Morgunblaðið - 03.01.1954, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. janúar 1954
MORGUNBLAÐIÐ
11
Þorkelsdóttir
Á MORGUN, mánudaginn 4.
janúar verður til moldar borin að
Kálfatjarnarkirkju, ekkjan Elín
Ingibjörg Þorláksdóttir frá
Bræðraparti í Vogum í Vatns-
leysustrandarhreppi. Hún andað-
ist hinn 23. des. s.l.
Elín var fædd að Minna-Knarr-
árnesi í Vatnsleysustrandar-
hreppi 26. nóv. 1860. Voru for-
eldrar hennar hjónin Þorlákur
Bjarnason og Þuríður Benedikts-
dóttir. Var Þorlákur Strandar-
ingur en Þuríður kona hans ætt-
uð úr Norðurlandi. Stóðu að þeim
dug- og þrekmiklar bændaættir,
til sjávar og sveita.
Þau Þorlákur og Þuríður áttu
6 börn, 4 syni, Bjarna, Sigurð,
Árna og Benedikt og 2 dætur,
Elínu Ingibjörgu, sem hér er
minnst, og Ingibjörgu, sem er nú
ein á lífi af þeim systkinum, 83
ára gömul og dvelur nú á Elli-
heimili Hafnarfjarðar. Var hún
yngst þeirra systkina.
Öll komust systkini þessi til
fullorðinsára og voru hið mesta
atorku- og dugnaðarfólk, enda í
æsku uppalin við það að starfa
og kynnast erfiðleikum og við-
horfi til líðandi stundar.
Elín átti alla ævi heima í Vatns
leysustrandarhreppi. Fyrst á
æskuheimili sínu í Minna-Knarr-
arnesi, svo í vinnumennsku á
nokkrum stöðum, en árið 1890
foyrjar hún búskap með unnusta
sínum Guðmundi Bjarnasyni.
Voru þau fyrst í vinnumennsku
að Minni-Vogum en fluttu árið
1896 að Bræðraparti í Vogum og
fojuggu þar óslitið, þar til Guð-
mundur andaðist árið 1928.
Guðmundur var ættaður frá
Valdastöðum í Kjós. Hann var
framúrskarandi atorku- og dugn-
aðarmaður, og sótti fast sjóinn,
enda aflasæll og heppinn for-
maður um tugi ára og stjórnari
svo góður að org fór af. Guð-
mundur átti þó erfitt með starf
því svo þjáði hann gigtveiki, að
mörg árin síðustu, sem hann réri
gekk hann til skips við tvo stafi
<og varð að láta hjálpa sér í sjó-
klæðin. Mun Elín, kona hans oft
.hafa verið þar með í verki og
aðstoðað mann sinn með sínum
mikla dugnaði, eins við sjávar-
verkin, sem við búskapinn.
Síðustu árin sem Guðmundur
lifði var Bjarni sonur hans með
skip hans og heppnaðist mjög
vel. Guðmundur andaðist 3. jan.
1928 og tók þá Bjarni við útgerð-
xnni. Hafði hann þá fengið sér
nýtt skip, trillubát af sex manna
farsstærð. En Bjarna átti ekki
lengi við að njóta. Hann fórst á
skipi sínu með allri áhöfn í ofsa
veðri hinn 12. marz sama ár. Var
hann þá kvæntur fyrir hálfum
ír ánuði hinni ágætustu konu Guð-
rúnu Benediktsdóttur frá Suður-
koti í Vogum. Þetta var mikill
og sár harmur fyrir Elínu að
missa mann sinn og son á svo
sviplegan hátt, með stuttu milli-
foili. En þarna kom fram hvílík
hetja Elín var á stund harma og
hættu. Með sínu mikla jafnaðar-
geði, öruggri trú og von á drott-
inn æðraðist hún ekki, heldur
huggaði og hughreysti, starfaði
og lifði fyrir sína nánustu ætt-
íngja og vini.
Þau Guðmundur og Elín áttu
4 börn, dó eitt þeirra í æsku og
Bjarni drukknaði, sem áður segir.
Á lífi eru: Þuríður, húsfreyja í
Stóra-Knarrarnesi, gift Ólafi
Péturssyni og. Guðbjörg ekkja
Guðmundar sál. Kortssonar er
lézt árið 1951. Eina dóttur átti
Elín áður en hún giftist, Björgu,
sem búsett er í Reykjavík. Þá óiu
þau einnig upp dótturson sinn
Guðmund Ólafsson, sem nú býr
t Bræðraparti.
Vorið 1928 fluttu þau Guðbjörg
dóttir Elínar og Guðmundur mað
ur hennar að Bræðraparti og var
Elín hjá þeim í Bræðraparti þar
til Guðmundur dó, og naut þar
hinnar beztu umönnunar, og síð-
an með Guðbjörgu dóttur sinni
til síðustu stundar. Dvöldu þær
nú síðast í Hafnarfirði hjá Guð-
mundi syni Guöbjargar. Var
Elín rúmliggjandi hina síðustu
mánuði og annaðist Guðbjörg
móður sína af kærleika og fórn-
fýsi.
Með Elínu er fallin fiá mcrk
kona og mæt. Af sjónarsviðinu er
horfinn fuiltiúi hinnar eldri
kynslóðar, sem lifði oft við erfið
kjör og vissi ekki hvað þægindi
voru, fyrr en á gamaisaldri, en
sem óx og þroskaðist andlega
og iíkamlega til guðstrúar og
góðra verka, til fyrirmyndar í
menningu veruleikans, að vera en
ekki að sýnast.
Eiín var kona tíguleg í allri
framgöngu, djörf og háttprúð,
með tnildan blæ, hjálpandi og
huggandi, sál er ekki mildi vamm
sitt vita en ölium gott gjöra.
Munu margir minnast gestrisni
þeirra E’inar og Guðmundar í
Bræðraparti. Þó húsrúm væri þar
ekki ýkjastórt þá var þar alltaf
nóg rúm og hjartahlýja til að
gera öilum gott.
Elín var kona kirkjurækin og
sótti kirkju að Kálfatjörn svo
lengi sem heilsan leyfði og á
síðastliðnu sumri gaf hún Kálfa-
tjarnarkirkju höfðinglega gjöf
til minningar um Guðmund
mann sinn og Bjarna son þeirra.
Sveitungar Elínar þakka henni
af alhug fyrir samfylgdina á
hennar löngu ævi og samfagna
henni að hafa nú fengið hvíld
frá störfum og gengið inr. í
himneska jóladýrð Jesú-barns-
ins; til meiri starfa Guðs um
geim.
Blessuð sé minning hennar.
E. M.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Dagsbrúnar fyrir börn, verður í Iðnó. þriðjudaginn
5. janúar kl. 4 e. h.
Sala aðgöngumiða hefst mánudaginn 4. jan. kl. 2
e. h. í skrifstofu Dagsbrúnar.
NEFNDIN
■■■■■•■■■iii*
■■■■■■■■■■■
Vélstjórafélag Islands
Jólatrésskemmtun
félagsins verður haldin sunnudaginn 10. jan. og hefst
kl. 3,30 síðd. — Dansskemmtun fyrir fullorðna hefst kl. 9.
Aðgöngumiðar seldir hjá: Lofti Ólafssyni, Eski-
hlíð 23. Skrifstofu félagsins, íngólfshvoli og
Þorkeli Sigurðssyni, Háteigsveg 30.
Skemmtinefndin.
- AUGLYSING ER GULLS IGILDI -
BAY CITY — vinnuvélar
BAY CITY — vinnuvélar eru heims-
þekktar fyrir gæði og góð afköst. Fyrsta
skurðgrafan, sem flutt var til landsins
var af BAY CITY gerð.
TOWMOTOR
IHII THC OHC MAH CANG ^
F0RK LIFT TRUCKS onil TRACTORS
Meginkostir TOWMOTOR
eru: Sjálfvirk skifting.
Hydraulisk stýring. Kæl-
ing olíunnar, sem kemur
í veg fyrir sótun.
BAY CITY
SHOVELS INC..
BAY CITY, Michigan
TOWMOTOR CORPORATION
Cleveland, Ohio.
Skipaafgreiðslur og frystihús
víða um land, nota LANSING
BAGNALL flutninga og lyfti-
tæki.
^Q^CP^Q^CP^Q^CP^Q^CP^Qr^CP^Q^CP^Q^CP^Q^CP^Q^sCP^Q^CP^Qs^C/
MANUFACTURAS DE CORCHO ARMSTRONG S. A.
— Palamos — Spáni —
Síærstu korkframleiðendur Spánar.
Flytja út 45% allrar korkframleiðslu Spánar.
Verksmiðjur í Algeciras — Palamos —
Palafrugell og Sevilla.
STOW steinsteypuherðarar
(vibratorar) benzín og
rafknúnir.
Þeim fjölgar óðum, sem nota STOW steinsteypuherðara
(vibratora), þegar steypt er, enda eykur það styrkleika
steypunnar um 20%.
Fyrsía flokks verksmiðjur tryggja yður rétt verð og réttar vörur.
Þökkum viðskiptin
GleðiSegt nýtt ár
Pi Ss.C©>
á liðna árinu
Umboðs- og heildverzlun.
Hamarshúsinu — Sími 7385.