Morgunblaðið - 04.04.1954, Page 9

Morgunblaðið - 04.04.1954, Page 9
Sunnudagur 4. apríl 1954 MORCVIVBLAÐIÐ 9 Reykjavíkurbréf: Laugardagur 3. apríB Frá aðalstöðvum hinna sameinuðu flota Atlantshafsbandalagsríkjanna í Norfolk, Virginíu í Bandaríkjunum, Þar eru fánar hinna 14 aðildarríkja dregnir að hún hvera enorgun. _ Rösklega unnið að framkvæmd stjórnarsamningsins — 5 ára Framkvæmd stjórnar- sáttmálans NÚVERANDI ríkisstjórn hefur gengið rösklega að framkvæmö þeirra fyrirheita, sem hún gaf þjóðinni í málefnasamningi þeim, sem flokkar hennar gerðu við myndun stjórnarinnar. Fyrir ára- mót setti Alþingi lög um afnám fjárhagsráðs og stóraukið fram- kvæmdafrelsi í landinu. Var það mjög í samræmi við eindregin fyrirheit málefnasamningsins og loforð Sjálfstæðismanna fyrir al- þingiskosningarnar á s.l. sumri. í skjóli hins aukna fram- kvæmdafrelsis býr mikill fjöldi einstaklinga um land allt sig nú undir byggingarframkvsemdir og umbætur í húsnæðismálum sín- um. Við samningu fjárlaga, sem, einnig var lokið fyrir áramót hafði stjórnin einnig hliðsjón af ákvæðum málefnasamnings síns. Framlög til raforkumálafram- kvæmda voru stóraukin og veru- legar fjárgreiðslur heimilaðar úr ríkissjóði til atvinnubóta á þeim stöðum við sjávarsíðuna, sem við atvinnuerfiðleika hafa átt að etja. Eftir áramótin hefur stjórnin svo lagt fram frumvarp um breyt ingar á skattalögum eins og hún hafði gefið fyrirheit um. Er með- ferð þess nú lokið í fyrri þing- deild. Með því eru skattar lækk- aðir verulega og ýms ný ákvæði sett til mikilla hagsbóta fyrir skattgreiðendur og þá fyrst og fremst allan almenning í land- inu. Hefur það mál verið skýrt og rætt undanfarnar vikur og er alþjóð kunnugt. Stærsta skrefið í raf- orkumálunum LOKS hefur stjórnin nú í viku- iokin lagt fram frumvarp um stórhuga framkvæmdaáætlun í raforkumálum strjálbýlisins. Er það enn í samræmi við gefin lof- orð stjórnarsáttmálans. — Sam- kvæmt því skal a. m. k. 250 millj. kr. varið til raforkuframkvæmda sveita og sjávarsíðu næstu 10 ár. Hefur ríkisstjórnin þegar tryggt það fjármagn. Er gert ráð fyrir að 11 millj. kr. verði árlega lagð- ar fram í þessu skyni næstu J 0 ár. Er þar með séð fyrir 110 millj. kr. framlagi úr ríkissjóði. Þá hefur ríkisstjórnin feng- ið loforð íslenzkra banka fyr- ir því að þeir leggi fram 140 millj. kr. á sama tímabili. Er það ákaflega mikíls virði að slíkt fyrirheit skuli hafa feng * izt. Hafa bankarnír brugðizt barátta Norður-Atlantshaísbandalags- ins í þágu friðar og uppbyggingar mjög drengilega við óskum ríkisstjórnarinnar um framlög af þeirra hálfu til þessara þjóðnytjaframkvæmda. Verð- ur því unnt að hefja raforku- framkvæmdir þegar á kom- andi sumri. Samkvæmt upp- lýsingum ríkisstjórnarinnar á Alþingi verða þessi framlög bankanna lögð fram sem hag- stæð lán til 15—20 ára. Frá vaxtakjörum mun hins vegar ekki vera endanlega gengið. Sérstakt fagnaðarefni fyrir Sjálfstæðismenn ÞAÐ er Sjálfstæðismönnum um land allt sérstakt fagnaðarefni, að svo vel skuli horfa um fram- kvæmd stjórnarsamningsins að því er snertir raforkuframkvæmd ir þeirra landshluta, sem hingað til hafa setið á hakanum um af- nota hinna glæsilegu lífsþæginda og atvinnumöguleika, sem raf- orkan jafnan skapar. I raun réttri er nú að rætast sú draumsýn, sem þeir Jón heitinn Þorláksson og Jón á Reynistað mótuðu í raunhæfum tillögum á Alþingi fyrir 25 árum: Raforka út um sveitir og sjávarbyggðir. Þessir framsýnu forystumenn Sjálfstæð- isflokksins mörkuðu stefnuna í raf orkumálunum á stofnái i flokks síns. Þar sem Sjálfstæðis- menn hafa ráðið einir, svo sem í höfuðborg landsins, hafa þeir unnið ósleitilega að stórfram- kvæmdum á þessu sviði. Þess vegna hafa glæsileg orkuver ris- ið við Sogsfossa. Þess vegna nýt- ur Reykjavík, kaupstaðir og kauptún Suðvesturlands í dag nægrar raforku til iðnaðar og heimilisnota. — Þess vegna er Aburðarverksmiðja risin og þess vegna teygja raftaugar sig nú út um blómlegar sveitir þéttbýlasta hluta landsins. Sjálfstæðismenn fagna því einnig, að góð samvinna rík- ir milli þeirra og Framsókn- arflokksins um framkvæmd þsssa mikla hagsmunamáts alþjóðar. Enda þótt þessa stærstu flokka landsins hafi greint á um margt, einnig um raforkumálin fyrr á áruni, standa þeir nú hlið við hlið í baráttunni fyrir rafvæðingu sveita sem sjávarsíðu. Deilu- mál liðins tíma eru látin víkja fyrir þörf fólksins fyrir jafn- ari aðstöðu til þess að njóta atvinnumöguleika og lífsþæg- inda hinna hvítu kola, rafork- unnar, sem frarhleidd ~ér með afli íslenzkra fljóta og fossa. Framfarasókn, þrátt fyrir ýms víxlspor VIÐ ÍSLENDINGAR höfum stígið ýmis víxlspor í efnahags- málum okkar síðan land okkar öðlaðist fullveldi. Stjórnmála- barátta okkar hefur of oft mót- azt meir af þroskaleysi og yfir- borðshætti en festu og ábyrgð- artilfinningu. En þrátt fyrir allt verður því ekki neitað, að þessi litla þjóð og stjórnmálamenn hennar hafa starfað að stórhug og einlægum vilja til þess að bæta aðstöðu fólksins og treysta efnahagslegt og pólitískt sjálf- stæði lands og þjóðar. Hvorttveggja þetta verðum við að gera okkur ljóst. Við megum hvorki vera ánægðir með allt sem við gerum né heldur gagn- rýna og ráðast á hverskonar fram kvæmdaviðleitni. Atluntshafsbandalagið 5 ára HINN 4. apríl árið 1949 undir- rituðu utanríkisráðherrar 12 þjóða sáttmála með sér í Was- hington. Norður-Atlantshafs- bandalagið var stofnað. Þessi merku samtök eru því í dag fimm ára gömul. Þau ríki, sem að þessum sam- tökum stóðu voru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Belgía, HoL land, Danmörk, Noregur, ísland, Frakkland, Portúgal, ítalia og Lúxemburg. í febrúar 1952 bættust svo Grikkland og Tyrkland í hópinn þannig að 14 riki eru nú aðiljar að bahdalaginu. Aðdragandi Atlantshafsbanda- lagsins er öllum heimi i fersku minni. Yfirgangur og útþenslu- stefna Rússa í lok heimsstyrjald- arinnar hafði fyllt þjóðir Vest- ur-Evrópu ugg og kvíða. Hver þjóð Austur-Evrópu á fæturann- ari hafði glatað sjálfstæði sínu. Fámennar klikur kommúnista meðal þessara þjóða höfðu með stuðningi rússneskra byssu- stingja brotizt til valda og lagt fjötur kúgunar og einræðis á fólkið. Á sama tíma sem hin vestrænu stórveldi afvopnuðust hertu Rússar vígbúnað sinn. Rauði herinn vofði yfir Evrópu eins og dimmur skuggi. Reynslan af hlut- leysisstefnunni ÞEGAR þannig var komið tóku hinar frjálsu þjóðir að snúast til varnar. Smáþjóðir Evrópu höfðu beizka reynslu af hlut- leysisstefnunni. Hollendingar, Belgíumenn, Danir, Norðmenn og Luxemborgarmenn höfðu all- ir treyst á að hlutleysi þeirra tryggði þeim grið utan við átök heimsstyrjaldarinnar. En allar þessar þjóðir urðu hrægammi nazismans að bráð og urðu að þola langt og eyðileggjandi her- nám hans. Nú ógnaði hinn rauði skuggi kommúnismans frelsi þeirra og öryggi. Þá var það, sem þessar þjóðir létu sér reynsluna að kenningu verða. Þær yfirgáfu blekkingu hlutleysisstefnunn- ar og leituðu sjálfstæði sínu og öryggi skjóls í samtökum, sem þær mynduðu með hin- um vestrænu stórveldum. — Hinar frjálsu þjóðir Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku stofnuðu með sér bandalag, sem hafði þann tilgang fyrst og fremst að vernda heims- friðinn, koma í veg fyrir að ófyrirleitinn árásaraðilji rændi þær sjálfstæði og mannréttindum. Mikill árangur SÍÐAN hafa þessar þjóðir unn- ið kappsamlega að því að treysta varnir sínar. Og af því starfi hefur orðið mikill árangur. Þeg- ar Norður-Atlantshafsbandalag- ið var stofnað voru varnir hinna frjálsu þjóða veikar og hernaðar- legir yfirburðir Rússa miklir. Ottinn við að þriðja heims- styrjöldin brytist út þá og þeg- ar var mikill og almennur. í dag er viðhorfið gjörbreytt. Stefna kommúnista er að vísu óbreytt. En hinn frjálsi heimur stendur ekki lengur upþi varn- arlítill gagnvart henni. Þess- vegna er trúin á möguleika þess, að takast megi að varðveita heimsfriðinn nú miklu ríkari í brjóstum friðelskandi manna um víða veröld. Norður-Atlantshafsbanda- lagið hefur því unnið gagn- merkt starf í þágu heims- friðarins og þeirra þjóða, sem mynduðu það af miklum skiln infi og raunsæi á eðli þeirrar haettu, sem yfir vofði. En þessi samtök hafa ekki aðeins unnið að eflingu land- varna þeirra þjóða, sem byggðu þau upp. Þau hafa jafn hliða veitt þjóðum sínum fjöl- þættan stuðning á sviði efna- hags- og menningarmála. — Gagnkvæm hjálp og aðstoð i hinu mikla uppbyggingarstarfi hefur mótað alla stefnu þeirra. Þátttaka íslands VIÐ íslendingar vorum ein þeirra smáþjóða, sem sögðu skil- ið við hlutleysisstefnuna og gengum í varnarsamtök hinna frjálsu þjóða. Einnig okkar reynsla hafði sannað að í hlut- leysinu var ekkert skjól. Ein- angrun íslands var rofin og fjar- lægðirnar þurrkaðar út. Landið var mitt í hringiðu hrikalegra heimsviðburða. Það hefði sýnt mikinn skort á raunsæi og skilningi á aðstöðu þess ef íslendingar hefðu hafn- að þáttttöku í þeim samtökum, sem hinar frjálsu þjóðir mynd- uðu til vemdar frelsi sínu og mannréttindum. Sem betur fer gerðum við það ekki. Undir öruggri forystu Bjarna Bene- diktssonar; sem þá var utanrík- isráðherra, og með atbeina allra lýðræðisflokkanna gerðist ísland stofnaðili að Norður-Atlants- hafsbandalaginu. Síðan sú ákvörðun var tek- in hefur íslenzka þjóðin tví- vegis gengið til alþingiskosn- inga. í þeim hefur yfirgnæf- andi meirihluta íslendinga. lýst yfir eindregnum stuðn-* ingi við þátttöku lands þeirra í varnársamtökum hinna frjálsu þjóða. Hinum vitfirrtu og ofsalegu árásum kommún- ista á Bjarna Benediktsson og þá utanríkisstefnu, sem hann hafði forystu um að marka, hefur þannig verið mætt með Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.