Alþýðublaðið - 25.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1920, Blaðsíða 2
3 blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Sngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. IO, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. vel banna algerlega að nota vatns- leiðsluvatn til fiskþvottar. — Ýmsir þeir, er til þekkja, halda því fram, að fiskur verði ekki eins hvítur, ef hann er þveginn upp íír tæru vatni. Þeir segja, að sjór sé betri. Kostnaðarauki yrði nokk- ur fyrir fiskeigendur, að þurfa að nota sjó, en það yrði tæplega nema í byrjun. Vatnið frá bænum þurfa þeir að borga, en sjó ekki; svo ekki er ósenniiegt, að þetta jafnaði sig. Komi það aftur á móti í ljós, að vatn sé í svo stórum stíl not- að að óþörfu á þessum umræddu stöðum, að vatnsþrotin komi þar af, þá ber enn að því, að því hefði mátt vera búið að kippa í lag fyrir löngu. Vatnsmæla hefði mátt setja á hverja einustu leiðslu til þeirra, er vatn nota í stórum stíl, og reyndar allra, og á þeirra kostnað. Og ætti verðið að hækka stórum fyrir það vatn, er fer fram úr einhverju ákveðnu marki. Með því yrði komist hjá því að mestu leyti, að vatn yrði að óþörfu lát- ið renna. Því pyngjan er viðkvæm- ur blettur. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að menn kvarti yfir þessum sífeida vatnsskorti, og ekki er það óeðli- legra, að menn greiði nauðugir fullan vatnsskatt fyrir það, að vera vatnslausir annan hvern dag. Hafa ekki einu sinni vatn til drykkjar. En það ér ófyrirgéfanlegt og alveg óverjandi, að borgarar þessa bæjar skuli láta þetta svo að segja óátalið — eg tel ekki, þó einstaka menn nöldri eitthvað í barm sinn — alla síðustu embættistíð hins afarduglega!! borgarstjóra. Þegar stjórn einhvers fyrirtækis bæjarins fer stjórnandanum — þjóni borgaranna — eins hrapal- lega illa úr hendi og og þetta vatnsmál, þá er það skylda þeirra gagnvart sjálfum þeim — bæjar- félaginu — að krefja stjórnandann reikningsskapar á borgarafundi. ALÞYÐUBLAÐIÐ Borgarar! Stofnið til almenns borgarafundar og krefjist skýlausra svara þeirra er hlut eiga að máli! Krefjist þess, að öll plögg í þessu vatnshneyksli verði lögð á borðið! Ef það dugar ekki, verður eina ráðið, að taka stjórnina í þessu máli af þeim, er nú fara með hana. Verið nú einu sinni samtaka, Reykvíkingar, og kippið þessu allra nauðsynlegasta málefni bæj- arins í lagl Kvásir. Skipulagsskrá I fyrir styrktarsjóð verkamanna- og sjómannafélaganna í Reykjavík. 1. gr. Nafn sjóðsins er: Styrktarsjóð- ur verkamanna* og sjómannafélag- anna í Reykjavik. 2. gr. Við sölu botnvörpunga er fram fór árið 1917, var það skilyrði af landsstjórnarinnar hendi fyrir samþykki sölunnar, að nokkru af söluverðinu yrði varið til bóta fyrir atvinnutjón handa fólki, sem atvinnu hefir haft af fiskiveiðum, á sjó og landi. Sjóðurinn er stofn- aður af nokkrum hluta þess fjár, samkvæmt samþykt bæjarstjórnar Reykjavíkur 3. apríl 1919 3- gr. Stjórn sjóðsins skipa 3 menn kosnir til þriggja ára, í fyrsta sinn árið 1920; árið 1921 gengur eftir hlutkesti einn maður úr stjórninni og skal þá maður kosinn í hans stað til þriggja ára. Árið 1922 gengur annar þeirra stjórnenda sjóðsins er kosnir voru 1920 úr stjórninni eftir hlutkesti og skal þá kosinn í hans stað maður til 3 ára. Síðan gengur ár hvert sá stjórnandi úr stjórninni, sem lokið hefir kjörtímabili sínu. Kosning í stjórn sjóðsins skal fara fram í janúarmánuði ár hvert. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík kýs stjórnina. Stjórnin skipar sjálf með sér verkum. Fari maður úr stjórn sjóðsins áður en kjörtfmi hans er liðinn, kýs fulltrúaráðið mann í hans stað fyrir það sem eftir er af kjörtíma- bilinu. 4- gr- Stjórn sjóðsins hefir á hendi fjárhald sjóðsins, ávaxtar höfuðstói hans, hefir á hendi greiðslur úr honum og veitir móttöku fé, sem til sjóðsins rennur. 5- gr. Stofnfé sjóðsins má aldrei skerða. Skal því svo og þeim hluta af tekjum hvers árs er leggjast eiga. við höfuðstól sjóðsins varið til kaupa á ríkisskuldabréfum, veð- deildarbréfum eða öðrum álíka tryggum verðbréfum að dódni stjórnarráðsins, og höfuðstóll sjóðs- ins ávaxtaður á sama hátt. Af ársvöxtum höfuðstólsins skal jafnan leggja við höfuðstólinn io°/a — tíu af hundraði. Af öðrum tekjum er sjóðnum kunna að hlotn- ast skal einnig leggja io°/o 'við höfuðstólinn. Ennfremur legst við höfuðstól sjóðsins það af tekjum hvers árs, sem ekki hefir verið úthlutað fyrir áramót. 90°/o — níutíu af hundraði — af ársvöxtum höfuðstólsins, og öðrum tekjum sjóðsins, má árlega verja til styrktar félagsmönnum í sjómanna- og verkamannafélög- um (karla og kvenna) í Reykja- vík, þeirra sem nú eru, eða síðar kunna að verða stofnuð, og sem eru í Alþýðusambandi íslands, er þeir hafa orðið fyrir slysum eða heilsutjóni. 6. gr. Styrk skal veita úr sjóðnum er fé er fyrir hendi og umsóknir um styrk liggja fyrir, er ástæða þykir að taka til greina. Stjórn sjóðsins ræður styrkveitingum og skal hún við styrkveitingarnar taka tillit til heimilisástæðna umsækjanda, til þess að hve miklu leyti slys það eða heilsutjón, sem hann hefir orðið fyrir, hefir rýrt vinnuhæfi hans og til þess með hverjum at- vikum hann varð fyrir slysinu eða heilsutjóninu, svo og þess, hvort honum er bætt tjón það, er hann þannig hefir orðið fyrir, annars- staðar að, að nokkru eða öllu leyti. Sá sem æskir styrks úr sjóðn- um er skyldur að Iáta stjórninni í té allar þær upplýsingar er að styrkveitingunni lúta, meðal ann-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.