Morgunblaðið - 11.02.1954, Page 14

Morgunblaðið - 11.02.1954, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FimrRtudafrv’r 11. febr. 1954 SMGJS FÚRSYTMNNM - RÍKI MAÐURINN - ■ „ j > Eftir Jolm Galsworthy — Magnus Magnusson Islenzkaði Framhaldssagan 50 Það var þessi ósjálfráða samúð ásamt ósvikinni Forsyte þörf til þess að sýna, að hún dæmdi rétt um „litla skinnið“, sem kom Winifrid Dartie til þess að skrifa Irenu mágkonu sinni efirfarandi bréf: „Hinn 30. júní. Kæra Irena! Ég frétti, að Soames ætli til Henley á morgun og verði þar næturlangt. Mér fannst, að það gæti verið gaman að því ef við tækjum okkur til nokkur og brygðum okkur til Richmond. Vilt þú bjóða herra Bosinney, ég skal reyna að ná í Flippard unga. „Emily“ (þau kölluðu mömmu sína Emily — það var svo smell- ið) mun lána okkur vagn. Ég sæki þig og herrann kl. 7. Þín einlæg mágkona Winifred Dartie.“ P.S. Montague heldur að mið- degisverðurinn í „Chrown and Sceptre" sé sæmilegur. Montague var það nafn, sem Dartie gekk oftast undir, því að hann var fyrst og fremst verald- armaður. Annars hét hann fulfu iiafni Moses Montague Dartie. Þessi mannúðlega fyrirætlun hennar mætti meiri mótspyrnu hjá forsjóninni en ætla hefði mátt. Hún fékk þessar línur frá Flippard hinum unga: „Kæra frú Dartie! Get því miður ekki komið. Tvö boð komin á undan. Yðar Augustust Flippard“. Það var orðið um seinan að fara að leita eftir manni út um götur og gatnamót, en Winnifred var ráðsnjöll kona og afréð þeg- ar að notast við eiginmanninn. Hún var ein af þessum ákveðnu en þó umburðarlyndu ljóshærðu, vangafríðu konum með græn- leit augu. Og það kom sjaldan eða jafnvel aldrei fyrir að hún dæi ráðalaus. Dartie var í bezta skapi. „Eratic“ hafði ekki unnið Eancashire hlaupið. í rauninni hafði þessi fræga skepna, sem einn af stuðningsmönnum veð- hlaupavallarins átti, ekki tekið þátt í hlaupinu. Fyrstu fjörutíu og átta klukkustundirnar eftir hlaupið voru þær döprustu, sem Dartie hafði lifað. James fór aldrei úr huga hans, hvorki dag né nótt. Ef hugúrinn hvarflaði til Soames vöknuðu efasemdir og geigur og örlítill vonarneisti. Föstudagskveldið drakk hann sig fullan, svo mikið hafði honum orðið um þetta allt saman. Á laugardagsmorguninn varð áhættueðlið örvæntingunni yfirsterkari. Hann fór í bæinn með nokkur hundrug pund, sem áttu að ganga upp í skuld, og lagði það undir „Concertine", sem átti að hlaupa í „Saltown Bargough Handicap“. Hann sagði Scrotton major það þennan sama dag, er þeir snæddu saman í Iseeum klúbbnum, að Nathans, litli gyðingastrákurinn hefði gefið sér þetta ráð. Og sér væri þá fjandans sama. Hann væri í hundunum hvort sem væri. Og ef hann ynni ekki þá yrði „sá gamli“ að blæða. Flaska af Pal Roger, sem hann hafði rennt niður einn, hafði skapað hjá honum djúpa fyrirlit- ingu á James. Concertina vann, hálslengd á undan hinum. Þar munaði mjóu. En það var eins og Dartie gagði: „Það varð að hætta einhverju“. Hann var því enganveginn mót fallinn að bregða sér til Rich- mond. Sjálfur sagðist hann ætla að borga brúsann, því að hann dáðist mjög að Irenu og vildi gjarna, að þeim yrði vel til vina. Klukkan hálf sex kom þjónn frá Park Lane með þau skilaboð, að frú Forsyte þætti mjög fyrir, en einn af hestunum hefði of- kælst. En Winifred lét ekki þessi raunatíðindi á sig fá, en sendi samstundis Pubbus litla, sjö ára gamlan, með barnfóstrunni yfir til Montpellier Square. Þau ætluðu að aka í tvíhjóla vagni og vera komin til Crown and Sceptre kl. 7.45. Er Dartie var sagt þetta, geðj- aðist honum vel að því. Það var snöggtum betra en að aka þang- að og sriúa baki að hestunum. Hann hafði ekkert á móti því að sitja hjá Irenu. Hann hélt, að þau myndu taka hin í Montpellier Square og fá vagn þar. En þegar hann komst að raun um, að þau áttu að mætast í Crown and Sceptre, og hann átti að aka með konu sinni, varð hann önugur og bölvaði. Klukkan sjö lögðu þau af stað. Dartie bauð ökumanninum að veðja við hann tveim krónum, að hann æki ekki þangað á þrem stuiidarf j órðungum. Aðeins tvisvar töluðust hjónin við á leiðinni. „Soames mun verða hýr á svip inn, þegar hann fréttir það, að konan hans hefur ekið með Bosinney í tveggja manna vagni.“ „Vertu ekki með þetta slúður, Monty“, svaraði Winifred. „Slúður“, endurtók Dartie. „Þú þekkir nú ekki konurnar, góða mín.“ I hitt skiftið spurði hann að- eins: „Hvernig lít ég út? Er nefið ekki dálítið bláleitt? Það er ekki laust við það, að þetta kampavín sem Georg finnst svo mikið til um, rjúki upp í höfuðið á manni“. Hann hafði snætt morgunverð með Georg Forsyte í Haversnake klubbnum. Irena og Bosinney voru mætt. Þau stóðu við einn af stofuglugg- unum, sem vissi út að fljótinu. Gluggarnir voru þetta sumar opnir jafnt á nóttu sem degi. Angan af nýslegnu heyi og dagg- arilmur barst inn um opna glugg ana. Dartie, sem athugaði gesti sína vendilega, sýndist sem þau hefðu lítið notfært sér næðið. Þau stóðu þeygjandi saman. Bosinney var langsoltinn að sjá. Það var víst ekki mikið framtak í honum. Hann skildi þau eftir hjá Wini- frid og fór inn að panta matinn. Forsytarnir heimta alltaf kjarn góðan mat, en eru ekki sérstak- lega kræsnir, en Dartiarnir krefjast alls, sem Crown and Sceptre getur í té látið. Fyrir slíka menn, sem hafa engar áhyggjur af morgundeginúm, er ekkert ofgott. Þeir vilja fá það bezta, sem völ er á. Þegar greltt er með peningum sem eru annara eign, er engin ástæða til þess að neita sér um nokkuð. Og Darti- arnir hafa það ekki fyrir sið að neita sér um hlutina. Það bezta af öllu! Skynsam- legar getur sá maður ekki farið að, sem á efnaðan og tekjuháan tengdaföður, sem hefur mætur á barnabörnum sínum. Og þess- um veikleika hjá James hafði Ðartie veitt eftirtekt þegar eftir j komu Publius litla í þenna heim, * og hann hafði hagnast vel á þess- ari mannþekkingu sinni — Fjór- ir litlir Dartiar voru nú einskon- ar ævilöng líftrygging. Aðalrétturinn var tvímælalaust Ijúffengur silungur, borinn fram með ís og madeira, og tilreiddur eftir þeim listarinnar reglum, sem aðeins örfáir menn í öllum heiminum þekkja. Annars bar ekkert óvanalegt við nema það, að Dartie greiddi reikninginn. Hann lék á alls oddi meðan setið var að snæðingi. Augu hans, sem ljómuðu af aðdáun, hvíldu stöðugt á líkama og andliti Irenu. En hann varg að játa það fyrir sjálfum sér, að honum hefði ekki tekizt að fá hana til við sig. Hún var kuldaleg, álíka kuldalega og hvítar herðarnar undir bleikum knipplingunum. Hann hafði gert Álfkonan hjá IJIIarvötnum 4. „Það vildi ég, faðir minn, að þú kæmir til Ullarvatns að- fangadagskvöld jóla, og að þú fengir með þér prestinn, séra Eirík. Þá þið komið þangað, munuð þið sjá bæ minn, og hann standa opinn. Þið skuluð ganga í bæinn, og bið prestinn að standa í göngunum, og taka á móti konu, er koma mun úr baðstofu, og sjá svo til, að eigi sleppi úr höndum hans, því að þar ligg- j ur mikið við. En þú skalt ganga í baðstofu og standa á gólfi og guða þar. Geti þetta ekki orðið á þessu kvöldi, þá verður það ekki síðar, og fær þú þá aldrei séð mig oftar.“ Sigurður fór þá á burt, en bóndi vaknar og hugsar um drauminn, og ásetur sér að gera það, sem Sigurður bað hann um í svefni. Því að draumur þessi muni ekkert heilarugl vera, heldur sönn vitran. Finnur hann nú prestinn, séra Eirík, og segir honum frá því, er Sigurður talaði við hann í svefninum. Prestur segir, að það muni satt vera, því að sig hafi löng- um grunað, að hann væri haldinn hjá álfum. Og segist hann fara með bónda, að hverju sem yrði. Þegar tími þótti hentugur að fara, búa þeir sig tveir til ferðar, prestur og bóndi, og fara svo af stað. Koma þeir svo að Ullarvötnum aðfangadagskvöld fyrir jól. — Þeir sjá bæinn, og stendur hann opinn. Síðan ganga þeir inn, prestur stendur í göngum, en bóndi gengur í bað- stofu. , ,_. ICVENBOMSUR í ölltrm sfærðum Verð frá 45 krónum 12 litir NÝUNG! M. a.: Vatteruð bómullarefni, sem ekki þarf að fóðra. ■ MARKAÐURINN | Bankastræti 3 ........................... ................■•■•■■•...... ný sending MARKAÐURINN Laugavegi 100 ■■■■■■■■■■■ Sniðkennsla Námskeið í kjólasniði hefst hjá mér 15. febrúar. Þær, sem óska eftir kennslu hjá mér, gjöri svo vel og gefi sig fram sem fyrst. Tek einnig á móti umsóknum á seinni námskeið. — Óskað hefur verið eftir kennslu í að sníða herra- og drengjabuxur. Nemendur, sem óska eftir þátttöku í því, gefi sig einnig fram sem fyrst. Sigríður Sveinsdóttir, meistari í dömu- og herraklæðaskurði. Sími 80801. Mjög falleg dönsk borðstofuhúsgögn og frönsk K O M M Ó Ð A, til sölu og sýnis í Máva- hlið 2, I. hæð, klukkan 1—7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.