Morgunblaðið - 23.01.1954, Qupperneq 9
Laugardagur 23. janúar 1954
MORGUNBLAfílÐ
Myndir af hinu lifandi starfi í Áhaldahúsi bæjarins: Fyrst vinstra megin talið niður: 1) Úr trésmiðjunni. Unnið að smíði innanstokksmuna í Laufásborg. 2) Við
aflinn í járnsmiðjunni. 3) Gert við leikvallatæki í trésmiðjunni. í miðju: 4) Eitt horn í hinni stóru birgðageymslu (lager). Þarna eru götuskilti í stafrófsröð.
5) Umferðamerki smíðuð og máluð. 6) Á gúmmíviðgerðaverkstæði. Hjólbarði tekinn af felgu. Dálkurinn til hægri: 7) Afgreiðslusalur birgðageymslu. 8) Úr vélasal
trésmiðjunnar. Hraðvirkur rafknúinn þykktarhefill að verki. 9) Díselmótor gerður sem nýr. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Staðreyndir um bæjarmálastjórn Sjálfstæðismanna s
Megináherzla lögð á stjórn bæjariyrirtækja
I Áhaldahúsinu er miðstöð allra
verklegra iramkvæmda bæjarins
FROST fer úr jörðu — það er vordagur. Bæjarráð hefur tekið
ákvörðun um að verk skal vinna. Gata skal lögð, eða stórt
mýrarsvæði skal tekið til garðræktar, holræsi skulu lögð.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi framkvæmd verksins. Þá
fyrsta sporið, að verkstjórar hans leggja leið sína inn í
Áhaldahús bæjarins. Þar segja þeir til um hvaða tæki þeir
þurfa. E. t. v. tvær jarðýtur, eina loftpressu, tvær vélskóflur,
vatnsdælu. Síðan koma steypuvélar, tjöruvagnar og alls kon-
ar stórvirkustu vélar.
Og allar þessar þarfir eru uppfylltar, vélunum er haldið í
fullkomnu lagi, svo að þær séu við hendina og síðan er þeim
jafnað niður á sem hagkvæmastan hátt.
Starfið í Áhaldahúsi bæjarins lætur lítið yfir sér. Menn líta
á það sem sjálfsagðan hlut, að öll hin stórvirku tæki og til-
færingar séu i lagi. Það er ekki nema einstöku sinnum, sem
menn verða varir hins örugga og hraðvirka átaks Áhalda-
hússins. Menn minnast þess t. d. að á hverju sumri, daginn
fyrir þjóðhátíðardag okkar, 17. júní, koma hópar manna út
á göturnar og reisa flaggstengur, hljómsveitarpalla og ýmis-
konar skreytingar á nokkrum klukkustundum. — Vegfar-
endur hafa oft dáðst að þeim snöru vinnubrögðum, en þó
er þetta aðeins eitt af óteljandi verkefnum Áhaldahússins.
MIÐSTÖÐ VERKLEGKA
FRAMKVÆMDA
Áhaldahús bæjarins hefur
bækistöð á stórri lóð á horni
Skúlatúns og Borgartuns. Bygg-
ingar þarna láta ekki mikið á sér
bera, en þó eru þarna stórir
smíðasalir, birgðageymslur, bíl-
skúrar og áhaldageymslur. Er ó-
hætt að segja í stuttu máli að
þarna er miðstöð allra verklegra
framkvæmda bæjarins. Forstjóri
Áhaldahússins hefur veríð síðan
1950, Sigmundur Halldórsson.
Hefur hann unnið merkilegt
skipulagningarstarf, sem hefur
sparað bæjarsjóði mikil útgjöld.
MARGÞÆTT STARFSEMI
Fréttamaður Mbl. átti samtal
við Sigmund, sem skýrði stutt-
lega frá rekstri Áhaldahússins
og sýndi starfsemina. Hann mæiti
m. a. á þessa leið:
— Starfsemin hér í Áhalda-
húsinu er svo margbreytileg
að ógerlegt er að lýsa henni
í öllum smáatriðum. En ég
skal segja frá helztu þáttum:
Hérna er járnsmiðja, trésmíða
verkstæði, bifreiða- og véla-
verkstæði, smurstöð, gúmmí-
vinnustofa fyrir hjólbarða,
mjög stór birgðastöð, benzín-
afgreiðsla, áþaldavarzla, svo
sem geymslúr fyrir veghefla,
jarðýtur o. s. frv. Hér eru
bækistöðvaíi fyrjr sorphreins-
unarbílana og hér háfa verk-
stjórar í bæjarvinnunni bæki-
stöðvar sínar.
— Hvað eru starfsmennirnir
margir?
— Þeir eru nú um 75. Þar af
eru flestir á trésmíðaverkstæð-
inu eða 37 starfandi trésmiðir.
TRESMIÐAVERKSTÆÐIÐ
EFLT
— Hver eru helztu verkefni á
trésmíðaverkstæðinu?
— Sumarið 1952 var trésmíða-
verkstæðið mikið stækkað og full
komnað. Fór þá fram allsherjar
samræming og skipulagning á
trésmíðaverkefnum bæjarins.
Síðan hefur Áhaldahúsið haft
eftirlit og allt viðhald á húseign-
um bæjarins. Þarna eru smíðuð
húsgögn í skóla, áhöld á leikvelli,
smíði vinnuskúra og hverskonar
viðgerðir sem hugsast getur.
Þarna eru smíðaðar hurðir,
gluggakarmar, skápar, stólar og
borð. Auk þess höfum við haft
með höndum sjálfstæð verk eins
og aila innréttingu í Laufásborg
og nú síðast í Bæjarbókasafnið
o. fl.
Næst komum við inn í járn-
smíðaverkstæðið, sem er i skála
á baklóð Áhaidahússins. Þar er
verið að klassa algerlega upp eina
af hinum geysistóru vélskóflum
bæjarins. Þetta tæki vegur yfir
20 smálestir en er hreyfanlegt og
gengur á metersbreiðum stálbelt-
um. Þessi vélskófla hefur einkum
verið notuð í sandnáminu við
Sigmundur Halldórsson,
forstjóri Áhaldahússins.
Elliðaár og þó kemur fyrir að
hún er færð til ef meira gagn er
að henni annarsstaðar.
HINN MIKLI VÉLAKOSTUR
BÆJARINS
— Hvað er vélakostur bæjar-
ins mikili um þéssar mundir?
— Viff höfum t. d. f jóra veg-
hefla, 7 valtara, 10 vélskóflur,
11 jarðýtur, 20 loftpressuí, 6
stórar steypuhrærivélar, 9
stórar vatnsdælur, 7 vatns
tanka til að setja á vörubíls
palla, 4 vagna með stórum
tjörupottum til malbiknnar, 1
malbikunarvél og 4 kranabíla.
Viff þetta bætast allskonar
minni vélar og tæki. Hér erú
bækistöffvar allra sorphreins-
unarbílanna og bílskúrar fyrir
þá.
— Það er vissulega önnur öldin
nú en fyrir fáeinum árum, þegar
helztu vinnutækin voru haki og
skófla. Enda er annar bragur á
allri bæjarvinnu. Þessar stór-
virku vélar eru eins og ramefld
tröll sem mennirnir hafa tamið
og tekið í þjónustu sina, svo að
ekkert bjarg getur staðizt fyrir.
ALLT SEM ÞARF TIL
VIÐHALDS TÆKJANNA
Og Sigmundur heldur áfram:
— Hér er benzínafgreiðsla. Frá
henni er sent benzín á allar
vinnuvéiar bæjarins. Hér er einn-
ig smurstöð og við höfum sér-
stakan smurningsvagn, sem ekið
er á vinnustaði og vélarnar vand-
lega smurðar með loftþrýstitækj-
um. Hér í Áhaldahúsinu sjáum
við um allt viðhald þessara marg
brotnu véla, og höfum öll tæki,
sem til þess þarf, logsuðu, véla-
viðgerðir og er að sjálfsögðu hér
eins og jafnan í þekstrinum leit-
ast við að stilla rekstur.skosnað-
inum í hóf,
•— Við tökum leigu fyrir notk-
Frh. á bls. 11,