Morgunblaðið - 12.02.1954, Side 11

Morgunblaðið - 12.02.1954, Side 11
Föstudagur 12. febr. 1954 MORGIISBLAÐIÐ 11 imig í DAG er til moldar borin frú Hólmfríður Sigurgeirsdóttii Geir tíal, fyrrverandi ljósmóðir í Grímsey. Frú Hólmfríour var fædd að Parti i Aðaldal 19. júlí 1879, dótt- ir Sigurgeirs Stefánssonar bónda | þar og konu har.s Jóhönnnu Páls- tíóttur. Tvo albræður átti hún, þá Benedikt og Kristján, sem báðir bjuggu í Húsavík, en eru jtú látnir. Hólmfriður átti þrjá! hálfbræður af fyrra hjónabandi móður sinnar, þá Pál Stefánsson kaupm. á Þverá, Jón bónda á I Hreiðarsstöðum í Fellum og Guttorm bónda á Síðu í Víðidal, eru þeir allir látnir. Hóimfrlður missti föður sinn á unga aldri, og ólst upp með móður sinni, sem vann fyrir sér og þrem börnum sínum í hús- mennsku á ýmsum bæjum í Að- eldal. Um tvítugt réði Hólmfriður sig í vist á Akureyri til Jakobs kon- súls Hvasteen og lærði þá jafn- framt klæðskeraiðn, setti síðan upp klæðskeraverkstæði á Húsa- vík og vann að því á vetrum en var í kaupavinnu á sumrin. Á Húsavík kynntist hún Stein- ólfi Eyjólfssyni Geirdal, sem var þar mikill framfaramaður og hafði mörg járn í eldinum, svo sem tógvinnuvélar, útgerð, verzl- un og húsabyggingar, skóvinnu- verkstæði, söðlasmíði og brauð- gerðarhús. Þau giftu sig 8. maí 1903 og bjuggu í Húsavík í fimm ár og fluttu þau til Grímseyjar 3908, með þrjú elztu börn sin. En Steinólfur fór flatt á útgerð- jnni eins og margur hefur orð- ið að reyna. Fjárhagsörðugleikar voru miklir hjá þeim fyrstu árin i Grímsey og hlóðst á þau mikil ómegð, en allt fór vel með Guðs hjálp, hann var barnakennari í Grímsey í 25 ár, og bjó þar lengst af í Sandvík, rak útgerð og verzl- un og gegndi mörgum trúnaðar Stöðum fyrir sveit sína. Alls oignuðust þau hjón tiu börn, en misstu tvö ung, átta komust til fullorðinsára, en elztu dóttur sína misstu þau í flugslysinu mikla, sem varð við Héðinsfjörð 29. maí 1947 Börn þeirra, sem nú lifa eru: Bragi óðalsbóndi á Kirkjubóli, kvæntur Helgu Páls- dóttur frá Innra-Hólmi, Óðinn skrifst.stjóri á Akranesi, kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur kaupm. Jónssonar, Akranesi, Eada gift Valdimar Eliassyni garðyrkju- fnanni, að Jaðri í Bæjarsveit, Gefn Jóhanna, gift Jóni Ingi- marssyni bifreiðastj. Akureyri, Freyr bóndi í Grimsey, kvæntur Signýju Óladóttur frá Grímsey, Freyja Kristmey, gift Gísla Sig- urðssyni skipstj. Siglufirði og Iðunn Eyfríður, gift Sverri Elías- syni bankaritara, Reykjavík. Af- komendur Hólmfríðar og Stein- ólfs eru nú 36 á lífi. Fjörutíu og fjögra ára tók frú Hólmfríður sig upp og fór til Reykjavíknr, þá tíu barna móðir og nam bar jjósmóðurfrgeði, og gerðist 'jósxEöðir í Grimsey, þá var ljósmófcrlanst þar, þótti það mjög míköl kjarkur og þrek, sem hún sýndí meS því að taka að sér eitthvert erfiðasta Ijósmóðurum- dæmi land&kiE sjg hafa það með sínu umfarsgaEœikla heimili, og oftast ógerarngaar að ná til lækn- is i tæka ií®, tíf eitthvað kæmi fyrir, því ekká kromu loftskeyta- tækin til sögunnar fyrr en löngu seinna. Leysti Mkn þetta starf af hendi með sömu stillingu og lip- urð eins og 331 sín störf, enda lánaðist heaans þetta starf með afbriðum vtíþ ®g einnig leituðu Grímseyingas- til hennar með meiðsli og ígerðir, ef svo bar undir, og var hún mjög lagin og nærgætin við öll slík líkn- arstörf. Hólmfriður var óvenjulega glæsileg kona, björt yfirlitum, sviphrein og gáfuð ve), einörð og kunni vel að koma fyrir sig orði. Hún las góðar bækur og hafði mjög gaman af skáldskap og las allar ljóðabækur, sem hún náði í og gat enda sjálf gert vísu ef svo bar undir. Hún var trúuð kona og maður hennar ekki síður og var guðsorð jafnan haft um hönd á heimili þeirra, lesnir hús- lestrar á öllum helgum dögum þjóðkirkjunnar og pass'usálmar sungnir á "östunni. Hólmfríður var þrekmikil 1:oT'a og stundaði hún hið stóra neimili sitt með reglusemi í smáu og stóru, bindindissöm og hagsýn. Hún var virt og elskuð af sam- ferðafólki sínu og þá sérstak- lega af eiginmanni sínum, sem hún missti fyrir fjórum árum. Var sambi ð þeirra ástrík og til fyrirmynd^r. Börnum sínum var hún akaflega kær og hefur hún verið hjá þeim til skiptis s.l. 4 ár, en þó lengst hjá elzta syni sinum Braga að Kirkjubóli. Börn hennar, tengdal og barnabörn kveðja hana með klökkum huga og sakna hennar sárt, en hugga sig við að vita að heimkoman er góð að end- uðum löngum og vel unnum starfsdegi. Blessuð sé minning hennar. Guð veri með þér Hólmfríður. Kunnugur. ftAGNAR JÓNSSON hæetarétlarlögmaður. ræðistörf og eignaumsýsla Laugaveg 8. Sími 7752. Áðalfundur Skíðafélaosins !»■ 6 É Mlagr&eiw —m \ 1,2og4cyl. Im ? nýkomið. H c Ennfremur 'm |: ýmsir varahlutir í rafkerfi brezkra bifreiða. | Bifreiðavöruyerzlun Friðriks Berfelsen jfi Hafnarhvoii — Sími 2872. SJÖTUGUK er í dag Gísli Þ. Gilsson iyirveianui bóuUi að Arnarnesi í Dyiain öi. FædOur er nann aö Arnarnesi 13. febr. j.08-± sonur hjónanna: Guðrúnar Gisladóttur og Gils Þórarinssonar er bjuggu þar all- an sinn búskap mynaarbúi. í sept. 1911 kvænust hann Elín- borgu H. ívarsdóttur frá Kot- núpi í Dýraíirði, en hún íéll lrá eftir skamma sambúð í nóv. sama ár. 1913 kvæntist hann í annað sinn Sigrunu Guðlaugsdóttur syst ur hinna þjóðkunnu bræðra: sr. Sigtr. Guðlaugssonar og Kristins á Núpi. Arið 1914 tók hann við búi foreldra sinna að Arnarnesi og bjó þar til ársins 1949, er hann keypti Felismúla í Mos- fellssveit þár sem þau hjón búa nú. Þau hjón eignuðust 6 börn, 5 dætur og 1 son. Af þeim eru 4 dætur á lifi, 2 giítar í Reykja- vík: Elínborg gift Einari Stein- dórssyni (Björnssonar frá Graf- arholti í Mosfelissveit) og Svan- fríður gift Páli Eiríkssyni lög- regluþjóni Snorrabraut 35. Guð- rún og Friðdóra ógiftar í föður- garði. Einkasonur þeirra hjóna, Höskuldur, dó um 14 ára og dóttir Þórlaug, V2 árs. Eins og að líkum lætur munu vonir hafa verið bundnar við, að sonurinn tæki við ættaróðaiinu, ef honum hefði auðnast aldur. Gísli varð snemma bundinn traustum böndum -við ættaróðal sitt og sveitarfélag. Félagsmálahreyfing aldamóta- áranna fór um sveitina og vakti æskulýðinn til dáða. ICristinn Guðlaugsson var orðinn bóndi að Núpi og hreif unga fóikið með sér, ekki sizt í söng- og bindindis málastarfssminni. Síðar (1905) gerðist sr. Sigtryggur prestur í Dýrafjarðarþingum, og hóf þeg- ar margþætt umbótastarf í æsku lýðsmálum, er hann stofnsetti hinn þjóðkunna ungmennaskóla sinn að Núpi. Var Gísli einn af fyrstu nemendurn sr. Sigtryggs en hafði áður notið náms hjá Kristni á Núpi, á söngmálasvið- inu og gerðist síðan leiðbeinandi söngmála í Sæbólssókn á Ingjalds sandi, ásamt systur sinni Guð- nýju, (nú húsfrú að Freyjugötu 34 Rvík.) Gísli varð snemma einlægur bindindismaður sveitar sinnar og einn af stofnendum stúkunnar Gyðu no. 120, og staríaði þar af alhug fyrir gengi bindindismál- anha. Eins og áður getur, stóð Gísli traustum fótum á ættaróða'i sínu, hafði gagnsamt bú til lands og sjávar, og óþreytandi fyrir heill og hamingju heimilisins, ásamt sinni ágætu konu. Það lætur að Hkum, að hrepps- búum hafi fundizt eyðiskarð í jsveítarfélagið er þau hjónin .fluttu alfarin frá óðali sínu; en þetta er því miður harmsaga margra sveita nútímans. I Gisli er maður vel gefinn og traustur, ,,þéttur á velli og þétt- ur í lund“; „glaður og reifur“ við gesti og gangandi. Báran kveður nú sín harm- Ijóð við vikur og voga að Arnar- Framh. á bls. 12 SKÍÐAFÉLAG Reykjavíkur hélt aðalfund sinn um miðjan janúar síðastliðinn. Veturinn 1952—1953 var ákaf- lega snjóléttur hér sunnanlands og var þátttaka í skíðaferðum því með minna móti. Eitt af verkefnum stjórnarinn- ar s. 1. ár auk þess að reisa þeim L. H. Möller og Kristjáni Ó. Skagfjörð minnisvaríYa í ná- grenni Skiðaskálans, eins og frá var sagt í haust, þegar afhjúpun fór fram, var að koma á föstu skipulagí með skíðaferðir úr baénum og var unnið að þvi máli ásamt fulltrúum hinna skíðafélag anna og í samráði við samgöngu- málaráðherra, póst- og símamála stjóra og umferðamálaskrifstof- una. Skíðafélögin öll og Ferðaskrif- stofa ríkisins hafa allan flutn- ing skíðafólks með höndum, og hafa skíðafélögin nú afgreiðslu á Ferðaskrifstofunni „Orlof“ og mun svo verða í vetur. Þar sem nú er kominn sá tími vetrar, er beztur er að venju, ætti skíðafólk að nota hverja stund, sem hægt er. Þótt snjór sé óvenju lítill, er nægur snjór bæði ó Hellisheiði og í nágrenni Vífils- fells og víðar, sem sjá má af því, að s. 1. sunnudag var haldið skíða mót í Jósefsdal og að fjöldi fólks notaði góða veðrið í nágrenni Skíðaskálans og víðar á fjöllum. Hinn góðkunni veitingamaður, Steingrímur Karlsson sér um rekstur Skíðaskálans eins og undanfarið. Skíðafélag Reykjavíkur verður 40 ára íöstudaginn 26. þ. m., og mun þá minnast afmælisins með samsæti og dansleik í Sjálfstæðis húsinu. Stjórn félagsins skipa þeir Stefán G. Björnsson, formaður, Lárus G. Jónsson, Leifur Möller, Sveinn Ólafsson og Jóhannea Kolbeinsson og varamenn Guð- laugur Lárusson og Brynjólfur Hallgrímsson. Er rekstur félagsins öruggur Og hagur þess góður. Enska knattspyrnnn Á LAUGARDAG urðu úrslit í 1. deild: Bolton 3 Cardiff 0 Burnley 1 Liverpool 1 Charlton 1 WBA 1 Huddersfield 2 Sheff. Utd 2 Manch. City 0 Arsenal 0 Preston 1 Manch. Utd 3 Sheffield Wedn 4 Middlesbro 2 Sunderland 3 Portsmouth 1 Tottenham 3 Newcastle 0 Wolves 4 Blackpool 1 Þrátt fyrir mikla fannkomu og frost undanfarna viku í Englandi var hægt að halda leiki í efstu deildum ligukeppninnar á laug- ardag. Víðast var nokkuð snjó- lag ofan á freðnum völlunum og því erfitt um leik. WBA heldur enn forystunni en Úlfarnir eru aðeins 1 stigi á eftir og geta úr þessu lagt allt kapp á efsta sætið, en WBA e reinnig með mikla möguleika í bikarkeppninni og hefur það oftast áhrif á frammi- stöðuna í deildakeppninni. Sunderland hefur tekið mikl- um stakkaskiptum við manna- skiptir, sem fram fóru um ný- árið, er það seldi miðframherj- ann Ford til Cardoff, en fékk aft- ur á móti miðframherja þess, Chrisholm, og keypti einnig hinn suður-afríska innherja Birming- hams, Purdon, fyrir 20.000 sterlingspund. Áður háði það liðinu að stjörnurnar voru of margar, en siðan á áramótum hefur það hlotið 6 stig í 3 leikj- um og skorað 12 mörk gegn 2. Eftir fyrri hálfleik hrfðx Middlesbro 0-2 yfir Sheff. W., en eftir hlé var sem nýtt hð kæmi inn á völlinn og skoraði Sheffield 2 mörk á jafnmörgum mínútum og sigraði örugglega, 4-2. — Staðan er nú; 1. deild L U J T Mörk St. WBA 29 18 6 5 71-37 42 Wolves 29 18 5 6 68-41 41 Bolton 29 14 9 6 56-39 37 Huddersfld 29 13 10 6 51-36 36 Burnley 29 17 2 10 61-45 36 Manch. Utd 29 11 11 7 53-43 33 Charlton 29 14 3 12 56-51 31 Arsenal 28 10 9 9 51-50 29 Chelsea 29 10 9 10 52-54 29 Preston 29 13 3 13 62-43 29 Tottenham 29 12 4 13 46-48 28 Blackpool 29 10 8 11 49-56 28 Sheff Wedn 30 12 3 15 54-68 2ír Cardiff 29 10 6 13 30-54 26 Manch City 29 9 8 12 39-51 26 Sunderland 29 10 5 14 60-64 25 Portsmouth 29 8 9 12 58-65 25 Newcastle 30 8 9 13 46-58 25 Aston Villa 28 10 4 14 44-50 24 Sheff. Utd 29 8 7 14 50-59 23 Middlesbro 29 8 4 17 42-64 20 Liverpool 29 5 8 16 50-73 18 FIMLEIKA- og danssýningar Glímufélagsins Ármanns í íþrótta húsi ÍBR við Hálogaland í gær- kvöldi tókust með ágætum og var margt áhorfenda. í kvöld kl. 8,30 fer fram seinni hluti þess- ara sýninga. Sýningarnar hefjast með Víki- vakadönsum og þjóðdönsum undir stjórn Ástbjargar Gunn- arsdóttur. Þá sýna 60 telpur und- ir stjórn Guðrúnar Nielsen. 1. fl. karla sýnir fimleika undir stjórn Hannesar Ingibergssonar. Þá er, Blómavalsinn, danssýning undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Síðan verða sýndar skylmingar. Þar á eftir sýnir hinn ágæti Akrobatik- flokkur Guðrúnar Nielsen og að síðustu sýnir 1. fl. karla áhalda- leikfimi undir stjórn Vigfúsar Guðbrandssonar. Síðasta atriðið verður svo körfuknattleikskeppni milli Ármanns og ÍR. Ferðir verða með , Stræisvögn- um Reykjavíkur. I 2. deild urðu úrslit: Everton 1 Blackburn 1 Fulham 5 Birmingham 2 Hull 3 Derby 0 Leicester 2 Luton 1 Lincoln 1 Bristol 2 Notts Co 2 Brentford 0 Oldham 2 Doncaster 2 Rotherham 2 Plymouth 1 Stoke 1 Nottingham 1 Swansea 2 Bury 1 West Ham 5 Leeds 2 2. deild L U J T Mörk St. Everton 28 12 12 4 53-41 36 Leicester 29 14 8 7 68-48 38 Nottingham 29 14 7 8 61-43 35 Doncaster 29 15 5 9 48-37 33 Birmingh. 29 14 6 9 66-44 34 Rotherh. 30 15 4 11 55-53 34 Blackburn 29 13 7 9 54-44 33 Luton 29 12 9 8 49-43 33 Fulham 29 12 7 10 68-56 31 West Ham 29 12 5 11 51-45 29 Stoke 29 8 13 8 48-41 29 Bristol Rov 29 9 11 9 49-43 29 Derby 29 10 7 12 49-56 27 Hull City 29 12 2 14 44-41 26 Leeds Utd 29 9 8 12 61-63 20 Lincoln 29 10 6 13 43-54 20 Swansea 29 10 6 13 38-54 20 Notts Co 29 9 7 13 32-56 25 Plymouth 29 6 12 11 40-49 24 Bury 29 6 11 12 37-52 23 Brentford 30 6 9 15 22-53 21 Oldham 28 5 6 17 28-59 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.