Morgunblaðið - 23.01.1954, Side 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. janúar 1954
*
1 SÆ€M FORSYTHNNR
- RÍKI MAÐURINN -
Eftir John Galsworthy — Magnus Magnússon íslenzkaði
-irr -ag -arr-—3rr je.. -tr jatr-- ~JfCL-ac
Framhaldssagan 34
„Því ertu að afþakka þetta?“
spurði hann.
Hún gat hagað sér við ættingja
sína eins og henni sýndist, en
hann gat ekki sætt sig við, að
hún hefði ættingja har.s að ginn-
ingarfíflum.
Hún hafði litið fast á hann,
rifið bréfið í tætlur og sagt:
„Eins og þú vilt“.
Svo fór hún að skrifa annað
hréf. Hann renndi augunum yfir
það, og sá, að það var til Bos-
iuneys.
„Hvað ertu að skrifa honum?“
spurði hann.
Irena leit aftur fast á hann og
sagði rólega: „Um dálítið, sem
hann langaði til þess, að ég gerði
fyrir hann“.
„Ha, umboðsmaður, þú munt
liú fá nóg að sýsla, ef þú ætlar
að fara að gefa þig að þesshátt-
ar“. Annað sagði hann ekki.
•Swithin rak upp stór augu,
þegar minnst var á Rakin Hill.
ÞaS var löng leið fyrir hestana
og hann mataðist alltaf klukkan
hálf átta, áður en straumurinn
höfst í klúbbinn.Nýi framreiðzlu-
maðurinn lagði sig alltaf meira
fram við þá er fyrst komu. Það
var nú ljóti silakeppurinn.
En hann mundi nú hafa gaman
af því að sjá húsið. Allir For-
sytarnir höfðu áhuga fyrir hús-
inu, og þó einkum sá, er sjálfur
hafði fengist við fasteignasölu.
Þegar að væri gáð, væri nú ekki
svo langt þangað, sagði hann, og
á yngri árum sínum hafði hann
búið mörg ár í Richmond, haft
hesta og vagn og ekið fram og
aftur til skrifstofunnar. „Fer-
eykis-Forsyte“ hafði hann þá ver
itj' kallaður. Fallega, litla vagn-
ií|n og hestana hans höfðu allir
}.ékkt frá Hyde Park Corner til
Tþe Star and Garter.
jStærilátum hátignarsvip brá
fjfrir á hinu nauðrakaða og
díáttamikla andliti gamla manns
ius. Hann hreyfði höfuðið með
erfiðismunum, því að flibbinn
vgr svo hár, en hreyfingin var
diembileg eins og hjá kalkún-
hana.
Vissulega var hún töfrandi
kona. Seinna fór hann mörgum
ofðum um kjólinn hennar hjá
JÚley frænku, sem féll í stafi
yfir því, hvernig hann talaði um
hj&na.
] „Hann féll alveg að henni.
Þ?annig vil ég hafa kjólana. Ekki
eins og ykkar — þið líkist einna
lóelzt fuglahræðum".
* Hann starði á frú Septimus
Small, sem var mjög lík James
4- álíka há og þvenggrönn eins
og hann.
í „Það er eitthvað töfrandi og
^érkennilegt við hana“, hélt
hann áfram. „Hún er sköpuð til
þess að vera drottning. Og svo
láetur hún svo lítig á því bera“.
[1 „Hún hefur að minnsta kosti
cíáleitt þig“, kom hægt og draf-
andi úr horninu frá Hester
frænku.
Swithin heyrði mætavel, þeg-
ar einhver andmælti honum.
„Hvað áttu við? Ég ber nú gott
skyn á það, hvort kona er fögur
eða ekki. Og því einu get ég
bætt við, að ég veit ekki hvar
sá ungi maður er, sem væri henni
samboðinn".
„Jæja“, tautaði Hester frænka,
„spurðu Juley“.
Löngu áður en komið var til
Rokin Hill hafði hin langa ferð
dasað hann svo, að hann gat
naumast haldið sér vakandi.
Bosinney, sem var á varðbergi,
kom út til þess að taka á móti
þeim. Þau gengu þrjú inn í hús-
ið. Swithin á undan og sveiflaði
gildum Malaga-staf með gull-
handfangi, sem Adolf hafði feng-
ið honum, því að hann var orð-
inn dálítið stirður í hnjáliðun-
um af því að sitja svo lengi kyrr.
Hann hafði farig í loðfrakkann
sinn. Svo að honum yrði ekki
kalt í hálfbyggðu húsinu.
Hann sagði að tröppurnar
væru fallegar. Herragarðsstíll!
Þarna ætti að sitja myndastytt-
ur. Hann nam staðar milli súln-
anna í dyragættinni og benti
spyrjandi með stofnum.
„Hvað var þetta? Forsalur —
eða hvað það var nú kallað“. En
þegar hann tók eftir ljósinu, sem
streymdi ofanfrá, fann hann
ráðninguna.
„Ó, knattborðssalur!“
Er honum var sagt, að þetta
ætti að vera hellulagður garður
meg blómum í miðjunni, sneri
hann sér að Irenu.
„Spilla garðinum með blóm-
um. Nei, fylgdu mínum ráðum
og hafðu það fyrir knattborðs-
sal“.
Irena brosti. Hún hafði dregið
slæðuna frá andlitinu upp á enn-
ið, og Swithin fannst, að aldrei
hefði hún verið jafntöfrandi. —
Hann kinnkaði kolli. Hann sá
það að hún mundi fylgja ráðum
hans.
Hann hafði fátt eitt að segja
um setu- og dagstofuna, sem
hann sagði, að væru „rúmgóðar",
en þegar hann sá vínkjallarann
varð hann eins frá sér numinn
og maður, sem hefur á sér höfð-
ingjabrag, getur leyft sér að
verða.
„Hér er rúm fyrir sex eða sjö
hundruð tylf tir“, sagði hann.
„Þetta má nú kalla, laglegan, lít-
inn kjallara“.
Er Bosinney hafði orð á því,
að hann vildi sýna þeim, hvernig
húsið liti út frá skóginum, kaus
Swithin ekki að fara með þeim
þangað.
„Það er fagurt útsýni héðan“,
sagði hann. „En gætuð þér lánað
mér stól?“
Hann fékk stól úr tjaldi Bos-
inneys.
„Farið þið tvö þangað“, sagði
hann vingjarnlega. „Ég verð kyrr
og nýt útsýnisins".
Hann settist í sólskininu hjá
eikinni. Beinvaxinn og þrekinn
hvíldi hann aðra hendina útrétta
á handfangi stafsins en hin lá
á hné hans. Loðfrakkinn var frá-
hnepptur, hatturinn með hinum
stóra flata kolli slútti eins og
þak fram yfir fölt, breiðleitt and-
litið. Hann horfði út yfir sveit-
ina sljóum, starandi augum.
Hann kinnkaði kolli til þeirra j
þegar þau gengu frá honum. — i
Honum þótti vænt um að geta
verið einn með hugsanir sínar. j
Loftið var svalt og hressandi,
þrátt fyrir sólskinið. — Útsýnið
var skínandi, höfuðið hallaðist
dálítið út á aðra öxlina. Hann
hóf það upp, svo að það sat rétt.
Þetta var þó einkennilegt, hugs-
aði hann. Þau eru að veifa til
mín. Hann veifaði til þeirra. Þau
voru svo áköf. Höfuðið hans hall-
aðist út á vinstri öxlina, hann
rykkti því upp, þá hné það niður
á hægri öxlina og þar hvíldi það.
Hann var sofnaður.
Og þegar hann sat þarna og
svaf eins og vörður upp á hæð-
inni, var það sem hann réði yfir
þessu útsýni, væri einskonar
tákn allra forfeðra sinna, bænd-
anna, sem á sunnudögum stóðu
með hendurnar á síðum og
horfðu yfir land sitt.
En á meðan hann sat þarna og
blundaði, fylgdist hin afbrýðis-
sama Forsyte-sál hans með hin-
um tveim ungu, sem voru horfin
út í kjarrið, þar sem vorið vafði
þau að sér með moldar og blóma-
angan, söng frá þúsundum fugla,
ilmandi blómabreiðu og geisla- |
gliti á toppum trjánna. — Hún
fylgdist með þeim, þar sem þau 1
gengu svo fast saman eftir þröng J
um troðningum, að þau strukust
hvort við annað. Og hún sá
hvernig augu Irenu eins og svart
ir aðgætnir þjófar stálu öllum
unaði vorsins og létu hann geisla
Sagan af Bauka-Stebba
i
Einu sinni var karl og kerling í koti sínu. Áttu þau sér
tvo syni, og er ekki getið um nafn eldra sonarins, en sá
yngri hét Stefán, en var ávallt kallaður Stebbi. Hann var
svo greiðugur, að hann gaf allt. sem hann komst yfir.
Bróðir hans var aftur á móti svo nískur, að hann tímdi
ekki að sjá.af fiskvirði, hvað þá heldur meira. — Þennan
son þótti foreldrunum vænt um, en höfðu hinn útundan
vegna þessa annmarka hans, sem þau nefndu svo. Og sein-
ast ráku þau hann burt. Sögðust þau hreint ekki geta haldið
hann, þar sem hann gæfi allt frá sér, hvort sem hann ætti
það eða ekki.
Koma þau karl og kerling og eldri sonur þeirra ekki meira
við þessa sögu.
Stebbi var talsvert hagur og lifði á því að smíða bauka.
Hann var því nefndur Bauka-Stebbi. Seldi hann suma bauk-
ana fyrir mjög lítið verð, en flesta gaf hann börnum.
Launuðu þau þetta með því að fara með hann heim til
sín, og þar var honum gefið að borða, og oft voru honum
gefin föt og flíkur.
Einu sinni þegar Stebbi var að úthluta börnum baukum
sínum, kom þangað gamall maður. Fór hann að skoða bauk-
ana, og spurði hver það væri, sem smíðaði svona fallega
bauka.
Börnin sögðu þá, að það gerði hann Stebbi, og bentu um
leið á hann. — Gaf maðurinn sig þá á tal við Stebba og bað
hann smíða bauk fyrir sig.
kæliskápar
Ný sending af KELVINATOR 7 cub. feta kæliskápum
■ komin. — Verð kr. 6.350.00 og kr. 6.195.00.
Fimm ára ábyrgð á frystikerfi.
Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
i«3
*
I dag
IMý sending
Tjull kjólar
MAIMSIOIM
gólfbón
I
CHERRV BLOSSOIH f
skóáburður 5
Fyrirliggjandi ^
Heildverzlun Björgvins Schram \
Hafnarhvoli — Símar 8-27-80 og 1653
■
■ m
m ■
■ ■
Húsgagnabólstrari óskast
« ■
« ■
• Tilboð merkt: „Húsgagnabólstrari — 203“, sendist blað- ■
■ ■
■ ■
• inu fyrir 27. þ. m. »
■ ■
■ ■
■ .st
^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■aa■■«■■>■■■■■■■■•■*■■'■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«a*i