Morgunblaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. marz 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 A ekki að breyta lögunum um áburðorverksmiðjuna Aðalstöðin í Keflavík fær ný rómgóð húsakynni ÞAÐ var bændum mikil gleði- fregn að heyra að tilbúinn köfnunarefnisáburður er farinn að streyma í pokana í Gufunesi. Ennþá meiri gleðifregn verður það bændum þegar opinbert verður um verðið á hinum ís- lenzka áburði, að það verði mikl- um mun lægra heldur en á inn- fluttum áburði sömu tegundar, svo sem spáð hefir verið og lofað. Víst er það svo, að mikill þjóð- hagsfengur er að því að fram- leiða áburðinn innanlands þótt verðið lækkaði ekki niður fyrir verð á innfluttum áburði, og ekki eru bændurnir óliklegastir manna að meta slíkt. Eigi að síður geta þeir eigi valdið því kraftaverki að framleiða meiri búsafurðir og ódýrari, með notk- um tilbúins áburðar, sem er inn- lendur að uppruna, ef verðið er ekki lægra heldur en á innflutt- um áburði. Þess vegna er vonin og vissan um lækkað verð aðal- kjarninn í ánægju bændanna, er þeir vita að áburðarverksmiðjan í Gufunesi er tekin til starfa. Enginn efast um að allt hafi verið gert, sem hægt er, við und- irbúning verksins og byggingu verksmiðjunnar, til þess að tryggja að framleiðslan verði sem ódýrust. Gildir það jafnt um gott fyrirkomulag á öllu og hagsýni í framkvæmdum. En hér kemur fleira til. Sjálfsagt virðist að hafa þá háttu á um afgreiðslu áburðarins og sölu, að sem hag- kvæmast og ódýrast verði fyrir bændur og framleiðsluna, á sviði búskaparins 1 landinu, bæði við sæ og í sveit. Til þess að svo megi verða þarf að breyta einu ákvæði í lögun- um frá 23. maí 1949, um áburð- arverksmiðjuna. í 8. gr. laganna segir svo: „Áburðarsala ríkisins kaupir af verksmiðjunni áburð til notk- unar innanlands fyrir kostnaðar- verð, er verksmiðjustjórn áætlar og ákveður fyrir 1. marz ár hvert, að fengnu samþykki landbúnað- arráðherra. í hinu áætlaða kostn- aðarvevði skal reikna með nauð- synlegum og lögákveðnum tillög um í fy.ningarsjóð og varasjóð verksmiðjunnar. Áburðarsala ríkisins skal í byrjun hvers árs láta verksmiðju stjórninni í té áætlun um áburð- armagr. til innanlandsnotkunar það ár“. Hér er sem sagt gert ráð fyrir að Áburðarsala ríkisins haldi áfram að starfa, og að hún annist snnanlandssölu áburðarins frá Gufunesverksmiðjunni, en verk- smiðjan á sennilega sjálf. eða stjórn hennar að annast útf'.utn- ing þess áburðar sem út verður fluttur. Fleira er verzlun varðar hlýtur einnig að falla í hlut verk smiðjunnar, svo sem innflutning- ur umbúða og margs annars til starfrækslu verksmiðjunnar. — Verksmiðjan kemst þannig ekki hjá töluverðu viðskiptavafstri og er auðvitað ekki ætlað að kom- ast hjá slíku, það væri óhugs- andi, nema þá að Áburðarsöl- unni væri falið allt slíkt fyrir verksmiðjuna? Til slíks mun eng- inn hugsa, enda gera lögin ekki ráð fyrir því. Ég tel, að með ákvæðunum í 8. gr. laganna, um Áburðarverk- smiðjuna, sé stefnt óheppilega og til óþarfs skrifstofuhaids og kostnaðar bændum og fram- leiðslu til óþurftar. Þessu ber að breyta og haga sölu áburðarins frá Gufunesi á allt annan og hagkvæmari hátt, og meira á að fylgja með'. Það liggur alveg beint við nú þegar hinum mikla áfanga er náð að framJciða köfnunarefnisiburð inn innan lands að leggja Áburð- arsölu ríkisins niður. Áburðar- verksmiðjan á sjálf að annast alla heildsölu dreyfingu á þeim áburði sem hin framleiðir, og um leið á hún að fá einkarétt og skylnu til að flytja inn og selja í heildsölu allan þann áburð, sem þarf að kaupa frá útlöndum, það er fósfórsýrti og kaliáburð. Þetta er ofur einfalt mál. Þess gerist engin þörf að hafa tvö höfuð á þessum framleiðslu og viðskiptarekstri. Enginn þarf að sjá eftir því þó ein ríkisstofnun sé lögð niður um leið og önnur meiri og víðtækari tekur til starfa. Bændur, verzlanir þeirra og félög, um allt suðvesturland, þar sem áburðarnotkunin er mest, munu sækja ailan köfnunar- efnisáburð sem þeir kaupa og nota beint í Gufunesi, annað kemur ekki til mála. Hvaða vit er þá í því að þeir þurfi að sækja kali og fosfórsýru áburðinn til Reykjavíkur? Nei, hér þarf að stíga eitt spor í viðbót. Áburð- argeymslurnar í Gufunesi þaif að byggja þar við bryggju, með það fyrir augum, að Áburðar- verksmiðjan flytji inn kali og fosfórsýruáburðinn, honum verði skipað upp í Gufunesi, og þar geta svo bændur fengið allt á einum stað. Allt annað er óþarfa kostnaður og fyrirhöfn. Þannig hníga öll rök að því að í lög verði tekið nú þegar. að Áburðarsala ríkisins verði lögð niður frá næstu áramótum, þá ÁRSÞING iðnrekenda 1954 sem hófst með aðalfundi Félags ísl. iðnrekenda s.l. laugardag, hélt áfram störfum í gær. Á fundi þingsins kl. 5—7 e.h. voru rædd- ar tillögúr laganefndar og samþ. gerðar í nokkrum máium. Þessar ályktanir voru m. a. gerðar á þinginu í gær: IBNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDS Ársþing iðnrekenda 1954 lýsir sérstakri ánægju yfir því _að hin nýja Iðnaðarmálastofnun íslands i núverandi formi, skuli tekin til starfa og færir ársþingið Iðnaðar- málanefnd þakkir fyrir ágætt starf við að koma stofnuninni upp, þrátt fyrir andstöðu og erfið skilyrði. Benda athuganir þær, sem Iðnaðarmálastofnunin hefur þegar framkvæmt á einstökum iðnaðargreinum, eindregið til þess að verksmiðjuiðnaðinum í landinu verði góður styrkur að störfum hennar. Ársþingið telur, að tæknistofn- un af þessu tagi, með allan verk- smiðjuiðnað landsmanna og vinnuaðferðir þar sem viðfangs- efni, sé gagnmerk tilraun í þá átt, að auka almennt framleiðslu afköst og vöruvöndun og lyfta iðnaðinum á hærra þróunarstig. Að því er snertir innlenda iðn aðinn fyrir heimamarkaðinn, leið ir slík starfsemi af sér lækkandi verð á neyzluvörum fyrir almenn ing, vegna minnkandi framleiðslu kostnaðar. Markmið íslenzks verksmiðju- iðnaðar er ekki einungis að full- nægja vöruþörf, heldur einnig að hefja útflutning í sem flestum iðnaðargreinum. Aðalhindrunin þar er hir.n hái framleiðslukostn- aður innanlands, og til þess að draga úr honum er leiðbeiningar- starf eins og það, sem Iðnaðar- málastofnun Islands stefnir að, ómetanlegt. Gagnvart útflutningsiðnaðin- um ekki sizt fiskiðnaðinum, getur það haft úrslitaþýðingu um sam- keppnishæfni á heimsmarkaðin- um, að ekkert sé látið ógert til taki Áburðarverksmiðjan við öllum innflutningi tilbúins áburð ar og allri heildsöludreifingu á tilbúnum áburði. Allar áburðar- geymslurnar verði í Gufunesi. Þar verður miðstöð áburðarverzl- unarinnar, framleiðsla, innflutn- ingur og dreifing. Allí á einum Stað — allt við og frá einni bryggju. Það er engin ástæða til að gera neitt af þessu umfangs- víðara og dýrara en nauðsyn krefur. Hver króna sem sparast í sambandi við þessa hluti er ávinningur fyrir alla. Verð á til- búnum áburði kemur til að hafa sívaxandi áhrif á alla framleiðslu hætti á búum bænda á komandi árum og um leið á flest verð- lag í landinu. Ég hefi hreyft þessu máli áður, um það leyti er lögin um áburð- arverksmiðjuna voru sett 1949, en án árangurs. Vonandi tekst nú betur til, vonandi er bændunum að minnsta kosti orðið ljóst að það er engum til hags að óþarfa kostnaður hlaðist á áburðinn En ef bættir hættir eiga að verða upp teknir fri næstu áramótum, þarf A'þingi það er nú situr að láta malið til sín taka, og hvað segir Búnaðarþing um þetta? 13. marz 1954. Árni G. Eylands. þess að nýta sem bezt þá verk- fræðilegu þekkingu, bæði sem íslendingar hafa yfir að ráða og fáanleg er erlendis frá, iðnaðin- um til aðstoðar. Ársþingið færir því Alþingi og ríkisstjórn þakkir fyrir velvilj- aðan skilning á þessum málum, með því að hafa lagt fram fyrsta skerfinn og grundvöllinn að því, að Iðnaðarmálastofnun Islands kæmist á laggirnar. Telur þingið eðlilegt að fram- lag ríkissjóðs til þessarar stofn- unar í framtíðinni verði í réttu hlutfalli við framlag ríkissjóðs á hverjum tíma til Fiskifélags Is- lands og Búnaðarfélags Islands. ALMANNATRYGGINGAR Ársþing iðnrekenda vill ítreka fyrri áskoranir til ríkisstjórnar og Alþingis um að láta hið allra fyrsta fara fram gagngera endur- skoðun á lögum um almanna- tryggingar. í því sambandi telur þingið eðli legt, ef hinar háu iðgjaldagreiðsl- ur eiga að haldast, að lögunum verði breytt í það horf, að trygg- ingarsjóður, en ekki atvinnurek- endur, greiði kaupgjald í veik- inda og slysaforföllum og allar bætur, er launþegar eða vanda- menn þeirra kunna að eiga rétt á í slíkum tilfellum. IÐNAÐARLÖGGJÖFIN Að gefnu tilefni lýsir ársþingið því yfir, að það telur löngu tíma- bært, að nýyrðið „iðja“ í merk- ingunni verksmiðjuiðnaður, verði hið fyrsta numið burt úr texta iðnaðarlöggjafarinnar og verk- smiðjuiðnaður fái að halda sínu gamla og rétta iðnaðarheiti, sem viðurkennt er enn í öllu rituðu og töluðu máli almennings á Is- landi. ÁFENGISLÖGGJÖFIN OG FRAMLF.IÐSLA Á SNYRTIVÖRUM Ársþingið skorar á Alþingi, að 1 breyta lögum um einkasölu á Keflavík 12. marz: IDAG flutti Aðalstöðin h.f. starf semi sína í ný og glæsileg húsa kynni er hún hefur látið gera í sumar. Mun stöðvarhús það sem opnað verður á morgun vera eitt- hvert hið allra fullkomnasta stöðvarhús landsins. í tilefni þess ara merku tímamóta í sögu fé- lagsins bauð stjórn félagsins fréttamönnum að líta á húsakynn in. Aðalstöðin h.f. er stofnuð árið 1948 af 12 bifreiðastjórum. Allt til dagsins í dag hefur húsnæðis- vandræði mjög háð allri starf- semi félagsins, en vegna góðrar þjónustu og samheldni félags- manna hefur starfsemi félagsins aukizt jafnt og þétt, eins og raun ber vitni. Jafnframt rekstri sjálfrar stöðv arinnar, hefur félagið selt ben- sín og olíur. Þá hefur það annast dekkjaviðgerðir og séð um þvott á bifreiðum fyrir viðskiptamenn sína. Síðastliðið vor var hafizt handa um byggingu hins nýja stöðvar- húss við Hafnargötu 86. Húsið er 166,8 ferm., tvær hæðir, byggt úr steinsteypu. Skyggni ca. 70 ferm. er byggt út úr framhlið hússins og yfir benzíndælur. Neðri hæð hússins er fullgerð, og að mestu notuð fyrir stöðvarrekstur félags- ins, að undanskildu einu herbergi sem leigt hefur verið fyrir rak- arastofu. Afgreiðsluherbergi og biðsíofa eru stór og rúmgóð og öllu mjög haganlega fyrirkomið. Geymslur fyrir olíur o. fl. eru inn af af- greiðsluunni. Bifreiðastjóraher- bergi er mjög stórt og rúmgott, búið stálhúsgögnum og inn af því slór avefnklefi fyrir bifreiða- stjóra vegna næturaksturs. Skrif áfengi 1. gr. a. málsgr. á þá leið, að frjálst sé að framleiða hér á landi ilmvötn, andlitsvötn, bök- unardropa og kjarna til iðnaðar. Löggjöfin eins og hún er hindrar 1 einnig með öllu að risið geti í landinu frjáls aromatiskur efna iðnaður á þessu sviði. I því sam- bandi vill ársþingið benda á, að þjóðin á nú þegar marga ágæt- lega mennta efnaverkfræðinga, sem myndu finna eðlilegan starfs grundvöll ef þessi framleiðsla væri gefin frjáls. ÁFENGISLÖGGJÖFIN OG FRAMLFIBSLA Á ÖLI TIL ÚTFLUTNINGS Ársþingið skorar á Alþingi það er nú situr, að breyta áfengislög- unum í þá átt, að rýmkvuð sé heimild til ölframleiðslu þannig að löggjöfin standi ekki í vegi fyrir því, að hafizt geti útflutn- ingur á íslenzku öli. HLUTAFÉLAGALÖG Þingið álítur óheppilegt, að gengið sé frá nýjum hlutafélaga- lögum, fyrr en framkvæmd hefur verið endurskoðun núgildandi hlutafélagalaga af stjórnskipaðri nefnd með fulltrúum úr hópi þeirra manna, sem standa í nán- ustu sambandi við atvinnulífið í landinu. Næsti fundur þingsins verður á miðvikudag kl. 5—7 e h. Verða þar ræddar tillögur skattanefnd- ar, viðskiptanefndar og sýningar- neíndar. stofuherbergi er einnig. Snyrti- herbergi eru bæði fyrir viðskipta menn og bifreiðastjóra. Efri hæð hússins er óinnréttuð, en í framtiðinni er ætlunin að hafa þar Difreiðavarahlutalager. Kjallari er undir húsinu aðeins fyrir hitunartæki. Á s.l. sumri var einnig hafizt handa um byggingu fullkominnar smurstöðvar og er sú bygging skammt frá aðalbyggingunni. Er það hús 170 ferm., steinsteypt. Eru þar tvær bílalyítur af full- komnustu gerð. Þar er einnig ann. ast um dekkjaviðgerðir í sérstöku herbergi. Þá eru þar einnig her- bergi fyrir starísmenn og snyrti- herbergi. Smurstöðin tók til starfa 16. jan. s.l. Teikningar af byggingum þess- um voru gerðar á teiknistofu S. í. S. Yfirsmiður var Skúli H. Skúlason, byggingam , Keflavík. Múrverk annaðist Valdimar Gísla son, múraram., Kefiavík, raflagn ir annaðist Aðalsteinn Gíslason, rafvirkjam., Sandgerði Pípu- lagnir armaðist Sigurður Guð mundsson pipulagningam:, Kefla- vík. Málningu annaðist Áke Grenz, málari, Ytri-Njarðvík. Terrasólagningu annaðist Þórir Bergtseinsson múraram., Rvík. Smíði hurða og glugga annaðist Trésmiðjan Dvergur h.f., Hafn- arfirði. Uppsetningu á tækjum í smurstöð annaðist Vélsm. Steðji h.f. Fullkomið talsímakerfi hefur verið lagt um byggingarnar. Há- talarakerfi og talkerfi smíðaði raftækjavinnustofa Friðriks Jóns. sonar, Reykjavík. Innréttingu í rakarastofuna annaðist Trésmíða- stofa Sturlaugs Björnssonar, Keflavík. Verkstjóri og eftirlits- maður við byggingarframkvæmd irnar hefur verið Svavar Sigur- finnsson, Ytri-Njarðvík. í dag eru hluthafar félagsins 20 og venjulega aka um 20 bílar frá stöðinni, en þegar allar bif- reiðar stöðvarinnar eru í gangi, eru þær 28. Félagsmenn leggja áherzlu á cð hafa alltaf sem beztu bifreiðir upp á a'ð bjóða, enda eru bifreiðarnar frá árunum 194T til 1953 og munu fáar bifreiða- stöðvar geta boðið upp á jafn- góðan bilakost. Fastir starfsmenn. félagsins eru nú 9 talsins. Æclunin er að hafa útibú frá. stöðinni þar sem gamla stöðvar- húsið er nú. Símanúmeri stöðv- arinna rhefur verið breytt og er nú 515, þrjár línur. Ennfremur hefur stöðin nú fengið beint sam- band við flugvöllinn, og léttir það- mjög alla afgreiðslu. 236 milíj. dollara NEW YORK: — Carnegiestofn- unin hefur undanfarna 12 mán- uði, eða þar til í lok september- mánaðar s.l., veitt styrki sem. nema samtals 5 milljónum doll- ara. Styrkveitingar stofnunarinn- ar nema því alls 236.960,048 doll- urum, frá því Andrew Carnegie stofnaði menningársjóðinn áriS 1911. Aðallega hafa styrkir verið veittir til kennslumála. Stærsti styrkurinn, 7 hundruð þúsund dollarar, sem veittur var á síðast liðnu ári, fór til kennaradeildar Columbiaháskólans til fræðslu á sviði félagsfræði og þegnskapar í gagnfræðaskólum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.