Morgunblaðið - 12.02.1954, Blaðsíða 12
I
12
MORGVTSBL AÐIB
Föstudagur 12. febr. 1954
L.B.K. auglýsir eftir lögum við Ijóð
í NÓVEMBER síðastl. bað LBK
blöðin að flytja þá ósk til ís-
lenzkra ljóðskálda, að sambandið
vildi gjarnan fá ljóð — þrenns-
konar er syngja mætti á Lands-
móti LBK næstkomandi sumar.
Þetta gerðu blöðin, flest öll, og
sum vel, og þakkar stjórn LBK
það kærlega. Jafnframt mælist
hún til farmhaldandi aðstoðar í
þessu efni.
Nokkur Ijóð hafa borizt, en
ekkert frá kunnum skáldum. Eitt
var merkt: “Nr. 23“, en höfundar-
nafn fylgdi ekki með; því er ekki
hægt að skila þessu ljóði.
Sér til aðstoðar fékk stjórn
LBK og formaður söngmálaráðs
nokkur viðurkennd ljóðskáld hér
í bæ til að athuga kvæðin og
svara þessum spurningum þeim
viðvíkjandi:
„Er nokkurt kvæðið gott?“ og
„hver tvö eru bezt — skárst? —
1 og 2.“
Fyrri spurningunni hliðruðu
þau sér flest við að svara beint.
En með samanburði á og hliðsjón
af svörum við seinni spurning-
unni varð það úr að þessi ljóð,
sem hér fylgja, eitt úr hverjum
flokki, voru valin, til reynslu ef
við þau hvert fyrir sig fengst
gott lag, sem gæti lyft ljóðinu á
hærra stig.
Því mælist LBK til þess við ís-
lenzk tónskáld, — með sömu um-
mælum og kjörum og hún lét
fylgja ósk sinni um ljóðin, — að
þau vilji semja lög við þessi ljóð
og senda iögin fyrir 1. marz n. k.:
„Stjörn L.B.K., Sölfhólsgötu 10,
Reykjavík." Séu lögin merkt dul-
merki, er fylgi í lokuðu umslagi,
sem geymi hið rétta höfundar-
nafn og heimili.
Æskilegt er að lögin komi
raddsett fyrir blandaðar raddir,
því að þá er tryggt að þau halda
„stemningu tónskáldsins, en ekki
er þetta skilyrði.
ISLAND
Er vor í fjarbláum fjöllum hlær
og faðmar í blænum nær og fjær
alla, sem þráðu það lengi;
er sólin ljómar úr svalvinda átt
og sofið vér gætum ei dagljósa
nátt, —
ísland, þá áttu vorn hug.
Þá dagsönn hverfur í draumlönd
hýr
unz dagur oss kallar aftur nýr
til starfa á túnum og teigum,
og ljúfa angan um lög og grund
ber líðandi blær um rökkurstund,
ísland, þá áttu vorn hug.
Er logar berjalyng bjart sem glóð
og blöð eru gyllt á skógarslóð
og ávextir moldar þá anga;
er rauður haustmáninn rennur
hljótt
við raðir fjalla um kyrra nótt, —
ísland, þá áttu vorn hug.
Er dunar stórhríðar-dans við skjá
og dapurt er geð og vot er brá
þeirra, sem hug eiga á hafi,
og eins er stjarnaugun horfahljóð
frá himni á hvíta jarðarslóð, —
ísland, þá áttu vorn hug.
VALA-RÚNA
REYKJAVÍKURLJÓÐ
Hve tíguleg þú heilsar oss af hafi
Sem hafsins drottning kalli oss til
sín.
Þig sveipar Ægir safírbláu trafi
og sólargull á þínum turnum skín.
Þeir fornu guðir vissu hingað
veginn
að velja landnámsmanni höfuð-
ból. —
Til heiðurs þér skal hver einn
strengur sleginn
með heillaspám í dagsins björtu
sól.
Þér fylgi landnámsmannsins
guðagifta,
sem gaf þér forðum nafnið:
Reykjavik!
FROSTI
LÓFSÖNGUR TIL
SÖNGDÍSARINNAR
Heyr oss, fagra hljómdísin bjarta,
heilög gyðjan, allra lista drottn-
ing.
Þig við tignum öll með heitu
hjarta,
hástól þínum drjýpum vér í lotn-
ing.
Leið oss upp til ljóssins glæstu
sala,
lát oss nema skæra dýrðaróminn,
söngvamál, er sjálfir guðir tala, —
sýn oss, móðir, æðsta helgidóm-
inn.
Söngvadís! Ó, hugga hvern, er
grætur,
hreinsa loftið, greiddu skýin
suniur,
leystu viðjar, lyft þeim veiku’ á
fætur,
láttu gerast heilög tákn og undur!
Bjarta gyðja, heyr vorn lofsöng
hljóma,
hafið, loftið, storðin undir taki!
Dásemd þína raddir allar róma,
roði’ af þínum eldi hjá oss vaki.
FROSTI
Bandarískir flugvirkjar
lil Indð-Kína
PARÍS, 6. febr. — Franska stjórn
in hefur beðið Bandaríkjamenn
að senda til Indó-Kína 400 flug-
vélavirkja til þess að sjá um við-
gerðir og viðhald á flugvélum
franska hersins austur þar. —
Bandaríkjastjórn tók málaleitun
þessari vel og eru 200 flugvéla-
virkjar þegar lagðir af stað til
Indó-Kína flugleiðis. — Reuter.
- Afmæíi
Framh. af bls. 11.
nesi, — enginn árvakur búþegn
er nú til að vaka yfir gróandi
jörð og ávaxta handtök feðranna.
Sterkur hlekkur í sveitamenn-
ingu Mýrhreppinga brostinn, —
einyrkjatökin verða að lúta lög-
málum lúans.
í dag mun Gísli dvelja að heim-
ili dóttur sinnar og tengdasonar,
að Sölvhólsgötu 10, Rvík.
Ef að líkum lætur munu góð-
vinir og sveitungar senda honum
hlýjar árnaðaróskir, með þökk
fyrir trausta kynningu og glaðar
stundir fyrrum heima í átthög-
unum.
Sjálfur árna ég honum og hans
ágætu konu allrar blessunar um
ókomna daga.
Bjarni ívarsson.
Þúrscafé
DANSLEIKUB
að Þórscafé í kvöld kl. 9.
Björn R. Einarsson og hljómsveit.
Aðgöngumiðar seldir frá kl 5—7.
Stórt skrifstofuhiísnæði
til leigu, miðhæðin að Vonarstræti 44— Tilboð
sendist til Verzlunarmannafélags Seykjavíkur,
Vonarstræti 4, III. hæð, eða í pósthólf 995 fyrir
kl. 5 n. k. þriðjudag.
Husk möte i Tjarimfé
2. etasje i aften kl. 20,30 presis. „Heiðmörkspillet"?
Adgang kr. 10.00.
Nordmannslaget i Reykjavik.
F járeigencLafélag
Hafnarfjarðar
heldur afmælishátíð og þorrablót í Sjálfstæðishúsinu
laugardaginn 13. þ. m. kl. 9 e. h.
Til skemmtunar: Kvikmyndasýning.
Félagar, fjölmennið.
Stjórnin.
Dansleikur
í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 9
Aðgöngumiðasala frá kl. 7.
r——1 . wwn "-y
Enski jazzsöngvarlnn og
saxófónleikarinn
Al Timothy
og BOOGIE WOOGIE
TRÍÓIÐ LEIKA
Cj.—ö
FELLAS, WE HAVE WlTH US
i TODAV A VOUNS MAN WHO IS
ATTENDING THE WILDLIFE
CONFEEENCE...HE WANTS TO
SAV A FEW WOED5 TO VOU...
MR. TANK 5HESMM'
THANK VOU, MB.VAN HOEN.,
F/eST I WANT TO THANK
YOU GENTLE.WFN FOE
SPONSOEING THE CONFEBENCE,
AND SECONO, I WANT TO ASK ,
YOU TO HELP US SAVE A ^
SWELL LITTLE PEESEEVE
THAT'S EIGHT
M A R K Ú S K/ttr Eð
J|a few
Hér mætast vegir allra íslands 1
barna,
hér á að nema lífsins speki’ og
starf.
Því skaltu vernda vorrar þjóðar
kjarna
og vekja menning, geyma dýran
arf.
Þú megir sæmdarmerki háu lyfta
sem móðir frjáls, af góðum börn-
um rík,
MEN AROUND HERE
WANT TO USE THIS PLACE
FOE THEIE OIYN HUNTING,
BUT WE THINK IT SHOULD
BF. DEVELOPED AS A WILD-
LIFE SANCTUAEV FOE
MR'. SHEfíMAN, VOU EE OUT
OF CEDEB...THIS SHOULD
DISCU5SED IN A
ccMMirrsE'
1) — Félagar. Hingað er í dag
kominn ungur maður, sem er á
æskulýðsmótinu hér. Hann lang-
ar til að segja fáein orð við ykk-
ur. Gerið svo vel, Þorgrímur
Sæmunds.
2) — Þakka yður fyrir van
Horn. Fyrst vil ég nota tækifærið
til þess að þakka félaginu fyrir
að það kostar og sér um fram-
kvæmdir mótsins og í öðru lagi
langar mig til þess að biðja ykk-
ur um hjálp til þess að bjarga
yndislegum stað hér í nágrenninu
frá eyðileggingu.
3) — Fáeinir menn hér í ná-
grenninu ætla að taka þennan
stað fyrir sjálfa sig til að veiða á,
en við álítum að svo yndislegan
stað ætti að gera að friðuöum reit
og skemmtigarði fyrir alla.
4) — Heyrðu Þorgrímur. Ég
tek orðið af þér. Þetta þarf að
ræða í nefnd.