Morgunblaðið - 09.02.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.1954, Blaðsíða 6
6 MORGZJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. febrúar 1954 Ilnefaleikahringurirm á að vera vett- vangiir drengilejrs og skemratilesfs leiks o v ’ O l.' I KVÖLD mætast í hnefaleika- keppni aö tiáíogalanúi Noregs- meistarinn í veitivigt, Leif Man- sen og íslandsmeistarinn í sama þyngdarfiokki, fijoni Eyþórsson. Þeir ásamt 13 öðrum hneíaleika- mönnum keppa á aímælismóti Armanns. Leif Hansen er hingað kominn k í boði Ármenninga. Kom hann til landsins á sunnudag ásamt Johny Haby, framkvæmdastjóra norska hnefaieikasambandsins. Þeir munu haía hérna stutta við- dvöl, fara aðra nótt, eru þessir dagar annatími mikill hjá Leif Hansen. Hann keppti í Svíþjóð á dögunum, kemur hingað til lands nú, og á sunnudaginn keppir hann í landsiiði Norðmanna í hnefaleik, en þá fer fram í Kaup- mannahöfn landskeppni milli Dana og Norðmanna. — Blaða- mönnum galst í gær kostur á að ræða við þá Hansen og Haby og fræðast af þeim um feril Han- sens og hnéfaleika almennt, FERILL HANSENS Leif Hansen er geysivinsæll íþróttamaður heima í Noregi. — Hann á að baki 7 ára keppnis- tímabil og heíur hann á þeim tíma keppt ails um 180 sinnum — og sigrað í urn 165 leikjum. Hann hefur verið Noregsmeist- ari síðan 1951 í ýmsum þyngdar- fiokkum, síðast í veltivigt. Hann varð 26 ára gamali í gær. Utan Noregs hefur ferill hans verið glæsilegur. Hann hefur tekið þátt' í 11 landsleikjum og þar af sigrað 10 sinnum. Hann tók þátt í Evrópumeistaramótun- um 1949 og 1953 og var í liði Evrópu, sem valið var tii keppni við Bandaríkjamenn í fyrra. Þá tapaði hann á stigum — eftir góða frammistöðu. Hann var einn af þátttakendum Norð- manna í Olympíuleikjunum í Helsingfors 1952. Var hann þá svo óheppinn að lenda í fyrstu umferð gegn þeim er varð Olympíumeistari. Var hann því úr keppninni í 1. umferð. Vinsældir Leifs Hansen heima í Noregi stafa fyrst og fremst af því að hann er drengilegur í- hnefaleikamófi Armanns í kvöld keppa 15 hnefakikamenn m. a. norski og íslenzki meisfarinn í veitivigf Hinir norsku gestir Ármanns. — Leif Hansen (t. v.) og Haby, framkv.stj. norska hnefaleikasambandsins (t. h.) Johny þróttamaður, — hnefaleikamað- ur, sem í keppnishringnum hugs- ar um það eitt að koma drengi- lega og vel fram við andstæðing sinn, í stað þess að böðlast áfram með ódrengilegum leik, Að því leyti hefur honum og Bjarna Lyngas, sem hér kom s.l. haust verið líkt saman. Leif Hansen er nú handhaíi Konungsbikarsins, sem eru eftirsóttustu verðlaun norskra hnefaleikamanna. FERILL BJÖRNS Miðað við þá reynslu er Han- sen hefur að baki, er Björn Ey- þórsson viðvaningur. Hann hef- ur aðeins 12 sinnum keppt. Þó hefur hann hvað eftir annað sýnt, að hann er drengilegur keppnismaður og íslandsmeistara nafnbót hefur hann unnið með sóma. Nú gefst honum tækifæri til að auka á reynslu sína. Björn Eyþórsson, íslandsmeist- ari í veitivigt, sem keppir í kvöld við norska meistarann Leif Han- sen. Björn hefur alls keppt 12 sinnum, en Leif Hansen hefur Bð baki reynslu 180 kappleikja. MÓTIÐ í KVÖLD Á hnefaleikamótinu í kvöld verður alls keppt í 7 þyngdar- fiokkum. 3 keppendur eru í léttvigt, 2 í léttveitivigt, 2 í millivigt. f léttveltivigt keppa Jóel B. Jakobsson og Arnkell Guðmundsson, í léttþungavigt Friðrik Alexandersson og Óskar Ingvarsson og í þunga- vigt Alfons Guðmundsson og Jens Þórðarson. VINSÆL ÍÞRÓTT í NOREGI Framkvæmdastjóri norska hnefaleikasambandsins skýrði blaðamönnum nokkuð frá við- gangi hnefaleikaíþróttarinnar í Noregi, og fórust honum orð m.a. á þessa leið: — Norska hnefaleikasamband- ið telur um 4200 félaga, þar af taka um 1000—1100 þátt i hnefa- leikamótum. Það háir íþróttinni nokkuð að stærstu húsin, sem keppt er í rúma ekki nema tæpl. 2000 áhorfendur. Eins og viða annars staðar eru í Noregi til þeir menn sem vilja ekki viðurkenna hnefaleika sem íþrótt. Hefur eitt norskt blað tekið máistað þeirra, en yfirgnæf andi meiri hluti manna ann hnefaleikaíþróttinni, enda sýnir hin mikla aðsókn að hnefaleika- mótum að svo er. DRENGILEGUR LEIKUR Stefna norska hnefaleikasam- bandsins er sú að innleiða hina svokölluðu „ensku skólahnefa- leika“. Það hefur verið gert meðal annars með því að fá dómara til að gefa meira fyrir drengilegan og fagran hnefaleik en þunglamalegan og ófagran leik er aðeins miðar að því að slá andstæðinginn í gólfið. Dómarar gefa nú eins mikið eða meira fyr- ir fallegt iétt högg og þeir gefa fyrir bolalegt rothögg. Eins fær hnefaleikamaðurinn stig fyrir að verjast vel undirbúnu höggi. — Þannig hefur hnefaleikaíþrótt- inni verið breytt í þá átt að verða léttur og skemmtilegur leikur tveggja velþjálfaðra íþrótta- manna, þar sem kraftar hafa minna að segja en lipurð. mýkt og íþróttamennska. GOTT SKIPULAG Skipulag hnefaleikamála í Noregi er til fyrirmyndar. Þar er haft nákvæmt lækniseftirlit með hnefaieikamönnum. Hver þeirra hefur „keppnisbók“. í hana eru færðar umsagnir lækna um heilsufar. Bókin er árlega send til hnefaleikasambandsins og bókina verður hnefaleikamað- urinn að sýna fyrir hverja keppni. Fá hnefaleikamenn t.d. ekki leyfi til þátttöku í æfingum eða mótum í 4—6 vikur eftir að þeir hafa hlotið rothögg. Farið hefur fram rannsókn á því í Noregi hvort hnefaleika- íþróttin hefur skaðleg áhrif á menn. Voru teknir af handahófi 30 hnefaleikamenn og rannsakað hvort höfuðhögg er þeir hafa hlotið hafi skaðað þá. Svo reynd- ist ekki vera. Og það er álit okk- ar að hnefaleikaíþróttin sé ekki skaðsamiegri, ef regium er fylgt, en t.d. knattspyrna og hin sí- felldu höfuðhögg er knattspyrnu- menn hljóta er þeir skalla knött- inn blautan og þungan. — Við í Noregi, sagði Haby, — erum reiðubúnir að leggja til að hnefa- leikaíþróttin verði lögð niður, ef Framh. á bls. 12 Hélmsteinn frá Sfekksef rl aflar vel á Selvogsbanka STOKKSEYRI, 8. fber. — Sjómenn eru hér óðast að búa sig undir vertíðina þessa dagana og fór einn bátur á sjó í gær og dag. Það var Hólmsteinn 2, sem er stærsti báturinn, sem verður gerður út liéðan í vetur, en hann er 28 smálestir. Aflinn var 6 smálestir báða dagana. Fiskurinn, sem Hólmsteinn*' kom með að landi, var mest- megnis þorskur, en einnig tals- vert af ýsu, en hann hélt sig grunnt á Selvogsbanka. AÐRIR BÁTAR EKKI TILBÚNIR Aðrir bátar á Stokkseyri eru ekki ennþá tilbúnir til veiða, en eru óðum að undirbúa sig. Á morgun er von á Ægi sem hef- ur verið í viðgerð í Njarðvíkum og mun hann þegar hefja fisk- veiðar. Alls verða gerðir út 5 bátar frá Stokkseyri á vertíðinni og er stærð þeirra 16—28 smá- lestir. Að þessu sinni munu eng- ir aðkomubátar verða gerðir út héðan. EINGÖNGU ÁRNESINGAR Þegar er búið að ráða sjómenn á bátana og eru það nær ein- göngu Stokkseyringar og nokkr- ir menn úr sveitum Árnessýslu. Að þessu sinni verða engir að- komumenn úr fjarlægum sýslum á vertíðinni. í Þorlákshöfn eru nú gerðir út 5 bátar og aðrir 5 munu verða gerðir út frá Eyrar- bakka. Afli vertíðarinnar verður ýmist frystur fyrir erlendan markað, saltaður eða látinn í herzlu. — Magnús. Keimsla í list- skautahlaiipi a liornumi SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að hefja kennslu í listskautahlaupi. Hefst kennsl- an í dag og verður frú Dolly Hermannsson kennari. — Öllum félögum Skautafélagsins er heimil þátttaka í námskeiðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem list- skautahlaup er kennt hér á landi. Fer kennslan fram á Tjörninni og hefst kl. 8,30 í kvöld. — Frú Dolly Hermannsson var um nokk urra ára skeið virkur þátttak- andi í listskautahlaupi í Banda- ríkjunum, en þaðan er hún ætt- uð. Er áreiðanlegt að hún nær hér góðum árangri ef veðurguð- Góður afli hjá Sfykkis- hólmsbáfum STYKKISHÓLMI, 8. febrúar — í dag barst hér á land mikill afli. Sjö bátar voru á sjó og öfl- uðu alJir vel. Mesta veiði var Arnfinnur með, eða 11 smálestir. Aðrir bátar voru með 5—6 smá- lestir. Fiskurinn var allur með fallegasta móti, feitur og stór, mestmegnis þorskur. Bátarnir hafa verið við veiðar síðan í miðjum . janúar en gæftir hafa ekki verið góðar fyrr en nú. Út- lit er fyrir áframhaldandi sjó- veður. ^-Árni. Hátíðisdagur Verzlunar- skólanem a DAGURINN í dag er hátíðisdag- ur Verzlunarskólanema. Halda þeir hið árlega nemendamót sitt í kvöld og bjóða þar nemendum og öðrum gestum upp á marg- vísleg skemmtiatriði. í dag kemur einnig út blað þeirra. Er það nú sem fyrr mj.ög íjölbreytt að efni. Það er 72 síður að stærð, vandað að frá- gangi og flytur greinar eftir gamla og nýja nemendur. Sinfóníuhijóinleik- m aflýst vegna veik inda E. Goossens AFLÝSA varð öðrum hljómleik- unum, er Sinfóníuhljómsve'itin skyldi halda undir stjórn Eugeno Goossens, vegna þess að hann varð skyndilega veikur rétt áður en hljómleikarnir áttu að hefj- ast. Er hljómleikagestir höfðu kom ið sér fyrir í sætum sínum í Þjóðleikhúsinu, tilkynnti Páll ísólfsson að því miður yrði að aflýsa hljómleikunum vegna veikinda hljómsveitarstjórans. Guðrún Stefáns- dóttir. átfræ'ð ÁTTRÆÐ er í dag frú Guðrún Stefánsdóttir frá Galtafelli, nú til heimilis að Lindargötu 60 hér í bæ. Hver skyldi trúa því, sem mæt- ir Guðrúnu á götum bæjarins, léttri í hreyfingum, sem ung væri, með bros á vör, leiðandi börn, sem henni eru svo hugljúf, svar- andi spurningum þeirra. Ég veit að það verða margir, sem hugsa með hlýju til hennar á þessum merkisdegi hennar og senda henni árnaðaróskir. Ég óska þér, Guðrún mín, til hamingju með afmælið og bið að Guð gefi þér „geislum vafið ævi- kvöld“ í sambúð ástvina þinna og vina. Vinur. RENUZIT blettavatn hreinsar flesta þá bletti, sem annars ekki nást. Verkar ems og töfrar á bletti, sem koma af Umboðsmenn: KRISTJÁNSSON H/F. Borgartúni 8, Rvk. Sími 2S00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.