Morgunblaðið - 05.03.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 05.03.1954, Síða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. marz 1954 Þingmenn nei ri deildnr ræin áfengismáiin nf minni ábyrgi en lingmenn efrl deiidnr [EÐRI DEILD Alþingis tók áfengislagafrumvarpið til meðferðar í gær og varð fyrstu umraeðu lokið og málinu vísað til Alls- herjarnefndar. í deildinni virðist sem viðhorfið til málsins sé nokkuð annað en í Efri deild. Þeir sem tóku til máls, eftir að Bjarni Benediktsson dómsmáiaráðherra hafði farið nokkrum orðum um írumvarpið, ræddu lítt eða ekki um þann vanda, sem þingið horf- ást í augu við er setja á löggjöf um áfengismál. Þeir töluðu um 6ináatriði, virtust stundum vilja vekja sem mesta sundrung um málið og virtust vanbúnir undir það að ræða frumvarpið. Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra rakti sögu frum- varpsins, hvernig Alþingi tók því á fyrra og vísaði því frá og fór Itokkrum orðum um afgreiðslu t«ess í Efri deild. Síðan sagði ráðherrann meðal annars, að ekki væri viðhlít- andi, að ríkið stæði að sölu áfengra drykkja, um leið og J»að bannaði neyziu þeirra, ' nema á víðavangi (og þá ekki t á almannafæri) og í heima- húsum. Af þeirri ringulreið, ji sem ríkti í áfengismálunum hefði leitt drykkjuskapur í ) bílum og skúmaskotum, svo og ] að gildandi áfengislög væru mikið brotin af mönnum er I dansleiki sæktu, enda væri ógerlegt fyrir nokkra lög- reglu að koma í veg fyrir það, eins og málum nú væri háttað. Meðan að vín er selt hér á landi, þá er nauðsynlegt að settar séu þær reglur og lög um neyzlu þess, sem hægt er að framfylgja. Um það, hvern- ig þær reglur eiga að vera, I má vafalaust deila. Sjónarmið- in eru mörg og skoðanir vafa- j laust skiptar. En eitt er víst, að ekki þýðir að lögfesta þær | reglur, sem allur almenning- ur virðir að vettugi. Ég vil bara vín á Hótel Borg Lúðvík Jósefsson talaði næst- Tir. Hann var talsmaður glund- roðans og úrræðaleysisins í þessu vandamáli. Hann kvað vandræð- in fyrst hafa komið í ljós, þegar vínveitingum á Hótel Borg var bætt. Meðan hægt hefði verið að íá vín þar, hefði ekkert vand- Tæðaástand ríkt í áfengismálun- urn. Það eina, sem gera- þyrfti, væri að leyfa Hótel Borg aftur vínveitingar. Þá væri vandræðin lcyst!!! Síðan beindi hann þeirri fyr- irspurn til dómsmálaráðherra hve mörg veitingahús myndu fá veitingaleyfi á vínum ef 12 grein írumvarpsins yrði samþykkt, og kvað miklu valdi vera komið í hendur stjórnar Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda, sem semkvæmt frumvarpinu eiga að ákveða hvaða veitingahús teljast 1. flokks. Ráðherra svarar Bjarni Benediktsson svaraði l»egar í stað. Hann kvað leitt til þess að vita að Lúðvík Jósepsson skildi ekki ákvæði frumvarpsins nm leyfisveitingar. Þar væri end- anlegt vald í þöndum dómsmála- ráðherra, en áður en hann veitti leyfið yrði að liggja fyrir yfir- lýsing stjórnar Samb. veit. og gistihúseigenda um það að hótel- ið væri 1. fl., svo og umsögn bæj- arstjórnar og áfengisvarnarnefnd er. Ógerningur væri því að segja ■um, hve margir staðirnir yrðu. Ráðherrann skýrði frá því, að vínveitingaleyfi þau, sem dómsmálaráðuneytið veitti 4 veitingahúsum „bæði í tíð f rninni, sem dómsmálaráðherra 5 og langt árabil þar á undan" hefðu verið hæpin iögum sam- , kvæmt. Og eftir að almenn gagnrýni kom fram á þær leyfisveitingar, svo og að Al- þingi vísað frá frumvarpi til áfengislaga án þess að ræða það hefði hann tekið þá á- kvörðun að hætta með öllu leyfisveitingum. Ósamboðið og ósæmilcgt hefði og verið að veita 1 veit- inaghúsi, þar sem erl. ferða- menn væru tíðir gestir vín- veitingaleyfi. Það hefði dregið að húsinu óæskileg læti, sem til vansa voru. — Fjöldi manna, m. a. erlendir ráð- herrar, kvörtuðu yfir þeim að- búnaði, sem þeir áttu við að búa þar. Ekki frá hótelsins hálfu, heldur ágangi „gesta“ þeirra er þangað leituðu, með- an sá drykkjuskapur tíðkaðist þar, sem Lúðvík Jósefsson tel- ur að leyfa þurfi nú á ný, og þá sé öllu borgiðí! — Ég vil ekki, sagði Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð- herra, endurnýja það ástand er þar ríkti. Alþingi getur gert það ef það telur það viðeig- andi og rétt. Ráðherran sagði síðan síðan að engum hefði dottið í hug að stjórn Samb. veit. og gistihús- eigenda yrði falið endanlegt vald í sambandi við leyfisveitingar. Sú stjórn er hins vegar kölluð til þess að kveða á um hvort einu skilyrði af mörgum er full- nægt til að leyfið fáist. Kvaðst ráðherra ekki sækjast eftir því að hann einn herfði endanlegt vald tii veitingaleyfis. Hann vildi gjarnan að t. d. bæjarstjórn yrði að gefa samþykki sitt, eða ein- hver annar aðili, sem þingdeild- in kæmi sér saman um. Sem allra nu’slar hömlur Næstur talaði Pétur Ottesen og talaði máli bannlaganna. Kvað hann menn skiptast í tvo hópa um þetta mál. Annar hópurinn vildi að mest frjálsræði væri ríkjandi, en hinn að hömlurnar yrðu sem mestar og víðtækastar. Hann kvað „frjálsræðisstefn- una“ hafa borið hærri hlut í Efri deild og það allrækilega. Hins vegar lýsti hann sig stuðnings- mann „hömlustefnunnar“ og að mjög mörgu þyrfti að breyta í áfengisfrumvarpinu svo að hann og skoðanabræður sínir gætu við það unað. Stóryrði og sleggjudómar Þá var nú röðin komin að Hannibal nokkrum Valdimars- syni. Hann talaði með öllum lík- amanum af rembingi miklum. Handapat og líkamsfettur sýndi hann þingheimi af leikni mikilli. Ræða hans var svo samsafn slag- orða, sleggjudóma og gersamlega ógrundraðra hugsana og svo stór- yrtur var hann, að forseti neydd- ist til að áminna hann fyrir ó- þinglegt orðbragð. — Það er ekki undarlegt þó að menn falli í kjördæmum sínum, er þeir halda slíkar ræður þegar þeir komast inh fyrir þingveggina. Síðastur talaði Karl Guðjóns- on, uppbótaþingmaður Vest- mannaeyinga. Var málflutningur hans allur með öðrum keim en þeirra Lúðvíks og Hannibals. Ræddi Karl um vandamál er frumvarpið kann að leiða af sér, ef það yrði að lögum. — Slíkt væri æskilegt að fleiri gerðu. rlms BenedikJssona B ÆJARSTJÓRN Reykjavíkur kom saman til reglulegs fundar í gærdag kl. fimm, Fundur þessi var helgaður minniagu Hall- gríms Benediktssonar, fyrrum forseta bæjarstjórnar. Mál þau er fyrir fundinum lágu, voru ýmist samþykkt umræðulaust eða frest- að til næsta fundar. Níels Dungal boðið á Ehrlich-Behring-hótíð 100 ára afmæli mesfu velgerðarmanna mannkynsins. ¥JM MIÐJAN þennan mánuð eru 100 ár liðin frá þvi tveir Þjóð- verjar, einhverjir mestu velgerðarmenn alls mannkynsins, fæddust. Það eru þeir Paul Ehrlich, sem fann upp lyf gegn syfilis (fæddur 14. marz 1854) og Emil von Behring, sem sigraði barna- veikina, einhvern ægilegasta sjúkdóm fortíðarinnar (fæddur 15. marz 1854). Sambandsstjórn Vestur-Þýzka til Höchst, þar sem lyfjaverk- F.r forseti bæjarstjórnar frú Auður Auðuns setti fundinn, voru viðstaddir forráðamenrn f.yrirtækja og stofnana Reykja- víkurbæjar. — Á vegg fyrir enda salarins var íslenzki fáninn. — Áðu.r en gengið var til dagskrár flutti frú Auður Auðuns minn- ingarræðu um Hallgrím Bene- diktsson, og fórust henni þannig orð: lands gengst fyrir mikilli minn- ingarhátíð í tilefni þessara ald- arafmæla. Hefur hún boðið lækn- um og vísindamönnum frá mörg- um löndum á hátíðina. Einn ís- lendingur sækir hátíðina, próf. Níels Dungal. Hinn 14. marz verður hátíðin í Marburg, þar sem Behring- lyfjaverksmiðjurnar eru, sem framleiða ýmiss konar antitoxin- serum. Hinn 15. marz flytjast þau smiðja Ehrlichs er. Verða haldnir margskonar fyrirlestrar og boðs- gestir sitja veizlur og er boðið í leikhús o. s. frv. Þar að auki efna Sameinuðu þjóðirnar til ráðstefnu vísinda- manna í Frankfurt am Main dag- ana 16.—20. marz. Fjallar sú ráð- stefna um bólusetningar og of- næmi og mun margt merkilegt koma fram á þeirri ráðstefnu. Sæmileg útkoma hjá Hafnar- fjarðarbátum \\ú sem af er Loðna flutt loftleiðis frá Eyjum H' AFNARFIRÐI — í gær var afli linubátanna um 10—12 skipd. að meðaltali á bát. Bjarnarey hafði mestan afla eða 18 skipd. — Vélbáturinn Ásúlfur, sem er í útilegu, kom í gær með 33 tonn eftir 5 lagnir. — í gærkvöldi var fyrst beitt með loðnu. Var hún flutt loftleiðis frá Vestmannaeyjum til Rvíkur, — og sömuleiðis fékkst loðna frá Þorlákshöfn og Grindavík. — í Eyjum hefir afli bátanna aukizt að mun síðan byrjað var að beita með loðnu, og má því yænta hins sama hér. — Að minnsta kosti einn bátur, Kóp- ur, verður gerður út héðan á loðnu einhvern næstu daga. MISJAFNT AFLAMAGN Um síðastliðin mánaðamót höfðu eftirtaldir fimm línubátar fengið mestan afla: Fróðaklettur 142 smálestir í 23 róðrum, Örn Arnarson 137 í 22, Hafbjörg 128 í 22, Fagriklettur 120 í 24 og Björg 112 í 20 róðrum. — Lifrar- magn Hafnarfjarðarbáta (í lítr- um) fram til s.l. miðvikudags, 3. marz, er sem hér segir: Ágúst Þórarinsson 9976, Ársæll Sigurðsson 6797, Ásúlfur 2698, Fjallfoss glæsilegt skip HIÐ nýja skip Fjallfass, kom hingað til Reykjavíkur milli kl. 8 og 9 í fyrrakvöld. Hér í Reykja víkurhöfn liggur skipið við aust- ur bólvirkið. Var unnið að upp- skipun úr. skipinu í gær. Fjöldi fólks fór niður að höfn til að skoða skipið og þótti mönnum Fjallfoss sérlega glæsilegt skip. Meðal forvitinna mátti sjá ýmsa skipstjóra. Bjarnarey 5956, Björg 10204, Draupnir 8127, Fagriklettur 10212, Fiskaklettur 5584, Fróða- klettur 12031, Goðaborg 2954, Guðbjörg 9668, Hafbjörg 11706, Haukur 4418, Hólmaborg 5215, Síldin 4409, Stefnir 5893, Valþór 5670, Örn Arnarson 11136. — G.E. Hinn 26. febr. s.l. andaðist að> heimili sínu hér í bæ Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður, fyrrum forseti bæjarst,órnar Reykjavíkur, Hallgrímur Benediktsson var fæddur á Vestdalseýri við Seyðis fjörð hinn 20. júlí 1885. T\ :tugur að aldri kom hann hingað ti! skólanáms, settist hér síð m að og gerðist er fram liðu stundir einn af kunnustu athafnr mönn- um þessa bæjarfélags og gegndi hér fjölmörgum trúnaðarstörf- um. ★ Hallgrímur Benediktsson var fyrst kosinn bæjarfulltrúi í Reykjavík hir.n 23. jan. 1926, og átti sæti í bæjarstjórn r.æstu 4 ár. Öll þ*au ár átti hann sæti í fátækranefnd, vatnsnefnd og gas- nefnd, og var skrifari bæjar- stjórnar tvö síðari ár þess tima- bils. Hinn 27. jan. 1946 var Hall- grímur Benediktsson aftur kos- inn í bæjarstjórn, og átti þar þá sæti í 2 kjörtímabil, eða til 31. jan. s.I. Hann var fyrri varaforseti bæjarstjórnar frá 2. febr. 1946 til 26. febr. 1952, en þá var hann kosinn forseti bæjarstjórnar, og gegndi því starfi til 31. jan. s.l. Árin 1946—1954 átti harm sæti í hafnarstjórn og sem varamaður í bæjarráði, og varamcður í stjórn Eftirlaunasjóðs Reykja- víkurbæjar var hann árin 1951—• 1954. ~k Eftir þau persónulegu kynni, er ég hafði af Hallgrími Bene- diktssyni við samstarf í bæjar- stjórn s.l. 8 ár, verður mér sér- staklega minnisstæð drcngileg framkoma hans, prúðmennska hans og góðvild og hygg ég að svo muni um fleiri er honum kynntust sagði frú Auður forsetj bæjarstjórnar. ★ Ég vil biðja bæjarfulltrúa að heiðra minningu þessa mæta manns og votta ástvinum han& samúð með því að rísa úr sætum sínum. í gær háfuðu sjómenn Eoðnuna af þilfari bátanna á leið úr róðrí Vestmannaeyjum, 4. marz: HEMJUMAGN af loðnu er hér kringum Vestmannaeyjar og hefur hún verið að færa sig vest- ar og vestar með ströndinni. Loðnubátar voru í dag vestur undir Þrídröngum, sem eru dang ar hér nokkuð vestan við Eyjar. Margir bátar, sem voru að koma úr róðri, og höfðu loðnuháf með- ferðis, dýfðu honum aðeins í sjó- inn og háfuðu upp frá borði allt upp í 3—5 tunnur á 15—20 mín. Það sem einkum hefur vakið athygli sjómanna í sambandi við þessa miklu loðnugengd er að fiskur virðist ekki ganga með henni, sem bezt sézt á því að neta bátarr.tr, sem eiginlega draga netin upp úr loðnutorfunum, fá engan fisk í netin. Bátar frá Þorlákshöfn og Suð- urnesjabátar komu hingað inn undir Eyjar í dag til að veiða sér loðnu til beitingar. — Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.