Morgunblaðið - 05.03.1954, Side 14

Morgunblaðið - 05.03.1954, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. marz 1954 SJÍCM FQRSYTMNNIl - RÍKI MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magnús Magnusson íslenzkaði F ramhaldssagan 69 kinn, stúnn og annarshugar, þótt síóra dagstofan væri uppljómuð af rafmagninu, sem nýbúið var að leggja í hana, og hún væri piýdd með veggábreiðum og fögrum, dýrum húsgögnum. Og í stórá gyllta speglinum spegl- aðist Dresdenar-postulínið með myndum af ungum mönnum í þröngum hnébuxum, sem krupu fyrir brjóstaþrýstnum konum með litla heimaganga í kjöltun- um. Jolyon gamli hafði keypt þetta, þegar hann var ókvæntur, og honum fannst mikið til um, hversu frábrugðið það var hin- um úrkynjaða tízkustíl. Hann hafði fylgzt betúr með tímanum en hinir Forsytarnir, en því gat hann aldrei gleymt, að hann hafði gefið of mikið fyrir þetta postulín hjá Jobson. Og hann sagði oft við June í gremjufull- tnn og hálf fyrirlitlegum tón: „Þér finnst ekkert til um þetta. Það er ekki þess konar drasl sem þér og vinum þínum þykir mest um vert, en ég gaf nú samt sjötíu pund fyrir það“. — Hann var ekki einn af þeim, sem fyrirvarð sig fyrir smekk sinn, þegar hann vissi að hann var heilbrigður. Eitt af því fyrsta, sem June gerði eftir að hún kom heim, var að fara til Timothy. Hún taldi sjálfri sér trú um, að henni bæri að gera þetta til þess að segja honum frá ferðalaginu, en ástæð- an var í reyndinni sú, að hún bjóst við því, að þar yrði hæg- ast fyrir sig að fá eitthvað að vita um Bosinney. Hún hlaut hinar hjartanleg- ustu viðtökur. Hvernig leið hin- um kæra afa hennar? Hann hefði ekki komið frá því í maímánuði. Timothy frænda hennar liði ekki vel, hann hefði átt í útistöðum við sótarann og það hefði fengið mjög á hann. June sat þar lengi milli vonar og ótta. Óskaði einskis fremur en að Bosinney bærist í tal, en kveið því þó. En frú Septimus Small var eins og iömuð af einhverri ó- skiljanlegri varkárni og hlé- drægni. Hún minntist ekkert á hann og innti June ekkert eftir honum. í örvæntingu sinni spurði June að lokum, hvort Irena og Soames væru í borginni — hún hefði ekki enn litið til þeirra. Hester frænka varð fyrir svör- um. Jú, þau væru í bænum og hefðu ekkert hreyft sig þaðan. Hún hélt, að það hefði eitthvað verið öðruvísi en það átti að vera með húsið. June hefði sjálf- sagt heyrt það. Annars skyldi hún spyrja Juiey frænku um það. Jun sneri sér að frú Small, sem sat bein eins og kerti í stóln- um, með krosslagðar hendur og mjög áhyggjufull á svipinn. Hún þagði lengi við spurningu ungu stúlkunnar, en þegar hún loks opnaði munninn, spurði hún, hvort June hefði verið t nátt- sokkum á Alpa-hóteiinu, það hefði auðvitað verið svo kalt þar. June sagðist ekki hafa verið í náttsokkum, sér væri meinilla við slíkan hégóma. Hún stóð upp og bjóst til að fara. Þögn frú Small sagði miklu meira en mörg orð. Áður en hálf klukkustund var liðin hafði June fengið að vita hvernig í öllu lá hjá frú Baynes í Lowndrs Square. Hún sagði j henni, að Soames hefði stefnt | Bosinney út af húsbyggingunni. •' June brá ekkert við þessa fregn, öllu fremur orkaði hún sefandi á hana. Það var eins og þessi málssókn vekti nýja von hjá henni. Henni var sagt, að málið myndi koma fyrir innan mánaðar, og litlar eða engar lík- ur væru fyrir því, að Bosinney ynni það. En ég skil ekki, hvað hann get- ur þá tekið til bragðs", sagði frú Baynes. „Þetta er mjög bagalegt fyrir hann, því að hann er eigna- laus. Og við getum ekki hjálpað þótt við fegin vildum. Og það er sagt, að þeir sem lána peninga vilji alltaf hafa tryggingu, en hann hefur enga — alls enga“. Istran á henni hafði aukist tals- vert upp á síðkastið. Hún var nú önnum kafin við undirbúning- inn að hauststörfunum og skrif- borðið hennar var alþakið af dagskrám ýmiskonar góðgerða- stofnana. Hún leit fast á June gráum páfagauksaugunum. Roðinn, sem þaut út í kipnarn- ar á ungu stúlkunni — hún hlýt- ur að hafa séð bjart vonarljós renna upp fyrir sér — og gleði- brosið, sem færðist yfir andlitið varð lady Baynes minnisstætt á síðari árum (Boynes var sæmd- ur aðalsmanns nafnbót, þegar hann hafði byggt almenna lista- safnið, sem hefur veitt svo mörg- um bitling, en verið verkalýðnum sem það var ætlað, til lítillar gleði). Þetta bar við síðari hluta dags sama daginn, sem Jolyon ungi sá þau Irenu og Bosinney í garðin- um, og þennan sama dag fór Jol- yon gamli líka á fund málflutn- ingsmanna sinna, Forsyte, Bust- ard og Forsyte í.......Street. Soames var þar ekki, hann hafði farið til Somerset House. Bust- ard sat niðursokkinn. í vinnu sína í ynnra herberginu, þar sem honum var holað niður til þess að hann gæti afkastað sem mestu en í fremra herberginu sat Jam- es, nagaði á sér neglurnar og fletti málskjölunum í málinu: Forsyte gegn Bosinney. Þessi hyggni málafærslumaður hafði engar áhyggjur heldur fann öllu fremur til einskonar þægindakenndar, þegar hann kynnti sér það atriði málsins, sem allt valt á. Hin glögga og heilbrigða skynsemi hans sagði honum, að ef hann sæti í dóm- arasætinu, þá mundi hann keki vera í neinum vanda. En hann óttaðist það, að Bosinney væri gjaldþrota, og því myndi Soames ekkert hafa upp úr krafsinu, og auk þess verða að greiða máls- kostnaðinn að sínum hlut. Og bak við þennan áþréifanlega ótta duldist annar, ekki jafn skír en geigvænlegur eins og ljótur draumur — óttinn við hneykslið og þetta óhugnanlega mál, sem hrundið hafði af stað þessu hús- máli. Hann leit upp, þegar Jolyon gamli gekk inn og tautaði: „Góð- an daginn, Jolyon. Það er orðið langt síðan, að ég hef séð þig. Mér er sagt, að þú hafir verið í Sviss. Það er dálítið leiðinlegt þetta, sem Bosinney hefur ratað í. En mér kom þetta nú ekki á óvart“. Hann rétti fram máls- I skjölin og leit kvíðafullur á bróð- ur sinn. Jolyon gamli las þau þeygjandi og fleygði þeim svo frá sér. „Ég skil ekki, hvað það er, sem gengur að Soames, að vera að gera veður út af nokkrum hundruðum punda. Ég hélt að hann væri vel stæður maður". Síða efrivörin á James titraði vonskulega. Hann þoldi ekki, að ráðist væri á þennan hátt á son sinn. „Það eru ekki peningarnir —“ hann nam staðar í miðri setningu er hann varð litið framan í bróð- ur sinn, sem horfði fast og hæðn- islega á hann. Nokkrar mínútur liðu. Báðir þögðu. „Ég er kominn til að sækja arfleiðsluskrána mína“, sagði Jolyon gamli að lokum og togaði í yfirskeggið. Forvitni James var samstundis GULLFIiGLINIM — Finnskt ævintýri — 2 Kóngurinn sendi nú elzta son sinn til þess að leita að fugl- inum. Hann lét hann fá nesti og nýja skó, og auk þess hest og þúsund krónur í peningum. Sonur hans reið nú næstum því stanzlaust í þrjá daga. Að kvöldi hins þriðja dags, kom hann að stórum og dimmum skógi. Skógurinn var svo þéttur, að pilturinn gat ekki ferðazt í gegnum hann. Þá sneri hann hesti sínum við og hélt heim- leiðis. Svo fór næst elzti sonur kóngs að heiman, en það fór ná- kvæmlega eins fyrir honum; hann kom aftur heim. Og ekki fór betur fyrir þriðja syninum. Yngsti sonur kóngsins gekk nú fyrir föður sinn og sagði: „Faðir minn, lofaðu mér nú að fara og leita að fuglinum. Ég ætla að hafa með mér fjöðrina, sem ég náði af fuglinum.“ Kóngurinn leyfði honum loks að fara, og bjó hann út með nesti og nýja skó, svo sem hina bræðurna. Einnig gaf hann honum hest, og þar að auki eins mikla peninga og hesturinn gat borið. Pilturinn hélt svo leiðar sinnar, og reið eins langt og vegir ná. Þá kom hann að stórum skógi. Pilturinn reið, sem leið lá í gegnum skóginn. Inni í miðjum skóginum reið hann fram hjá tígrisdýrum og ljónum, en honum heppnaðist að komast út úr skóginum án þess að verða fyrir svo mikið sem skrámu. Þegar kóngssonur var kominn út úr skóginutn, kom hann á breiða velli. Þar voru þrjú leiðarmerki: Á hinu fyrsta stóð: „Ef þú ferð þessa leið verður þú og hestur þinn étinn upp til agna.“ M\STII!K,I\ Fyrirliggjandi I. Brynjélfsson & Kvaran LVFTIDUFT í Fyrirliggjandi Póóon &JC uaran 3 :3 Qriginal-Q DHNER Saméag nííngarvéf ar IHargföldunarvélar Cjadi aróar Kjiólaóon Reykjavík L/ Linoleum * gólfdúkur nýkominn. ^JJeiai &>Co. cji nta^naóóon Hafnarstræti 19. Sími 3184 Miðstöðvaroinar nýkomnir. JJróíjartu r & jarnaóon Lf. Grettisgötu 3. Sími 1405. cYiTinmmniiMKiiimaiHHifeiiirfiiifiiiVrtiffT¥viMiiTV¥iiT«T«~

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.