Morgunblaðið - 05.03.1954, Síða 9

Morgunblaðið - 05.03.1954, Síða 9
\ Föstudagur 5. marz 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 Saxngönguvandræði í tJr þriðja þætti: Arnes (Theodór Ilalldórsson), Kári (Gunnar Magnússon), Tóta (Svala Heroldsdóttir) og Ilalla (Magnea Jó- hannesdóttir). Fjalla-Eyvindur Sýning Leikfélags Hveragerðis. Leiksfjéri Haraldur Björnsson. LEIKFÉLAG Hveragerðis sýndi hér í Iðnó s. 1. mánudags- og þriðjudagskvöld Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Hefur þetta unga og dugandi Ieikfélag sýnt leikinn víðsvegar um Suð- urland frá því í öndverðum des- embermánuði, hvarvetna við á- gæta aðsókn og beztu viðtökur áhorfenda. Frumsýningarinnar á leiknum, er fram fór í Hvera- gerði, hefur verið getið hér í biaðinu og er því ekki ástæða til hér að fjölyrða um þessa sýn- ingu í Iðnó. Allir vita að Fjalla- Eyvindur er mikið listaverk, er gerir ítrustu kröfu til allra leik- enda og leikstjóra og Halla er eitt alira stórbrotnasta og erfið- asta hlutverk í íslenzkum leik- foókmenntum. Það bendir því á mikinn stórhug og má reyndar teljast furðu djarft af ungu leik- félagi, sem býr við hin frum- stæðustu starfsskilyrði, að taka þetta vandasama leikrit til sýn- ingar. Að vísu hafði félagið gert þá skynsamlegu ráðstöfún að tryggja sér örugga leiðsögn Har-! alds Björnssonar, en hann er( leikritinu og öllum hinum mörgu og miklu kröfum þess manna Ikunnugastur, hefur margsinnis sett það á svið og auk þess farið með eitt af veigameíri hlutverk- 1 um þess. — Heildarsvipur sýn- ingarinnar ber þess og ljós merki, að leikstjórnin hefur verið í höndum kunnáttumanns, er haft foefur auga fyrir réttum staðsetn- ii;gum og hreyfingum öllum á sviðinu. Hinsvegar hefur honum ekki tekizt að gefa leiknum þá innri spennu, sem aðeins fæst fyrir persónulegt átak <og sterka innlifun hvers einstaks leikara. Frú Magnea Jóhannesdóttir hefur með leik sínum í hlutverki Höllu, sýnt það glöggvar en inokkru sinni fyrr, að hún býr yfir athyglisverðri leikgáfu. Hún gerir Höllu að vísu ekki fullnægj- andi skil, til þess vantar hana, •að mér virðist þann skaphita, sem til þess þarf, — hinar eldheitu tilfinningar, er brjótast fram í djúpum innileik og stór- forotnum ofsa. Af þessum ástæð- um fór hlutverkið nokkuð út úr foöndum leikkonunnar, einkum í siðasta þætti þar sem átökin eru stórfelldust, enda hefur Halla þar orðið margri góðri leíkkonunni cfraun. Hinsvegar túlkar frú Magnea vel stolt IIöllu og stór- lyndi og hún hefur góða reisn og fyrirmannlega framkomu í fyrri þáttum leiksins. Gunnar Magnússtm veldur ekki Kára, enda varla við því að bú- ast af lítt þjálfuðum leikara, eins og Kári er úr garði gerður frá hendi höfundarins. Margt hefði þó mátt betur fara jafnvel hjá óvönum leikara. Gerfi Gunnars er ekki gott og Kári verður í höndum hans næsta lítið karl- menni og ber í fari hans lítið á því atgerfi, sem hann er sagður gæddur. Rödd leikarans gerir og sitt til þess að draga úr persónu- leik Kára. Hinsvegar bregður oft fyrir talsverðum tilþrifum í leik Theodórs Halldórssonar, er fer með hlutverk Arnesar, og Sigur- jón Guðmundsson er leikur Björn hreppstjóra, fer ekki ólaglega með það hlutverk á köflum. Þó vantar hann hörku og myndug- leik hreppstjórans. Þá réði og Gestur Eyjólfsson ekki við hið vandasama hlutverk Arngríms holdsveika, vantaði dýptina í per- sónuna og hinn mikla alvöru- þunga í röddina og gerfi hans var ekki sannfærandi. — Athyglisverður var leikur Geirrúnar ívarsdóttur, er fer með hlutverk Guðfinnu gömlu og þau Þórður Snæbjörnsson, Ragnhild- ur Jónsdóttir, Guðrún Magnús- dóttir og Guðrún Lundliolm, er leika hjú Höllu, fara laglega með hlutverk sín. En lítið verður úr Jóni bónda og konu hans í hönd- um þeirra Ragnars G. Guðjóns- sonar og Sigríðar Michelsen. Lothar Gundt hefur gert leik- tjöldin. Húsið var fullskipað áhorfend- um, er tóku leiknum afbragðs- vel„ Sigurður Grímsson. Saga islendinga í Vesfurheimi FYRIR nokkru er komin út í Bandaríkjunum saga Islendinga í Vesturheimi. Nefnist hún „Mod- ern Sagas“ og er höfundur henn- ar Thorstina Walters, en hún er dóttir hjónanna Þorleifs Jóakíms sonar Jackson og Guðrúnar Jóns- dóttur. Professor Allan Nevins við Columbia háskólann ritar for mála. Bókin er gefin út af stofnun Norður Dakota-félags til rann- sókna á átthagafræði. Er augljóst að Bandaríkjamenp telja sögu Islendinga allmerkilegan þátt í sinni eigin sögu. Brottför útflytj- andanna er vissulega þáttur ís- lenzkrar sögu, en koma þeirra til hins fyrirheitna lands í Vestrinu er ekki síður saga Ameríkuríkj- anna. Frú Thorstina segir fyrst frá siglingum Islendinga til Vínlands á söguöld, en meginþáttur bókar- innar fjallar að sjálfsögðu um komu landnemanna upp úr 1870, Framh. á bls. 12 VEÐRÁTES og verkföll, f jármál i og trúmál &c það; sem einkum aefur veiri® umræSuefni Norð- manna undaœifarinn febrúarmán- uð. Og sto Jiýssnir cg síldveiði. SAMGÖDM5KER HEFTAST Þegar laitp irara yfir miðjan mánuðiiHí fér Sshröngl að gera vart vlð sig a JXaítogat alla leið sunnan frá Danmörku og norður í Oslóarfjík®. ®»éfoíist ísinn dag Erá degi uur S-rafiS var sem ein :sbreiða yíSr æft ’iiSá, en þó auðir álar hér Cíg fav-aa-. Við Færder- vita í Osl«ar§i-r®i, þar sem hann þrengist, þéíitsit ssgrauturinn svo, að skip með a.fl-latlar vélar kom- ust ekki áfrawt, og festist það fyrsta skammt írá vitanum 19. febrúar. Það var lítið skip, aðeins 150 smálestir. Hafnimar suður með firðinum fylltust af ís, svo að sjóleiðin þangað tepptist og isinn úti fyrir hélt áfram að þétt- ast. Loks var svo komið að um 40 skip lágu föst hér og hvar í Oslóarfirði, bæði smá og stór, þar á meðal 10.000 tonna skipið „Mal- aya“ frá Austur-Asíufélaginu danska. Sum þessara skipa höfðu laskazt og þurftu á hjálp að halöa og vitaverðir í eyjum og útskerj- um voru einangraðir og sumir matarlausir. Þyrilflugur frá hern- urp reyndu eftir megni að lið- sinna skipunum og vitavörðunum og hefði orðið þröngt í búi hjá sumum, ef þeirra hefði ekki not- ið við. — Ekki hefur þess heyrzt getið að skip hafi laskazt til muna eða manntjón orðið í þessari bar- áttu við ísinn, en smávægilegar skemmdir hafa orðið á mörgum skipum. I mánaðarlokin voru þau flest orðin laus aftur, með að- stoð ísbrjótsins „Ásenfjord", sem hefur átt erfiða daga við að hjálpa skipum og halda opnum leiðum inn til bæjanna við fjörð- inn, og þó fyrst og fremst til Oslóar. Aðalfarþegaskipið milli Oslóar og Kaupmannahafnar, , Kronprins 01av“ frá Sameinaða félaginu seiglaðist furðu lengi við að halda sæmilega áætlun, þrátt fyrir ísinn, en samt fór svo að hann varð að aflýsa einni ferð. Hefur ekki komið jafn mikill ís í Kattegat síðan í byrjun febrúar 1947, en þá voru frosthörkur miklu meiri en núna. Hér í Nor- egi hafa kuldarnir alls ekki verið meira en venja er til, heldur tæplega í meðallagi. MIKLIR SNJÓAR — En undir eins og fór að hægj ast um á sjónum undir mánaðar- lokin tók annað við, litlu betra. I Um 24. febrúar fór að snjóa og varð snjókoman meiri og örari en | orðið hefur í mörg ár, og mest á suðurlandinu. Sums staðar varð snjókoman^ hálfur annar metri á rúmum sóíarhring, en svo kom bloti og klessti í, og síðan hélt áfram að snjóa og dró saman í skafla. Hver leiðin eftir aðra J tepptist algforlega og járnbraut- arlestirnar frá Kristianssandi til Osló komust ekki hálfa ferð, svo að allar áætlanir rugluðust og urðu loks að gefast upp á miðri leið, með hundruð farþega á ein- ! hverri smástöðinni. Mátti heita ' að algert samgöngubann væri af náttúrunnar völdum um suður-. landið, og í sumum bæjunum, svo ! sem Arendal, voru hafnirnar lok- ] aðar lika, svo að teppan var bæði á sjó og landi. En nú hefur tek- izt að ryðja járnbrautirnar og helztu þjóðvegi, svo að það versta er afstaðið, nema því aðeins að ný hríð komi aftur. Á öðrum leið- um, svo sem Bergensbrautinni og Dofrabrautinni milli Oslóar og Þrándheims varð ástandið ekki nærri eins slæmt. Að vísu seink- aði lestunum nokkuð, en hvergi rak í strand eins og á suðurland- inu. Vegna snjóanna var ekki lendingarfært á flugvöllunum við Kjevik, Fornabu og Gardermoen rúman sólarhring, meðan verið var að skafa þá. FJÁRLAGALMRÆDUR Nokkrum dögum eftir eldhús- dagsumræðurnar, sem ég hef áð isalég í Osléflrði — Fannfergí á SuðiErfaiidx llellt utm flárniál og trúmál Noregsfíréf frá Skúla Skúlasyni. ur sagt frá hér í blaðinu, fóru almennar umræður fram um fjárlög og ijármálin í Stórþing- inu. Það var Brofoss verzlunar- málaráðherra, sem aðallega hafði hafði orð fyrir stjórninni í þess- um umræðum, en kringum 80 þingmenn báðu um orðið. Bro- foss taldi sjálfsagt að haida áfram sömu fjármálastefnu og áður, þó nokkuð hefði syrt á álinn í fjár- málum Noregs síðustu tvö árin, og ef áframhaldandi fjárfestingu yrði ekki haldið áfram með öðru móti en lántökum erlendis þá yrði að taka þau lán. Markmiðið samkvæmt fjármálaáætluninni 1953—57, væri að auka fram- ieiðslu þjóðarinnar með sem svar- aði 3 af hundraði á ári. Hann taldi viðskiptahallann við útlönd ekki óforsvaranlega háan, og benti i því sambandi á að neyzla þjóðarinnar svaraði til tæplega 60% af þjóðarframleiðslunni, en hjá flestum Vestur-Evrópuþjóð- um 65—70%. „Ástæðan til við-' skiptahallans er ekki sú, að við eyðum of miklu í okkur sjálfa," sagði ráðherrann, „heldur sú að við leggjum svo mikla áherzlu á það, sem til hagsbóta er fyrir framtíðina!“ Og í því sambandi gat hann einkum um skipakaupin — af 6700 milljón króna innflutn- ingi á þessu ári væru skip fyrir 1400 milljónir. Próf. Erling Petersen hagfræð- ingur, þingmaður i Osló, talaði r.æstur á eftir Brofoss. — Hann kvað fjármálatilhögunina innan- lands eiga sök á hvernig fjár- hagnum út á við væri komið. Það væri ekki jafnvægi í peningamál- unum innanlands og þess vegna gengi viðskiptajafnvægið út á við úr skorðum. „Árið 1953 fiuttum við inn fyrir 1200 milljón krón- um meira en árið áður, en af þessum 1200 milljónum fengum við aðeins 200 milljónir fyrir eig- in framleiðslu — 1000 milljón króna virði kom inn í landið án þess að við hefðum gjaldeyri til að borga það með. Það er merg- urinn málsins.... Samkvæmt þjóðarbúskaparáætluninni er gjaldeyrishallinn áætlaður 870 milljónir á þessu ári. Það er minna en hallinn var á því síð- asta, 1000 milljónirnar — en það er meira en stjórnin áætlaði gjaid eyrishallann í fyrra. Hann var áætlaður 600 milljónir." Petersen taldi líkur til að áætlaður halli þessa árs mundi líka fara fram úr áætlun. SCHIELDERUF SIGRADI Kirkjumálaráðuneytið hefur nú tilkynnt, að eigi sé nauðsynlegt að Kr. Schielderup biskup víki úr þjónustu norsku kirkjunnar vegna trúarskoðaná sinna, eða nánar tiltekið af því að hann neitar að taka útskúfunarkenn- ingu alvarlega og viðurkenna að helvíti sé til. í fyrravor hafði Schielderup tekið til mótmæla gegn Hallesby forstöðumanni heimatrúboðsins í Noregi — vegna þess að Hallesby hafði bæði í útvarpi og á trúmálasam- komum hótað fólki helvítiskvöl- um og í einni ræðu sinni bent á kirkjugarð og útmálað fyrir söfn- uðinum, sem átti vini og vanda- menn í sama kirkjugarði, að flest-v ir þeirra sem þar hvíldu mundu nú vera í helvíti og kvölunum. — Schielderup varð fyrstur úr kierkastétt til að andmæla þessu og iáta í ljósi að ekki væri vert að taka útskúfunarkenninguna of bókstaflega, og í blaðaviðtöium ítrekaði hann þetta. En Hallesby og Carl Fr. Wislöff rektor „Men- ighetsfakultetet“ — prestaskóla heimatrúboðsmanna — kváðu þá upp úr um að biskupinn á Hamri hefði brotið í bága við „ekki að- eins Ágsborgarjátninguna heldur játningarrit alira kristinna kirkju. íélaga“ og að hann hefði skipaS sér „fyrir utan samféiag hinnar játandi kirkju“. Schielderup biskpp kvaðst skilja þetta sem svo, að Hallesby ásakaði hann um að hafa „svikid það loforð er hann gaf bæði er hann var vígður prestur og bisk- up“ og skrifaði kirkjumálastjórn- inni og kvaðst ekki vilja gegna biskupsstarfinu áfram, ef þad teldist rétt að hann hefði skipaí* sér fyrir utan játningarsamféiag kirkjunnar. Kirkjustjórnin skrifaði öllurn biskupum landsins, guðfræði- deild háskólans, „Meninghets- fakultetet“ og ýmsum sérfróðurn mönnum, þar á meðal lögfræð- ingnum Fr. Castberg, núverandi háskólarektor, og bað um álifc þeirra. Svör flestra biskupanna eru loðin og sýna að þeir hafa verið í vandræðum. Einn þeirra, Ragnvald Indrebö Björgvinar- biskup segir þó afdráttarlaust ad Schielderup hafi fyrirgert rétti sínum. Johannes Smemo Oslóar- biskup segir að ekki sé hægt að segja „að Sch. hafi þá skýru og fullgildu afstöðu til játningar kirkju sinnar, sem ætti að vera sjálfsögð og eðlilega manni í biskupsstöðu. Hinir biskuparnir segja flestir að málsgögnin séu ófullnægjandi til að kveða upp dóm. Álit Castbergs prófessors, sem hefur verið gefið út á prenti, fjallar einkum um valdsvið kirkj- unnar, og kemst prófessorinn að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á hennar valdi heldur ríkisins að leggja dóm á mál sem þetta. — „Kirkjan er samkv. norskum rétti ekki valdasamfélag með sérstök- um réttindum gagnvart ríkinu, heldur eingöngu andlegt samfé- lag,“ segir Castberg. En hann leggur áherzlu á, að samkvæmt, stjórnarskránni eigi trúfrelsi að ráða innan norsku kirkjunnar, Hann bendir á að stjórnarskráin segi að þjóðkirkjan eigi að vera evangelisk-lútersk, en minnisfc ekki einu orði á játningarritin. Eins og vænta mátti hefur úr- skurður kirkjumálastjórnarinnar vakið óánægju meðal heittrúar- manna í Noregi, því að i augum þeirra er Schielderup biskup bættulegur villutrúarmaður. Má því búast við nýjum trúmála- deilum á næstunni. Deilum urn yfirráð ríkisins yfir trúarskoðun- um kirkjunnar manna. Það eru þegar farnar að heyrast raddir um að losa kirkjuna undan yfir- ráðum ríkisins. — En þá verður kirkjan sjálf að standa straum af prestum sinum en ekki ríkissjóð- ur. VINNUDEILUR Um þessar mundir og á næst- unni renna út kaupsamningar ýmsra stétta. Svo er að sjá sem flestir þeirra verði endurnýjaðir óbreyttir, en einstaka flokkar, sem hafa orðið afskiptir fái nokkr - ar kjarabætur. Atvinnubílstjórar í Osló og nágrenni hafa gert kaup kröfur og hótað verkfalli lengi, en fengizt til að fresta því á síð- ustu stundu. Þeir krefjast að fá sömu kjör og bílstjórar á þeim leiðum, sem reknar eru af ríkis- járnbrautunum. Nú hefur stjórn- in ákveðið að láta „launanefnd- ina“ skera úr því máli, en þeim úrskurði er skylt að blýða. I kennaraverkfallinu í Osló rekur hvorki né gengur og hefur það nú staðið bráðum þrjár vik- ur. Stjórnin, sem lengi vel virt- ist ætla að humma málið fram af sér, virðist þó vera orðin áhuga- Frainh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.