Alþýðublaðið - 25.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Crefið iit af Alþýðuflokknum. 1920 Föstudaginn 25. júní 142. tölubl. JNlokkrar kaupakonur óskast á góð heimili í Laugardalnum. Fá fri og hesta til að fylgjast með konungsförinni til Geysis og Gullfoss. — Ilátt kaup. cKeifur Cyjólfsson. Bergstaðastræti 22. Heima kl. 7—8 síðd. €rlenð símskeyti. Khöfn 25. júní. Lcnin hreytir um! Blaðið„ EveningStandard “segir, að Lenin hafi hætt við það, að koma á algerðum Kommunisma; anuni hann ætla að reyna að mynda samsteypuráðuneyti. [Ekki er gott að segja á hve miklum rökum þessi fregn er bygð, en vel má vera, að eitthvað sé til í henni.] 1 Stjórnleysi í írlandi. Símað er frá London, að algert stjórnleysi sé í Londonderry í ír- Íandi. Hafa margir menn verið drepnir og særðir. Álandsmálin. Símað frá París, að Þjóðaráðið tíjalli um Álandsmálin. Pólverjar rinna á. Símað frá Warsjá, að Pólverjar vinni víða á á vígstöðvunum. Tilraun til að klífa Gaurisankar, Á fundi Landafræðisfélagsins í 'London Jýsti formaður þess, Francis Younghusband, þvf yfir, að nú um nokkurn tíma hefði verið undir- búin för til Himalayafjalla, er hefði fyrir markmið að freista að klifa Gaurisankar (Mont Everest, hæsti tindurinn í Himalaya). Hann kvað þess eigi að vænta, að neinn vís- indalegur árangur yrði af förinni, en tækist tilraunin, væri það sið- ferðilegur sigur fyrir vísindin að hafa klifið hæsta tindinn í rann- sóknum ofanjarðar. Maður sá, er stendur fyrir væntanlegri för þang- að, heitir Charles Bruce liðsforingi. X Bopgararaiir verða að ta.k:a tH sinna ;áða. Bovgapafundui* nauð* synlegui*. Það er af öllum viðurkent, að vatnið sé manninum engu síður nauðsynlegt, en fæða. Enda ekki um það deilt. En svo er að sjá, af því sleifarlagi, sem verið hefir og er á vatnsleiðslu þessa bæjar, að borgarstjóra sé þetta varla Ijóst. Vatnsskortur hefir verið hér í bænum annað slagið á hverju ári í mörg ár, þrátt fyrir það, þó fullyrt sé, að nægilegt vatn sé f vatnslindum þeim, sem vatnið er tekið úr. Af hverju stafar þetta? Borgar- stjóri segist vera að rannsaka þaðl! Og hann hlýtur að hafa verið að því í 6 ár, þvf vatns- laust hefir orðið hvað eftir annað á því tímabili. Það mun óhætt úr þessu að kalla vatnsskortinn í Reykjavík: Hinn óttalega leyndar- dóm. Og má mikið vera, ef eitt- hvert „stórskáldið“ unga sezt ekki niður og ritar „spennandi reifara“ um það handa „Vikuútgáfunni" !! En sleppum því. Þetta vatnsfargan er fyrir löngu orðið óbærilegt. Og er ekki nema fernt til, sem valdið getur vatns- skortinum: í fyrsta lagi getur útreikningur sá, um vatnsmagn Gvendarbrunna, er gerður var upphafiega, verið rangur, eða vatnið í þeim er að þrjóta. En auðvelt mun að rann- saka, hvort svo er eða eigi. í öðru lagi getur leiðslan verið biluð svo víða, að !eki valdi vatns- skortinum. Vandalaust ætti að vera að komast fyrir það, með því að mæla vatnsmagnið. í þriðja lagi getur verið, að vatnsrörin séu óf þröng, að þau flytji of lítið vatn. Það væri „vatn á mylnu“ Helga Magnussonar & Co. En kostnaðarauki yrði það ekki alllítill fyrir bæinn, svo von- andi reynist það ekki svo. í fjórða og síðasta lagi getur verið, að of mikið vatn sé notað á fiskverkunarstöðvunum, annað- hvort að óþörfu eða ekki. Þessi fjórða ástæða er af mörg- um talin iíklegust, og ekki að ástæðulausu. Fiskverkunarstöðv- arnar eru hér orðnar margar og stórar. Og þeir, sem við fiskverk- un hafa fengist, vita, að geysi- mikið vatn þarf til þess, að vatnið f þvottabölunum verði ekki of óhreint. Það þarf oft að skifta. Ef svo þar á ofan bætist, að vatnið sé látið streyma viðstöðu- laust dag eftir dag sumstaðar,. jafnvel í heimahúsum, þá er engin furða, þó vatnsskortur verði. í báðum föllum má kippa þessu í lag. Gerum fyrst ráð fyrir því, að vatnið sé ekki notað í óhófi á fiskverkunarstöðvunum, en að svo mi,kið þurfi að nota þar, að vatns- skorturinn geti af því stafað. Eina ráðið er í því falli, að takmarka vatn það, er nota mætti, og jafn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.