Morgunblaðið - 14.02.1954, Page 8

Morgunblaðið - 14.02.1954, Page 8
8 Sunnudagur 14. febr. 1954 MURVUNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónssou. Ritstjóri: Valtýr Stefánsaon (ábyTgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, simi 3049. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sínd 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands í lausasölu 1 krónu eintakið KJARNI lýðræðisins er það, að fólkið mótar sjálft svip stjórnar- fars síns. Það ræður því með at- kvæði sínu á kjördegi, hverskon ar stjórn sezt að völdum að kosn ingunum loknum. Ef það veitir einum flokki hreinan meirihluta á þingi eða í bæjarstjórnum ein- stakra kaupstaða, skapar það sér möguleika samhentrar og öruggr ar stjórnar, ef gegnir menn hafa valizt þar til forystu. Ef það fær mörgum smáflokkum, innbyrð- is sundurþykkum, völdin, eru a. m. k. allar líkur til að öngþveiti og upplausn verði afleiðing þess. í raun og veru veltur allt á því, að fólkið, hver einstakur kjósandi, geri sér þetta áhrifa- vald sitt ljóst. Mesta hættan, sem að lýðræðinu steðjar er vantrú einstaklinganna á möguleika sína til þess að hafa raunveruleg áhrif á stjórn lands síns. í kjölfar þess siglir ábyrgðarleysi og jafnvel flótti á náðir einræðis og ofbeldis. Frumskiíyrði heilbrigðs stjórnarfars er þannig lýðræð- islegur þroski kjósendanna, einstaklinganna, sem þjóðfé- lagið er byggt upp af. Þegar á þetta er litið verður það auðsætt, hversu þýðingar- mikið það er, að þjóðfélagið sjálft stuðli að því að glæða og auka lýðræðislegan þroska borgara sinna. Það verður bezt gert með hlutlausri fræðslu um uppbygg- ingu þess og eðli lýðræðisskipu- lagsins. Að sjálfsögðu kemur ekki til mála, að neinskonar pólitísk- ur áróður sé rekinn t. d. í skólum landsins. En skólarnir verða hins vegar að innræta æskunni þá virð ingu fyrir lögum og rétti, sem alls staðar er hornsteinn lýðræðis- skipulags. Börn og unglingar verða að tileinka sér þá umgengn ismenningu, sem er undanfari virðingarinnar fyrir manninum, helgum rétti hans til þess að lifa sem frjáls einstaklingur og njóta almennra mannréttinda. Mikið hefur verið um það rætt, að nauðsyn beri til þess að ljúka þeirri endurskoðun hinna ís- lenzku stjórnskipulaga, sem fyr- ir dyrum hefur staðið síðan lýð- veidi var stofnað í landinu. Víst er um það, að dráttur þessarar endurskoðunar er orðinn langur. En enginn þarf að fara í graf- götur um raunverulega orsök hans. Hún er engin önnur en sú, að bæði þjóðina og stjórnmála- flokka hennar hefur greint svo á um eitt atriði, kjördæmaskipun- ina í framtíðinni, að ókleift hef- ur verið að komast að samkomu- lagi um að ljúka heildarendur- skoðun stjórnarskrárinnar. Afstaða Morgunblaðsins til þessa deiluatriðis hefur verið sú, að fyrst og fremst bæri að miða kjördæmaskipunina við það að hún leiddi af sér heil- brigt og öruggt stjórnarfar í landinu, stuðlaði að tveggja flokka kerfi en hindraði fjölg un smáflokka og þann glund ^roða seth ævinlega siglir í kjöl far þeirra. Líklegasta leiðin til þess að ná því marki væri að skipta öllu landinu, hinum stærstu kaupstöðum einnig, í eintóm einmenningskjör- dæmi. f kjölfar þessarar breyt Listaverkin á Ráðhiíssýninguna komast til öaimrkur í tæka tíð Danska stjónim býður að endurtaka sýuingima í Arósum UM ÞAÐ leyti er bundið var fastmælum að forseti íslands kæmi í heimsókn til Norðurlanda í vor, barst íslenzku ríkisstjórninni boð frá dönsku stjórninni að efnt yrði til íslenzkrar listsýningar í Kaup- mannahöfn í tilefni af þessari heimsókn forsetans. En forsetinn siglir fyrst héðan til Hafnar, þaðan til Osló, verður í Noregi um páskana, en fer síðan til Stokkhólms landveg. mgar Var ákveðið að sýning þessi í Höfn yrði opnuð hinn 1. apríl. , Samkvæmt samkomulagi við bæj f3”13” arstjórn Kaupmannahafnar og sigla eðhleg flokkaskip ing, rikisstjórn Dana> gkyldi sýningin myndun tveggja storra flokka, ha]din . samkomusal ráðhúss sem síðan myndu fara með borgarinnar. völd í landinu á víxl, eins og , fslenzka fetjórnin fól Mennta- tíðkast í Bretlandi og Banda- malaráði að annast nauðsynlegan nkjunum. undirbúning sýningar þessarar og Um það er óþarfi að fjöl-' yrða, að slíkt stjórnarfar er að flestu leyti æskilegra en sam- stjórnarskipulag ' það, sem við höfum búið við undanfarna ára- tugi, og engan veginn hefur leitt til batnandi stjórnarhátta eða aukinnar ábyrgðartilfinningar, hvorki meðal stjórnmálamanna né kjósendanna sjálfra. fól Menntamálaráði að gangast íyrir því. að allur undirbúningur kæmist á í tæka tíð, ef þess væri kostur, svo hægt yrði að taka þessu vinsamlega boði dönsku ríkisstjórnarinnar. Var það síðan fyrsta verk Menntamálaráðs að snúa sér til hinna tveggja listamannafélaga er hafa verið starfandi hér í bæ, \Jefi/ahanJi ihri^ar: (; Bifreiðafeostnaður fyrr og nú FORSÆTISRÁÐHERRA svaraði fyrir skömmu fyrirspurn á Al- þingi um kostnað ríkisins og stofnana þess af rekstri bifreiða, fólksflutningsbifreiða og vöru- bifreiða. Heildarkostnaður ríkisins og stofnana þess af bifreiðarekstri nam árið 1952 8,5 millj. kr. En frá þeirri upphæð dragast 3,3 millj. kr., sem eru tekjur af sömu bifreiðum, þannig að hrein út- gjöld af þesum rekstri verða um 5,2 milljó. kr. Blöð stjórnarandstöðunnar, og þá fyrst og fremst Alþýðuflokks- ins, hafa sérstakiega gert bif- reiðakostnað ríkisstjórnarinnar að umræðuefni undanfarna daga. Það er rétt eins og Alþýðublaðið haldi, að núverandi stjórn hafi tekið upp þann sið að leggja ráðherrum til bifreiðar. Sann- leikurinn í því máli er auðvitað sá, að meira en tveir áratugir eru liðnir síðan ríkisstjórnin og ein- stakir ráðherrar fengu bifreiðar til afnota. Það er sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn. Ráð- herrarnir hafa haft aðgang að siíkum flutningatækjum, alveg eins og forstjórar flestra stærri fyrirtækja í landinu og þúsundir annara borgara. Stefna Alþýðublaðsins í þessum málum virðist vera sú, að þegar Alþýðuflokkur- | inn er í stjórn þá sé sjálfsagt að ráðherrar hafi bíla. ’En þegar Alþýðuflokkurinn er ekki í stjórn þá sé heiðarlegt i að láta blað hans svívirða rík- ’ isstjórnina fyrir óþarft bif- reiðahald og sóun vegna ökuferða ráðherra!! Jæja, ekki er þetta stórmann- legur málflutningur. Auðvitað hljóta allir að vera sammála um það, að hafa beri hóf á eyðslu vegna bifreiðakostnaðar ríkisins. Hinsvegar er ekki óeðlilegt að hann hafi aukizt síðari árin. Bif- reiðanotkun fer hraðvaxandi hér á landi eins og annarsstaðar og starfræksla ríkisins og stofnana þess verður fjölþættari með hverju ári. Aðalatriðið er að fyllstu hagkyaerpni, sé gaétt í rekstri, þéssara samgöngutækja og allt sukk og óreiða útilokuð. Það er krafa almennings og hana hefur Sjálfstæðisflokkurinn a. m. k. álltaf talið sjáifsagða og eðli- lega. Atvik á Austurvelli. YÐÍNGURINN gangangi“ hef ir skrifað mér eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi! Nú á dögum er ég einu sinni sem oftar átti leið yfir Austur- völl, var ég allt í einu stöðvaður á göngu minni af tveimur dreng- snáðum — þetta var rétt við styttu Jóns Sigurðssonar. Annar þeirra bað mig vafninga- laust um að gefa sér 25 aura. Hann þurfti að komast heim til sín inn 1 Kleppsholt — sagði hann — en hafði týnt aurunum sínum, svo að hann komst ekki heim. Ég virti stráksa fyrir mér stundarkorn og gaf honum síðan 25 eyring, til að greiða úr vand- ræðum hans. En þá gall óðar við í hinum: „Gefðu mér líka 25 aura, manni minn, ég er iíka bú- inn að týna mínum aur. Sérðu bara, það er gat á vasanum mín- um“. Nú sá ég strax hvers kyns var og leiddi ég snáðunum tveim- ur fyrir sjónir að svona nokkuð mættu þeir aldrei gera, réttast væri að ég tæki aftur 25 aurana sem ég hafði gefið öðrum þeirra — það lét ég nú samt vera. Voru ekki seinir á sér. SVO hélt ég áfram leið minni og hafði jafnframt gætur á strák unum, hvað þeir tækju nú til bragðs. Um það bil, er ég var að koma að Dómkirkjunni sé ég, að þeir stöðvuðu konu, sem þeir mættu og hafa þeir eflaust haft sömu aðfarir í frammi við hana og mig áður, því að ég sá, að hún opnaði tösku sína og rétti þeim eitthvað. Konan hélt síðan sína leið en ég hafði enn gætur á kauðum. — Þeir tóku á sprett beint inn I „sjoppuna“ á horn- inu á Austurvelli — vitanlega til að kaupa sér sælgæti fyrir aur- ana, sem þeim hafði áskotnazt. Hvimleiður óvani. OG ÞAR með er sagan búin. — Víst er þetta ekki annað en smáatvik, sem mörgum finnst ef til vill ekki þess vert að á sé minnzt. Mér finnst samt sem áð- ur, að það geti verið áminning til foreldra um að brýna fyrir börn um sínum hve peningabetl og hverskonar sníkjur er hvimleið ur óvani og ókurteisi. Það er engin furða, þó að fólk hvekkist á því og sýni nokkra tortryggni undir slíkum kringumstæðum og að ofan greinir. Slíkt atvik og það sem sagt hefir verið hér frá getur þannig mjög vel orðið til þess að önnur börn gjaldi þess saklaus, því að alltaf getur annað eins komið fyrir og það að börn týni strætisvagnaaurunum sín um og neyðist til að biðja hina fullorðnu ásjár í vandræðum sín um. í slíkum tilfellum telur eng inn eftir 25 aurana. Gyðingurinn gangandi." Enn um fu?I og brák. VELVAKANDI góður! Ég sá í dálkum þínum nú á dögunum smásögu frá Akranesi um það, hvernig tveir litlir dreng ir höfðu reynt að bjarga æðar blikum, sem lent höfðu í olíubrák — en ekki tekizt það. Ef rétt hefði verið farið að hefði mjög sennilega mátt bjarga fuglunum samkvæmt minni reynslu, þ. e. a. s., ef þeir hafa ekki verið búnir að fá lungna bólgu, en siíkt er reyndar auð séð, því að þá korrar í þeim og seytiar úr nefi þeirra. Lungna- bólguna fá þeir, þegar fiðrið hlífir þeim ekki lengur fyrir kuidanum, en það gerir það ekki, þegar olía hefir komizt í það og er þá bezt að lóga þeim, því að þeir eru þá dauðans matur. Aðferð, sem hefir gefizt vel. SU aðferð, sem mér hefir gefizt bezt til að hreinsa fugia sem lent hafa í olíu er sú að bera smjörlíki vandlega í olíuna, þvo þá síðan upp úr þremur volg um sápuvötnum — skola vel. eftir hvert þeirra — og þurrka þá síðan á þurrum og heitum stað, Þegar fuglarnir eru orðnir þurrir er athugað, hvort fiðrjð er orðið vatnshelt með því að setja þá á vatn. Ef það blotnar verður að bíða þangað til það verður þurrt — fyrr má ekki sleppa þeim. Ég segi frá þessu í þeirri von að reynsla mín geti orðið til góðs — J. G.“ Þeir gusa hæst, sem grynnst vaða. Féfags íslenzkra myndlista- manna“ og „Nýja myndlistafé- íagsins“, í Nýja myndlistafélag- inu eru félagsmenn 7 en rúml. 40 í gamla félaginu. Svaraði nýja félagið um hæl og lofuðu þátt- töku félagsmanna sinna. Og stungu upp á að Nýja myndlista- félagið tilnefndi tvo menn í dóm- nefnd og Félag íslenzkra mynd- istamanna tilnefndi aðra tvo en Menntamálaráð skipaði hinn. DAUFAR UNDIRTEKTIR FYRST í STAÐ 27. janúar barst Menntamála- áði bréf frá stjórn og sýningar- nefnd „Félags íslenzkra mynd- listamanna“ þar sem taldir eru ýmsir annmarkar á, að tilboði um sýningarhald í Danmörku yrði ttkið, ekki sízt vegna þess hve erfitt væri að koma svo skyndi- lega upp sýningu, að íslenzkri list yrðu gerð nægilega góð skil. Er þess ennfremur getið í bréf- inu, að tími sá, sem ætlaður er til sýningarinnar, 12 dagar, sé helzt til stuttur. Þrátt fyrir þessa annmarka um hinn stutta undirbúningstíma og takmarkaða sýningartíma, töldu menn að sjálfsögðu æskilegt að tilboði þessu yrði tekið, einkum ef sæmileg þátttaka fengizt í slíkri sýningu. Nokkuð bar á því, að félags- menn í Félagi íslenzkra mynd- listamanna væru tregir á, að taka að sér störf dómnefndar, þar eð vandséð var, hvernig takast mætti að gera hina væntanlegu sýningu nægilega vel úr garði. Menntamálaráð taldi ástæðulaust að gera útnefningu dómnefndar svo umsvifamikla sem „Nýja myndlistafélagið" lagði til m. a. vegna þess, að sú leið gat reynst nokkuð tafsöm. En aegar Menntamálaráð tilnefndi í dómnefndina málarana þrjá, Jón Þorleifsson, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason til að velja málverkin á sýninguna og Ás- mund Sveinsson til ráðuneycis nefndinni að því er snertir högg- myndir, féllust stjórnir beggja félaganna á þessa útnefningu. NÝTT FÉLAG Sama daginn og listamannafé- lögunum tveim var skýrt frá út- nefningu Menntamálaráðs barst því bréf frá þremur mynd- listarmönnum: Finni Jónssyni, Gunnlaugi Blöndal og Guðmundi Einarssyni þess efnis, að þeir hefðu stofnað nýtt félag, er nefn- ist „Óháðir listamenn“ í þeim til- gangi, að hafa samvinnu um sýn- ingar erlendis og innanlands. Væri það því þeirra ósk, að fá fulltrúa í sýningarnefnd. Daginn eftir hélt Félag ís- lenzkra myndlistamanna aðal- fund sinn. Kom þá í ljós, að þess- ir þrír menn er sent höfðu Menntamálaráði tilkynningu um félagsstofnun sína hefðu sagt sig úr Félagi íslenzkra myndlista- manna, en þeir virtust vera einir félagsmenn hins „óháða félags“. ÖRUGGT AÐ BOÐINU VERÐUR TEKIÐ Menntamálaráð svaraði því til- mælum hins nýja félags með því að leggja til, að Finnur Jónsson tæki upp samvinnu við þá sýn- ingarnefnd sem hin tvö lista- mannafélög sem fyrir voru höfðu fallizt á, að yrðu í nefndinni. Þegar hér var komið sögu hafði nefndin tekið til starfa. Hafði hún ákveðið hvenær ætti að skila þeim listaverkum í hendur dómnefndar, sem óskað er eftir að komi til greina að senda á sýninguna í Danmörku, eða hinn 18. þ. m. Vegna truflana á skipaferðum til Kaupmannahafnar næstu vik- ur hefur verið óvíst um það, hvaða ferð félli héðan til Hafnar í tæka tíð fyrir 1. apríl. En fyrir milligöngu sendiherra Dana hef- ur Sameinaða gufuskipafélagið boðist til að flytja listaverkin á sýninguna héðan h. 11. marz, svo öruggt pr að þau komast þangað fyrir mánaðamót. NÚ er því gengið úr skugga um, að íslenzka ríkisstjórnin og ís- lenzkir listamenn geta tekið Framh. & bla. 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.