Morgunblaðið - 14.02.1954, Page 9

Morgunblaðið - 14.02.1954, Page 9
Surrnudagur 14. febr. 1954 MORGUNBLAÐIÐ I Reykjavikurbréff: FRÁ ; liaugardagur 13. feíirúer BERIÍNARFUNDINUM í'remri myndin sýnir hugmyndir brezka blaðsins Manchester Guardian um „sveigjanleik“ og samningalipurð Molotovs. Á síðari teikningunni dregur teiknari svissneska hlaðsins, Die Weltwoche i Ziirich, upp mynd af sinni hugmynd um erindi hins rússneska utanríkisráðherra til Berlínar. Vonir bresta í Berlín — Bæjarstjórnarkosningarnar og lær- dómar þeirra — Hver vill bjarga kommúnistum? — Vöru- skiptajöfnuðurinn og gjaldeyrisaðstaða bankanna Vonir bresta í Berlín. FUNDUR utanríkisráðherra stór- veldanna fjögra hefur nú staðið yfir í Berlín í tæpar þrjár vik- ur. Það væri synd að segja að árangur hans sé orðinn mikill. Ráðherrarnir hafa fyrst og fremst rætt um sameiningu Þýzkalands og friðarsamninga Við það. En þar hefur engu orð- ið um þokað. Vesturveldin hafa lagt til frjálsar og lýðræðislegar kosningar í öllu Þýzkalandi og sameiningu landsins á grund- velli þeirra. Molotov hefur ekki mátt heyra slikar kosningar nefndar. Frjálsar kosningar telur hann að þýði sama og algert hrun kommúnista í Austur-Þýzka landi og yfirgnæfandi fylgi við stefnu Adenauers kanslara og Vesturveldanna. Hinsvegar hefur hínn rúss- Jieski utanríkisráðherra lagt til að þjóðir Evrópu geri með sér nokkurskonar „ekki árásarsamn- ing“ og „öryggisbandalag“ að sið Hitlers sáluga, sem hafði þann hátt á að gera slíka samninga. að kveldi en ráðast að morgni á viðsemjendur sína og rífa þá á hol!! Ailt hefur þetta leitt til von- leysis og öngþveitis á þessari Berlínarráðstefnu, sem miklar vonir voru tengdar við. Utanríkisráðherrar stórveld- anna fjögra hafa síðan styrjöld- ínni lauk haldið með sér 6 fundi. Er þessi sá sjöundi í röðinrii. Á hinum 6., sem haldinn var í Par- ís árið 1950 var sameining Þýzkaalands einnig aðal umræðu efnið. En enginn árangur varð af fundahaldinu og lauk því eftir 29 daga. Bæ jarst jómarkosn - ingarnar og lær- dómar þeirra HÁLFUR mánuður er nú liðinn frá bæj*arstjórnarkosningunum. Hefur því gefizt gott tóm til þess að athuga úrslit þeirra og draga af þeim ályktanir. Nokkur ástæða er til þess að drepa lauslega á sjálfan kosninga undirbúningin hér í Reykjavík. Af hálfu minnihlutaflokkanna var hann ofstækisfyllri og fjar- stæðukenndari en oft áður. Sér- staka atygli vöktu hinar öfga- kenndu ádeilur málgagns Fram- sóknarflokksins á Sjálfstæðis- menn og stjórn þeirra á höfuð- þorginni. Minnihlutaflokkarnir háðu að sjálfsögðu kosningabaráttu sína á þessum háu tónum vegna þess, að þeir héldu að það væri sigur- vænlegast. Sjálfstæðismenn lögðu hins- vegar megináherzlu á, að skýra sjálf málin, leggja spil- in á borðið um stjórn sína á málefnum Reykvíkinga. Þess- vegna létu þeir uppnám og æsingaskrif minnihlutaflokk- anna ekki draga sig út í per- sónulegt skítkast. Þeir háðu baráttu sína á málefnalegum grundvelli og báru sigur úr býtum. Almenningur í Reykja vík tók þann málstað, sem ekki flúði á náðir ofstækis og illinda, fram yfir persónuníðið og öfgarnar. Ætti þetta að vera holl bending til þeirra blaða, sem tróðu marvaðann í ofstopa og skætingi, að hverfa frá villu síns vegar við næstu kosningar. Mútubrigsl Tímans EKKI virðist þó Tíminn hafa endurfæðst að þessu leyti enn- þá Eftir kosningarnar gat hann ekki stillt sig um, að halda því fram, að sigur Sjálfstæðismanna í Reykjavík ætti rætur sínar að rekja til stórfelldrar „mútustarf- semi.“ Hann hélt og áfram stað- hæfingum sínum um, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri fyrst og fremst „klíka örfárra gróða- manna í Reykjavík“. Svona er lýðræðisþroski Tíma- liða mikill. Þeir geta ekki ímynd- að sér straumhvörf í stjórnmál- um, nema að undangenginni stórfelldri mútustarfsemi. Þeim er ómögulegt að gera sér í hug- arlund aðra ástæðu þess, að Reyk víkingar vilja ekki fela Fram- sókn „oddaaðStöðu“ en þá, að þeim hafi verið „mútað“ til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn!!! Sjá menn ekki í gegn um þann hugsunarhátt, sem leiðir til slíkr- ar röksemdafærslu? Um hitt atriðið í kosninga- hugleiðingum Tímans, að Sjálfstæðisflokkurinn sé „klíka örfárra gróðamanna í Reykjavík" er í sjálfu sér ó- þarfi að fjölyrða. Nær 16 þús. Reykvíkingar kusu framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við síðústu bæjarstjórnarkosning- ar eða um það bil 50% þeirra, sem atkvæði greiddu. Vitan- lega var fólk úr öllum stétt-j um bæjarfélagsins í þessum fjölmenna kjósendahópi. Þar eru þúsundir iðnaðarmanna, sjómanna, verkamanna og verzlunarmanna, svo nokkrar stéttir séu nefndar. En Tíminn segir að þetta fólk sé „klíka örfárra gróðamanna“! Nei, það er sannarlega ekki að furða þótt Framsóknarflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í Reykjavík meðan málgagn hans byggir bar- áttu sína á slíkum staðhæfing- um. Hver vill bjarga kommúnistum? KOMMÚNISTAFLOKKURINN hér á landi hefur beðið mikið afhroð við tvennar undanfarriar kosningar. Er það nú ljóst orðið, að sama skriðan er byrjuð að falla hér frá honum og i öðrum Norðurlöndum. Þetta er komm- únistum sjálfum orðið kunnugt. Þessvegna reyna þeir nú að treysta varnir sínar á flóttanum. Og þrautalending þeirra er ný „sameiningaralda", þ. e. a. s. sam- vinna milli þeirra og annarra flokka. Þetta er ekki ný bóla. Alltaf þegar kommúnistar eiga erfitt uppdráttar kalla þeir á „sameiningu". í hverju er slik sameining svo fólgin? Engu öðru en því, að fá aðra flokka til þess að lyfta kommúnistum til valda og áhrifa. Og nú er spurningin þessi: Hverjir vilja hjálpa komm- únistum í nauðum þeirra? Hverjir vilja segja við þjóð- ina, að þrátt fyrir allt sé þessi föðurlandslausi landráðaflokk ur samstarfshæfur? Allt bendir til þess að bæði Framsókn og Alþýðuflokkur- inn, að ónefndri „Þjóðvörn“, séu reiðubúnir til þess að veita kommúnistum þann siðferði- lega styrk, sem þeir þarfnast nú svo mjög eftir kosningaó- farir sínar. í mörgum kauptúnanna unnu þessir flokkar með kommúnist- um við sveitarstjórnarkosningarn ar. I nokkrum bæjarfélögum hafa þeir síðan gengið til samstarfs við þá. Jafnvel í Hafnarfirði hafa Alþýðuflokksmenn nú tekið að sér stjórn í samvinnu við komm- únista. Ala nöðruna við brjósl sér UM ÞAÐ þarf ekki að fara í íeinar grafgötur, að yfirgnæf- andi meirihluti kjósenda Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins telja kommúnista með öllu ó- samstarfshæfa. Þetta fólk harmar þá björgunarstarfsemi, sem flokk ar þess stunda nú í þágu komm- únismans. Og enginn þarf að draga í efa, að einmitt hún á eftir að bitna sárlega á Aiþýðu- flokknum, sem illa má þó við nýjum áföllum eins og hag hans er komið. En svo tröllriðnir eru núverandi leiðtogar Alþýðuflokks ins, að þeir láta blað sitt um þessar mundir tala nær daglega um hina „gleðilegu samvinnu" við kommúnista!!! Vita þessir menn ekkert, hvað þeir eru að fara? Hafa þeir ekki gert sér ljóst, að þeir eru að ala nöðruna við brjóst sér? Það sem þeir í skammsýni sinni kalla „samvinnu vinstri aflanna" er ekkert annað en hrein björgunarstarfsemi í þágu kommúnista, sem nú er verið að hjálpa út úr einangr- an og fyrirlitningu. Þetta sjá allir, sem vilja sjá það. En formaður Alþýðuflokksins og sumir Ieiðtogar Framsóknar- flokksins virðast ekki skilja það. Fyrr og nú NÚ MÁ vera að Alþýðuflokks- menn spyrji: Hvernig var það annars, unnu ekki Sjálfstæðis- menn með kommúnistum í ríkis- stjórn og bæjarstjórn ísafjarðar hér fyrr á árum? Jú, mikið rétt. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar á Islandi. Þegar Sjálfstæðismenn höfðu samvinnu við kommúnista um ríkisstjórn, voru kommún- istaflokkar flestra Evrópulanda aðiljar að ríkisstjórnum. Þá lifði sú von ennþá eftir hina samstilltu baráttu lýðræðisþjóðanna og Rússa í heimstyrjöldinni að unnt væri að vinna með kommúnist- um og treysta þeim. En sú von fauk fljótlega út í veður og vind. Grima ofbeldisseggjanna féll. Heimskommúnisminn stóð uppi sem afhjúpaður arftaki og stað- gengill nazismans. ógnandi friði og öryggi í heiminum og grafandi undan frelsi og sjálfstæði frjáfsra þjóða. Síðan þetta gerðist hafa lýð- ræðisflokkar hvergi unnið með kommúnistum. Á þá hef- ur þvert á móti verið litið sem einangraða klíku ábyrgðar- lausra skemmdarverkamanna. Og m, a. vegna þess hefur fylgi þeirra stöðugt farið' þverrandi meðal hinna vest- rænu þjóða. En nú koma leiðtogar Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins á íslandi og bjóðast til þess að draga kommúnista upp úr for- aðinu, rjúfa einangrun þeirra og bjóða þá hjartanlega velkomna í „vinstri samstarf." Og kommún- istablaðið ræður sér ekki af fögn- uði yfir „einingarsigrunum“!!! Vesalings Alþýðuflokkurinn. Enn einu sinni hefur þessi óláns- sami flokkur látið ginna sig til verka, sem hljóta að brenna á hans eigin skinni og valda hon- um tjóni og niðurlægingu. Hve- nær hefur samvinna hans við kommúnista orðið honum til ann- ars en bölvunar og niðurdreps? Hvernig fór fyrir Héðni heitnum Valdemarssyni þegar hann hóf „sameiningarbaráttu" sína? Og hvað segja bændur um kommúnistadekur Framsókn- ar? Nei, hver sá, sem hefur sam- vinnu við kommnúista eins og málum er nú komið í heim- inum hlýtur að bíða við það tjón og álitshnekki. Kommún- istaflokkurinn er ósamstarfs- hæfur. Bandalag lýðræðis- flokka við hann er þessvegna pólitískt glapræði og skyssa, sem enga afsökun er hægt að finna á. Það er mikill misskilningur hjá Alþýðuflokksmönnum og Fram- sókn, að bandalag þeirra við kommúnista á einstökum stöðum skaði Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur tekið ákveðna afstöðu gagnvart kommúnistum og mun aldrei leita samstarfs við þá. Þjóð inni er vel kunnugt þessi afstaða Sjálfstæðismanna. Þessvegna hef ur fylgi þeirra líka farið vaxandi á sama tíma, sem Framsókn og Alþýðuflokkurinn hafa tapað, bæði í þingkosningum og bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. V öruskiftajöfnuðurinn FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt að vöruskiptajöfnuður okkar hafi s. 1. ár verið óhagstæður um rúmlega 400 millj. kr. Ef allur sannleikurinn yæri sagður með pessari t fólu um gjaldeyrisað- stöþú ^jóðarinna.r yærum við sannarlega illa á vegi staddir. En sem betur fer kemur hér fleira til greina. Öll . flutnjngsgjöld eru talin nieð í heildarupphæðinni, sem greinir frá verðmæti inn- Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.