Morgunblaðið - 03.01.1954, Blaðsíða 10
10
MORGUTSfíLAÐlÐ
Sunnudagur 3. janúar 1954
Ræða Ólafs Thors
Framh. af bls. 9.
öllum ágreiningi og moldviðri
gnæfi réttur skilningur á þeim
sannleika að sú þjóð, sem til
langframa eyðir meiru en hún
aflar, glatar ekki aðeins getu
sinni til stórra átaka á sviði efna-
hagslífsins, heldur glatar hún
líka þjóðfrelsinu. Hún missir
samúð og virðingu annarra og
verður fyrr eða síðar þeim háð,
sem brauðfæðir hana.
Geri menn sér rétta grein fyrir
þessu forðast þeir hættuna. Ann-
ars ekki.
—★—
Hér kemur oftast mest til kasta
valdamanna þjóðfélagsins, þings
og stjórnar.
Almenningur á þess sjaldnast.
kost að kafa til grunns í ýmsum
hinum flóknustu efnahagsmálum,
sem á ríður að rétt sé með farið,
þ. á m. á gjaldgetu atvinnuveg-
anna. Það veltur því á öllu, að
á Alþingi séu þeir jafnan nógu
liðsterkir, sem eiga hæfni vatna-
mannsins, sem sér á straumþung-
anum hvort áin er fær, skapgerð
til að fylgja sanniæringunni, þótt
hún samræmist illa þröngum
augnabliks hagsmunum umbjóð-
endanna og giftu til að öðlast
traust fólksins og haldast á því.
Ekki munu menn frýja alþing-
ismönnum vits og ekki með réttu
gruna þá um græsku, a. m. k.
ejtki öðrum íremur. Hygg ég og
að innan veggja Alþingis séu nú
ápm fyrr ýmsir í tölu mestu vit-
i^ianna þjóðarinnar, og að al-
þingismennirnir séu yfirleitt
ágætlega vitibornir menn. Og
víst er um það, að þar eru nú
Staddir flestir þeirra núlifandi
íslendinga, sem færastir eru um
áp stýra opinberum málum þjóð-
arinnar. Ég segi þetta vegna þess,
ájS ég veit, að slíkir hæfileikar
iiyna sér ekki í íslenzkri mann-
fæð og ég veit líka, að þeir
ipenn, sem þessum hæfileikum
gru búnir eru friðlausir fyrir á-
dækni forystumanna sinna þar til
þeir hafa axlað byrði sína og sezt
á, þingbekkinn.
' Ég skal fúslega játa, áð ekki
er þess að vænta, að stjórnmála-
l^aráttan veki né glæði traust á
þínginu, jafn óvægin og óhrein
gpm vopnaviðskiptin oft sýnast.
BÍn þetta er landlægur siður hér
íVfámenninu, og raunar víðar, og
dkki alltaf um að sakast, og vex
j)ó enginn af óhróðri um aðra.
^jaldnast er líka illhugur að
l^aki, heldur eru menn að skylm-
^t og þykir þá Guðsorðið bragð-
c|áuft, sverðið baglinum betra og
ílrynjan hempunni. En sjálfsagt
vakir það fyrir flokkum og mönn
um að búa sem bezt í haginn fyr-
ir komandi kynslóðir en leysa
jafnframt vandkvæði Iíðandi
stundar fyrir einstaklinga og
þjóðina í heild. Og auðvitað verða
allir að lokum dæmdir eftir því
hyernig þetta tekst. Er þá kann-
ski afsakanlegt þótt mönnum
hitni í hamsi ef þeir þykjast
kenna óbilgjarnrar andstöðu
gegn því, er þeir sjálfír telja
sanngirnis kröfur eða jafnvel
hein velferðarmál. Og vissulega
er betra að geystir skapsmunir
fari hamförum en að yfir þjóð-
ipa færist dáðleysi mollukenndr-
ar værðar.
—★—
Ég hygg, að þjóðin megi
treysta Alþingi. Það eru þessir
kjörnu fulltrúar hennar og sú
ríkisstjórn, sem þeir velja, sem
þessu landi stjórna. Þeim hefir
þjóðin falið forsjá sína og tak-
markalítið vald yfir fjármunum
sínum og frelsi. Þeim verður hún
að geta treyst og a. m. k. að vita,
að á Alþingi íslendinga svíkja
menn ekki þjóð sína fyrir fjár-
muni.
1 Það eru þessir menn og þeir,
sem eftir þá erfa traust þjóðar-
iAhar, sem stýra eiga þjóðarskút-
upni og verja hana áföllum. Allir
eru þeir arftakar að skyldum og
ábyrgð foryztumannanna í frels-
isbaráttunni, mannanna, sem
færðu íslendingum þjóðfrelsi og
skópu með því athafnaþránni það
olnbogarúm, sem megnað hefur
að veita þjóðinni mannsæmandi
lífskjör. Náið samband og gagn-
kvæm umhyggja og traust þjóð-
arinnar og trúnaðarmanna henn-
ar á Alþingi, mannanna, sem
þiggja vald sitt úr hendi þjóðar-
innar og eru í senn herrar henn-
ar og þjinar, er sjálf lífæð þjóð-
arinnar, sjálfur burðarás lýðræð-
ís og þingræðis. Hver sú þjóð,
sem þessum verðmætum glatar,
glatar með því eigi aðeins fjár-
hagslegu sjálísíæíi sínu, heldur
og lýðræðinu, þingræðinu og
þjóðfrelsinu sjálfu.
—★—
Ég lýk nú þessum hugleiðing-
. um um þjóðarhagi íslendinga og
i þær hættur, sem að þjóðfrelsinu
sækja utan að og innan frá. Ég
ætlaði mér ekki að gera stóru
viðfangsefni tæmandi skil, heldur
; aðeins að vekja athygli á því, sem
miklu varðar en margir íhuga
sjaldan.
—★—
Nýja árið fer nú að renna upp.
Enginn veit hvað það ber í skauti
sinu. En öllum er hollast að horfa
vonglaðir fram á veginn, því
kvíðinn er mankynsins mesti
bölvaldur.
Ég óska sjúkum heilsu og
hryggum huggunar. Ég óska sjó-
mönnunum á hafinu og lands-
lýðnum í byggð og borg, íslenzku
þjóðinni allri og gervallri mann-
kind velfarnaðar og blessunar.
Gleðilegt ár.
Umferðarslys
á Borgartáni
LAUST fyrir klukkan 11 á
' gamlárskvöld var umferðarslys á
Borgartúni inn við Fúlalæk. —
Bílstjórinn er var á leið til bæj-
! arins, var að fara framhjá þrem
manneskjum sem einnig voru á
leið til bæjarins, er hann sá allt
í einu mann á akbrautinni miðri,
i rétt framan við bílinn. Bilstjór-
! anum tókst ekki að forða slysi.
; Varð maðurinn fyrir bílnum.
i Hlaut hann opið fótbrot á öðr-
um fæti. Maður þessi heitir Einar
Bæringsson til heimilis í Laugar-
nesbúðum 38.
mmnmg
31. F. M. FÓR fram frá dómkirkj-
unni jarðarför frú Elínar Einars-
dóttur, Ægissíðu 84 hér í bæ. Hún
andaðist í Landakotsspítala að-
faranótt 27. þ. m. eftir langa og
stranga sjúkdómslegu, bæði þar
og í heimahúsum.
erlendls
! BANDALAG tónlistarmanna í
Múnchen (Múnchener Ton-
kúnslerverband) bauð Hallgrími
Helgasyni að taka þátt í norræn-
um hljómleikum 27. nóv. s. 1.
á vegum félagsins. Forseti sam-
takanna, dr. Anton Wúrz, mælti
nokkur inngangsorð og bauð full-
trúa íslands velkominn. Ung-
verki bassasöngvarinn Ferenc
Várandi söng sex lög Hallgríms
með undirleik höfundar, en Hans
Posegga flutti 2 píanóverk sama
höfundar, íslenzkan rímnadans
og píanósónötu nr. 2. Á undan
flutningi dansins hélt Hallgrím-
ur stutt erindi um eðli rímna-
söngsins. Önnur tónverk voru
eftir Grieg og Kilpinen.
í útvarpi Bayerns flutti Hall-
grímur erindi um íslenzk þjóð-
lög með dæmum en í útvarp
„Evrópa frjáls" (Freies Europa)
annað erindi um sögu og menn-
ingu íslands. Sama útvarpsstöð
tekur tónsmíðar Hallgríms til
flutnings næsta nýjársdag, sex
píanólög leikin af höfundi og
fimmtán sönglög flutt af Feranc
Várandi og höfundi.
Fílharmóníski kórinn í Múnch
en tekur mótettu Hallgríms „í
Jesú nafni“ (samin yfir íslenzkt
þjcðlag) til meðferðar á næstu
hljómleikum sínum og flytur
hana einnig í útvarp, Stjórnandi
kórsins er R. Lamy. Konsert-
söngvarinn Walther Manthey í
Múnchen hefir þegar tekið söng-
lög Hallgríms á hljómleikaskrá
sína og flutt þau þar í borg við
beztu undirtektir. En söngkonan
Mia Del í Múnchen syngur þau
í útvarp í Stuttgart.
í sænska útvarpinu flytur kon-
ungleg óperusöngkona Anna-
Greta Söderholm sönglög eftir
Hallgrím í janúar, en danski
organistinn Ejnar Engelbrecht
spilar „Ricercare" eftir sama höf-
und í útvarpið í Genf, Zúrich og
Kaupmannahöfn. Auk þess syng-
ur konunglegur óperusöngvari í
Kaupmannahöfn, Eskild Rask
Nielsen, flokk sönglaga Hall-
gríms í danska útvarpið.
Dr. Friedrich Brand í Braun-
schweig leikur píanósónötu Hall-
gríms nr. 2 í svissneska útvarp-
ið í Zúrich, en Hallgrímur flytur
í sömu útvarpsstöð erindi um eðli
og þróun íslenzkra söngstefja.
Tveir menn slasasl
í bílaárekstri
Á NÝÁRSDAG rákust tveir bíl-
ar á suður við Fossvogskirkju-
garð. Tveir menn meiddust.
Annar bílanna var á leið suður
Hafnarfjarðarveg, en hinn á leið
til bæjarins. — Er þeir skullu
saman, rak farþegi í öðrum bíl-
anna, Bragi Stefánsson Kvist-
haga 9, höfuðið gegnum framrúð-
una og skarst við það töluvert á
höfði. — Bílstjórinn á þessum
sama bíl, Gunnar Baldursson,
Skálholtsstíg 7, hlaut smærri
áverka. Báðir bilarnir skemmd-
ust mikið.
Raftækjatryggingar
HÚSMÆÐUR! Hafið þér athug-
að hagkvæmni og öryggi raf-
tækjatryggingar?
Við undirritaðar höfum lengi
haft í huga að vekja athygli hús-
mæðra á nýju fyrirtæki, sem var
stofnað á síðasta ári. Þetta fyrir-
tæki er Raftækjatryggingar h.f.
Það tryggir rdgert viðliald raf-
tækja fyrir lágt iðgjald. Við und-
irritaðir tryggjum fjögur raftæki,
— hrærivél, ryksugu, þvottavél
og eldavél, — fyrir rúmar hálft
annað hundrað krónur.
Sum raftæki okkar höfðu aldrei
komizt í fullt lag, fyrr en eftir,
að við tryggðum þau. Þegar kaup
rafvirkja er orðið um kr. 30,00 á
klst., þá er þetta afar lágt ið-
gjald, þar sem allir varahlutir,
vinna og flutningur, allt er lagt
til ókeypis, sem sagt, allar bilanir
eru að fullu bættar. Satt að segja
undrar það okkur, að hægt sé að
tryggja raftæki fyrir svo lágt ið-
gjald. Við leyfum okkur að benda
á eftirgreinda kosti þessa fyrir-
komulags:
Auk þess að tryggja viðgerðir
fyrir lítið gjald, þá felst í trygg-
ingunni verulegt öryggi fyrir að
tækin endist, þannig að ekki
þurfi að fleygja þeim eftir kostn-
aðarsamar, en misheppnaðar við-
gerðir eins og stundum kemur
fyrir, að menn neyðast til að
gera, er þeir endast eigi lengur
til að greiða fyrir viðgerðir, sem
reynast árangurslausar.
Með því að hafa ábyrgan við-
gerðarmann, tryggir maður sér
betri viðgerðir en ella.
Tryggingin lætur í té varahluti,
sem sumir eru ella ófáanlegir.
Eina ráðið til að halda við ýms-
um tækjum er því að tryggja þau.
Það er mjög þægilegt fyrir
okkur húsmæðurnar að þurfa
ekki annað en hringja í tiltekinn
síma, ef eitthvað bilar, og fá þá
beztu þjónustu, sem völ er á. Það
losar okkur við miklar ábyggjur
og umstang og við áhættuna af
mistökum við viðgerðir tækja.
Þar sem raftækjatrygging er
svo ódýr og veitir öryggi fyrir
varanlegri endingu tækjanna, þá
álítum við, að við húsmæður eig-
um að tryggja heimilistæki okk-
ar, enda er gefinn afsláttur af
stærri tryggingum og iðgjald er
hægt að greiða með afborgunum.
Virðingarfyllst,
Guðrún Jónsdóttir,
Elísabet Sveinsdóttir.
Elín var fædd að Eyri i Skötu-
firði við ísafjarðardjúp 11. maí
1911.
Foreldrar hennar voru Einar
Þorsteinsson óðalsbóndi og skip-
stjóri, dugnaðar og friðleiks-
maður hinn mesti og kona hans
Elín var fædd að Eyri í Skötu-
ar, fyrv. alþingsmanns og Haf-
liða fisksala hér í bæ, mikilhæf
og merk kona. Var hún systkina-
barn við Jón Auðunn Jónsson
fyrv. alþingsmann, en þeir Einar
voru bræðrasynir. Þau hjónin
eignuðust 10 börn er öll náðu
fullorðins aidri. Framan af upp-
vexti sínum ólst Elín upp hjá
foreidrum. sínum á Eyri, síðar
fluttu þau öll til Hafnarfjarðar;
gekk hún á Flensborgarskólann
og tók gagnfræðapórf þaðan. Þ.
27. marz giftist hún Tryggva
Magnússyni verzlunarstjóra við
verzlunina F.dinborg. Þau eign-
uðust tvær dætur, Guðrún og
Sigrúnu Kristínu, er báðar að
loknu stúdentsprófi stunda nú
nám í tannlækningum við há-
skóla íslands.
Mann sinn missti Elín 1. nóv.
1943, eftir fárra ára sambúð. —
Gerðist hún þá starfsmaður á skrif
stofu hjá mágkonu sinni, fröken
Ástu Magnúsdóttur iandsféhirði
og var orðin þar aðalgjaldkeri
er hún veikist og varð að hætta
störfum. Voru þær mágkonurnar
bundnar traustum vináttubönd-
um alla tið og báðar sem mæður
systrunum. Voru þær nýfluttar í
indælt hús, er þær áttu saman,
er skuggi veikindanna skall yfir,
en við þau barðist frú Elín um
tveggja ára skeið, þar til yfir
lauk. Elín var fögur kona, tígu-
leg í framkomu, seintekin, en
vinföst, en slík er skapgerð mikil
hæfra manna. Dætrum sínum var
hún ástrík móðir og unni mjög
föður sínum og systkinum. Móður
sína hafði hún misst fy.rir mörg-
um árum, en þær voru mjög
samrýmdar.
Þ-gar ég hugsa um andlát El-
ínar, leitar hugur minn aft-
ur í tímann. Haustið 1911 kom ég
að Eyri og átti að kenna börn-
unum þar um veturinn. Yngst af
þeim fríða systkinahóp var Elín,
yndislegt barn með festuleg augu
sem löng bráhár skyggðu yíir.
Þrátt fyrir aldursmun okkar urð-
um við fljótt miklir vinir og þótt
leiðir okkar skildu eftir tveggja
vetra samveru, hef ég síðan fylgst
með og tekið þátt í gleði hennar
og sorgum. Næst er fundurn okk-
ar bar saman, var hún ung stúlka
í foreldrahúsum í Hafnarfirði og
uppfyllti þá allar þær glæstu
vonir, er ég hafði gert mér um
hana. Hvenær sem við hittumst,
var sem hlýr straumur ástúðar
færi á milli okkar og er því öll
kynni, er ég hafði af henni vafin
ljóma kærleikans og gleymast
mér aldrei. Þakka ég henni allar
þessar minningar. Ég votta dætr-
um hennar, föður, systkinum,
mágkonu og öðrum vandamönn-
um dýpstu samúð mína.
Minningin um hana mun okkur
öllum ógleymanleg. Almáttugan
guð bið ég að blessa hana og
varðveita í nýjum heimi.
B. Á. K.
★
Mörg er raun á mannlífsbrautum
og misjafnt skilin örlög duld.
Með kvalafullum, þungum þraut-
um,
þú hefur goldið dauðans skuld.
Sómakonu svipinn barstu,
til sæmdar lifðir hverja stund.
Fyrirmyndar móðir varstu,
merk í orðum —hrein í lund.
Þú varst svo heilsteypt heiðurs-
kona,
að hrein voru jafnan öll þín spor.
Þráðum öll og vildum vona,
þú værir lengur meðal vor.
Minningarnar víða vakna
á viðkvæmustu harmastund.
Dætur og vinir sárt þín sakna,
svífðu heil á Drottins fund.
Hann sem alla harma stillir,
hann fyrir þínum dætrum sér.
Hann með gleði hjörtun fyllir,
hann mun ekki bregðast þér.
Guðm, Einarsson.
Segir ráðherrann
srra
PARlS, 30. des. — Louis Vallon,
einn af Gaullistunum í franska
þinginu, réðist í dag harkalega á
innanríkisráðherra Frakklands
Leon Martinaud og sakaði hann
um að hafa skipulagt njósnir' um
þingmenn stjórnarandstöðunnar,
kQnur þeirra og fjölskyldulíf. —
„Og ekki nóg með það,“ hélt
þingmaðurinn áfram, „heldur
hefur hann og njósnað um suma
samstarfsmenn sína í stjórninni".
' — Ráðherrann vísaði þessum
! sakar^íftum algerlega á bug og
kvað þær við engin rök styðjast.
LUNDUNUM, 30. des. —
Dómsmálaráðherra Al-
baníu skýrði frá því í dag, að
vopnaðir flokkar hefðu reynt að
steypa kommúnistastjórn lands-
ins, cg væri nú unnið að því að
! uppræta þá. Hefur komið til
i bardaga milli hersveita síjórnar-
, innar og þessara vopnuðn flokka.
— Reuter.
Jólðtrésskrautpokar
fylltir með allskonar góðgæti, fyrirlig*gjandi.
Gleðjið börnin með góðu og fjölbreyttu sælgæti.
Onagerð Reykjavíktiir
Laugavegi 16 — Sími 1755