Morgunblaðið - 11.02.1954, Page 1
16 síður
41. árgangar.
34. tb'l. — Fimmtudagur 11. febrúar 1954.
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Sceiba myndar
stiórn á Italíu
*
★ A
RÓMABORG, 10. febr. —
Scelba, einn af forustumönn-
um kristilega flokksins hefur
nú lokið stjórnarmyndun. —
Stjórn hans er vinsíri sinnuð
samsteypustjcrn með þátttöku
Jafnaðarmannaflokks Sara-
gats og Frjálslynda flokksins.
Scelba gekk í dag á fund
Einaudi, forseta, þar sem
hann Ir.-jði fyrir hann ráð-
herralisía.
I dag hófnst verkföll í nokkr-
um borgum Ítalíu. Eru það
kommúnistar, sem efna til
þeirra ov einnisr nokkur
verkalýðsfél. jafnaðarmanna.
Hofust þau með 3 klst. verk-
falli iðnverkamanna í Róma-
borg. Á morgun er boðað 24
klst. verkfall í Mílanó. — Er
krafizt hækkaðra launa. —
Ivommúnistar kalla verkfallið
sókn gegn hinni nýju stjórn
Scelbas. — Reuter.
Forsæfisráðherra
orusta um
Prabang er að hefjast
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
LUANG PRABANG, 10. febrúar. — Miklar úrkomur og þokur
hafa hulið hersveitir Viet-minh uppreisnarmanna, svo ekki er
hægt að segja með neinni fullvissu um framsókn þeirra í dag í
áttina til Luang Prabang, höfuðborgar Laos.
SIÐUSTU «
V ARN ARRÁÐ STAFANIR
Franska varnarliðið gerir nú
síðustu varnarráðstafanir en bú-'
izt er við áhlaupum kommúnista
á hverri stundu. Þó framvarðar-
sveitir kommúnista séu nú komn-
ar í nágrenni borgarinnar er talið
að meginhluti 308. herfylkis upp-
reisnarmanna eigi þó nokkra leið
ófarna. Gróður á þessum slóðum
er bæði hávaxinn og fjölskrúð-
ugur.
Smáskærur urðu í morgun 15
km norður af borginni. Voru
framvarðarsveitir kommúnista
stöðvaðar þar hjá smábænum
Paksuong.
KONUNGUR YFIRGEFUR
EKKI BORGINA
Sisavang Vong, hinn aldni kon-
ungur Laos, fylgist með varnar-
aðgerðum borgaranna, en sonur
hans, Savang prins fór í dag
með flugvél frá borginni. Gamli
konungurinn hefur neitað að
yfirgefa borgina, sem er talin í
mikilli hættu. Frakkar halda á-
fram að flytja herlið flugleiðis
til borgarinnar, enda munu þeir
ekki ætla að gefa hana upp fyrr
en í fulla hnefana.
jr
Ohugnanlegar tillögur Molotovs
Minna að efni og orðalagi
á úrslitakosti Rússa til
Eystrasallsríkjanna 1940
Rússneskur ðryggissátlmáli sem geri
Vestur Evrópu vamarlausa
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
BERLÍN, 10. febr. — Fundur utanríkisráðherranna fjögurra hélt
áfram í Berlín í kvöld. Molotov setti fram tvær tillögur varðandi
hervarnarmál Evrópu. Fulltrúar Vesturveldanna lýsti því yfir þá
þegar að lokinni ræðu Molotovs, að þessar tillögur hans væru með
öllu óaðgengilegar, vegna þess að þær stofnuðu Vestur-Evrópu í
hættu, þar sem þær miðuðu að varnaleysi Vestur-Evrópu gegn
hinni rússnesku herveldisógn. Fundurinn stóð í rúmlega 5 klst.
Mario Scelba, hinn nýi forsætis-
ráðherra ítala.
Norðmemi
Alfa njósnarar
dæmdir í
Finnlandi
HELSINGFORS, 10. febrúar —
Lögmannsrétturinn í Helsing-
fors kvað í dag upp dóm í stóra
finnska njósnamálinu. Foringi
njósnaklíkunnar, Reino Nettu-
men, og flugforingi, Martti Salo,
sem afhenti njósnurunum hern-
aðarleyndarmál hlutu báðir 8
ára fangelsi. Hinir sex fengu
fangelsi allt frá 10 mánuðum til
3 V2 árs.
Þeir voru allir sviptir borgara-
legum réttindum í 2—10 ár, og
þeir, sem voru hermenn, reknir
úr hernum með smán.
í dóminum er sagt frá því að
njósnararnir hafi selt erlendu |
stórveldi hernaðarupplýsingar og I
hafi verknaður þeirra verið
hættulegur fyrir öryggi landsins
Nokkrir þeirra höfðu og farið
ólöglega yfir landamæri.
•—Reuter.
Neyinr nslnnd í Austur
Þýzknl. vegnn kuldn
Vaxandi ólga — Verkamenn krefjas!
frjálsra kosninga
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
BERLÍN, 10 febr. *— Fregnir frá Austur Þýzkalandi sýna að hið
mesta vandræðaástand ríkir þar í landi vegna kuldanna. Er al-
menningur illa búinn klæðum og gætir mjög matvælaskorts í
landinu. Vaxandi ólga er og í landinu, einkum í verksmiðjum, út
af fregnum um það að Molotov hafni tillögum Vesturveldanna um
frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi.
utanríkismál
OSLÓ, 10. febrúar — Norska
stórþingið ræddi í dag um utan-
ríkismál, en Halvard Lange ut-
anríkisráðherra gaf í gær skýrslu
um stefnu stjórnarinnar.
Ræðumenn í dag komu eink-
um inn á efnahagsmál og her-
varnarmál. Lange skýrði frá því
að hernaðarstyrkur Norðmanna
væri ekki eins mikill og Stór-
þingið gerði ráð fyrir í síðustu
áætlun sinni.
Brofoss efnahagsmálaráðherra,
ræddi nokkuð um erlent fjár-
magn til verklcgra framkvæmda
í Noregi. Varaði hann við of
ntikilli og tilgangslausri þjóð-
ernisvarhyggju í þeim málum.
—NTB.
Tvö herfylki flutt
frá Kóreu
WASHINGTON, 10. febrúar —
— Á blaðamannafundi í dag
sagði Eisenhower forseti að tvö
íbandarísk herfylki yrðu flutt
brott frá Kóreu. Fyrra herfylkið
stígur á skipsfjöl í apríl og hitt
í júní. Hermennirnir fara heim.
—Reuter.
Þá gela bændumir
bruggað
OSLÓ, 10. febrúar — Hagstofan
norska gaf í dag út skýrslui, sem
sýna að heimabrugg fór mjög í
vóxt s. 1. ár. Árið 1953 voru 660
manns dæmdir fyrir brugg en
320 árið áður. Á s. 1. ári voru
520 manns dæmdir fyrir áfengis-
smygl en árið áður 390. Eítir-
takanlegt er hve bruggið eykst í
sveitunum. —NTB.
Samrænting á háskóla-
námi
KAUPMANNAHÖFN, 10. febr.
— í dag lauk fundi kennsl.u-
málaráðherra Norðurlandanna.
Samþykkt var og gengið frá frum
varpi um samræmingu á háskóla
námi og háskólaprófum á öllum
Norðurlöndunum, svo að próf í
öllum löndunum séu jafngild.
—NTB.
Páfinn crðinn hress
RÓMABORG, 10. febr. — Skrif-
stofa páfa segir að Píus XII. sé
nú orðinn miklu hressari. Hann
er nú farinn að borða meir, svo
sem ýmiskonar grænmeti, auk
mjólkur og ávaxtasafa. I dag var
hann svo hress að hann var á
fótum lengur en venjulega.
Araba? hafna hern-
aðaraðsfoð
LONDÖN, 10. febrúar — Saud el
Saud konungur í Arabíu hefur
hafnað boði Bandaríkjamanna
um hernaðaraðstoð, segir í góð-
um heimildum. Ástæðan fyrir
því er að Arabar hafa heitið
Egyptum að gera enga samninga
v:ð Vesturveldin fyrr en Súez-
deilan er leyst á friðsamlegan
nátt. —Reuter.
HANDTOKUR I
VERKSMIÐJUM
Nú þegar er vitað með vissu
um handtöku 110 manna í 16
stærstu verksmiðjum Austur-
Þýzkalands, m. a. verksmiðjunni
í Erfurt og Chamnitz.
KARTOFLUSKORTUR
Nú er matvælaskortur mjög
farinn að gera vart við sig í
Þýzkalandi, einkum kartöflu-
skortur. Má ætla að kartöflu-
birgðir iandsins þrjóti í marz-
lok og getur jafnvel hugsazt
að nokkuð af núverandi birgð-
um skemmist sakir hinna
miklu kulda. Stjórnin hefur
gefið út tilskipun um að veit-
ingahús megi framreiða kar-
töflur aðeins tvo daga í hverri
viku.
RAFMAGNSSKORTUR
Rafmagnsskortur er mikill í
landinu. Sérstaklega gætir þess,
eftir að rafvirkjaðar ár hefur
lagt. Er nú rafmagnsskömmtun í
borgunum 8 klst. á dag og í sveit-
unum 12 klst.
VATNSSKORTUR I
DRESDEN
Síðustu daga hefur vatn frosið
í vatnsleiðslum í Dresden. Bæj-
aryfirvöldin hafa því tekið upp
það ráð að halda opnum aðal-
vatnsæðum og verður fólk að
sækja drykkjarvatn í vatnsút-
| hlutunarstöðvar.
1 — NTB
„ÖRYGGIS“-SÁT IMALI
Molotov stakk í fyrsta lagi
upp á sameiginlegum öryggis-
sáttmála ádra Evrópuþjóða til
50 ára, Var það tiliaga hans
að allar Evrópuþjóðir og
kommúnista Kína mættu eiga
aðild að þessum sáttmála og
samtímis yrði bannað að ein-
stakar Evrópuþjóðir gerðu
nokkra hermálasamninga við
önnur ríki.
SKRIFLEGT PLAGG í
STAÐ HERVARNA
Er ætlun Molotovs augljós með
þessari tillögu. Það er að segja
hann vill láta gera skriflegan
samning og fyrir þá vörn sem.
slíkt skriflegt plagg gefur Vestur
Evrópu-þjóðunum eiga þær að
afsala sér öllum sameiginlegum
hervarnarráðstöfunum, sem gerð
ar hafa verið á vegum Atlants-
hafsbandalagsins.
BROTTFLUTNINGUR
HERLIÐS
Hin tillaga Molotovs var sam-
hljóða fyrri tillögu hans um að
öll hernámsveldin í Þýzkalandi
flytji herlið sitt hið bráðasta í
burtu. Ákveðið verði í samningi
að Þjóðverjar hafi vissa tölu lög-
reglumanna og Þjóðverjar sjái
sjálfir um framkvæmd á kosn-
ingum.
VESTUR EVRÓPA EÐA
E YSTRAS ALTSRÍKIN
Dulles utanríkisráðh. Banda
ríkjanna tók til máls þegar
að lokinni ræðu Molotovs og
lýsti því yfir þegar 1 upp-
hafi að ekkert Vesturveld-
anna gæti gengið að þessum
tillögum Molotovs. Undraðist
Dulles það hve ófyrirleitinn
Molotov var að hera þessar
tillögur fram, þar sem þær
voru sama efnis og mjög líkt
orðaðar og orðsendingar
Rússa til Eystrasaltsríkjanna
1940 þar sem þeir kröfðust
þess að Eistland, Lettland og
Lithaugaland gerði öryggisr
sáttmála við Rússa. En eins
.og kunnugí er voru þeir saihn
ingar undanfari þess að Rúss-
ar tóku Eystrasaltsríkin með
hervaldi.
HVAÐ ÆTLAST RÚSSAR
FYRIR
Dulles sagði að alveg hið sama
væri uppi á teningnum að ef
gengið yrði að tillögu Molotovs
Framh. á bls. 12