Morgunblaðið - 23.01.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1954, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugai’dagur 23. janúar 1954 Attræð á morgun: Guðrún Andrésdóttir Á MORGUN, sunnudag, á Guð- rún Andrésdóttir, fyrrum hús- freyja í Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi, átt- ræðisafmæli. Guðrún er fædd í Bakkabúð í Staðarsveit, og voru foreldrar hennar Andrés bóndi Andrésson og kona hans Margrét Gísladóttir. Um tvítugt giftist Guðrún Einari syni Magnúsar bónda Jónssonar á Knerri í Breiðuvík. Settu þau bú saman í Syðri- Knarrartungu í sömu sveit og bjuggu þar nær fimm tugi ára. Smár mun bústofn þeirra ungu hjónanna hafa verið í fyrstu, en vel voru þau byrg af lífsgleði, bjartsýni og framfarahug. Þessi fárarefni munu hafa gefið góða raun eins og jafnan áður og síð- an, því að eftir fimmtán ára búskap voru þau búin að festa kaup á ábúðarjörð sinni. Húsakostur á jörðinni var þá eins og víðar lélegur og tún þýft, en þegar Guðrún síðar brá búi 'eftir lát manns síns, var hér allt með öðrum svip. Öll bæjarhús og peningshús höfðu verið byggð að nýju úr steinsteypu og til alls var vandað. Orka bæjarlækjar- ins hafði verið beizluð og raf- magn notað til matreiðslu, lýs- ingar, hita og heyþurrkunar. Tún hafði verið sléttað og nýtízku vél- ar voru notaðar til jarðvinnslu og heyöflunar. Þetta er í stuttu máli saga ein- yrkjahjónanna, sem lögðu út í lífið með lifsgleði, bjartsýni og framfarahug að veganesti. Þau Guðrún og Einar eignuð- ust níu börn og komust átta •þeirra til þroska. Þau eru: María kjólasaumakona í Reykjavík, ógift, Magnús bóndi í Syðri- Knarrartungu, Lovísa, gift Jóni bónda Sigmundssyni á Hamra- ertdum í Breiðuvík, Valdís, gift Wilhelm Beckmann tréskurðar- meistara í Reykjavík. Magnús forstjóri frystihússins í Ólafsvík, Ólafur smiður í Ólafsvík, Sigur- jón útvegsbóndi á Hellissandi og Emilía, ógift, í Reykjavík. Einar Magnússon, maður Guð- rúnar, andaðist að heimili sínu í' Knarrartungu í desember 1944 eftir nær fimmtíu ára hjúskap. Nokkru eftir lát manns síns brá Guðrún búi og hefur síðan lengst af dvalizt á heimili Markúsar sonar síns í Ólafsvík. Hvað er svo frekar um Guð- rúnu Andrésdóttur að segja? Um hana er það að segja, sem lofs- verðast er: Hún er góð kona. í öndverðu skipaði hún sér i sveit þeirra, sem friðinum unna og sættir semja. Innan vébanda heimilis síns var hún ávallt hinn góði andi, sem tárin þerrar, sorg- ina sefar og sárin bindur. Sam- ferðamennina gerði hún sér að vinum. Óvini á hún enga. Guðrún Andrésdóttir sá fyrst dagsins ljós fyrir áttatíu árum. Tvítug stóð hún við hlið ástvinar síns í Tungu, umvafin geislum hádegissólar hamingju sinnar. Og árin liðu í erfiði og önn, blönduð sælu og sorgum. Að loknu löngu dagsverki sat hún við beð lífsförunautarins og hélt um vinnuhnjúfa hönd hans á meðan stundaglasið rann út og sólin gekk til viðar. Nú situr Guðrún með prjón- ana sína, hlý og hljóð, og bíður þess að aftur eldi. Júlíus Björnsson. Mig vantar íbúð sem fyrst, helzt í Vesturbænum. HAUKUR CLAUSEN tannlæknir. — Sími 82699 »* Oi 2 s ■ •l■■■ll■ll•BMI■l■»l■■■■■■■•••■•■l•■«••l•*M•■•k•M■ll»••»l■l■■■«k Renzín-rafsuðuvél til sölu. — Tegund PH, á vagni með pumpuðum gúmmí- hjólum. — Vélin er nýstandsett. KEILIR H.F. Símar 6500 og 6551 «!»•■■•••■■■■••••■■■■•■•■•■•••••• ■■■■•«•»••*•»•••••••••*'•■••»**•»•••••••■ \ Frönsk kápuefni £ tekin upp í dag MARKAÐURINN i,- HKaOijtv Hafnarstræti 11 Aðalfundur fiski- inafsveinadeildar FISKIMATSVEINADEILD S. M. F. hélt aðalfund sinn 16. þ.m.. Deildin nær til allra fiskiskipa- matsveina á öllu landinu. Félags- líf er ágætt, þrátt fyrir erfiðar aðstæður sem skapast vegna fjar veru meðlima almennt vegna at- vinnu þeirra, en þeir vinna allir á fiskiskipum eða við hliðstæð störf á fjarlægum stöðum. 25 GENGU í DEILDINA Fráfarandi formaður deildar- innar Magnús Guðmundsson mat sveinn á b.v. Röðli frá Hafnar- firði, gaf skýrslu um störf deild- arinnar á liðnu ári. Á árinu gengu 25 menn í deildina. FORMAÐUR ENDURKJÖRINN Varaformaður kjörstjórnar Janus Halldórsson, en hann var skipaður af stjórn Sambands matreiðslu og framreiðslumanna, Magnús Guð'mundsson gaf skýrslu yfir störf kjörstjórn- ar og lýsti úrslitum allsherjar- atkvæðagreiðslu. í stjórn var Magnús Guðmundsson endurkjör inn formaður deildarinnar, og með honum voru endurkjörnir í deildarstjórn þeir Haraldur Hjálmarsson varaform. Bjarni Þorsteinsson gjaldkeri og Bjarni Jónsson varagjaldkeri. Ritari var kjörinn Bjartmar Eyþórsson. — Varastjórn: Ársæll Pálsson, Geir M. Jónsson, Halldór Sigurðsson, Einar Sigurðsson og Guðjón Guð jónsson, Patreksfirði. Endurskoðendur voru kjörnir Magnús Björnsson og Þórður S. Arason, til vara Leifur Lárusson. Á fundinum voru gerðar nokkr ar lagabreytingar, og þar fór ’innig fram kosning trúnaðax mannaráðs og eru aðalmenn þess þeir Ingvar ívarsson, Magnús Björnsson, Magnús Kristjánsson og Sigurður Sigurðsson. Frakklands- forseti tekur við embætti PARÍS, 16. jan. — Coty hinn nýji forseti Frakklands var I dag settur í embætti. Jafnframt var hann gerður félagi í frönsku Heiðursfylkingunni. — Er hinn nýji forseti tók við embætti, var skotið úr 22 fallbyasum, eins og venja er. Við þetta tækifæri hélt Auriol fráfarandi forseti ræðu og kvað hinn nýja forseta eiga mikla erfiðleika fyrir höndum. Hann sagði, að endurreisnin í Frakk- landi eftir stríð hefði kostað miklar fórnir og þá ekki síður hin svívirðilega innrás kommún- ista í Indó-Kína. — Hinn nýji forseti kvaðst þess fullviss, að Frakkar mundu sigrast á öllum þeim erfiðleikum sem að þjóð- inni steðja. —Reuter. Theodóra Helgadóttir — minning HÚN lézt hinn 17. þessa mánaðar á heimili dóttur sinnar, Ingi- bjargar, og tengdasonar, Ólafs Jónssonar, bílstjóra, hér í bæn- um. Theodóra var fædd 18. ágúst 1872 á Stokkseyri. Ung fluttist hún suður á Miðnes og gerðist ráðskona hjá Magnúsi Jónssyni, útvegsbónda og formanni, á Flankastöðum, en Magnús var þá ekkjumaður og átti fimm börn ung. Magnús á Flankastöðum var með allra djörfustu formönnum á Suðurnesjum í þá tíð, gleggni hans og stjórnsemi var annáluð, hann fór margar sjóferðir við að- stæður, sem flestir hefðu látið vera. Hinn 8. apríl 1898 giftust þau Theodóra og Magnús. Þau eign- uðust sex mannvænleg börn, eitt þeirra, stúlka, dó ung, en sonur að nafni Theodór, dó 19 ára gamall. Var hann þá búinn að vera sjúklingur i 5 ár. Hinn 13. september 1906 kom reiðarslagið yfir heimili þeirra. Magnús, sem var að vinna í öðru byggðarlagi við útskipun á fiski í seglskipið Hjálmar, fór um borð í það sem skipsmaður, þegar skipið varð að taka sig upp af vondri legu í versnandi veðri, en skipshöfn of fámenn við þær að- stæður. Síðustu orð Magnúsar um leið og hann fór um borð í skipið voru: „Við siglum suður á Sandgerðisvík“. Af skipi þessu hefur síðan ekkert sést, en ofsa- veður gerði af suðaustri. Þar fór makinn og meðhjálpin, eftir voru ekkjan og 6 ungbörnog tvö af fyrra hjónabandi, hin höfðu verið tekin af góðu fólki. Sá er þessar línur ritar man vel þessa daga, ekkjan með barna- hópinn sinn hugandi að hvort ekki sæist til húsbóndans koma heim. Þá voru ekki símar og lengi var vonað að skipið kæmi einhvers staðar að landi. Dimmt hefur verið framundan hjá Theo- dóru þá, því efni voru lítil. Talið var víst að allt kæmi strax á sveitina, en tilboði hreppsyfir- valda urn að taka upp heimilið, neitaði Theodóra með skýrum og ákveðnum orðum, og með henn- ar rnikla dugnaði bjargaðist allt. Á næsta vori fluttist Theodóra með barnahópinn sinn til Kefla- víkur. Vafalaust hafa það verið þung spor, en atvinnuhorfur voru betri þar. Þar þrælaði hún eins og karlmaður, og á sumrin kom hún börnunum til góðra manna, svo hún gæti farið í at- vinnu austur á firði og víðar. Með þessu tókst henni að halda hópnum saman og forða þeim frá að þiggja af sveit, en í þá tíð var það hálfgert brennimark að þurfa aðstoðar við frá því opin- bera. Börnin af fyrra hjónabandi fóru fljótlega að hjálpa sér sjálf. Annar sonur Theodóru, Helgi að nafni, fór 16 ára gamall til Ameriku. Burtför hans var mik- ið áfall fyrir hana, svo eins og áður var getið, missir Theodórs, en þeir voru báðir mestu efnis- drengir. En Theodóra stóð af sér bein og gjörfuleg alla brotsjóa lífsins, ung var hún glæsileg kona, og bein var hún fram á siðustu ár. En öll él birtir upp um síðir, Síðastliðin 30 ár hefur Theodóra verið á heimili dóttur sinnar, Eggertínu, og manns hennar, Óskars Smith, rörlagningameist- ara, við ágæta líðan og mörg hin síðari ár við allsnægtir, og dætur hennar, Ingibjörg og Brynhildur, svo og stjúpbörnin hennar engu síður hafa verið henni skjól og skjöldur, heimsótt hana mörgum stundum og glatt í hvivetna. Síðastliðin ár hefur Theodóra átt við vanheilsu að stríða, var allt gert sem hægt var til að létta henni sjúkdómsárin. Alltaf var hún létt í viðtali og þótti gaman að minnast liðinna ára, því gróið var yfir sárin. Að endingu vil ég fyrir hönd okkar gömlu nágrannanna þinna þakka þér, Theodóra, fyrir alla vinsemd síðastliðin 50—60 ár. Þær minningar eru allar bjartar og hlýjar. Drottinn blessi þig á hinni nýju braut. Theodóra verður í dag jarð- sett frá Keflavíkurkirkju. S. E. Borgaraiisli á Eyrarbakka VIÐ hreppsnefndarkosningarnar á Eyrarbakka hafa þrír listar komið fram og er Borgaralist- inn, sem verður D-listinn, studd- ur af Sjalfstæðismönnum í hreppnum. Á þeim lista eru fimm efstu menn: Sigurður Kristjánsson, kaup- maður, Ólafur Helgason, verk- stjóri, Eiríkur Guðmundsson, tré- smiður, Ólafur Magnússon, síma- verkstjóri, Jóhann Jóhannsson, bílstjóri. Fulltrúi listans í sýslunefnd er Sigurður Kristjánsson og vara- maður er Ólafur Helgason. Kennslukonu í fatasaum ! ■ ■ ■ vantar til að kenna hjá kvenfélögum úti á landi. — ; X m Uppl. kl. 10—12 á skrifstofu Kvenfélagasambands- ; ■ ■ ins, Laugavegi 18, sími 80205. ■ 9 Tvær góðar ■ ■ ■ Vélritunarstúlkur m óskast til að starfa í American Express bankanum á | ■ m Keflavíkurfugvelli. — Umsækjendur gefi sig fram í 9 ■ bankanum kl. 10—4 virka daga. ; ■m Bankastjórinn. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.