Morgunblaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 11 Um 30 keppendur í badmintonmóti Reykjavíkur Á SUNNUDAC-INN fór fram úr- slitakeppni í badmintonmóti Reykjavíkur. Var keppt í íþrótta sal KR við Kap'askjólsveg. Árlega fjölgar þeim sem taka að leggja stund á þessa skemmti- legu íþrótt og frá því að síðasta Reykjavíkurmót var haldið, má sjá að mikil framför hefur orðið hjá einstökum leikmönnum og má þakka það danska badmin- tonkennaranum sem hingað kom til landsins í fyrra. Á þessu móti voru alls um 30 keppenclur, aliir úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur. — Geta skal þess að Vagn Ottóson, sem leiknastur er allra manna hér á ictndi í badminton, tók að þessu sinni ckki þátt í mótinu og urðu úrslit í því miklu tvísýnni því Vagn hefði ella unnið báðar karlagreinarnar. — Vagn var aft- ur á móti dómari mótsins. ÚRSLITIN Til úrslita í tvenndarkeppni kepptu Júliana Isbarn og Einar Jónsson gegn Bergljóti Wathne og Þorvaldi Ásgeírssyni. — Fóru leikar svo í þrem lotum að Einar og Júlíana urðu Reykjavíkur- meistarar. — Einstökum lotum lauk: 15:9 — 10:15 — 15:5. í tvíliðaleUí kvenna áttust við Juliana og Bergljót gegn Unni Briem og Jekobínu Jósefsdóttur. •— Þær Júlíana og Bergljót sigr- uðu. — Lotunum lauk 10:15 — 15:13 og 15:5. í einliðaleik kvenna sigraði Júlíana Isebarn einnig. Hún keppti við Gerðu Christian- H úsráileiiglssr Ung, reglusöm hjón vantar strax eitt herbergi, helzt með lítiis háttar aðgangi að eldhúsi, til 14. maí. Listhaf- endur leggi nöfn sín á afgr. ; blaðsins, merkt: „Húsnæðis- )aus — 380“. I sen og sigraði hana í tveim lot- um 11:9 og 11:5. í tvíliðaleik karla áttust við Geir Oddsson og Þorvaldur Ás- geirsson gegn þeim Lárusi Guð- mundssyni og Ragnari Thorstein- son. — Urðu þeir Reykjavíkur- meistarar Geir og Þorvaldur í tveim lotum 15:11 og 15:10. í einliðaleik karla var Einar Jónsson Reykjavíkurmeistari, en hann keppti við Geir Oddsson. — Geir er einn hinna ágætu badmin tonmanna frá Stykkishólmi, en er nú kominn hingað til iðn- náms. — Þetta var þriggja lotu leikur mjög skemmtilegur og spennandi. Einar var vel að sigr- inum kominn, en hann hefur um mjög langt skeið verið einn bezti badmintonleikari Reykjavíkur.. Lotunum þrem lauk sem -hér segir: 15—7 — 9:15 og 15:9. Myndin sýnir þátttakendur í mótinu. Reykjavíkurmeistarar urðu: Þorvaldur Ásgeirsson (1) á myndinni, Einar Jónsson (2), Geir Oddsson (3), Júlíana Ise- barn (4), Bergliót Wathne (5). — (Ljósm. P. Thomsen). Ármann sigraði Ármann varð íslandsmeistari í handknattleik karla innanhúss. Sigruðu Ármenningar lið Fram í úrslitaleiknum með 22 mörknm gegn 18. Myndin er tekin í þeim leik og sézt er Orri Gunnarsson skorar fyrir Fram. Ármenningar reyndu að verja en fengu ekki að gcrt. Leikurinn var mjög spennandi. Stóð t. d. um skeið 8:2 Fram í vil. Fram varð í öðru sæti á mótinu, KR í þriðja, síðan Valur, ÍR og Víkingur er féll niður í B-deild. — Upp í A-deild færist Þrótt- ur er sigraði í B-deild. (Ljósm. R. Vignir). FokhoEd íhúð' Óska eftir að kaupa fok- helda íbúð, 4—5 herbergja. Þarf ekki að vera tilbúin fyrr en seinna á árinu. Til- boð sendist blaðinu fyrir mánaðamót, merkt: „Fok- heid íbúð — 377“. Húsasmíðaniexni Duglegur og reglusamur 17—19 ára piltur getur komizt að sem húsasmíða- nemi. Þeir, Sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín inn á afgreiðslu biaðsins fyrir fimmtudagskvöid, merkt, „Framtíð — 375“. - Úr daglega líllnu Framh. af bls. 8. og svo víðsýnir og gæddir það mikiili ábyrgðartilfinningu að þeir telja rétt að reyna nýjar leið- ir í þessu mikla vandamáli. Öunur dagskráratriði. ÝMS ÖNNUR dagskráratriði hefði verið vert að minnast á að þessu sinn, en hér verður að láta staðar numið. Þó vil ég geta þess, að erindi Oscars Clausens Fanga- hjálpin á íslandi, var mjög at- hyglisvert og píanóleikur Mar- grétar Eiríksdóttur í úsvarp- inu frá Akureyri, glæsilegur og hrífandi. — Leikritið á laugar- daginn gat ég því miður ekki hlustað á og ekki heldur kvöld- vöku Búnaðarfélags íslands, sem mér er sagt að hafi verið hin prýðilegasta. - Aldarminning Framh. ai bls. 9 manna til þess að fá Nóbelsverð- launin, 1901, og mun lítill ágrein- ingur hafa orðið um það. Ásamt Pasteur og Koch munu Ehrlich og von Behring lengi verða í heiðri hafðir sem ein- hverjir mestu velgerðarmenn, sem mannkynið hefir nokkru sinni eignast. Um allan hinn menntaða heim er þeirra minnst þessa daga og eftir önnur hundr- uð ár mun enn stafa mikill ljómi af minningu þeirra. Niels Dungal. Kairó 13. marz. — Egypzkir stúdentar hafa harðlega mót- mælt harðstjórn Breta í Egypta- landi og óskað eftir því að Egypt- ar fengju sjálfsstjórn mála sinna. Kom til átaka milli þeirra og Breta af þessu tilefni í dag. In menwiaií ÞAÐ eru nú margir mánuðir síð- an hann lézt, með mjög vofeif- legum hætti, svo að það má virð- ast úr tíma, að minnast hans í blaðagrein. En ég hafði eitt sinn hugsað mér að skrifa um hann nokkur orð, því að mynd hans er v* * *> og verður skýr í huga mínum, og ég á margs góðs að minnast frá viðkynnir.gunni við hann. Eg hafði kynni af honum í sorg- og gleði, meðlæti og mótlæti. Albert var Bandaríkjamaður og kom fyrst hingað til landsins á stríðsárunum, kvæntist ís- lenzkri konu, Soffíu Pálmadóttur, af austfirzkum ættum, eiganda hattabúðarinnar á Laugavegi 12. — Eftir stríðið dvaldi Albert lengi hér í Reykjavík, en þráði löngum vestur um haf, til ætt- lands síns, og því fluttu þau hjón- in um skeið til New York. Þaðan komu þau aftur austur hingað, „Esjn“ fer héðan í kvöld kl. 20 austur um land í hriugferð. Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja í dag. Baldur fer til Gilsfjarðarhafna á morg- un. Vörumóttaka í dag. M.s. Skjaldbreið fer til Snæfellsnesshafna og Flat- eyjar þann 20. þ. m. Vörumóttaka í dag og á morgun. Farseðlar seldir á föstudag. M.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 18. marz til Færeyja og Reykjavíkur. Flutn- ingur óskast tilkynntur sem fyrst til Skrifstofu Sameinaða í Kaup- mannahöfn. Skipaafgreiðsla Jes Ziemsen. — Erlendur Pétursson. — og fékk þá Albert atvinnu á Keflavíkurflugvelli. Var nú mjög um breytt frá því, sem áður hafði verið. Albert hafði áður gengið illa að fá atvinnu hér á landi, og átti sjálfur erfitt með að stcðva hug sinn við föst verkefni, seiu honum voru raunverulega fjar- læg. En nú hafði hann komist i aðstöðu, sena var öll önnur. Hann. kunni vel við starfið, og hann. fagnaði því nú, að hafa komið aftur til íslands, sem þrátt fyrir allt hafði sterk áhrif á hann og átti í honum mikil itök^AUt virt- ist nú ætla að snúa á gæfuhlið- ina fyrir AlberL Meðal sam- verkamanna sinna var hann vin- sæll, og begar faann féll frá, veit ég, að þeir reyndust ekkju hans þvílíkir drengir, að seint mua gleymast. Sá vinsemdarvottur, sem henni var þá sýndui af hálfu. vinnufélaga hans, var fyrst og fremst viðurkenning þess, er þeir töldu sig eiga manni hennar að þakka. í sambandi við Albert Mainolfi komu mér oft til hugar hendingar Sigurðar Breiðfjörð: Viðkvæmnin er vandakind, veik og kvik sem skarið. Albert var svo viðkvæmur i lund, að oft var sem hjarta hans væri opin kvika. Hann var því mjög hrifnæmur gagnvart um- hverfinu. Hann tók sér þá mjög nærri allt mótdrægt, og hið suð- ræna skaþ hans sagði þá til sín. En fáa vissi ég, sem fundu jafn sárt til þess, ef honum fannst hann hafa gert einhverjum eitt- hvað á móti, og brjóstgæði hans voru slík, að hann mátti 'ekkert aumt sjá. Hann tók það nærri sér, ef hann var þess ekki megnugur að veita njálp, er einhverjir áttu bágt. Oft var Albert eins og stórt barn, sém á erfitt með að verjast næðingum heimsins, en hann átti einnig þann eiginleika- barnsins að geta glaðst áhyggjulaust yfir fegurð og góðleik. Úti í náttúr- unnar ríki, við fagurt útsýni og kyrrlátt umhverfi fannst honum hann verða að nýjum manni. Þax* naut hann sín oft bezt. Hann hafði einnig óblandna ánægju af sönglist og myndlist, og hr.fði mjög næman og glöggan smekk, að því er mér virtist. Og auð- fundið var, hvílíkt yndi hann hafði af því að virða fyrir sér þau listaverk, sem snertu huga hans dýpst. Þar sagði til síh hið ítalska ætterni. Inni á högg- mvndasafni gat hann horft á fallega mynd af þeirri hrifni og gleði, að andlitið ljómaði. Albert var einlægur trúmaður og bar jafnan á sér lítinn róðu- kross. Þessi kross var honurn ímynd þess athvarfs, sem guðs- barnið á hjá sínum himneska föð- ur, bæði hér í lieimi og annai s heims. Nú hefir hann fengig að reyna sjálfur gildi þeirrar trúar út yfir gröf og dauða. Sá heim- ur, sem við tekur, á mikla fegui # fyrir næmar sálir, og það var honum eiginlegast að treysta því góða í tilverunni. Hann hugsaði sjálfur vel til annarra, vildi öll- um gott, og kvaddi heiminn sátt- ur við alla. Lík hans var sent vestur til New York til greftrunar. Þar átti hann aldraða móður og syst- ur, sem við sendum hinar hlýj- ustu samúðarkveðjur. Síðasta morguninn, sem Albert lifði, kvaddi hann konu sina glaður og hress, til þess að fara til vinnu sinnar. En hann kom aldrei aftur úr þeirri för. Vinir þeirra hjóna votta henni samúð vegna frá- falls hans. Enginn reyndist hon- um svo vel sem hún, hvort sem lífið var honum andstætt eða allt lék í lyndi. Þeir, sem til þekkja, vita, að tryggðin er svo sterkur eiginleiki í fari hennar, að minning eiginmannsins verður henni helgidómur og söknuður- inn sár. Guð styrki hana í raun- um hennar. Jakob Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.