Morgunblaðið - 11.02.1954, Side 7
Fimmtudagur 11. febr. 1954
MORGUNBLAÐlh
Fimleikasýninw i kvöld
W
í KVÖLD efna Ármenningar til
fimleikasýningar í Hálogalandi.
Hefst sýningin kl. 8,30. Koma
fram á þessari sýningu fjölmenn-
ir fimleikaflokkar kvenna og
telpna svo og körfuknattleikslið
félagsins í kvenflokki. Það er því^
dagur kvenfólksins í dag.
undir stjórn Ástbjargar Gunnars-
dóttur. Þá sýnir víkivakaflokkur
undir stjórn Ástbjargar.
Þá dansa 16 telpur Blómavels-
inn. Stjórnandi er Guðrún Niel-
sen en hún hefur samið dansinn.
Næst sýnir fimleikaflókkur
hrifningu í Þjóðleikhúsinu í s. 1.
viku. Þá er akrobatiksýning —
telpur sýna. — Síðasta atriði
kvöldsins er körfuknattleikur
kvenna. Tvö lið Ármannsstúlkna
keppa.
Myndina hér að ofan tók Ól.
K. Magnússon af fimleikaflokk-
um Ármanns.
Dagskráin verður á þá leiö, að
Gísli Halldórsson form. ÍBR, flyt
ur ávarp. Síðan sýnir dansflokk- kvenna undir stjórn Guðrúnar,
ur — 50 telpur — smábarnadansa en sýning flokksins vakti geysi-
Vel heppnuð og glæsile
r
íþróttahátíð Armanns
ð
EINN merkasti íþróttaviðburður
um langt skeið hér í bæ, er vafa- ‘j
laust hátíðahöld Glímufélagsins
Ármanns í tilefni 65 ára afmælis 1
félagsins.
Er afmælisins minnst á mjög
Veglegan og myndarlegan hátt,!
enda mun yfirstandandi ár vera
eitt hið blómlegasta í sögu félags- '
ins.
Hátíðahöldin hófust með kvöld-
vöku í Þjóðleikhúsinu þriðjudag-
inn 2. þ. m/, þar sem m. a. voru1
Viðstaddir forseti íslands og for- j
setafrú, ráðherrar, borgarstjórinn
í Reykjavík og fulltrúar erlendra1
ríkja, auk ýmissa annara gesta.1
Verða atriði kvöldvökunnar hér
litillega rakin í þeirri röð, er
þau komu fram.
ÁVÖRP OG SKEMMTIATRIÐI
Jens Guðbjörnsson, hinn ötuli
förmaður Ármanns í 25 ár, setti
skemmtunina, en því næst tók til
máls Ingólfur Jónsson, heilbrigð-
ismálaráðherra.
Fór hann miklum við-
urkenningarorðum um starfsemi
iþrótta- og ungmennafélaganna í
Jandinu, hve starfsemi þeirra um
og upp úr síðustu aldamótum
hefði átt nkan þátt í að vekja
þjóðina til starfa og skapa meðal
hennar trú á landið, eftir margra
alda erlenda kúgun. Kvað ráð-
herrann íþrótta- og ungmenna-
félögin einn hinn ákjósanlegasta
Vettvang æskunnar í landinu og
því bæri að veita starfsemi þess-
ara samtaka þá aðhlynningu er
tök væri á.
Á eftir ræðu heilbrigðismála-
ráðherra hófst giímusýning og
hændaglíma undir stjórn Þor-
steins Einarssonar íþróttafulltrúa.
Sýndu glímumenn félagsins ýms
glímubrögð og varnir en skiftu
síðan liði og þreyttu bænda-
glímu. Bændur voru þeir Guð-
mundur Ágústsson og Gunnlaug-
Ur Ingason og fór lið hins fyrr-
Kefnda með sigur af hólmi.
Því næst voru sýndir taarna-
dansar undir stjórn frú Ást-
bjargar Gunnarsdóttur og fim-
leikasýning telpna undir stjórn
frú Guðrúnar Nielsen með undir-
léik Carl Billich.
Benedikt G. Waáge, forseti ÍSÍ,
flutti ávarp og ræddi um gildi
íþróttanna fyrir einstaklinginn,
sem hinn almenna þjóðfélagsborg
ara.. Færði hann Ármanni heilla-
óskir og þakkir íþróttasambands
íslands fyrir vel unnin störf á
sviði íþróttamálanna.
Þá tók til máls borgarstjórinn
í Reykjavík, Gunnar Thorodd-
sen. Minntist hann m. a. á þá
ræktarsemi, er Glímufél. Ármann
hefði jafnan sýnt íslenzku glím-
unni. Einnig kvað borgarstjóri fé-
lagið hafa lagt bænum okkar til
drjúgan skerf í uppeldis- og
menningarmálum og bæri að lofa
það og þakka.
Að loknu ávarpi borgarstjór-
ans hófst danssýning (Blóma-
valsinn) undir stjórn Guðrúnar
Nielsen. Hafði frúin sjálf samið
dansana við lagið Blómavalsinn
eftir Tchaikowsky. Var þetta eink
ar nýstárlegt og ánægjulegt
atriði.
Einnig sýndu nokkrar stúlkur
akrobatik undir stjórn Guðrúnar
Nielsen en því næst hófst fim-
leikasýning karla undir stjórn
þeirra Hannesar Ingibergssonar
og Vigfúsar Guðbrandssonar.
Sýndi flokkurinn æfingar á dýnu
og tvíslá.
Vikivakaflokkur stúlkna í þjóð-
búningum sýndi undir stjórn
Ástbjargar Gunnarsdóttur og loks
var fimleikasýning kvenna und-
ir stjórn Guðrúnar Nielsen með
undirleik Carl Billich. Sýndi
flokkurínn bæði staðæfingar og
æfingar með kylfum.
Kynnir var Þorsteinn Einars-
son íþr.fltr. í lok kvöldvökunnar
þakkaði hann gestunum komuna
svo og öllum þeim, er lagt höfðu
sig fram um að gera hátíðahöld-
in sem bezt úr garði. Að síðustu
gekk fónaberi fram á sviðið og
kvaddi með fánakveðju, en á-
horfendur risu úr sætum.
Öll fóru atriðin vel fram og
báru vott um alúð og kostgæfni
þeirra, ,er að undirbúningi hafa
unnið og var kvöidvakan sem
Géður árangur á
skíðamótinu
FYRSTA skíðamót vetrarins,
Skíðamót Ármanns, fór fram um
s. 1. helgi. Á mótínu varð keppni
hörð og úrslit tvísýn. Keppend-
ur voru margir. Einna hörðust
var keppnin í A-flokki karla,
þar sem aðeins 2/10 úr sekúndu
skildu þá að Ásgeir Eyjólfsson
úr Ármann og Eýstein Þórðar-
son úr ÍR. — Úrslit urðu að öðru
leyti þessi:
A- OG B-FLOKKUR
sek.
1. Ásgeir Eyjólfsson Á, 118.7
2. Eyst. Þórðarson ÍR 118.9
3: Guðni Sigfússon ÍR 123.8
4. Magnús Guðmundss. KR 125.7
5. Stefán Kristjánsson Á 126.7
4 m. sveit
1. Sveit ÍR........ 528.3 sek.
2. Sveit Ármanns .... 540.8 sek.
C-FLOKKUR KARLA
sek.
1. Sig. Tómasson ÍR 72.4
2. Snorri Welding Á 76.1
3. Guðni Jónss. U.M.F.Ö. 84.7
KVENNFL.
sek.
1. Heiða Árnad. Á. 45.4
2. Ásth. Eyjólfsd. Á 46.5
3. Inga Árnadóttir Á 47.2
DRENGJ4FL.
1. Svanbcrg Þórðars. ÍR 29.6
2. Leifur Gíslason KR 46.4
3. Elías Hergeirss. Á 50.4
4. Sig. Einarss. ÍR 51.8
heild glæsilegt sýnishorn þeirr-
ar fjölþættu starfsemi, er félagið
hefur með höndum.
Það má ljóst vera þeim, er að
félagSmálum vinna, og einkum
þó þeim, er hafa á hendi forystu-
störf í iþróttahreyfingunni, hví-
likt starf og takmarkalaus fórn-
fýsi þarf, til að halda gangandi
jafn fjölþættri starfsemi og
þeirri, sem íþróttafélag á borð
við Glímufélagið Ármann hefur
með höndum. Þeir, sem þau störf
vinna, eiga skilið heiður og
þökk.
Á kvöldvökunni komu fram
sem gestir félagsins Kárlakór
Reykjavíkur ásamt Guðmundi
Jónssyni óperusöngvara svo og
ballettmeistarinn Erik Bidsted
og kona hans. Var þessum aðilum
mjög vel fagnað-
Sigurður Magnusson.
Gerard Boofs:
Frönsk-íslenzk orðabók
Hvorki hef ég til þess þekk-
ingu, né hef heldur kannað orða-
bok þessa svo vel, að ég sé til
þess fær að leggja dóm á hana.
En þau orð, sem ég hef prófað,.
ht'fa yfirleitt gefið mér góða
Frönsk-íslenzk orðabók.
Með viðaukum eftir Þór
hall Þorgilsson, Rvík,
1953, 807 bls.
ÞAÐ liefur hamlað tungumála-
námi fslendinga að verulegu raun. Frá sjónarmiði íslenzkunn-
leyti, hve orðabækur yfii erlend ar mætti e. t, v. það helzt að
mál hafa verið af skornum henni finna. að mér þykir þar
skammti. Úr þéssu er samt að vera fullmikið af umritunum, þar
rætast smám saman, og erum sem þeirra er ekki þörf. Dæmi:
við nú að eignast sæmilega orð-! „Objectivité: Það að vera hlut-
margar orðabækur yfir þau mál, lægur“. Hlutlægni hefur verið
sem við leggjum mesta stund á. notað um objectivité og virðist
Nú hefur verið myndarlega úr mér það allgott orð. Ég veit að
þessum skorti bætt að því er vísu, að hér er vandratað meðal-
varðar franska tungu. Kaþólskur hóf, því að nýyrði búin til af
prestur, Gerard Boots, er aðal- orðabókarhöfundum eða“ öðrum,
höfundur hennar, en Þórhallur eru lika viðsjál. Þau geta veriít
Þorgilsson bókavörður hefur far- velflestum notendum bókarinn-
ið yfir handrit hans og aukið það ar óskiljanleg, og hrekjast þeir
að miklum mun. Séra Boots er þá frá Heródes til Pílatusar. Um-
Hollendingur að þjóðerni, og er ritununum hefðu oftar mátfc
íslendingum að góðu kunnur af fylgja nýyrði yfir hugtakið, enda
ritum sínum. Hefur hann áður þótt nýyrðið sé ekki enn orðið
gefið út á íslenzku kennslubók fast í málinu. Annars býst ég ekki
í frönsku og isl.-franskt orðasafn. ■ við, að meira sé hlutfallslega
Orðabók þessi er álíka stór og af umrítunum í þessari bók en
ensk-isl. orðabók Sigurðar Boga- j t. d. í þýzk-ísl. orðabók Jóns
sonar og með sama sniði. Orða- Ófeigssonar. — Þá virðist mér
forði bókarinnar er mikill og að hljóðritunarkerfi það, sem séra
því er mér virðist vel valinn, Boots hefur valið, tæpast hent-
enda hefur höfundur fylgt að ugt íslendingum. Nokkrar mein-
mestu hinni ágætu frönsku orða- ^ litlar prentvillur hef ég rekið
bók ,,Le Petit Lasousse", en Þór- mig á, en orðabækur þurfa helzfc
hallur síðan aukið þennan stofn
tins og áður er sagt.
Minningarorð um
Bjarnleif Árna Jóns-
son. skósmið
í GÆR var til moldar borinn
Bjarnleifur Árni Jónsson, skó-
smiður. Hann andaðist að Elli-
heimilinu ,,Grund“ þann 4. þ. m.
eftir langa legu.
Bjarnleifur fæddist á Sauðár-
króki 1. jan. 1875, yngstur barna
Maríu Þorkelsdóttur og Jóns
Sigurðssonar , er þar bjuggu alla
sína tíð.
Fyrri hluta ævinnar stundaði
hann sjómennsku; fyrst á opnum
bátum og síðan á þilskipum og
togurum. Eftir það lagði hann
aðallega fyrir sig skósmíðar.
Fyrir 5 árum missti hann konu
sína, Ólafiu Magnúsdóttur. Eftir
það varð hann aldrei samur og
áður, enda höfðu þau hjónin bú-
ið saman í blíðu og striðu í rúm-
lega hálfa öld og komið upp
stórum og myndarlegum barna
hóp.
Bjarnlejfur var einn þeirra,
sem ekki mátti vamm sitt vita
í neinu, góðúr og glaðlyndur mað
ur, sem öllum þótti vænt um,
sem kynntust, og þeir voru marg
ir á langri lífsleið. Hann var á-
hugasamur meðlimur í Góð-
templarareglunni og hefir það
eflaust létt honum að metta
marga munna á meðan börnin
voru ung og áursrnír fáir.
Það er stór hópur, sem syrgir
gamla manninn, þegar þess er
minnst að hann var faðir 12
barna og afi og langafi 52.
Blessuð sé minning hans.
B. Jónsson.
að vera svo til prentvillulausar.
Þessi bók er frumsmíð, og senfc
vænta má er hún ekki gallalaus.
Eh þrátt- fýrir það er hún merkt
verk, mér liggur við að segja
stórvirki. Það kemur ekki fyrir
á hverjum degi, að útlfendingur
gefi íslenzkri menningu betri
gjöf en séra Boots með þessari
miklu orðabók. Ef hann hefði
ekki haft áræði, dugnað og þekk-
ingu til að vinna stofninn að
þessu verki, hefði án efa lengi
dregizt að við eignuðumst við-
hlítandi fransk-íslenzka orðabók.
Mér finnst þetta verk svo ein-
stætt í sinni röð, að ég vil ekki
láta hjá líða að færa séra Boots-
pakklæti mitt og þjóðar minnar
fyrir það. Þáttur Þórhails Þor-
gilssonar í verkinu er einnig-
geysimikill, þar sem hann hefur
aukið handrit séra Boots um
' fullan þriðjung og sjálfsagt lag-
fært þýðingar orða og orðtaka og
' séð að miklu leyti um prófarka-
lestur. Þetta mikla verk hafa
þeir báðir unnið án þess að fá
eyrisstyrk frá hinu opinbera, c»
flestir, ef ekki allir, sem til þessa
hafa haft nýsmiði orðabóka með
höndum, hafa fengið inhvem
stuðning frá ríkinu, leyfi frá.
störfum eða hvorttveggja, eins og
eðlilegt má teljast.
ísafoldarprentsmiðja h. f. hef-
ur gefið út bókina. Hefur forlag'
þetta innt af höndum merkilegt
menningarverk með útgáfu orða-
bóka. Það getur verið, að það sé
gróðavegur að gefa út orðabæk-
ur þær, sem mikið eru keyptar
og notaðar, svo sem ensk-ísl. orða
bók eða dansk-ísl. orðabók. Þvi
miður held ég, að útgáfa fransk-
ísl. orðabókar beri sig seint fjár-
hagslega, en því fremur ber a&
fagna því, að enn eru til útgáfu-
fyrirtæki, sem hirða ekki alltaf
fyrst og fremst um ábatavonina.
Hafi svo höfundar orðabókar-
innar og útgefandi hennar þökk
fyrir þetta þarfa og merka verk.
Símon Jóh. Ágústsson.
Egypzkír hermenn
EDINBORG — Þessa sögðu sagði
I.ouis Mountbatten, lávarður, ný-
lega á fundi me6 uppgjafaher-
ihönnum í Eldinborg: Salah
Salem, upplýsingamálaráðherra
Egyptalaríds sýndi lítillæti sitt
með því að ganga fyrir 100
egypzka hermenn, sém senda
skyldi heim, og kvaddi þá tneð
handabandi.
Þegar hann hafði rétt 100, her-
manninum hönd sína uppgötýaði
hann, að gullúr sitt og gjull-
armband var horfið.
■v f