Morgunblaðið - 14.02.1954, Side 6

Morgunblaðið - 14.02.1954, Side 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. febr. 1954 - Liqui-Moly - fyrir bátavélar og bifreidahrfiyfla LIQUI-MOLY smurningurinn hefir reynst með ágætum á bifreiðahreyfla og hefir reynsJan þegar sannað gildi LIQUI-MOLY. Við höfum nú fengið smurning þennan sér- staklegan ætlaðan fyrir allar tegundir BÁTAVÉLA Kostir LIQUI-MOLY eru meðal annars þessir: ★ LIQUI-MOLY eykur snúningshraða ★ Minnkar sótun vélarinnar. vélarínnar. ★ Varnar sýrutæringu. ★ Auðveldar gangsetningu. ★ Veitir öryggi gegn úrbræðslu. ★ Minnkar núningsmótstöðuna svo ★ Eykur tvímælalaust endingu vélin gengur kaldari. vélarinnar. LIQUI-MOLY er nauðsynleg á allar vélar. Málning og járnvörur Sími 2876 — Laugavegi 23. LAUS STAÐA ]'J Hreppsnefnd Stykkishólmshrepps hefur ákveðið að ráða sveitarstjóra samkvæmt lög- um þar um. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist hrepps- 7 nefnd Stykkishólmshrepps sem gefur allar nánari upplýsingar, fyrir 20. marz n. k. F. h. Hreppsnefndar Stykkishólmshrepps, Kristinn B. Gíslason, (Oddviti). imY seimdiimg af óvenju glæsilegum þýzkum barna- Y fatnaði. Allt ,,Model“-flíkur. ■ Lítið í gluggana. — STORKURINN Grettisgötu 3. Sími: 80989. Söngmenn Karlakórinn Fóstbræður óskar eftir nokkrum söngmönnum. Upplýsingar í síma 6590 á morgun, mánudag. APPELSÍNUR Væntanlegar í næstu viku ÖJ. Öíafááovv (iJ Uevviliöft Sími 82790. \ FokheEt einbýliáús til sölu ■ ■ Á fallegum stað í Kópavogi er til sölu einbýlishús 102 •• j ferm. — Efni og vinna mjög vandað — Kauptilboð t tB I óskast send fyrir miðvikudagskvöld til i PÉTURS ÞORSTEINSSONAR hdl. ‘ • : .j í Lækjartorgi 1 í Símar 4250 eða 82222 Ss<msettar Kiillur úr stálvírskörfum. eru atls staðar nýtilegar. SKILTAGERÐIN Skólavörðustíg 8. IMýkomiið Enskar kvenkápur. Verð frá 350—495 kr. Amerískir kvenkjólar. Verð frá 250—395 krónur. Amerísk dömunáttföt Amerískar nælonblússur Amerísk brjóstahöld Amerískar kvenpeysur Amerískir nælonsokkar JIARKAÐURINN TEMPLARASUNDI - 3 Vélstjóri Færeyskur vélstjóri með 1. fl. meðmæli óskar eftir at- vinnu á Islandi. Er kunnug+ ur olíukyndingu og hefur siglt með tögara sem vél- stjóri, Hans Lindcnskov, Vágur, Færeyjar. Bárður G. Jónssoa Kveðia og minningarorð Fæddur 11. apríl 1884. Dáinn 7. febrúar 1954. Kveðju og minningarorð. „MJÖK erum tregt tungu at hræra“, kvað Egill forðum. Svo mun og vera um fleiri, er látinna vina skal minnast. Enn er mér horfinn yfir landa- mærin miklu æskufélagi, jafn- aldri og nákominn frændi. Mig langar til að kveðja hann með nokkrum orðum þótt fátækleg verði. Bárður Guðmundur Jónsson var vestfirðingur að ætt og upp- runa. Foreldrar hans voru hjón- in Jón Örnólfsson og Rannveig Engilbertsdóttir, er lengi bjuggu að Miðdal í Bolungarvík og var Bárður fæddur þar og upp alinn. Forfeður hans í föðurætt, voru allir bændur og útvegsmenn í Bolungarvík og ytri hreppum Djúpsins, og verður ættin rakin í beinan karllegg til Snæbjarnar Kolbeinsssonar (hákarla Snæ- bjarnar) er bjó að Meiribakka í Skálavík og var fæddur 1662. Önnur kvísl föðurættar hans er af hinni fjölmennu Hólsætt, sem rakin er til Sæmundar sýslu- manns Árnasonar á Hóli, d. 1632 og konu hans, Elínar Magnús- dóttur, prúða. í báðum þessum ættum voru atgerfismenn og voru niðjar Snæbjarnar á Meiribakka orðlagðir fyrir hreysti og líkamsburði. Þeir voru og sægarpar miklir. Meðal niðja Sæmundar sýslumanns voru sýslu- og lögréttumenn. í móður- ætt var Bárður kominn af bænda ættum í Inn-Djúpinu svo langt aftur, sem vitað er. Bárður kvæntist 1. des. 1906, eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- rúnu Guðmundsdóttur, góðri konu og vel ættaðri. Hófu þau búskap að Ytribúðum í Bolung- arvík nokkru síðar og bjuggu þar til ársins 1941, er þau brugðu búi og fluttust til ísafjarðar og dvöldust þar til hins síðasta. Þau áttu 9 börn. Þrjú þeirra dóu á barnsaldri, en eina dóttur, Ás- gerði, misstu þau, er hún var um tvítugt. Á lífi eru: Ragnar, kaup- maður og byggingameistari, Jón, kaupmaður, Guðbjörg og Jó- hanna, giftar konur, öll á ísa- firði, og Sigrún, gift á Akranesi. Á þeim árum, er Bárðu1" var að alast upp, voru nær því und- antekningarlaust allir unglingar í Bolungarvík sendir á sjóinn, strax og þeir þóttu hlutgengir. Svo var og um Bárð. Um skóla- menntun var ekki að ræða. En sjórinn var og er líka skóli, harð- ur skóli. Þennan skóla gekk Bárð- ur í gegnum með mestu prýði. Var hann orðinn formaður á ára- skipi rúmlega tvítugur að aldri, og síðar var hann formaður á mó- torbát. Kom þar strax fram' mik- ill dugnaður, er einkenndi hann æ síðan. Hann hætti þó sjó- mennsku snemma og hóf búskap, sem fyrr segir Kom þar og fljótt fram sama atorkan og áhuginn, sem við sjóinn. Hann keypti ábúðarjörð sína, Ytri-búðir, gerði þar allmiklar umbætur og aflaði sér mikils fróðleiks um allt það, er að landbúnaði laut. Honum féll svo að segja aldrei verk úr hendi, enda komst hann upp úr fátækt til vel bjargálna manns. En hann vann eigi aðeins fyrir sjálfan sig, heldur var hann sí- hvetjandi og leiðbeinandi sveit- ungum sínum, um allt er að bún- aði laut. Hann var hollráður, og því gott til hans að leita, enda vel gefinn andlega. Hann var foringi bænda í sveit sinni og gegndi þar flestum trúnaðarstörf- um fyrir þá. Hann hafði og fleirx trúnaðarstörf með höndum, þ. á. m. var hann lengi hreppsnefnd- armaður. Þó að það, sem hér hefur verið sagt, sé um ytraborð mannsins, ef svo mætti segja, þá lýsir það þó að nokkru hinum innra manni, sjálfum persónuleikanum. En þar um nægja til viðbótar aðeins f jög- ur orð: Hann var góður maður. Það var því sárt fyrir vini hans og vandamenn, þegar hann fyrir sex árum missti heilsuna algjör- lega og óvænt. Var hann alltaf síðan við rúm og rúmliggjandi og lengst af á sjúkrahúsum. En mest hefir hann þó sjálfur liðið. — Á góðum aldri er hann allt í einu hrifinn frá sínu lífsstarfi, heimili og öllu því, er hann hafði lifað og starfað fyrir, cg verður nú að liggja, einangraður frá lífinu, sárþjáður í meira en hálfan ára- tug. Helkrumla dauðans hefir því nú snert hann sem engils líknar hönd. Ég votta ekkju hans og öllum öðrum aðstandendum, mína inni- legustu samúð. Frá fyrsta vormorgni lífsins, til hinnar hinztu stundar, höfum við, ég og hinn látni, haft margt og mikið saman að sælda, í leik og starfi. Eru mér þær minningar allar mikils virði. Færi ég nú þessum framliðna vini mína hjartans þökk fyrir samfylgdina og allt og allt. Guð blessi minningu hans. Jóhann Bárðarson. !>okayfir Enqlandi LUNDÚNIR, 12. febr. — Þykk og niðamyrk þoka grúfði yfir Suður Englandi í dag. Flugsam- göngur til stóru flugvallanna við Lundúnir féllu alveg niður og samgöngur á vegum töfðust mjög. —Reuter. Drengjaföt SPORTFÖT JAKKAFÖT í fjölbreyttu úrvali. EROS Ilafnarstræti 4 — Sími 3350. p

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.