Morgunblaðið - 23.01.1954, Side 8

Morgunblaðið - 23.01.1954, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. janúar 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Vailýr Stefánsson (ábyrgWarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriitargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Staðreyndir í þróun raforkumala Reykjavíkur í GREIN sem borgarstjóri ritaði hér í blaðið í gær er rakin þró- unarsaga raforkumála Reykja- víkixr. Sú saga ber fyrst og fremst þessar staðreyndir með sér: Fyrsta vatnsaflstöð Reykjavík- ur var reist árið 1921 við Elliða- ár. Var hún 1000 kw. að stærð. Næst er þessi stöð stækkuð árið 1923 um 700 kw. og aftur árið 1934 um 1500 kw. Samtals fram- leiða þá raforkuverin við Elliða- ár 3200 kw. Árið 1937 er svo lokið fyrstu virkjun Sogsins við Ljósafoss. Framleiddi hún 8800 kw. raf- orku. Sú stöð er síðan stækkuð árið 1944 og eykst þá raforku- framleiðslan um 5500 kw. Þegar hér er komið er orku- framleiðsia raforkuvera Reykja- víkur komin upp í 17500 kw. Næsta skrefið sem stigið er í raforkuframkvæmdum höfuð- borgarinnar er bygging vara- stöðvarinnar við Elliðaár, árið 1948. Framleiddi sú stöð 7500 kw. — í byrjun yfirstandandi kjör- tímabils er heildarraforkufram- leiðsla raforkuvera Reykjavíkur- bæjar þannig rétt 25.000 kw. En á þessu kjörtímabili hef- ur verið stigið stærra skref en nokkru sinni fyrr í raf- orkuframkvæmdum bæjarins. Á því tímabili er írafoss virkj- aður. Með því orkuveri, sem er glæsilegasta mannvirki á íslandi, eykst raforkufram- leiðsla Reykjavíkur um 31.000 kw. og er nú samtals 56.000 kw. Raforkuframleiðsla orku- vera bæjarins hefur þannig meira en tvöfaldast á s. 1. 4 árum. Allri rafmagnsskömmt- un Reykjavíkur hefur nú ver- ið aflétt og næg raforka er fyrir hendi næstu 4 ár til hvers konar heimilisnota og atvinnurekstrar í bænum. Þær staðreyndir, sem hér hafa verið raktar úr sögu raforku- málanna sýna eins greinilega og frekast er unnt, að allar fram- kvæmdir í þessu mikla hags- munamáli bæjarbúa, hafa verið unnar af mikilli framsýni, festu og dugnaði. Síðan árið 1921, að fyrsta virkjun Elliðaár var fram- kvæmd, hefur stækkun raforku- vera bæjarins verið haldið lát- iaust áfram. Það er vegna ötulleiks Sjálf- stæðismanna er stjórnað hafa málefnum höfuðborgarinnar, sem Reykvíkingar njóta nú nægrar raforku til hvers konar þarfa sinna. Það er Sjálfstæðisflokkn- um að þakka að hér hafa nú skapast skilyrði til stóriðju. Með byggingu áburðarverksmiðjunn- ar, sem hefur framleiðslu á þessu ári, er stigið eitthvert stærsta sporið, sem stigið hefur verið í atvinnumálum þessarar þjóðar. Raforkuframkvæmdír Reykja- víkurbæjar hafa lagt grundvöll að iðnbyltingu í landinu. Vatns- aflið hefur verið tekið í þjón- ustu stóriðnaðar. Með því skap- ast þjóðinni aukið atvinnuöryggi. Fleiri slík spor munu verða stig- in í nánustu framtíð. Það er takmark Sjálfstæð- ismanna að leysa þjóðina und- an því öryggisleysi um af- komu sína, sem misbresta- samur sjávarafli og stopul grasspretta hafa oft leitt yfir hana. Sjálfstæðismenn hyggj- ast sjá hinum vaxandi fólks- fjölda í landinu fyrir atvinnu- öryggi með því að hagnýta auðlindir þess í stöðugt ríkara mæli. Þeir hafa haft gifturíka forustu um hagnýtingu foss- afis og jarðhita á liðnum ára- tugum. Það er Reykjavík und- ir forustu Sjálfstæðismanna, sem byggt hefur glæsilegustu orkuver landsins, sem sjá ekki aðeins Reykvíkingum fyrir nægri raforku, heldur og sveitum og kauptúnum Suður- lands. Það er Reykjavík, sem nú, að lokinni írafossvirkjun- inni hefur hafið undirbúning að virkjun Efra Sogs og full- virkjun þessa miltla orku- gjafa. Sú saga sem hér hefur verið rakin slær gjörsamlega niður ádeilur glundroðaliðsins á Sjálf- stæðisflokkinn fyrir raforku- framkvæmdir Reykjavíkur. Hún sýnir að í þessum málum hefur verið unnið af alveg óvenjulegri festu, framsýni og dugnaði. Reykvíkingar og raunar mikl- um hluta þjóðarinnar er það mjög mikilvægt að fullvirkjun Sogsins gangi samkvæmt þeirri áætlun, sem Sjálfstæðismenn hafa þegar gert. En því aðeins verður sú á- ætlun framkvæmd, að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi meiri- hluta í bæjarstjórn Reykja- víkur. Hinir fjórir glundroða- flokkar myndu aldrei hafa manndóm eða samheldni til þess að Ijúka því mikla verki. Ber hér enn að sama brunni. Framtíð Reykjavíkur og at- vinnuöryggi fólksins byggist á því að bærinn njóti góðrar og öruggrar stjórnar á kom- andi árum. Harmagráfur Skúla SKÚLI GUÐMUNDSSON, sem almennt er talinn afturhaldssam- asti þingmaður á íslandi, lætur Tímann í gær birta harmagrát sinn yfir því að fjárhagsráð skuli hafa verið afnumið. Þessi þing- maður Framsóknarflokksins hef- ur alltaf elskað höft og bönn eins og hjartað í brjóstinu á sér. Hann var alræmdasti formælandi haftastefnu þeirrar, sem leiddi hallæri yfir íslendinga á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld. Nú grætur þessi haftapostuli fögrum tárum yfir því að bygg- ingarfrelsi hefur verið aukið í iandinu og óvinsælasta skrif- stofubákn, sem hér hefur nokk- urntíma starfað, hefur verið lagt niður. Það var fyrir forustu Sjálf- stæðismanna að þessum ó- fögnuði var aflétt. Það er vegna kosningasigurs þeirra á s. 1. sumri, sem fólk getur nú byggt íbúðarhús af hóflegri stærð án þess að þurfa að knékrjúpa nefndum og ráð- um. Með afnámi fjárhagsráðs sparast auk þess um 1 millj. kr. í skrifstofukostnað. Það er vcjn að Skúli og Tím- inn gráti yfir þessu. En þjóð- in fagnar auknu framkvæmda- frelsi og þverrandi skrif- finnsku, Það er aðalatriðið. ÚR DAGLEGA LÍFINU ic Höfuð Haydns Tónsmiðurinn frægi, Josef Haydn, andaðist í Vín á tímum Napoleonsstyrjaldanna og var grafinn þar. En þegar síðar átti að flytja líkið á virðulegri stað, kom í ljós að höfuðið vantaði á líkið. 12 árum síð- ar játaði Aust- urríkismaður einn, er lá á banasænginni, að hann hefði mútag nokkr- um líkgröfur- um til að grafa höfuðið upp og síðan hafi hann selt það lækni einum fyrir mikla fjárupphæð, en læknirinn ætlaði að rannsaka heilabú tónsmiðsins. Læknir þessi neitaði, en eftir hans dag kom í ljós að sagan var sönn, því hann arfleiddi tónlistar- akademíuna að höfði Haydns. En áður en höfuðið komst þangað var því stolið, en kom síðar í ^ÁldnaeLii leitirnar. Réttur einn dæmdi akademíunni eignarréttinn og síðan hefur höfuðið verið í safni hennar. — Nú mun þess skammt að bíða að jarðneskar leifar tón- snillingsins komist á einn og sama stað. ★ 'Hversu lengi lifa dýrin? Því er mjög erfitt að svara, því enginn skrifar það niður hjá sér, þegar dýr sem lifa frjáls í náttúrunni fæðast og deyja. Töl- urnar sem hér fara á eftir, eru miðaðar við aldur dýra í dýra- görðum, og geta af þeim sökum ekki talizt nákvæmar. — Björn 20—30 ár, leðurblaka 3—5 ár, geitur 15—20 ár, grísir 20 ár, hestar 20—35 ár, hundar 15 ár (metið er þó um 25 ár), kettir 15—20 ár, krókódílar 40—50 ár, Ijón 20—25 ár, apar um 50 ár, VeU andi ábripar: Arnarstapahraun fyrir Afstapahraun. VELVAKANDI góður! í Lesbók Morgunblaðsins s.l. sunnudag er í Fjaðrafoki greinarkorn undir fyrirsögninni Arnstapahraun. Við lestur grein- arinnar kemur í ljós, að bruna- hraunið milli Hvassahrauns og Vatnsleysu hefur áður fyrr, eða fyrir 250—300 árum, verið kallað Arnstapahraun, en nú er það kallað Afstapahraun, og er það eflaust afbökun eða latmæli, eins og ritstjóri Lesbókar, Árni Óla, kemst réttilega að orði í fyrr- nefndri grein. Á Árni þakkir skildar fyrir að hafa grafið þetta upp. Ég hef ávallt haldið því fram, að hið upprunalega nafn hraunsins myndi vera Arnar- eða Arnstapa- hraun og kom nafnið Arnar- stapahraun fram í grein, sem ég skrifaði í Lesbók fyrir ári síðan. Vonandi sigrar upprunalega nafn ið. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. — Egill Hallgrímsson“. Leigðu sér leikhúskíki. p p SKRIFAR: VF l1 „Kæri Velvakandi! Tilefni þessara lína minna er frásögn lítillar vinkonu minnar, sem er 11 ára gömul. Um þessar mundir er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu barnasjón- leikinn „Ferðin til tunglsins". Þessi litla vinkona mín fór fyrir skömmu ásamt tveimur yngri systkinum sínum, 8 og 9 ára, á sjónleik þennan. Þar sem sæti barnanna voru á efstu áhorfenda svölum, fengu börnin sér leigða sjónauka hjá konu einni í fata- geymslu leikhússins, og var leig- an fyrir þá alla saman 9 kr. Hrifsaði af þeim kíkjana. ÞEGAR börnin voru ný sezt, sneri sér að þeim kona nokkur sem sat fyrir aftan þau og sagði við þau: „Börn eíga ekki að hafa kíkja“ — og um leið hrifsaði hún þá alla þrjá af börnunum, og þau urðu, það sem eftir var sýningarinnar, að horfa á þessa freku konu og börn, sem voru í fylgd með henni, nota sjónaukana, sem þau höfðu leigt sér af litlum efnum. — Börnin kvörtuðu yfir þessu við konuna, sem leigt hafði þeim sjónaukana, en hún svaraði ekki öðru til en því, að „það yrði að hafa það“. Finnst mér útyfir taka, þegar starfsfólk menningarstofnunar, sem Þjóðleikhússins, leggur bless un sína yfir svo óþokkalegt at- hæfi sem þetta. — G.F.“ Yfirleitt liðlegt. ÉR finnst framferði ofan- greindrar konur, sem hrifs- aði kíkjaua af börnunum, alger- lega óafsakanlegt og var leitt, að þau skildu ekki fá leiðréttingu á ranglæti því og frekju, sem þau voru^ beitt. Hinsvegar kemur mér svar fatageymslustúlkunnar ókunnug- lega fyrir, þ.e. mér finnst starfs- fólk Þjóðleikhússins, í fata- geymslum og annars staðar yfir- leitt mjög liðlegt og þægilegt í öllum viðskiptum. Strokkvolgar áfir svala bezt. EINU sinni var langferðamað- ur nokkur á ferð og lá leið hans fram hjá Snæfellsjökli. — Hann var aðframkominn af þreytu en einkum þorsta. Óskaði hann sér því, að hann hefði nú eitthvað til að svala sér á, en í sama bili og hann hugsaði þetta með sjálfum sér, heyrir hann, að sagt er í hól einum skammt frá: „Strokkvolgar áfir svala mann- inum bezt“. Jafnframt sér hann standa hjá sér stóra könnu, fulla af áfum, og drakk hann úr henni nægju sína. Því næst þakkaði hann þeim, sem gaf og hélt síðan leiðar sinn- ar, en aldrei þóttist hann hafa bragðað jafngóðar áfir, hvorki fyrr né síðar. Áður en þetta bar við, hafði maður þessi alls ekki trúað á huldufólk, en eftir þetta trúði hann fastlega, að það væri til og lofaði mjög greiðvikni þess. Glatt hjarta gerir andlitið hýrlegt. mýs 3—5 ár, refir 8—10 ár, slöngur 25 ár og strútar um 60 ár. ★ Leiðinlegur endir Skýrslur sem gerðar hafa verið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum sýna, að af 1800 stríðshjónabönd- um (þ. e. hjónahönd bandarískra hermanna er erlendis dveljast) sem menn frá Fíladelfíu gengu í, hafa 774 — eða 43% —, endað með skilnaði eftir mjög skamm- an tíma. — Flestar konurnar voru frá Englandi. Orsök skilnaðanna er oftast ó- samkomulag um hvar búa skuli svo og sú að „auðæfi“ eiginmanns ins voru lítil. — Hermaðurinn hafði í útlandinu gefið í skyn að hann væri vel fjáður eða minnsta kosti sæmilega efnum búinn, — en það reyndist oft á misskiln- ingi byggt. ★ Mikið skal til mikils vinna Panchen-Lama, hinn trúarlegi leiðtogi Tíbetbúa, sem sagður er vera studdur til valda af komm- únistum, hefur í Kalkutta keypt sér dýrindis lúxusbíl. Unnið er nú að því að rífa bílinn í sundur, stykki fyrir stykki. Þegar því er lokið munu tugir undirokaðra Tíbetmanna bera stykkin á bak- inu yfir Nathu-skarðið til hinnar heilögu borgar — Lasha. Þar verður bifreiðin aftur saman sett og trúarleiðtoginn síðan bruna á henni um hásléttur Tibets. ★ Á villigötum í ástinni — í 39 tíma. John Arcesi heitir ungur bandarískur söngvari. Búi hann yfir jafn miklum sönghæfileikum og hann er dug legur að aug- lýsa sjálfan sig, má örugg- lega spá hon- um bjartrar i, framtíðar. Fyr- ir nokkrum mánuðum byrj aði hann að syngja nýtt lag: „Lost in your love“ (Á villigötum í ástinni (Lausl. þýtt)) í næturklúbb ein- um. Og vart hafði hann hafið upp raust sína er ein af konunum meðal gestanna féll í yfirlið — af hrifni. Og svo kröftugt var yfirliðið að ómögulegt var að vekja konugarminn til lífsins fyrr en 39 stundum síðar. Þetta langa yfirlið varð til þess að blöðin töluðu mikið um konuna — og söngvarann auðvitað lika. En nokkru seinna kom í ljós að Arcesi hafði fengið dáleiðara til að dáleiða konuna á þann hátt að hún félli í öngvit um leið og hún heyrði söngrödd Arcesis. (Þýtt og endursagt). « 1 ★ Hvaðan er bíllinn? SÉRHVERJUM ökumanni, sem keyrir bíl sinn erlendis er skylt að hafa sérstakt kennimerki á bifreið sinni er sýnir frá hvaða landi hún er. Helztu alþjóðlegu merkin eru: A. Austurríki. B. Belgía. BG. Búlgaría .BI Indland. BR. Brasil- ía. CH Sviss. CS Tékkó-Slóvakía. D. Þýzkaland. E. Spánn. ET. Egyptaland. F. Frakkland. GB. Bretland. GR. Grikkland. H. Ung verjaland. I. Ítalía. ÍS. ísland L. Luxemborg.j M. Palestína. MA. Marokkó. MEX. Mexíkó N. Nor- egur. NL. Holland. P. Portugal. PL. Pólland. R. Rúmenía. S Sví- þjóð. SA. Saarhéraðið. SF. Finn- land. SHS. Júgóslavía. SW. Rúss- land TR. 5 Tyrkland. US. Bahda- ríkin. V. Páfaríkið. . J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.