Morgunblaðið - 27.01.1954, Side 12

Morgunblaðið - 27.01.1954, Side 12
Yeðurúfli! í dag: Allhvass austan. Snjóél eða slydda. 21. tbl. — Miðvikudagur 27. ianúar 1953. Úívarpsræða borgarstjóra, er hann flutti í gærkv., cr á bls. 7. IJngir Sjálfstæðismenn og kommúnistar ræða um bæj- arstjómarkosningamar á kappræðufundi á morgun KAPPRÆÐUFUNDUR Heim dalls, Félags ungra Sjálf- stæðismanna og ungra kom- munista, um bæjarstjórnar- kosningarnar, fer fram ann- að kvöld í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 8,30. lár Fulltrúar kommúnista munu hefja umræðurnar, en ræðu- menn Heimdallar ljúka þeim. Mun kappræðufundur- inn standa tæpar 2 klst. — Ræðuumferðir verða fjórar. Hvor aðili talar 15 mín. í tveim umferðum og 10 mín. í öðrum tveim. Reykvísk æska mun fjöl- menna á kappræðufundinn til að sýna kommúnistum hvar í fylkingu hún skipar sér. — Ungir Reykvíkingar, fylkið ykkur til baráttu fyr- ir sigri Sjálfstæðisflokksins og fjölmennið á kappræðu- fundinn annað kvöld. Mikið af æðarfugli mun hafa drepizt í olíubrák utan BRENNSLUOLÍA er nú á floti hér utan Reykjavíkurhafnar. — Hefur allmikið af æðarfugli •drepizt af því að synda í olíubrák inni. Allar líkur þykja benda til að olian komi frá sænska skip- inu Hanön, sem liggur á utan- verðri Kleppsvík. Er verið að losa olíu úr botngeymum skips- ins, áður en það verður tekið hér inn á Reykjavíkurhöfn. f gærmorgun veittu starfsmenn í Gúmmísvampdínugerð Péturs Snælands við Ánanaust, því eftir tekt að allmargar æðarkollur, voru niðri í fjörunni og virtist .mönnum sem eitthvað væri að Jteirn. 12 ÆÐARKOLLUR HANDSAMAÐAR Þeir aðgsettu þetta nánar og fóru niður í fjöruna. Þar tókst Jteim fyrirhafnarlaust að hand- sama 12 æðarkollur, sem voru allar löðrandi í olíu og að því komnar að drepast. Fiðrið og dúnninn utan á þeim var orðínn gegnblautur. BAÐAÐAR OG ÞURRKAÐAR Farið var með kollurnar inn á vinnustofu fyrirtækisins og þær ^ettar þar í þvottakar. Sprautað var með hægð yfir þær volgu vatni og virtist þeim strax líða foetur við það. — En síðan voru jj>ær hver af annari teknar upp úr karinu og á rönd þess voru þær sápuþvegnar, síðan skolaðar aftur upp úr volgu vatni og síð- an stungið inn í þurrklefa. Þar jnni var um 30 stiga hiti og þar toyrjuðu æðarkollurnar strax „að jþurrka sér“. 'NÆGIR ÞRIFABAÐIÐ? I gærkvöldi var óvíst hvort Úlvarpsumræðurnar lialda áfram í kvöld SÍÐARI hluti útvarpsumræðn- anna um bæjarmál Reykjavíkur fer fram í kvöld. Verða þá þrjár íæðuumferðir. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins tala þau Jóhann Hafstein, alþm., Einar Thoroddsen, skipstjóri, frú Auður Auðuns og Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri. þetta þrifabað myndi nægja til að bjarga æðarkollunum, en Pét- ur Snæland kvaðst ætla að flytja þær suður á Skerjafjörð strax í dag. Pétur sagðist hafa séð marg- ar æðarkollur skammt undan landi, sem sýnilega voru mjög aðframkomnar. Vegna olíunnar gegnblotna þær og þyngjast í sjónum unz þær drukkna, ef þær ná ekki landi áður og drep- ast í fjörunni. Óska eflir Kóreu- ráðslefmi PANMUNJOM, 26. jan. — Fulltrúar N.-Kóreumanna og Kínverja fóru þess í dag á leit við SÞ, að umræður yrðu tekn ar upp á ný um stjórnmála ráðstefnu um Kóreumálið. Af- hentu þeir slíka orðsendingu í lokuðu umslagi, sem var á- ritað til Dean, fulltrúa SÞ, en hann er nú staddur í New York. — Reuter. Mafvælaframieiðsla Indverja eyksf NÝJU Delhi, 26. jan. — Síðan Indverjar hófu víðtæka viðreisn árið líi&Lméð hjálp frá stofnun S. Þ. hefur matvælaframleiðsla Indlands aukizt um 4V2 milljón smálestir. Mest er þetta að þakka nýjum áveitum. —NTB. Sjálfstæðir bændur á Filipseyjum Manila, 26. jan. — Magsaysay forseti Filippseyja hélt stefnu- skrárræðu sína í dag. Hann lagði aðaláherzluna á skiptingu jarð- eigna til þess að koma upp öfl- ugri bændastétt, sem héldi uppi efnahagslífi landsins. —Reuter. Fanfani leggur sfefnu- skrá sína fram RÓMABORG. 26. jan. — Fanfani hinn nýi forsætisráðherra ítala hefur lagt stefnuskrá stjórnar sinnar fyrir þingið. Fara nú fram tveggja daga umræður um stefnu skrána og síðan greiðir þingið at- kvæði um traustsyfirlýsingu. Viðræður Hermanns og Vigfúsar gestgjafa Reykjavík hefur notið forystu Sjálfstæðismanna og hingað hefur straumur fólksins legið hvaðanæva frá af landinu. — Framsóknarmenn segjast hafa haft forystu um mál sveitanna. En árangur þesS hefur orðið, að örlitill hluti þjóðarinnar hefur haldizt þar við. — Halda Reykvíkingar, að „oddaað- staða Framsóknar í bæjarstjórn þeirra myndi færa þeim bætta aðstöðu? Árciðanlcga ekki. — Verkin sýna merkin. Glæsilegur fundur Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Sjálfstæðisfélögin héldu almennan kosninga- fund í Hafnarfjarðar-bíói í fyrrakvöld fyrir troðfullu húsi áheyr- enda. Fundurinn var í alla staði hinn glæsilcgasti, og bar þesa greinileg merki, að Sjálfstæðismenn eru staðráðnir í að vinní* Sjálfstæðismeím sigurvissir á ísafirði SÍÐARI framboðsfundurinn fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar á Isafirði var haldinn á mánudags- kvöldið. Var hann mikill sigur fyrir Sjálfstæðismenn, sem hlutu ágætar undirtektir við málflutn- ing sinn og voru í yfirgnæfandi meirihluta á fundinum. Af hálfu flokksins töluðu þeir Matthías Bjarnason, Símon Helga son, Kjartan Jóhannsson og Ás- berg Sigurðsson. Framsóknarmenn hlutu sér- staklega háðulega útreið á fundi þessum. Mjög var og dregið af leiðtogum Alþýðuflokksins, sem nú hafa glatað allri von um að halda meirihluta í bæjarstjórn Isafjarðar með kommúnistum. Forssfi Tyrklands í New York Bayar forseti Tyrklands kom til New York í dag, en hann mun dveljast mánaðartíma í Banda- ríkjunum í opinberri heimsókn. M. a. verður hann gestur Eisen- howers í Hvíta húsinu. —Reuter. Píus páfi er lasinn RÓMABORG 26. jan. ___ Páfa- garður tilkynnir að Píus páfi 12. sé lasinn og geti ekki verið á ferli opinberlega. —Reuter. glæsilegan sigur á sunnudaginn. •----------------------------- Skipst jórirni á Hanön þakkar SKIPSTJÓRINN á sænska skip- inu Hanön hefur beðið Mbl. að birta eftirfarandi: „Hér með vildi ég láta í ijósi innilegustu þakkir til Slysavarna félags íslands og allra þeirra er störfuðu að björgun áhafnar sænska eimskipsins „Hanön“ h. 27. desember s.l.“ O—★—O Hanön liggur enn við bauju inni á Kleppsvík. Þar er verið að Iosa botngeyma skipsins, sem í er brennsluolía, en þegar það er búið mun það verða tekið hér inn á Reykjavíkurhöfn og lokið bráðabirgðaviðgerðinni á því. En það mun vera fastákveðið að skipið verði dregið út til Sví- þjóðar til fullnaðarviðgerðar. RÆÐUMÖNNUM ÁKAFT FAGNAÐ Þeir, sem tóku til máls á fund- inum, voru Ólafur Elísson, Jón Gíslason, Sveinn Þórðarson, Elín J ósefsdóttir, Eggert ísaksson, Bjarni Snæbjörnsson, Guðlaug- ur Þórðarson, Stefán Jónsson og Guðmundur Guðmundsson, sem var fundarstjóri. -— Öllum ræðu- mönnum var óspart fagnað. —• Auk þess voru skemmtiatriði. i MIKILL SÓKNARHUGUR Hinn mikli sóknarhugur Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði svip- ar nú mjög til sóknarþunganl fyrir alþingiskosningarnar í sum- ar. — Eru hafnfirzkir kjósenduf nú staðráðnir í að fylgja sigrin- um eftir, og auka enn fylgi Sjálfstæðisflokksins, þannig að hann fái hreinan meirihluta | bæjarstjórn. — G. Skákcinvígið ' HAFNARFJÖRÐUR 1 VKSTMANNAEYJAR 9. leikur Vestmannaeyja: } h2—h4 j Aðstoðarfólk á kjördegi SJLFSTÆÐISFLOKKURINN beinir þeim tilmælum vin- samlega til þeirra Reykvíkinga, sem vilja veita aðstoð á kjördegi, að þeir tilkynni nöfn sín skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu, sími 7100. Þeir, sem verða við þessum tilmælum, verða síðar boðaðir til viðtals með tilkynningu hér í blaðinu. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.