería
festi Malenkóv í sessi. Er blað-
ið þeirrar skoðunar, að svo sé
alls ekki. „Fall Bería“, heldur
blaðið áfram, „sýnir bæði Ráð-
stjórnarþjóðunum og öðrum
þjóðum heims, að deilur og ill-
indi eru ríkjandi í Kreml og
stoðir Sovétskipulagsins eru nú
veikari og fúnari en nokkru
sinni fyrr“.
Eldur í lmsinu
Reyuistaður
NOKKRAR skemmdir urðu af
völdum elds í húsinu Reynistað-
ur við Skerjafjörð, er eldur kom
upp í húsinu um klukkan 7 í gær-
morgun. Hús þetta er úr timbri.
Eldurinn kom upp í baðher-
bergi á efri hæð, sennilega út frá
Ijósastæði. Hann var orðinn all-
magnaður er hans varð vart, e:rt
kona, sem svaf þar uppi, vaknaði.
j Eldur logaði upp úr þaki hússins
er slökkviliðið kom á vettvang.
Eins var eldur í rishæðinni. —•
Slökkvistarfið gekk greiðlega og
urðu ekki miklar skemmdir á
húsinu.
Frá Kópavogs-
söfnuði
Aðvarað við flug-
hálku á vegum úti
Á SUNNUDAGSKVÖLD, í miðri
dagskrá, las þulur aðvörun til
bílstjóra á Keflavíkurvegi, vegna
flughálku á veginum. Slíkar til-
kynningar geta forðað stórslysum
og ætti oftar að gripa til þessa.
Vegna hálkunnar varð bíla-
árekstur við Grafarholt. Maður,
sem ók sendiferðarbíl, ætlaði að
sveigja fyrir bíl, sem stóð við
vegbrúnina og verið var að setja
keðjur á. Bílstjórinn meiddist er
sendiferðabíllinn skall á hann, en
þau meiðsli voru ekki alvarleg.
4 kýr drápusi af rafmaps-
straism að Sefbergi við Hafnarf,
HAFNARFIRÐI, 28. des. — Daginn fyrir Þorláksmessu drápust 4
kýr í fjósinu að Setbergi. Orsök slyssins voru þau, að ljósastæði í
íbúðarhúsinu, sem er áfast við fjósið, bilaði, og leiddi þá rafmagn
út í fjós, en íbúðarhúsið var grunntengt við vatnsleiðslu, sem
liggur í brynningarskálarnar.
VIÐ aftansöng í Kópavogsskóla
á aðfangadag bárust Kópavogs-
sókn dýrar gjafir.
Tvær ónefndar konur gáfu
fagran altarisdúk.
Nokkrar konur innan safnaðar-
ins undir forystu frú Helgu
Sveinsdóttur á Sæbóli gáfu tvo
þríálmaða ljósastjaka. — Stjakar
þessir eru úr silfri og settir fögr-
um steinum. Stjakana smíðaði
Jón Dalmannsson gullsmiður og
er það einróma álit allra, sem þá
hafa séð, að þeir séu forkunnar-
fagrir og hin mesta listasmíði;
Það er að sjálfsögðu tilætluniu.
að stjakarnir verði á sínum tíma
eign væntanlegrar Kópavogs-^
kirkju, en þangað til hún rís
verða þeir þó notaðir við guðs-
þjónustur safnaðarins.
Gjöf þessi er hin merkasta. —.
Hún lýsir ekki aðeins stórhug og
dugnaði gefendanna og listfengi
gullsmiðsins, heldur er hún lýs-
andi tákn þess skilnings, senv
margur hefur enn á gildi kristn-
innar, og ljós merki þess áhuga
sem vaknaður er á því að söfn
uðurinn eignist fagra og hentuga
kirkju á sínum tíma.
I nafni safnaðarins færi ég hér
með öllum gefendum ofan-
nefndra kirkjugripa alúðarþakk-
ir. Gunnar Árnason.
20 I FJOSINU
Það var á tólfta tímanum, að
dóttir Einars Halldórssonar
bónda að Setbergi varð vör mik-
ils hávaða, sem kom frá fjósinu.
Vakti hún þá föður sinn, sem var
sofnaður. Hann fór þegar út í
fjós og sá þá hvernig komið var.
Lágu þá tvær kýr dauðar á gólf-
inu. — Einar leysti þegar hinar
kýrnar, en alls voru þær 20 í
fjósinu. Á leiðinni út úr fjósinu
drapst enn ein og sú fjórða fyrir
utan fjósið.
MARGAR ALLDASAÐAR
í viðtali við Einar í gær, sagði
hann, að á tíu kúnna sæi ekkert,
en hinar væru allar meira og
minna dasaðar — hefðu tognað
og orðið fyrir öðrum meiðslum.
— G.
Rólegt I Hafaarfirði
HAFNARFIRÐI. — Tiðindalaust
var hjá lögreglunni hér í bæ um
hátíðina. — Dansleikir voru
haldnir á annan dag jóla í sam-
tomuhúsunum og fóru þeir allir
fram með friði og spekt svo sem
að vanda:
Hjá slökkviliðinu var allt með
kyrrum kjörum— það var aldrei
kallað út um hátíðina.
Allir Hafnarfjarðartogararnir
voru í höfn nema Bjarni riddari
og Júní. Þeir eru nú allir farnir
I aftur á veiðar nema Röðull, sem
er í slipp.