Morgunblaðið - 12.02.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.1954, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. febr. 1954 MORGVNBLAfílÐ e Grundvölliir og sturíssvið hinnor nýju Iðnuður ( FYRIR nokkru hélt Bragi | Ólafsson, verkfræðingur, for- 1 stjóri hinnar nýju Iðnaðar- ! málastofnunar tvö útvarps- j erindi um aðdraganda og starfsemi stofnunarinnar. En í Iðnaðarmálastofnunin tók til ! starfa í nóvemher s. I. ★ ★ í upphafi erindanna gat Bragi þess að á árinu 1950 hefðu hátt á 9. þúsund manns unnið við iðnaðarframleiðslu og námu kaupgreiðslur réttum 200 millj. kr. Samanlagt verðmæti fram- leiðslunnar varð um 800 millj. kr. en verðmætisaukningin nam um 333 millj. króna. Hefur aukning iðnaðarfram- leiðslunnar í landinu verið stór- stíg á undanförnum áratugum, því að á árunum 1930—’40 hafði 1/5 hluti þjóðarinnar framfæri af iðnaði en 1950 þriðjungur þjóðarinnar. í erindi sínu minnti Bragi Ólafsson á ummæli Ólafs Thors þáverandi iðnaðarmálaráðherra í skipunarbréfi til nefndar til að gera tillögur um bætt vinnu- skiiyrði og hagkvæmari vinnu- brögð við íslenzkan iðnað. En í skipunarbréfinu sagði orðrétt: „í áratugi hefur á sviSi land búnaðar og fiskveiða verið rekin af hálfu hins opinbera all víðtæk leiðbeiningarstarf- ^semi um bætt vinnuskilyrði og hagkvæmari vinnubrögð. Iðjureksturinn, yngsta aðal- atvinnugrein landsmanna, hef ur orðið útundali í þessu efni og er því ljóst að þar er ekki síður þörf endurbóta". IVIeð Iðnaðarmálastofnuninni hefur íslenzki iðnaðurinn fengið sína eigin leiðbeiningastofnun. Bindur iðnaðurinn miklar vonir við stofnunina og væntir þess að hún verði lyftistöng fyrir ís- lenzkan iðnað. Hér fara er.indi Braga Ólafssonar á eftir, allmik- ið stytt. 1 NÁGRANNALÖNDUM vorum, sem lengra eru á veg komin í iðnaði, hafa þróast ýmsar stofn- fflnir til aðstoðar og leiðbsining- fflr iðnaðinum. Eru þar ýmist hrein ríkisfyrirtæki eða allsjálf- stæðar skoðanir, sem studdar eru sameinginlega af ríki og iðnaði. Allar þessar stofnanir hafa reynzt ómetanleg lyftistöng sér- hverri iðngrein, enda varið til þeirra stórkostlegum fjárfúlgum árlega. ÍÐNAÐARDEILD OG RANNSÓKNARRÁÐ Að undanskildum fiskveiðum ■og landbúnaði, hefír verið kom- ið á fót hér á landi tveimur mik- ilsverðum stofnunum iðnaðinum til stuðnings, þ. e. Rannsóknar- ráði ríkisins og Iðnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans. Báðar þessar stofnanir eru þegar orðn- fflr all rótgrónar og hafa unnið mikið gagn. í stórum dráttum er hlutverk Rannsóknarráðsins ,að afla upplýsinga og framkvæma fflthuganir á náttúrugæðum iands- ins, burt séð frá því, hverja hag- nýta þýðingu hvert verkefni fyrir sig gæti haft í þann svipinn. Hlut- verk Iðnaðardeildarinnar er, aft- ur á móti, að annast aliskonar hagnýtar rannsóknir á efnasam- setningu, eðliseiginleikum og styrkleika þeirra efna, sem til iðnaðar eru notuð. Mest af verk- efnum Iðnaðardeildarinnar eru til komin á þann hátt, að einstök íyrirtæki senda inn beiðni um rannsóknir á tilteknum hlutum. ENGIN STOFNUN FEKKST EINGÖNGU VIÐ IÐNAÐ Augljóst er, að hvorug þess- ara stofnana fæst við iðnaðarmál í heild, enda aldrei ætlað það hlutverk. Eins og ég gat um áðan, eru þegar til í nágrannalöndunum stofnanir, sem annast iðnaðar- mál á hinum ýmsum sviðum, og það er síður en svo, að mönnum hér hafi ekki verið Ijós þörfin á itÉSnsiðliMHfflf Islands A Erindi Braga CHafssonar forstjóra því að skipuleggja mál iðnaðar- ins í landinu með tilliti til tekn- iskra sjónarmiða. FRUMKVÆD’ GÍSLA JÓNSSONAR Á Alþinpi 1947 lagSi G'sli Jónsson, alþingismaður, fram frumvarp til la^a um Iðnaðrr málastjórn og framleiðsluráð. Þetta frumvarp endurflutti hann á hverju þingi fram til ársins 1951, en aldrei náði það samt fram að ganga. Frumvarp Gísla er mjög ítar- legt og áhrærir, að ég held að engu undanskildu, allt það, sem varðað gæti iðnaðinn í landinu. I 3. grein frumvarpsins segir: Að stuðla að umbótum á vinnslu og meðferð framleiðslunnar m. a. með þvi: a) að fylgjast með cllum nýj- ungum, sem fram koma meðal annara þjóða í iðnaðarmálum, og iáta þær iðnrekendum i té; b) að leiðbeina iðnrekendum um endurbætur á vélum, húsa- kynnum og vinnutilhögun i iðju- verum; c) að leiðbeina iðnrekendum um meðferð hráefna og á hvern hátt megi gera þau sem verðmætust, t. d. með blöndun annara efna; d) að halda uppi sífelldum til- raunum til endurbóta á hinum ýmsu sviðum iðnaðarins. í 4. grein segir: Að stuðla að því, að ekki sé fluttur inn full- unninn varningur ef unnt er og hagkvæmt að vinna hann hér á landi, heldur sé hann fluttur inn á því stigi, sem hann er ódýrast- ur, en þó hæfur til að vinnast að fullu í islenzkum iðjuverum. Þetta er einmitt kjarninn í störfum þeim, sem almennt er ætlast til, að tæknimiðstöð hafi með höndum. Ljóst er, að ekki hefir verið kastað til höndunum við undir- búning að þessu merkilega frum- varpi, og vafalaust hefur það markað djúp spor í framkvæmd síðari aðgerða um stofnun tækni- miðstöðvar, þótt það næðj ekki sjálft fram að ganga. SKRIÐUR KEMST Á MÁLID Snemma á árinu 1951 skipaði Olafur Thors, þáverandi atvinnu málaráðherra, þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur um bætt vinnuskilyrði og hag- kvæmari vinnubrögð við íslenzk- an iðnað. Formaður þessarar nefndar var Þorbjörn Sigurgeirs son, framkvæmdastjóri Rannsókn arráðs ríkisins. Með skipun þessarar nefnd ar hefst saga Iðnaðarméla-! stofnunarinnar, eða tæknimið- stöðvarinnar hér á landi. Síðar . á árinu skilaði nefndin áliti, þar sem lagt var til, að komið yrði á fót tæknimiðstöð fyrir verksmiðjuiðnaðinn í landinu, með það að markmiði að auka afköstin og láta í té hverskon- ar tæknilega fyrirgreiðslu, sem iðnrekendur vanhagar um. Skipa skyldi þriggja manna nefnd, iðnaðarmálanefnd, til þess að skipuleggja starfsem- ina, Nefndinni yrði heimilað að ráða til sín ráðunaut um iðnaðarmál og sé hann verk- fræðingur að menntun. Fé til þessa verði veitt úr ríkissjóði og verði framlagið fyrsta árið 100 þúsund krónur. IDNAÐARMÁLANEFND Álit nefndarinnar var sam- þykkt og skipaði Björn Ólafsson, þáverandi iðnaðarmálaráðherra, i i hina nýju nefnd, Iðnaðarmála- j nefndina, þá Þorstein Gíslason . frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- | anna, Kristjón Kristjónsson frá Sambandi íslenzkra samvinnufé- Bragi Ólafsson, forstjóri Iónaúarmálastofnunarinnar. laga og Pál S. Pá^sson frá Félagi íslenzkra iðnrekenda og er hann formaður nefndarinnar. Verkefni nefndarinnar var nánar skilgreint í skipunarbréf- inu og þar m. a. tekið fram, að hún eigi að gera tillögur um, hvernig efla megi iðnaðinn í land inu með aukinni tæknilegri að- I stoð, bættum vinnubrögðum og hagnýtingu erlendra nýjunga á sviði iðnaðar, og gera tillögur um | eftirlit með vörugæðum innlends (iðnaðar í því skyni að hef ja iðn- ! reksturinn á hærra stig í vöndun framleiðslunnar. Nefndinni var einnig heimilað að hefja tilrauna- framkvæmdir um tæknilega fyr- irgreiðslu og aukin afköst, og fékk hún til umráða í þessu skyni I hin umbeðnu 100 þús. krónur úr ríkissjóði. I 1952 vann nefndin að því með jþessu framlagi að leggja grund- völl að tæknilegu aðstoðinni. Að þeirri tilraunastarfsemi lokinni i lagði nefndin til að veittar yrðu 250 þús. krónur á fjárlögum til stofnsetningar iðnaðarmálaskrif- stofu. En endanlega fékk Iðnað- armálastofnunin 200 þús. kr. til ráðstöfunar. STARFSVIÐ IÐNADAR- MÁLASTOFNUNAR Lög um starfssvið Iðnaðarmála- stofnunar íslands hafa enn ekki verið sett, en Alþingi hefir við- urkennt tilveru stofnunarinnar með því að veita henni stofn- og rekstrarfé á fjárlögum yfirstand- andi árs. Starfar þvi Iðnaðar- málanefnd enn að uppbyggingu stofnunarinnar i samræmi við fyrirmæli bréfs iðnaðarmálaráð- herra, dags. 28. febr. 1953, en þar sagði, svo sem getið var í lok fyrra erindis, að starfssvið henn- ar skyldi vera: Að veita iðnaðinum tækni- lega aðstoð. Að vera hækistöð fyrir gæða mat iðnaðarvara. Að safna skýrslum um allan iðnrekstur í landinu og leggja grundvöll að slíkri skýrslu- söfnun árlega. STARFSVIÐIÐ NÁNAR ÚTFÆRT Þessi þrjú höfuðatriði í starfssviði stofnunarinnar hef- ir nefndin útfært nánar og hef ir hugsanlegur verkefnalisti hennar því verið ákveðinn sem hér segir: 1. Fræðsla um iðnrekstur og stjórn hans: t.d. með fyrir- lestrahaldi, umræðufundum, kvikmyndasýningum og kynn ingarstarfsemi meðal iðnrek- enda. 2. Tæknileg aðstoð og upplýs- ingastarfsemi: Með því að veita þeim, sem fást við iðnað, upplýsingar um aðsteðjandi vandamál, eða gera tilraun til þess að afla þeirra annarsstað ar frá. 3. Tillögur um aukningu iðn- aðarstarfsemi: Með því að hafa forgöngu um rannsóknir og athuganir á möguleikum til vinnslu verðmæta úr hráefn- um, sem fyrir hendi eru í land inu eða æskilegt þætti að flytja inn frá öðrum löndum. 4. Verknýting við framleiðslu: Með því að framkvæma athug nu á vinnutilhögun, vinnuað- stæðum og framleiðslutækjum ákveðins fyrirtækis; gera síð- an tillögur um breytingar, sem miða að aukinni verk- nýtingu. ÚTGÁFA TÍMARITS OG IÐNFRÆDSLA 5. Útgáfa tímarits um tæknileg efni: Með sérstöku tilliti til þeirra nýjunga, sem hverju sinni eru efst á baugi, birta frumsamdar eða þýddar grein- ar um tæknileg efni, vera vett- vangur fyrir almennar um- ræður um allt það, er varðar iðnaðarmál. G. Iðnfræðsla og verknám fyrir verksmiðjuverkafólk: t. d. með bóklegri kennslu, fyrirlestra- haldi, kvikmyndasýningum og hagnýtu verknámi í vissum greinum. 7. Koma upp tæknilegu bóka- safni: þar sem þeir, sem við iðnað fást geta fengið aðgang að tímaritum og tæknilegum bókum. Síðar meir verði bæk- ur lánaðar út. GÆÐAMAT OG SKÝRSLU- SÖFNUN Gæðamat á innlendum fram leiðsluvörum: Með því að afla tækja til gæðaprófunar og að- stoða framleiðendur við að framleiða vörur sínar að gæð- um og stærðum samkvæmt viðurkenndum „normum" eða „standörðum"; þýða og um- semja erlendar „normur" til notkunar við íslenzk skilyrði og að stofnunin eigi ávallt til allar „normur" helztu iðnaðar- þjóða og haldi þeim við. 9. Árlega skýrslusöfnun um ís lenzkan iðnað: vinna úr slík- um skýrslum, hagnýta niður- stöður, sem geti gefið vísbend ingar um ástand og horfur í iðnaðarmálum þjóðarinnar á hverjum tíma. Ileppilegast væri að slík skýrslusöfnun væri framkvæmd í náinni sam vinnu við Hagstofu íslands. 10. Vera ríkisstjórn landsins til ráðuneytis um tæknileg vanda mál: Meðal annars með því að framkvæma athuganir á ástandi vissra framleiðslu- greina og gera tillögur til úr- bóta; aðstoða opinberar láns- stofnanir, til þess að gera sér grein fyrir fjárþörf einstakra fyrirtækja til uppbyggingar, stækkunar eða endurbóta. Þá væri athugandi fyrir ríkis- valdið að fela stofnuninni umsjá einkaleyfasafnsins og skráningu þess, því eins og stendur er þessi þjónusta á 'ófullnægjandi grund- velli. REYNSLA ÁÐUR EN LÖG ERU SETT Þegar Alþingi setur lög og' starfsreglur fyrir stofnunina, hvort sem það verður á þessú þingi eða því næsta, verðpr vænt 1 anlega allt form hennar fellt í jfastari skorður og yfirstjórn hennar þannig skipuð, að fulltrúi ar allra þeirra aðila, sem við iðn- að fást, hafi þar hönd í bagga. Má að mörgu leyti líta á það sem heppilega ráðstöfun, að dálitil reynsla fáist í starfi, áður en lögi in verða sett. AÐEINS TÆKNILEG VERKEFNI Þá er augljóst af verkefnalist- anum, að öll starfsemi stofnun- arinnar er á tæknilegum sviðum og hún mun ekkert fást við fé- lagsleg vandamál, enda er eðli- legast að þau séu í höndum hags- munasamtaka hvers aðila um sig'. Á þessu sviði — hinu tæknilega — á stofnunin að vera óvilhailuf og sjálfstæður aðili, sem þjóni jafnt ríkinu sem einstaklingum. Þessi aðstaða er nauðsynleg slíkri stofnun, enda eru þær þannig settar í'öðrum löndum. SAMSTARF VIÐ EFNAHAGS- SAMVINNUSTOFNUNINA Að lokum gat Bragi Ólafsson sérstaklega hins mikilvæga hlut- verks Iðnaðarmálastofnunarinn- ar, þar sem hún ætti að hafa milligöngu um útvegun aðstoðar og ráðlegginga til iðnaðarins erlendis frá. Minntist hann í þvá sambandí sérstaklega á það að á vegum Efnahagssamvinnustofn- unarinnar (Marshallhjálparinn- ar) hefur nú nýlega verið sett á lac—tnar tæknimiðstöð í París. Verður þessi tæknimiðstöð alls herjar tengiliður og móðurstofn- un tæknimiðstöðva aðildarríkj- anna. Getur því tæknimiðstöð hvers lands leitað til þessarar stofnunar um aðstoð við lausn þeirra vandamála, sem hún hef- ur sjálf ekki tæki eða sérfræð- inga til þess að ráða fram úr. En þetta hefur stórkostlegt gildi í náinni framtíð fyrir hinn unga, íslenzka iðnað, ef vér færum oss þessa þjónustu réttilega í nyt. FYRSTU SPORIN Geta stofnunarinnar til aðstoð- ar við iðnaðinn verður af eðli- legum ástæðum minni fyrst um sinn, á meðan verið er að útvega tæki og gögn til starfrækslunn- ar, en væntanlega verður búið’ að koma henni í fast horf eftir svo sem fjórs til sex mánuði. Stofnunin er, samt sem.áður, tek- in til starfa og býður mönnum upp á þá þjónustu, sem efni standa til að veita. Fyrir hönd stofnunarinnar vil ég leyfa mér að þakka öllum þeim mörgu, sem stutt hafa aS framgangi hennar með ráðum og dáð. Ennfremur heiti ég á menn að styðja hana og styrkja til vax- andi getu i framtíðinni og stuðla að því, að hún verði fær um að veita íslenzkum iðnaði þá aðstoð og þjónustu, sem til er ætlazt. Kjörorð Iðnaðarmálastofnun- ar íslands eru: Verknýting, vöru- vöndun og aukin afköst í íslenzk- um iðnaði. Kvöldskemmtunin í áusíurbæjarbíói KVÖLDSKEMMTUN Ráðninga- stofu skemmtikrafta í Austur- bæjarbíói í fyrrakvöld og í gær- kvöldi var mjög vel sótt. Húsfyll- ir var bæði kvöldin og skemmti- atriðum vel fagnað. Kynnir var Höskuldur Skagfjörð. Tveir.ung- ir menn sungu úr ,,Gluntarna“ og var söng þeirra mjög vel tekið. Þá sungu Öskubuskur og voru klappaðar upp hvað eftir annað. Piltur, sem nefndi sig Kóras, söng /Úgauna -söngva og munn- hörputríó Ingþórs Haruldssonar lék. Tveir Jónar sýndu töfra- brögð og að lokujn spilaði Boogie Woogie tríó og með því kom fram blökkumaðurinn A1 Alti- mothy sem bæði söng og lék ein- leik á tenórsaxafón. Var hon- um tekið forkunnarvel. — A1 Altimothy er vel þekktur hljóm- leikamaður og söngvari i Evrópu og hefur hann spilað með flest- um þekktum hljómsveitum bæði í Evrópu og Ameríku. — A1 Altimothy spilar aðallega með hljómsveitum í London en þar er hann búsettur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.