Morgunblaðið - 05.03.1954, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.03.1954, Qupperneq 8
MORCUNBLAÐIÐ FöstudagUi 5. marz 1954 mwmUðkik Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rítstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. f lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Ósigrar að baki, eyðimerkur- ganga EINTJ sinni var gamall maður. Á yngri árum hafði hann verið hinn mesti kjark- og þróttmaður. En á hinum efri árum gerðist hann sjóhræddur og úrtölusam- ur. Var það þó jafnan háttur hans er hann var á sjó, að hugga sig með hreystiyrðum. Varð honum oft að orði, að engin hætta væri á ferðum, veður færi batnandi og allt væri í lagi. En samferða- menn hans vissu að einmitt þessi orð hans báru greinilegan vott þeim geig, er hann bar í brjósti. Kommúnistum hér á landi er um þessar mundir svipag farið og þessum gamla manni. Þeir eru dauðhræddir við þá þróun, sem bersýnilega er að gerast í íslenzk um stjórnmálum. Þess vegna taka þeir til við að hugga sig, telja í sig kjark eftir mörg og stór áföll. Þessa viðleitni getur að líta í „Þjóðviljanum“ í fyrradag. Þar er reynt að sýna fram á, hvernig „Sameiningarflokkur alþýðu, sós íalistaflokkurinn“, hafi staðið af sér þrjú „gerningaveður“. — Hið fyrsta þeirra er brottför komm- únista úr ríkisstjórn árið 1947, annað en formannaskiptin í Al- þýðuflokknum haustið 1952 og hið þriðja stofnun „Þjóðvarnar- flokksins". Öll þessi ódæmi segir blaðið að flokkur þess hafi staðið af sér. Hafi hann því komið „keik- ur“ út úr síðustu kosningum!! Nóg á sá sér nægja lætur. Það má nú segja. Hvernig hafa úrslit síðustu kosninga verið fyrir kommúnista? Athugum það laus- lega. Haustið 1949 fóru fram þing- kosningar. Þá tapaði kommúnista flokkurinn einu þingsæti, fékk 9 þingmenn í stað 10, er hann áður hafði. Næst fóru fram þingkosningar sumarið 1953. Þá töpuðu komm- únistar tveimur þingsætum og miklu atkvæðamagni, fengu 7 þingmenn kjörna. Loks komu bæjarstjórnarkosn- ingarnar veturinn 1954. Enn töpuðu kommúnistar um land allt, misstu fjóra bæjarfull- trúa í kaupstöðum landsins, þar af einn í Reykjavík. Hér hafa aðeins verið rakt- ar kaldar staðreyndir. Komm- únistaflokkurinn á íslandi hefur s.l. 5 ár tapað á þriðja þúsund atkvæðum, þremur þingsætum og mörgum bæjar- fulltrúum. Hann hefur enn- fremur glatað forystuaðstöðu I Alþýgusambandi íslands og nokkrir af leiðtogum hans hafa sagt sig úr flokknum, þar af annar fyrrverandi ráð- herra hans og nokkrir fram- bjóðendur við alþingiskosn- ingar. Sannleikurinn í málinu er sá, að kommúnisminn og sósíalism- inn í landinu yfirleitt er á hröðu undanhaldi. Það sást greinilegast í alþingiskosningunum í sumar. Þá glötuðu Kommúnistaflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn sterk- ú£tu vígjum sínum, sem í ára- túgi hafa kosið sósíalista á þing. Á ísafirði kolféll formaður Al- þýðuflokksins, sem fyrst og frémst hefur boðað „vinstri sam- vinnu“ og samfylkingu gegn „íhaldinu“, Sýndi það greinilega hug almennings í höfuðstað Vest- fjarða til „vinstri villunnar". Á Siglufirði féll einn af þekkt- ustu línukommúnistum landsins og í Hafnarfirði einn af vinsæl- ustu og greindustu leiðtogum Al- þýðuflokksins. Svipuð þróun gerðist í bæj- arstjórnarkosningiuium. Al- þýðuflokkurinn tapaði 5 bæj- arstjórnarsætum í kaupstöð- unum og kommúnistar fjór- um. Einnig þetta eru staðreyndir, sem ekki verða véfengdar. Allt bendir til þess að þessir tveir sósíalísku flokkar haldi á- fram að tapa. Þeir standa nú uppi í neikvæðri og ábyrgðarlítilli stjórnarandstöðu við ríkisstjórn, sem hefur markað sér frjálslynda og djarfhuga stefnuskrá, er al- menningur í landinu byggir á miklar vonir. Þessa stefnuskrá munu stjórnarflokkarnir leggja allt kapp á að framkvæma. í kjöl far þeirra framkvæmda mun renna margvíslega bætt aðstaða fyrir þjóðina til sjávar og sveita. Það er því enigan veginn góð aðstaða, sem hinir tveir sósíal- ísku flokkar eru í. Að baki þeim liggur stórfellt tap í kosningum, framundan er eyðimerkurganga neikvæðrar, hugsjónarlitillar og þófkenndr ar stjórnarandstöðu. Við slíkar aðstæður er ekki óeðlilegt að menn þurfi að hugga sjálfa sig. ■Ar „Óvinir“ hittast Innan skamms tíma mun eiga sér stað í Bonn skemmtilegur fundur. Fundur þessi verður er brezki hershöfðinginn Sir Gerald Ternpler tekur við embætti sínu sem yfirmaður brezku herjanna í Þýzkalandi og jafnframt við stöðu yfirmanns Norðurhers At- lantshafsbandalagsins. í tilefni af þessari embættistöku mun hann í kurteisisskyni fara í opinbera heimsókn til dr. Adenauers for- sætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Það var árið 1945 sem Sir Ger- ald Templer var yfirmaður brezka hernámsliðsins í Þýzka- landi. Þótti hann harður í horn að taka í þeirri stöðu, sem og öðrum sem hann hefur gengt, og lét ekki hlut sinn fyrr en í fulla ^Jlnyiaek. nn^enjan hnefana. Þá m. a. vék hann úr embætti borgarstjóra þeim í Köln sem Bandaríkjamenn höfðu stutt til embættisins og gaf honum að sök að vera „framtakslítill og ósvífinn" Borgarstjórinn sem fyrir brottvikningunni varð hét dr. Konrad Adenauer — sá hinn sami og nú er forsætisráðherra Þýzkalands. Og þegar þeir Sir Gerald og Adenauer hittast á næstunni, er líklegt að þeir muni báðir eftir atburðum þeim er urðu 1945. ★ Sagt í g'amni og alvöru „Það eru framin aðeins nokkrir '\Jeluaharuli íLnfar: McCarfhy UM nokkurt skeið hefur Mc Carthy öldungadeildarþingmaður verið fleinn í holdi hinnar nýju stjórnar Eisenhowers Bandaríkja 1 forseta. Hefur öldungadeildar- þingmaðurinn gerzt full athafna- samur í rannsóknarnefnd þeirri, sem hann veitir forstöðu. Hefur hann jafnvel brugðið ýmsum af viðurkenndustu stjórnmálamönn- um Bandaríkjanna svo sem Harry Truman og Marshall fyrr- verandi utanríkisráðherra um að hafa haldið hlíf iskildi yfir kommúnistum í áhrifastöðum. Innan Bandaríkjanna eru skoð- anir mjög skiptar um rannsóknar aðferðir McCarthys. Margir telja þær ofstækisfullar og ólýðræðis- legar. En aðrir telja að öryggis ríkisins sé ekki gætt nægilega með slíkum róttækum ráðstöf- unum til þess að fjarlægja komm únista úr þýðingarmiklum stöð- um og embættum í þjónustu rík- isins. I Meðal annarra lýðræðisþjóða eru vinnubrögð McCarthys yfir- leitt litin illu auga og talin spilla mjög fyrir utanríkisstefnu Banda ríkjanna. Engum dylzt heldur að Eisenhower forseti lítur þau horn \ auga og hefur raunar hvað eftir annað veitt þessum flokkmanni sínum áminningu fyrir þau. En | aðstaða Republikana í öldunga- deildinni er mjög veik og forset- inn á því erfitt með að ganga í berhögg við McCarthy og stuðn- ingsmenn hans. Erá Skíðafélaginu. SKÍÐAFÉLAGIÐ hefur beðið mig að birta eftirfarandi: „Við þökkum „skíðamanni“ ábendingar hans í Morgunblað- inu 2. þ. m. Á farseðlum Skíðafélagsins, meðan það rak ferðir sér, var á- vallt svofelld ábending: „Gætið þess vel, að binding- arnar séu í lagi. Munið eftir skíðaáburði og sólgleraugum. — Bindið skíðin og stafina vel sam- an og merkið greinilega. Klæðið ykkur vel —“ sem er enn í gildi, þótt ekki sé hún prentuð á far- seðlana nú, því miður. — Ættu blaðamenn sem oftast að brýna fyrir skíðafólki að fara eftir þessu, því að þannig á skíðafólk að vera útbúið en ekki vera kom- ið upp á náðir annarra. Bæði skíði, staka stafi, gorma o. þ. h, hefur veitingamaðurinn oftlega lánað, ef hann hefur haft það undir höndum. Hins vegar er hirðuleysi margra þannig, að varla er gjörlegt að lána eða leigja út slíka hluti, þótt æski- legt væri. upp í loftið, rétt eins og á bæj- unum heima í dalnum mínum Verður til sölu eítirleiðis. VANALEGA er hægt að fá skíðaáburð að láni með því að snúa sér til einhverra vel út- búinna skíðamanna og oft hefur veitingamaðurínn haft áburð þó ekki til sölu, þótt svo hafi ekki verið í nefnt skipti. Hefur oft verið íhugað að hafa muni þessa til sölu í Skálanum og mun veitingamaðurinn hér eftir hafa til sölu bæði áburð, gorma, stafi o. þ. h. Hins vegar ber veitingamaður- inn algjörlega af sér að hafa selt tyggigúmmí í Skálanum, en súkkulaði og brjóstsykur er ein- l mitt ágætur hitagjafi í kuldum. Varðandi orðsendingu „Teits“ 3. þ. m. verðum við að benda á, að skíðalyftan er eign fjögurra einstaklinga og rekin af þeim. Hefur hún verið í góðu lagi og mikið eftirsótt undanfarna vetur og væntum við, að eigendur hennar geti rekið hana áfram, en þeir munu svara fyrir sig. Eiga þeir sérstakar þakkir skilið fyrir mikla vinnu og fjárútlát vegna hennar.“ Nokkuð óvenjulegt. EG SÁ í gær nokkuð sem við sjáum ekki á hverjum degi. Mér fannst það töluvert merki- legt, en þó var það í sjálfu sér eitt hið allra venjulegasta og hversdagslegasta fyrirbæri, sem hægt er að hugsa sér. Það var sem sagt ekki annað en kolareyk- ur úr húsi rétt við hliðina á mér á miðju hitaveitusvæðinu. Reykj arstrókurinn sneri sig og liðaði ‘ '-TSJgN fyrir norðan, þegar ég var að alast upp. Ylnaði um hjartaræturnar. VÍST er það gott að vera laus við allan reykinn og svæluna, síðan þessi blessaða hitaveita kom til sögunnar, en þag er nú svona samt, ég gat ekki að því gert, að mér ylnaði um hjartaræt urnar, þegar ég sá þennan „lif- andi“ reykháf út um gluggann minn, líklega hafði eitthvað bilað í hitaveitukerfi hússins, svo að gripið hafði verið til kolanna. Mér fannst eins og ég sæi þarna svip frá fortíðinni, liðnum dögum ofnhituðu stofunnar — og rauðleitu lampaljósanna. Sumir segja, að það sé aðeins heimskra manna háttur að halda tryggð við minningar gömlu dag- anna, sem horfnir eru í tímans skaut. Ég teldi mig miklu fátæk- ari án þeirra. — Gamall maður. ,U' Af Fróðárundrum. M MORGUNINN, er þeir Þór oddr fóru útan af Nesi með skreiðina, týndust þeir allir úti fyrir Enni. Rak þar upp skipit ok skreiðina undir Ennit, en lík- in fundust eigi. En er þessi tíðindi spurðust til Fróðár, Jiuðu þau Kjartan og Þuríðr nábúum sínum þangað til erfis. Var þá tekit jólaöl þeira ok snúið til erfisins. En it fyrsta kvöld, er menn váru at erfinu ok menn váru í sæti komnir, þá gengr Þóroddr í skálann ok förunautar hans all- ir alvátir. Menn fögnuðu vel Þór- oddi, því at þetta þótti góðr fyrir- burðr, því at þá höfðu menn þat fyrir satt, að þá væri mönnum vel fagnat at Ránar, ef sædauðir menn vitjuðu erfis síns, en þá var enn lítt af numin forneskjan, þó at menn væru skírðlr ok kristnir at kalla“. (Úr Eyrbyggja sögu). ------------- Sá, sem elskar er blindur; sá sem hatar sér ofsjónir. tugir morða í Lundúnu.m á ári hverju og langt er frá að það séu ailt alvarlegir glæpir, — sum morðtilfellin fjalla aðeins um eiginmenn sem hafa myrt konur sínar.“ (Yfirmaður morðdeildar Scotland Yard). I ★ Fóik er svo skemmtilegt j Gistihús eitt í Lundúnum fékk fyrir nokkrum dögum bréf frá 1 fei ðaskrifstofu í Brazilíu. í bréf- inu voru pöntuð „6 tveggja manna herbergi meðan á krýning unni stendur í júrúmánuði“. Við athugun kom í ljós að ferða i skrifstofa þessi í Brazilíu taldi að ! krýningin væri árlegur viðburð- ur. Þess má og geta að róörg gisti- hús hafa þegar fengið pantanir um herbergi „þegar krýning fer næst fram í Lundúnum". — Bandarísk kona ein sendi tékk til greiðslu fyrir herbergi meðan á næstu krýningu stæði. Lagði hún svo fyrir um, að ef hún yrði látin þegar þar að kæmi, gilti pöntunin og greiðslan fyrir sonarson sinn sem nú er þriggja ára. ★ Smygl Tólfti hver vindlingur sem reyktur er í Vestur-Þýzkalandi er ólöglega kominn inn í landið. Fjárhagslegt tap ríkisins vegna þessa nemur um 1200 milljónum ísl. króna — í töpuðum tollum. ★ Smáríkið er nokkuð stórt Smáríkið San Marino, hvers íbúar eru 13000 að tölu, hefur 180 manna her. Þetta litla ríki á sem stendur í deilum vig þrjú stór- veldi — Ítalíu, Páfaríkið og Ctóra Bretland. Af hinu síðast talda krefjast San Marino-menn 19.5 milljarða króna (ísl.) 1 stríðsskaðabætur. Þeir fylgja kröfu sinni fast eftir, því 1952 höfnuðu þeir boði Breta, sem buðust til að greiða þeim 575 þús. krónur — og málið yrði þar með úr sögunni. Hafa San Marino menn m. a. skrifað Elizabetu drottningu um málið. ★ Á miðaldavísu Margir myndu halda að veizl- ur eins og þær sem tíðkuðust meðal konunga og annara stór- menna á miðöldum væru úr sög- unni. En lengi lifir í gömlum glæðum og enn eru til menn sem kunna að halda slíkar veizlur. Fyrir nokkrum dögum síðan íór ein slík fram á Ítalíu Var þar boðið til afmælisveizlu. Gestirnir voru 600 talsins. Afmælisbarnið var Sandras, dóttir Alessandro Torlonia prins, og varð hún 18 óra gömul. Þjónar klæddir litklæðum og prýddir síðum hárkolum báru íreyðandi vínið til gestanna svo Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.