Morgunblaðið - 23.01.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1954, Blaðsíða 5
i taugardagur 23. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 6 - KVIKMYNDIR Sir Edmund Hillary tók þessa víðfrægu mynd af Tensing, á efsta tindi Mount Everest. Andsfæðingablöðin hirða ekki um að kynna sér bæ$arámálin Fleipri um tæknileg vandamál mótmæli. Tjarnarbíó: EVEREST SIGRAÐ Einstæð og stórfengleg kvik- mynd. TJARNARBÍÓ hóf í gærkvöldi sýningar á þessari frábæru kvik- mynd er tekin var af brezka leiðangrinum undir stjórn Sir John Hunt, sem liinn 29. maí í vor tókst að sigra hæsta fjall heimsins Mount Everest í Hima- layafjöllum. Var bar með endi bundinn á rúmlega brjátíu ára "baráttu mannlegrar snilli og orku til þess að gera sér undirgefna þessa jötunheima íss og ögrandi klettabelta. — Fjöldi Reykvík- Snga mun hafa heyrt sögu þessa mikla þrekvirkis af vörum ann- ars hinna tveggja manna er kom- Ust upp á hæsta tind Everest, Sir Edmund Hillary, er hér var staddur fyrir skömmu og hélt tvo fyrirlestra um leiðangurinn. Myndina tók einn af leiðangurs- mönnunum, Thomas Stobart og er hún í eðlilegum litum. Myndin hefst á stuttri frásögn iDg sýningu frá tveimur fyrri leiðöngrum til Mount Everest. en síðan greinir hún frá þessum síg. asta og farsæla leiðangri. Er þar fyrst lýst öllum undirbúningi undir ferðina. Hefur það verið Snikið verk og vandasamt og er eðdáunarvert af hversu mikilli fyrirhyggju og nákvæmni hefur Verið séð fyrir öllum útbúnaði pg öðrum þörfum leiðangurs- manna. Ekki hvað vandaminnst hefur það verið að velja til leið- Ðngursins hæfa menn og sam- Btillta, en það hefur Sir John tekizt svo vel að undrum sætir. 3?arna er valinn maður í hverju irúmi og samvinna þeirra og bróð- urhugur með einsdæmum. Aldrei Verður vart afbrýði manna á milli, jafnvel ekki þegar valdir eru úr þessari fjórtán manna sveit fjallgöngumannanna: þeir Bem ætlað er að klífa síðasta áfangann upp á hæsta tind Ever- ests. Ferðin gengur hindrunar- laust upp að rótum fjallsins, en fir því tekur við hver þrautin og Ihver vandinn öðrum meiri. Get- Ur enginn, sem ekki sér þessa mynd, gert sér grein fyrir því tiversu geisilegir erfiðleikar yerða á vegi leiðangursmanna Um þessa hrikalegu ísauðn fjalls- tns, með djúpum og ægilegum fiökulgjám, snjóskriðum og ofsa- fetormi. En á öllum ógnum og tiamförum náttúrunnar í þessari iífvana auðn, sigrast þessi æðru- Kausu menn, með þrautsegju, þol- gæði, fyrirhyggju og þeirri ítækni, sem þeir hafa yfir að ráða. lÁhrifamikið er þegar þeir Hillary og skerpinn Tensing leggja upp It ferð sína síðasta áfangann upp 6 hæsta tindinn, innilega kvadd- ír af félögum sínum, en þó er epnþá áhrifaríkara að sjá er þeir ikoma til baka til bækistöðvanna sem sigurvegarar, þrekaðir svo 0ð þá verður að styðja síðasta jspölinn, en ákaft hylltir af leið- 'jEmgursmönnum. Að síðustu líta jþessir tveir afreksmenn upp á tindinn þar sem þeir höfðu staðið daginn áður um fjórðung stund- ar. Þessi einstæða og stórfenglega mynd er í senn geisifróðleg og hrífandi í fegurð sinni og hrika- leik, og auk þess er hún mikið tæknilegt afrek. Ego. Fullkomin kosningahandbók UM ÞESSAR mundir er til sölu víða um bæinn kosninga- handbók sem Heimdallur, fé- lag ungra Sjálfstæðismanna, hefur gefið ut. Ritið er hið bezía heimildarrit sem hægt er að fá um í hönd farandi bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingar. Þó klaufastrik kommún- ískra hreppsnefndaroddvita og þeirra líka gcri það að verk- um að kosningaundirbúning- ur er ónýtur í sumum hrepp- um, hafa þeir þó ekki allsstað- ar fengið að koma nærri og þessvegna eru framboð flest enn í fullu gildi. Skýrir kosn- ingahandbókin frá þessum framboðum öllum skýrt og skilmerkilega. Þar er og rúm til að skrifa kosningaspár og fylgjast með kosningatölum talninganóttina eftir 31 jan. Mun þetta vera ein bezta kosn ingahandbók, sem út hefur verið gefin. Verð hennar er 10 krónur. Enn ímnið að björgun Eddu GRAFARNESI, 22. jan.: — Enn er unnið að því, að bjarga skip- inu Eddu. Nú er búið að kjölrétta skipið. Um fjöru hefur efri hluti brúarinnar og hvalbakur komið upp úr sjónum, en á flóði nær sjórinn í mitt formastur. Aftur- mastrið er brotið. Skipið liggur milli bryggjanna hér. Nú ætla björgunarsveitirnar að reyna að þétta um lestarlúgur, en síðan dæla úr þeim sjónum. Tilraun til þessa mistókst í dag, en verður haldið áfram. Enn þá er of snemmt að spá um það hvernig björgunin muni takast, en sýnt er að kostnaður við verk- ið mun verða mikill. FENGU TÆP 8 TONN AKRANESI, 22. jan.: — 18 bátar voru á sjó héðan í dag. Minnstur afli var 4 tonn, en aflahæstir voru Keilir með tæn 8 +onn g Sveinn Guðmundssi - ö ö 7‘í tonn. — Oddur. X BEZT AÐ AUGIASA A T / MORGVmLAÐIIW T TÍMINN birtir s.l. fimmtudag myndskreytta forsíðugrein um gatnagerðarframkvæmdir í Reykjavík. Er grein þessi skrif- uð i sama stíl og aðrar greinar þessa blaðs um bæjarmálefni Reykjavíkur, full blekkinga og illkvittni, auk þess sem þekk- ingarleysi höfundar á þeim mál- um, sem hann skrifar um, er svo magnað, að furðu sætir. Skal hér svarað nokkrum atriðum úr rit- smíð þessari, enda þótt óhugs- andi sé að henda reiður á þeirri dæmalausu „gagnrýni“, sem þarna kemur fram. ÁRÁSIR Á BÆJARSTARFS- MENN Enda þótt málgagn Framsókn- arflokksins í Reykjavík hafi oft komizt langt í siðlausri blaða- mennsku, keyrir þó úr hofi að þessu sinni, því að nú eru árásir blaðsins ekki lengur takmarkað- ar við stjórnendur Reykjavíkur- bæjar, heldur er nú einnig veg- ið að einstökum starfsmönnum og þeir sakaðir um algjöran skort á þekkingu á þeim störfum, sem þeir eiga að framkvæma. Reykja- víkurbær hefur í þjónustu sinni allmarga starfsmenn, sérmennt- aða á hinu verkfræðilega sviði. Hefur jafnan verið kappkostað að vanda sem mest val þessara starfsmanna og er ekki vitað til, að völ sé hérlendis annarra manna í þessari sérgrein, sem færari væru að annast þau störf, sem þeim er ætlað að vinna. Er fullvíst að allir þessir starfsmenn vinna störf sín af trúnaði og sam- vizkusemi. Hitt vita allir, að í borg, sem ekki er eldri að árum en Reykjavík og er að byggjast upp, næstum óeðlilega hröðum skrefum, skapast ýms tæknileg vandamál, sem einatt eru erfið úrlausnar, ekki sízt þar sem við getum ekki byggt á neinni inn- lendri reynslu í þessum efnum. Eitt þessara vandamála er notk- un malbiks við gatnagerð. Ef til vill hafa blaðamenn Tím- ans í pússi sínum einhverja snöggsoðna „formúlu“, sem unnt væri að beita með þeim árangri, að aldrei þyrfti að gera við götu, sem einu sinni hefði verið mal- bikuð. Sé svo, verður það að telj- ast fullkomið skeytingarleysi um hag bæjarbúa, að þeir skuli ekki hafa komið henni á framfæri fyrir löngu. ÞÝZKI VERKFRÆÐING- URINN Tíminn segir frá því, eins og um væri að ræða fullkomið hneyksli, að hér hafi fyrir tveim árum komið þýzkur verkfræð- ingur til þess að leiðbeina starfs- mönnum bæjarins um malbikun Miklubrautar. Það er rétt, að hingað kom þýzkur verkfræðingur eftir sér- stakri ósk verkfræðinga bæjar- ins, en það var ekki fyrir tveim árum, heldur á s.l. sumri. Maður þessi er sérfræðingur í þeirxi grein verkfræðinnar, sem fjallar um burðarþol jarðvegs og var starf hans takmarkað við það eitt að rannsaka jarðlög undir Miklu- braut austan Rauðarárstígs, eða þess svæðis, sem í ráði er að mal- bika á næstunni. Hérlendis er ekki völ neinna sérfræðinga á þessu takmarkaða sviði, hvorki meðal starfsmanna bæjarins né heldur annars stað- ar. Þó endanleg niðurstaða þess- ara rannsókna liggi ekki fyrir, i:r þegar vitað, að ráð þessa sér- íræðings munu koma að miklu haldi í sambandi við undirbún- mg að áframhaldandi malbikun Miklubrautar. Má líklegt telja, að bæjarbúar kunni að meta það, að sérstaklega er vandað til und- irbúnings undir þessar umfangs- miklu framkvæmdir, enda þótt Tímanum finnist viðeigandi að nota tækifærið til þess að reyna að lítillækka þá starfsmenn bæj- arins, sem að þessum framkværnd um vinna. MALBIKUN GATNA Þess hefur nýlega verið getið hér i blaðinu, að s.l. ár voru mal- bikaðir ca. 27.500 ferm. af göt- um bæjarins, en það samsvarar því, að malbikaðir hafi verið ca. 4 km. af 7 m. breiðri götu, en það er algengasta götubreidd. Þá hefur einnig verið skýrt frá því hér í blaðinu, að kostn- aður vegna viðhalds á malbik- uðum götum hefur að undan- förnu farið mjög lækkandi. Þannig var þessi kostnaður á s.l. ári tæplega milljón krónur. Til samanburðar má geta þess, að árið áður varð hann liðlega 1.1 milljón kr„ og var þó flatar- mál malbikaðra gatna minna á því ári en árið 1953. Stafar þessi lækkun af því fyrst og fremst, að með vaxandi reynslu og breytt um aðferðum við blöndun mal- biks, sem aðallega er fólgin í notkun annars steinefnis en áður tíðkaðist, hafa gæði þess og end- ing stórlega aukizt. UPPGRÖFTUR HRINGBRAUTAR Þá hefur Tíminn enn á ný upp sama sönginn um uppgröft Hring brautar og telur hann skýrt dæmi um fákunnáttu bæjarstarfsmanna í öllu því, er snertir verklegar framkvæmdir. Á s.l. vori var eins og kunnugt er lögð ný aðalvatns- æð í Vesturbæinn undir gras- ræmunni í Hringbraut. Furðuðu ýmsir sig á því, að tækifærið skyldi ekki notað, er strengjastokkur Sogsvirkjunar- innar nýju var lagður nokkru áð- ur, og hvorttveggja leiðslunum komið fyrir í sama skurði. Ekki var unnt að hafa þennan hátt á af tækniiegum ástæðum og hefur það mál verið margskýrt hér í blaðinu svo og í sérstökum grein- argerðum þeirra bæjarstarfs- manna, sem verkum þessum stjórnuðu og nægir í því sam- bandi að benda á, að nauðsynlegt hefði þá v'erið að loka báðum ak- brautum Hringbrautar, en það út af fyrir sig var óforsvaranlegt af umferðarástæðum. VÉLALEIGA ÁIIALDAHÚSS Eitt furðulegasta atriðið í grein Tímans og sá þáttur, sem ber þekkingarleysi blaðamannsins einna gleggst vitni, eru skrif hans um endurgjald það, sem greitt er fyrir vélar bæjarsjóðs af því fé, sem ætlað er til gatnagerðar. Þessu er þannig varið, að hverju tæki bæjarsjóðs, eru reiknaðar ákveðnar tekjur, sem hvorki eru meiri né minni en það, að þær nægi til þess að standa undir kostnaði við rekstur þess ákveðna tækis. Hér er í raun og veru ekki um annað að ræða en bókhaldsatriði, og færslu milli einstakra gjald- liða bæjarsjóðs. Að tala um „ok- ur“ í því sambandi er sennilega fremur barnaskapur en alvarlega hugsuð ádeila, þvi hvaða vinning ætti bæjarsjóður að hafa af því að „okra“ á sjálfum sér? Tíman- um til leiðbeiningar skal hins vegar ber.t á það, að kostnaður við rekstur þessara véla og tækja er ekki meiri en svo, að unnt er að reikna þeim miklum mun minni leigu en einstaklingar telja sig þurfa að fá fyrir sambærileg tæki, er þeir leigja þau út. Vél- skófla, sem einstaklingur mundi Hálft hús ifiigkeiiusiia i gærkvöldi UNGKOMMAR efndu til út- breiðslu- og kosningafundar í Gamla bíói í gærkvöldi. — Höfðtt þeir haft mikinn viðbúnað og" hóað saman miklum fjölda ræðu- manna, m. a. „verkalýðsleiðtog'- um“ Þjóðviljans, Inga R. og Jónt- asi Árnasyni. • Skyldi nú sýna. samtakamátt og baráttuhug ung- komma og upplýsa æskufólk um kenningar þeirra Lenins og Stalins. — En viti menn. Fundar- salurinn var rétt hálfur og er á. fundarhöltíin leið tóku menn aí^ ganga af fundi, — sennilega upp- hafið að „sigurgöngu" kommún- ista fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar! Er það álit þeirra, sem á fund- inum voru, að hann hafi verið einhver hinn aumlegasti, er um getur í sögu kommúnistaflokksinft hérlendis, enda vakti það sérlega. athygli fundarmanna, hverstt andrúmsloftið mótaðist af ótta og" skelfingu. Ekki bættu ræðurnar heldur úr skák né sú „fríða fylk- ing“ bókstafstrúarmanna, sem þær fluttu. — Þótti kommúnist- um verr farið en heima setið, því að fundurinn sannaði þeim, sv» að ekki varð um villzt, algert fylgisleysi þeirra hér í bænum. - Yflrkjörsljéra Framh. af bls. 1. stjórnarkosningar er heimilt ef frambjóðandi deyr, að setja mann í sæti hans á lista, ef fullnægt er ákveðnum skil- yrðum. í kosningalögum eru engin önnur ákvæði, sem heimila yfirkjörstjórn að breyta framboðslistum eftir að þeir hafa verið teknir gild- ir og auglýstir. Telur því yfir- kjörstjórn ekki á sínu valdi aff verða við framkominni ósk Bárðar Daníelssonar um að nema nafn hans burt af F-list- anum, enda hafði kosning þeg ar staðið á 2. viku er óskin var fram borin“. ÓVÍST UM ÁFRÝJUN ÚRSKURÐARINS Samkvæmt framansögðu hefur I yfirkjörstjórn því neitað að nema nafn Bárðar Daníelssonar út af lista „Þjóðvarnarflokksins“. Snm kvæmt lögum á flokkurinn nú um það tvennt að velja, að una við þennan úrskurð eða að áfrýja honum, fyrst til bæjarstjórnar Reykjavíkur og síðan, ef með þarf, til félagsmálaráðuneytisins. í gærkvöldi hafði einskis auka- fundar verið óskað í bæjarstjórn. Benda þvi allar líkur til þess að listi ,,Þjóðvarnar“ verði óbreytt- ur við kosningarnar. Má því bú- ast við að ný orrahríð hefjist milli glundroðaliðsins af tileíni þess viðhorfs, sem skapast hefur með úrskurði yfirkjörstjórnar. Er nú svo komið að efsti maður á lista „Þjóðvarnar“ situr þar þver nauðuguf. Af afstöðu umboðs- manns flokksins hjá yfirkjör- stjórn virðist og mega ráða að hann uni hið versta við úrskurð hennar. Er þetta mál allt hið spaugilegasta. Horfir nú til full- kominnar upplausnar í röðum „Þj óðvarnarliðsins“. í yfirkjörstjórn eiga sæti þeir Torfi Hjartarson tollstjóri, sem er formaður hennar, Hörðui* Þórðarson skrifstofustjóri og Steinþór Guðmundsson kennari. skv. auglýstum taxta, leigja út fyrir kr. 150,00 pr. klst. er reikn- uð „gatnagerðinni“ á kr. 85,00. Loftpressa, sem einstaklingur á sama hátt mundi reikna á 130 pr. klst., er leigð „gatnagerðinni“ fyrir kr. 70,00 og svo mætti lengi telja, en hér verður nú staðar numið, enda ástæðulaust að elta ólar við fleiri staðleysur úr þess- ari makalausu ritsmíð Tímans. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.