Morgunblaðið - 12.02.1954, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.02.1954, Qupperneq 8
MUKGVNBLAÐIÐ Föstudagur 12. febr. 1954 Útg.: H.f. Arvakur, ReykjavOt. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsoon (ábyrgCarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Arni Óla, simi 3049. Auglýsingar: Árni Garðar Kristlnason. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðwU. Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði 1 lausasölu 1 krónu eintakiB ÚR DAGLEGA LÍFINU Örlðg sem ekli verða flúin HINIR sósíalísku flokkar á ís- landi, kommúnistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fá ekki fúið örlög sín. Þeir hafa undanfarin ár orðið fyrir stórkostlegu fylgis- tapi með þjóðinni. Og þeirra bíð- ur ennþá meira tap í framtíðinni. Fyrir kosningarnar, sem fóru fram til Alþingis, haustið 1949 höfðu kommúnistar og Alþýðu- Slokksmenn 19 þingsæti. Eftir kosningarnar, sem fram fóru s.l. sumar höfðu þessir sömu flokkar aðeins 13 þingsæti, þar af voru aðeins 3 þingmenn kjördæma- kosnir. Við bæjarstjórnarkosning- arnar 31. janúar s.l. tapaði Al- þýðuflokkurinn 5 bæjarfull- trúum af 32, sem hann fékk við bæjarstjórnarkosningarn- ar 1950. Kommúnistar töpuðu hins vegar 4 bæjarfulltrúum af 24, sem þeir höfðu. Þannig liggur leiðin niður á við fyrir hinum sósíalísku flokk- um. Þetta er að sjálfsögðu mjög eðlilegt. íslenzku þjóðinni verð- ur það ljósara með hverju árinu, sem líður að á kommúnista er ekkert traust setjandi. Þeir ganga hér fyrst og fremst erinda er- lendrar einræðisklíku, sem bygg- ir völd sín á blóðugri harð- stjórn. íslenzkir hagsmunir eru kommúnistum einskis virði. Þeir telja það fyrst og fremst skyldu sína að snúast eftir því, hvernig vindurinn blæs frá Moskvu. i Það er ekki eðlilegt að íslenzkt fólk telji sér það hagkvæmt að kjósa fulltrúa slíks flokks til þings eða í bæjar- og sveita- stjórnir. Þess vegna er ekkert skiljanlegra en að kommúnista- flokkurinn á íslandi tapi fylgi og veslist að lokum algjörlega upp. I Um Alþýðuflokkinn ætti að gegna töluvert öðru máli. Hann er lýðræðissinnaður stjórnmála- flokkur, sem hefur talið sig byggja stefnu sína á lýðræðis- legri þróún í þjóðfélagsmálum. En takmark hans er engu að síður mjög svipað og kommún- ista, a. m. k. fræðilega séð. Hann vill koma hér á sósíalisku þjóð- skipulagi, þar sem fyrst og fremst er byggt á allsherjar ríkisrekstri hverskonar atvinnureksturs í landinu. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að það er einmitt vegna vaxandi van- trúar fólksins á hið sósíaiiska hagkerfi, sem sósíalisminn hefur verið að tapa hér á ís- landi undanfarin ár. íslend- ingar hafa byggt þjóðfélag sitt upp á grundvelli framkvæmda frelsis og einstaklingsfram- taks. í skjóli þessa tvenns hef- ur þeim tekizt að vinna stór- felldar umbætur á örskömm- um tíma. Þeir hafa að vísu fengið nokkuð að kynnast of- urvaldi nefnda og ráða, sem alls staðar eru einkenni þeirr- ar ofstjórnar, sem áhrif sósíal ismans hafa í för með sér. Það var engin tilviljun að þessi höft voru mest síðustu árin fyrir helmsstyrjöldina síðari og árin 1947—1950. í bæði skiptin voru áhrif sósíal demó- krata rík á stjórn landsins. Sjálfstæðismenn börðust fyrir því að ofstjórninni yrði létt af þjóðinni og framkvæmdafrelsið aukið. Allur almenningur fagnaði þeirri viðleitni. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn styrkt að- stöðu sína verulega og nýtur nú stöðugt vaxandi fylgis meðal landsmanna, á sama tíma sem kommúnistar og Alþýðuflokks- menn hríðtapa. Alþýðuflokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu síðan haustið 1949. Áform hans var að hressa upp á fylgi sitt með því að firra sig ábyrgð á erfiðum tímum. En þetta tókst ekki. Hann hélt áfram að tapa. Hann hefur nú aðeins 6 þingmenn á Alþingi. Og í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum fékk hann hraklega útreið. Svo mjög er nú af honum dregið að hann verður að sætta sig við að leita aðstoðar kommúnista til þess að stjórna Hafnarfjarðar- kaupstað, sem verið hefur aðal- vígi hans í nær 3 áratugi. Öðrum þræði þykist svo Alþýðuflokkur- inn hvergi vilja kom nálægt hin- um fjarstýrða flokki. Svona gjör samlegt er ósamræmið í orðum og athöfnum flokks jafnaðar- manna á Islandi um þessar mund ir. Flokkurinn hrekst um, eins og stjórnlaus smákæna í stórsjó. Einn daginn marar hann í kafi undan landi, annan daginn draga Andréssynir hann upp á fjörur sínar!! Hvernig á slíkur stjórn- málaflokkur að geta notið trausts þeirrar lýðræðissinnuðu alþýðu sem skapaði hann á sínum tíma? Það er vandséð. Sannleikurinn er líka sá, að mikill fjöldi Alþýðuflokks- fólks í kaupstöðum landsins hefur á síðari árum skipað sér undir merki hinnar frjáls- lyndu framkvæmda stefnu Sjálfstæðismanna. Þessvegna er nú svo komið að Sjáifstæðisflokkurinn hef- ur unnið þingsætin í öllum kaupstaðarkjördæmum lands- ins og hefur þar nú forystu um framkvæmdir sem miða að því að tryggja atvinnu og af- komu alls almennings. Þessi þróun mun halda áfram. Sjálf stæðisflokkurinn mun halda áfram að vinna, hinir sósíal- isku flokkar fá ekki flúið ör- lög sín. 4r HANN hallast meira og meira turninn í Pisa. ítrekað ar tilraunir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir fall hans. Verkfræðingar víða að úr heiminum hafa hugsað og hugs- að — en til hvaða ráða sem þeir hafa gripið, hefur þeim ekki tek- izt að stöðva turninn í fallinu. Sænskur verkfræðingur hefur nýlega verið kvaddur til Pisa. — Hann hefur fengið skipun um að gera allt sem honum getur til ma SL alzlii tumL L ffióa — oý ^IJeróaLaLöll hugar komið til þess að forða því að þetta 800 ára gamla fyrir- brigði falli ekki. UefuahanJi ihrifar: Gamia nailsfabiekkingin MOLOTOV, utanríkisráðherra Rússa, hefur nú lagt fram nýjar tillögur á Berlínarráðstefnunni. I.eggur hann nú til að stofnað verði „öryggisbandalag" allrar Evrópu og nokkurs konar ekki- árásarsáttmáli saminn. Þetta er svar Rússa við tillög- um vesturveldanna um frjálsar kosningar og sameiningu Þýzka- lands. Það eru með öðrum orð- um gömlu nazistablekkingarnar, sem sovétstjórnin ber nú á borð. Hver man ekki tilboð nazista um „ekki-árásarsamninga“. — Hver man ekki „öryggisbandalög" Hitlers? Nei, enginn heilvita maður trúir á þessar skrumtillögur sovétstjórnarinnar. Þær eru aðeins tilraun til þess að breiða yfir fjandskap hennar við lýðræðislegar og frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi, sem eru eina leiðin til þess að tryggja friðarsamninga við Þýzkaland og skapa jafnvægi og frið á meginlandi Evrópu. Sérstakir auglýsinga- tímar. HLUSTARI skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég sá, að þú birtir í dálkum ; þínum nú á dögunum bréf frá einhverjum, sem vill fá dagskrá Ríkisútvarpsins lengda, en þú telur hinsvegar nokkur vand- kvæði á því vegna aukins kostn- aðar, sem slíkt mjjndi hafa í för með sér. MéiSroatt í hug í þessu sam- bandi, hvort ekki mætti breyta fyrirkomulagi auglýsinganna frá því, sem nú er í svipað horf og tíðkast víða erlendis, þ. e. a. s. að ýmis fyrirtæki leigja til sinna umráða vissa tíma dagskrárinnar daglega eða vikulega, hálftíma til klukkutíma í senn, og nota hann til auglýsinga á vöru sinni, jafnframt sem þau sjá um leið fyrir einni eða annarri skemmti- dagskrá. Ég álít að auglýsingar, sem þannig er fyrirkomið séu miklum mun vænlegri til að koma að tilætluðum notum heldur en þær, sem nú eru lesnar í útvarpinu daglega — öllum til leiðinda. I Luxemburg — leynilögreglusaga. EIN útvarpsstöð á meginlandi Evrópu gengur jafnvel svo , langt, að hún útvarpar eingöngu I auglýsingum, léttri tónlist og ' stuttum leikritum, en það er stöð- in í Luxémburg. Aðrar þjóðir svo sem Bretar, Frakkar og Danir, , sjá sér hag í að senda þangað I auglýsingar sínar, og borga stór- fé fyrir stuttan tíma, en heima- I menn í Luxemburg græða aftur 1 á móti á tá og fingri. I Og úr því að ég nú skrifa þér á annað borð, þá langar mig til að biðja þig um að koma á fram- færi fyrir mig ósk um, að Ríkis- útvarpið taki aftur upp venjuna frá því í fyrravetur, að lesa ein- hverja verulega spennandi leyni- lögreglusögu svo sem 3 kvöld í viku. Sagan eftir Agöthu Christie, sem lesin var í fyrra var afbragð. Meg þakklæti fyrir birtinguna. — Hlustari." Sitthvað sett út á Flugfélag íslands. REIÐUR Vestmannaeyingur hefir skrifað mér og helit úr skáium reiði sinnar yfir Flugfé- lag íslands fyrir ýmislegt, sem honum finnst ábótavant við þjón ustu þess. í fyrsta lagi kvartar hann yfir því, að ferðir flugbílsins frá af- greiðslunni í Lækjargötu á flug- völlinn hafa nú verið lagðar nið- ur. „Þessi ráðstöfun — segir hann — hefir í för með sér mikið óhag- ræði og kostnaðarauka fyrir far- þega, ég á nú ekki við, þegar svo ber við, og það er ósjaldan, að farþegar eru kvaddir út á flug- völl hvað eftir annað án þess að nokkuð verði af flugferð. Leigu- bílar fram og aftur, ekki sízt fyr- ir þá, sem eiga heima í úthverf- um bæjarins, eða jafnvel suður í Hafnarfirði, kosta engin smá-, ræðis útgjöld. „Skot-túr“ á milli Reykjavíkur og Hafnarf jarðar kostar ekki minna en 50 krónur — það er svei mér nóg til við- bótar fargjaldinu. Léleg afgreiðsla. ÞÁ KEMUR það og fyrir, held- ur Vestmannaeyingur áfram, að farþegar, sem biðið hafa eftir flugferð, ef til vill dögum saman, eru alls ekki látnir vita, þegar loksins er flogið. Þegar hann svo hringir bálvondur yfir sliku at- ferli fær hann svarið. „Við héld- um, að þér hefðuð farið með Esju í fyrradag" — eða eitthvað álíka. — Þetta kalla ég hámark ósvífn- innar, sem Flugfélag íslands mundi ekki leyfa sér, ef um sam- keppni við annað flugfélag væri að ræða. Með þökk fyrir birting- una og kærri kveðju. — Sjálf- stæður maður úr Eyjum“. Orðsending frá Nýja bíói. SÝNINGARSTJÓRINN í Nýja bíói hefir með ánægju fallizt á tillögu hr. „Gosa“ og breytt hléinu í „Don Camillo" þannig, að hinn pólitíski fótboltaleikur sést nú allur ósundurslitinn, í- haldsskörfum sem kommum von- andi til mikillar ánægju. Áhrínsorð. SUMARIÐ 1755 reis upp mál milli Bjarna sýslumanns Hall dórssonar og Björns prests Þor- lákssonar að Hjaltabakka (d. 1767) um veiði í Laxá. Grímur Grímsson að Giljá dæmdi í því að Torfalæk og dæmdi Bjarna í vil. Fundið var að dpmi Gríms, en hann svaraði: „Ég sé ekki betur en að það sé rétt“. Séra Björn heyrði þetta og mælti: „Sjá þú þá aldrei betur, á meðan þú þú lifir.“ Þetta þótti verða að áhrínsorðum, því að Grímur missti sjónina skömmu seinna. Málið var seinna dæmt á alþingi og féll á séra Björn. Betra er hjá sjálfum sér að taka en bróður að biðja. Lóðrétt lína frá toppi turnsins er 4j/2 metra frá miðpunkti grunnsins — og halli turnsins vex um 0,7 millimetra á ári. — Haldi slíku áfram, sem nú fer fram, mun turninn geta staðið i 200 ár ennþá, en þá mun hann falla. En hæglega gætu vindar og breytingar jarðskorpunnar flýtt fyrir fallinu. Falli skakki turninn í Pisa er % allri tilveru borgarinnar ógnað, því aðeins það að turn borgar- innar hallast, fær 60 þús. ferða- menn til að leggja leið sína til Pisa árlega. Sænski verkfræðingurinn sem nú fer til Pisa, hefur margoft áður á löngum starfsferli sínum verið kvaddur til að leysa úr ýmsum iíkum viðfangsefnum, en hann er sérfræðingur í gotnesk- um byggingum. O- -o ★ EN TÍMANS tönn setur mörk sín á fleira en skakka turninn í Pisa. í Versölum er höll — stærsta höll heimsins. Hún er vanrækt mjög. Og sumir segja að meðferðin á þeirri höll sé tákn- rænt dæmi um það, hve illa sé hirt að gömlum, sögufrægum höllum Frakklands. En franski ráðherrann, sem fer með mál lista og vísinda, hefur sent út boðskap: Versölum verð- ur bjargað. Innan skamms munu fást þeir peningar, sem nauðsyn- legir eru til þess að lagfæra höll- ina að innan sem utan. Það eru 5 milljarðar — auðvitað frankar. En samt sem áður mikið fé — rúml. 300 milljónir ísl. kr. Þessa stærstu höll heims, á fyrst og fremst að lagfæra að utanverðu. Hún mun þá aftur gnæfa sem meistaraverk í græn- um, skógivöxnum lundi skreytt- um glæstum gosbrunnum, lista- verkum og marmarasúlum. Húsið er mjög farið að láta á sjá. Það er tekið að kikna í hnjáliðunum, eins og blaðamaður einn komst að orði. Fornminjasafnið í Louvre mun innan skamms afhenda það af húsgögnum þeim er áður prýddu sali Versalahallar og varðveitzt hafa í safninu. Reynt verður að kaupa aftur þau húsgögn fyrri tima, sem seld hafa verið. Sum þeirra eru komin til Ameríku — og munu þau fást aftur án end- urgjalds. Önnur verða keypt af frönskum borgurum — þau verða dýrkeyptari. Loks munu verða smíðaðar eftirlíkingar af þeim húsmunum Versalahallar, sem ekki næst í. Þau eru mörg, því ýmislegt þarf til þess að prýða svo vel fari 700 herbergi hallarinnar. En teikn- ingar eru til af öllu eins og það var í gamla daga — og þannig skal það aftur verða. Hugmyndin er að endurskapa Versalahöll eins og Lúðvík XVI. yfirgaf hana — tilneyddur. Von- ast menn til að fá fjármagn til þess eftir að Versalakvikmynd Sacha Guitrys hefur verið sýnd erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.