Morgunblaðið - 12.02.1954, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.02.1954, Qupperneq 1
16 síður 41. árgangur. 35. tbl. — Föstudagur 12. febrúar 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsint Dawson vili verja 2 mil'j. punás lil sð kaupa vörubirnðir Mestu njósnir í Noregi: Njósitarmn stóð í beinu som brezka maWælarteytisins bnndi við rússneskn sendirúðið GEORGE DAWSON hefir enn komið löndum sínum á óvart eftir því sem stórblaðið Daily Express segir s.l. mánudag. Helgar það honum mikið rúm á fyrstu síðu þann dag, en tilefnið er, að hann hefir boðizt til að kaupa birgðir brezka matvælaráðuneytisins. BÝÐST TIL AÐ LEGGJA FEAM» 2 MILLJ. PUNDA Segir biaðið, orðrétt eftir hon- um: „Ég hefi boðið fram 1,02 milljónir punda í reiðu fé til kaupa á niðursoðnu kjöti og ávaxtasafa ráðuneytisins. Auk þess er ég reiðubúinn til að kaupa birgðir þess af þurrmjólk, súp- um o. s. frv. Ég get lagt 2 millj. punda á borðið í þessum viðskipt- um og það mundi spara brezkum húsmæðrum drjúgan skilding. Þær hafa greitt fyrir þessar vör- ur í sköttum, hví ekki að selja þenna varning, sem rýrnar hröð- um skrefum við geymslu, og láta húsmæður njóta góðs af?“ FREISTAÐI HÚSMÆÐRA MEÐ GÓDUM FISKI Blaðið kynnir Dawson með þeim orðum, að hann hafi grætt fé á brotajárni og hernaðarvarn- ingi, seiíi ekki reyndist þörf fyr- ir. „Nýlega freistaði hann líka brezkra húsmæðra með ódýrum fiski, og tapaði 100 þús. pundum á því“. Dawson segist hafa allgóðan markað fyrir matvæli ráðuneyt- isins í Arabaríkjunum. — Þess rpá geta, að ráðuneytið hafnaði •tilboði fésýslumannsins. MOSKVU, 11. febrúar — Rússar hafa fallizt á að veita Finnum lán, sem nemur 40 millj. rúblna í dölum, gulli eða annarri mynt, segir rússneska blaðið Izvestia. Lánið er til 10 ára. Teningum varpaS um arfinn DETROIT — Auðugur kaupsýslu maður í Detroit, sem nýlega er látinn, arfleiddi 51 vin sinn að 2,5 milljónum króna. í arfleiðslu- skránni segir, að þeir eigi að labba sig inn í eitthvert veit- ingahús í borginni og setjast þar að dýrum krásum og drekka góð vín með, allt á kostnað arfleið- anda. Þegar þeir vinir eru vel mettir orðnir og vel á sig komnir að öðru levti, eiga þeir að taka tii við arfskiptin, með nokkuð ó- venjulegum hætti að vísu. Eiga þeir að varpa teningum um, hversu mikið skuli koma í hlut hvers þeirra. \ vlf Thule KAUPMANNAHÖFN, 11. febr. — Danska forsætisráðuneytið hef ur einráðið, að heitið Thule i Grænlandi skuli frá 1. apríl ekki framar notað um gömlu byggð- ina með því nafni, þar sem Græn lendingar hafa verið fluttir það- an á brott. Hafa Bandaríkjamenn komið upp miklum mannvirkjum á þeim slóðum. Thule-nafnið á að fylgja Græn lendingunum, og verður það þannig heiti á nýja bænum, sem nú er í smíðum við Qunaq Út- varpsstöðin í gamla Thule verð- ur ekki flútt. Hún kallast fram- vegis Dundas-radíó. Var samvinna með flokki Ásbjamar og sænskum og dönskum njósnurum! OSLÓ, 11. febr. — Njósnir þær, sem komizt hefir upp um í Noregi, eru aðalumræðuefni margra Norðurlandablaðanna undanfarna daga, enda eru hér mestu njósnir í sögu Noregs. í dag var enn einn maður úrskurðaður í varðhald, svo að þeir eru 12 alls, esem lög- reglan heldur í gæzlu. Lögreglan hefir ekki gefið upp nöfn allra þessara manna. Svo mikið er þó víst, að forsprakkinn er gamal- gróinn kommúnisti Ásbjörn Sunde að nafni. Liðþjálfi úr hernum er við málið riðinn, járnsmiður í Osló og kona hans, mágkona Sundes og sá, sem tekinn var höndum í dag, er úr lögreglunni. Fáfæk börn MARYSVILLE, Kaliforníu, 11. febr. — Frú Muriel Roclyjfeller, dótturdóttir olíukóng/ns J. D. Rockefeller, missti mann sinn skömmu eftir giftingu. Hún hefur verið ekkja um árabil, en nú hefir frétzt, að hún hafi ættleitt 2 litla drengi af fátæku foreldri. Þessir snáðar verða ekki á nástrái ! héðan af, því að fullyrt er, að þeir muni erfa um 650 milljónir j króna eftir kjörmóður sína. Gfæpamenn eru þjéðfélaginu dýrir WASHINGTON, 11. febrúar — Afbrotamenn í Eondaríkjunum kosta hverja fjölskyldu um 8000 kr. á ári að meðaltali. Á móti hverjum dal, sem varið er til fræðslu- og menntamála, er var- . ið 1,82 vegna afbrotamanna. í skýrslu, sem þingnefnd hefir [ fengið um þessi mál, se^ir enn- fremur, að árið 1953 hafi stór- glæpur verið framinn 15. hverja sekúndu í aBndaríkjunum. Fyrra misseri ársins var á 4,3 mínútna fresti framið moT'ð, gerð tilraun til morð o. þvl. NOREGUR — SVÍÞJÓÐ, DANMÖRK Vegna þess, hve lögreglan er þögul um málið, hafa komið fram margar ágizkanir í Norðurlanda- blöðum, einkum brjóta menn heil ann um, hvort samband muni milli þessa njósnamáls og njósn- ara, sem komizt hefir upp um í Svíþjóð og Danmörku. NJÓSNIR UM VARNIR Þetta mál er á borð við njósna- mál það í Svíþjóð, sem kennt er við alræmdan njósnara þar Hild- ing Andersson að nafni. Aðalvið- fangsefni njósnaflokksins hyggja menn, áð hafi verið að afla upp- Vélskipið Gissiir hvíli sökk í gær á svipstundu eftir árekstur í Faxaflóa Giffusamleg björgun áhafnar I GÆRDAG varð sjóslys hér úti í Faxaflóa, er tvö skip rákust á. — Annað þeirra, Gissur hvíti, sem gerður er út frá Borgarnesi, sökk á fáeinum mínútum. Hitt skipið í árekstri þessum, Rifsnes frá Revkjavik, bjargaði allri áhöfninni af bátnum, 12 mönnum. Rifsnes sakaði ekki. VAR AD KOMA ÚR RÓÐRI Árekstur þessi varð um kl. 3 í gærdag um 36 sjómílur frá Reykjavík. — Annað skipið, Gissur hvíti var á leið til Borg- arness úr fyrsta róðri sínum á vertíðinni, með um 20 tonn af fiski, eftir fimm daga útivist. SKIPVERJAR UPPI Rifsnes var á leið út á miðin er áreksturinn varð. Skipstjórinn Gísli Gunnarsson, Vesturgötu 52, var á stjórnpalli. Stefni Rifsness, sem er járnskip, kom á stjórn- borðshlið Gissurar hvíta, rétt aft- an við miðju. — Skipverjar á bátnum voru allir uppi, en skip- stjórinn Bjarni Gíslason, Hraun- teigi 10, svaf er þetta gerðist og var háseti við stýrið. SKAMMT HAFÐI VERIÐ MII.LI SKIPANNA Skipstjórinn á Rifsnesi gerði tilraun til að forða árekstrinum, með því að ’se.tja á fulla ferð afturá bak, en allt kom fyrir ekki, enda var skammt milli skipanna, sem bæði höfðu verið á fulltri ferð. ÁREKSTURINN Þar sem stefnið kom á stjórn borðshlið Gissurar hvíta' gekk það 2—4 fet inn í skipið og skipti það engum togum að það tók þeg- ar að sökkva. — En án þess að hreyfa Ril’snes frá beim stað sem það var, að árekstrinum aðstöðn- um, tókst að ná sjö mönnum af 12 manna áhöfn Gissurar hvíta, upp í Rifsnesið, en fimm fóru í sjóinn. GIFTUSAMLEG BJÖRGUN Einn hásetanna á Gissuri hvíta var lcngra frá félöguin sínum fiinm, sem í sjóinn fóru og hægt var án frekari tafa að draga upp í skiuið. — Þessum manni bjarg- aði einn hásetanna á Rifsnesi, Elís Bjarnason, Knoxbúðum B-9, með því að synda til hans með línu og bjargaði hann lífi manns- ins. TIU MINUTUR LIÐU í samtali sem tíðindamaður Mbl. átti við skipstjórana i gær- kvöldi um klukkan hálf ellefu, er Rifsnes kom til Reykjavíkur, bar þeim saman um það sem var aðalatriðið, að björgun áhafnar- innar á Gissuri hvíta hefði ekki getað heppnast betur. — Ekkert fum, engin mistök. — Um 10 mín. munu hafa liðið frá því að árekst urinn varð, þar til skipbrotsmenn voru allir komnir um boð í Rifs- nes, en þá var Gissur hvíti horf- inn í djúpið. Gissur hvíti hét áður Blakknes. Þetta var 100 tonna skip, sem Borgnesingar höfðu tekið á leigu, en eigandi bátsins var Baldur Guðmundsson útgerðarmaðpr hér í Reykjavík. Sjóréttur mun að sjálfsögðu fjalla um máli,ð. Asbjörn Sunde. lýsinga um hafnarmannvirki, flotastöðvar og skipasmíðastöðv- ar, áhafnir skipa og skip. Einnig hafa njósnararnir látið mál til sin taka, sem varða varnir landsins á ýmsa aðra lund. HLUTUR RÚSSNESKA SENDIRÁÐSINS Asbjörn Sunde hefir síðan stríði lauk staðið í beinu sam- bandi við rússneska sendiráðið í Osló. Og handtekinn var hann, er hann var á leið til fundar við rússneskan starfs- mann. Þannig eru menn ekki í neinum vafa um, að hlustur rússneska sendiráðsins í þessir máli sé heldur en ekki skugga legur, svo að það hljóti að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir starfsmenn þess. Menn eru ekki í vafa um, að „vinnu- veitendur" Asbjarnar og hysk- is hans eru innan veggja rúss- neska sendiráðsins í Osló. Er þess skemmst að minnast að í njósnum þeim, sem komst upp um í Norður-Noregi fyrir jól var Rússi aðalforsprakki. Ekki er þó talið, að samband sé milli njósnaranna þar og hinna. sem teknir hafa verið höndum í höfuðborginni. LÖGREGLAN HLERAÐI Ljóst er nú orðið, að rann- sóknarlögreglan hefir aflað sér fullkomnustu gagna áður en hún hófst handa. Hafði hún m. a. að- gang að kjallara undir íbúð As- bjarnar. Þar hleraði hún löngum eftir, hver launráð voru brugguð uppi. Var allt hið merkasta tekið á segulband. HVE MIKIÐ GREIDDU RÚSSAR Lögreglan hefir gert húsrann- sókn hjá öllum þeim, sem teknir hafa verið höndum og lagt hald á fjölda skjala. M. a. hefir lögregl an marga reikninga í höndunum; það hefir kostað mikið að halda öllu liðinu úti. Menn telja víst, að „vinnuveitendur“ Asbjarnar hafi borgað brúsann. Rannsóknar lögreglan vonar við nákvæma rannsókn að geta séð, hve mikið Rússar hafi greitt Asbirni mánað arlega til rekstrar njósnaflokkn- um, og hve mikið hann hefir haft fyrir sinn snúð. TRAUST NJÓSNAKERFI Flestir þeirra, sem njósna- flokkinn skipa. voru í andspyrnu hreyfingunni stríðsárin. Öll ár- ir. eftir stríð hafa þeir staðið í nánu sambandi við Asbjörn Sunde og aðstoðað hann við að spenna njósnaneftið um Osló og Vestfoldu. EKKI í FLOKKNUM Forsprakkinn er ekki félagi í kommúnistaflokknum norska en hann hefir aldrei farið í launkofa með að hann sé kommúnisti. Það er tvímæla- laust eftir ósk húsbænda sinna, sem hann hefir ekki gengið í flokkinn. enda í sam ræmi við starfsaðferðir þeirra amxirs staðar. FÆDDUR KOMMÚNISTI Njósnaflokkur Sundes hefir víða leitað til fanga, og sýnt er, að öllum brögðum hefir verið beitt til að komast yfir leyndar- mál. Allir, sem hafa kynnzt As,- birni Sunde fyrir stríð eða síðan eru á einu máli um, að hann sé ekki lamb við' að leika sér, ósvik- inn skelmir að upplagi. Á ungum aldri olli hann skelfingu um borð í öllum þeim skipum, sem hann réðst á og loks sá enginn sér fært að tjónka við hann. Eftir að hann kom í land gerðist hann virkur kommún- Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.