Morgunblaðið - 04.04.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.1954, Blaðsíða 10
 10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. apríl 1954 <S*3<S<S<S^»<2. Sr NYJUNG! NYJUNG! 55% DACRON 45% ULL er enn eitt undraefnið sem nú er mjög notað til fataefnaíramleiðslu erlendis, og nýtur sívaxandi vinsælda. ,,DACRON“ hefur þá eiginleika, að það sléttir sig sjálft þó það blotr.i, og algeng- ustu blettum má ná úr því með volgu sápu- vatni. — Þá er það mjög endingargott. — Föt úr þessum efnum koma á markaðinn innan skamms, í fallegum nýtízku sumarlitum. MUSTERI ÓTTAMS Hin nýja skáldsaga Guðmundar Daníelssonar, skólastjóra, heíur fengið óvenjulega viðurkenningu rit- dómara. Utkomu hennar er tekið sem miklum við- burði í islenzkum bókmenntum. Guðmundur Daníelsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — Ilelgi Sæmundsson: .... Þetta er vandasamasta skáldsaga Guðmundar Daníelssonar. Hann hafnar hér þeim ytri stórfengleik, sem einkennir beztu skáldsögur hans hing- að til. „Musteri óttans" er í ætt við snjöllustu smásögur Guðmundar, en viða- meiri og rishærri. Guðmundur leggur aðaláherzlu á könnun sálarlífsins í þess- ari sögu, vettvangur hennar er mannssálin og viðburðirnir, sem ráða úrslitum, andleg barátta, stundum sjúkleg, en alltaf mannrsn. Driffjöður sögunnar er annars vegar það, sem Stefan Zweig kallaði truflun tilfinninganna, og hins vegar móðurástin. Sagan er hófsamlega skrifuð, en eigi að síður ör- lagaríkust alls þess, sem Guðmundur Daníelsson hefur fjallað um í skáld- skap sínum. Hcnn hefur fært út ríki sitt og unnið mikinn sigur. TIMINN séra Sigurður Einarsson: .... Allur gangur sögunnar hnitmiðaður og brotalaus, hin órjúfandij rökvísi orsakasamhengisins sjálfs. Og með þessum vinnubrögðum leiðirj Guðmundur fram hið átakanlega og stórbrotna í örlögum þessa fólks. Svið-I ið tekur í sig dýpt vorrar hrjáðu samtíðar og er þá Suðurlandið eins ogS vér þekkjum það öll. Og þunginn í örlögum þessa fólks, svo einfalt ogj ljóst sem það er, dregur í sig súg og sveljanda af örlögum heillar kyn-^ slóðar, kvöl hennar, angist, ofbrotum, hjátrú, ástríðu og grimmd. Það mætir J manni allt í hnotskurn, þessa takmarkaða umhverfis, í samskiptum þessa* fámenna hóps. Stíll Guðmundar hefur alla jafna verið eftirtektarverður, forskur ogl lifandi, en ekki án bláþráða og hnökra. í þessari bók er hann allur haf ! inn á hærra svið kunnáttusemi, hófstillingar og innsýni, en Guðmundi hefurS áður tekizt að ná. Og nú er vald Guðmundar orðið slíkt, að þessum töfra-j sprota málsins tapar hann aldrei úr höndum sér alla bókina á enda. VÍSIR — Guðm. G. Hagalín: .... En svo er þá komin sú stund, að þau fyrirheit rætist, sem Guð-| mundur Daníelsson hefur frá upphafi gefið íslenzkum lesendum - já, gaf < raunar strax með fyrstu skáldsögu sinni, Bræðurnir í Grashaga. Með hinni I nýju skáldsögu sinni, Musteri óttans, hefur hann unnið mikinn sigur. Þar , hefur honum tekizt að skapa merkilegt og veigamikið skáldrit, og kemur: það jafnt í ljós, hvort sem litið er á einstök atriði, heildargerð sögunnarj eða viðmiðun hennar við hið sammannlega. Athuqið: Þeir, sem eru eða gerast félagsmenn, fá ,,Musteri óttans", ásamt „Suðurlöndum" eftir Helga P. Briem, Kvæðum Eggerts Ólafssonar.Jj; Andvara og Þjóðvinafélagsalmanakinu fyrir 55 kr. Þrjár fyrst nefndu bæk-j5 urnar fást í bandi gegn aukagjaldi. — Nýir félagsmenn geta ennfremur^ enn þá fengið allmikið af eldri félagsbókum eða alls um 54 bækur fyrir jg samtals 355 kr. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. I Baðherliergis- fitiings k.rómaðui' Handklæðahengi Pappírshöld f. W.C.-rúJIur Sápuskálar Svampskálar Grindur á baðker fyrir sápu og svamp Tannburstahengi Glasahengi Hilluhné Snagar Skrúfur o. fl. fyrirliggjandi. J. Þorláksson & NorSmann h/f Bankastræti 11. Til fermingargjafa Nýkomið fjölbreylt úrval aí úrum. Vfagnús Benjamínssffli & Co. 3]a herbergja íbúð óskast sem fyrst eða 14. maí n, k. Þarf að vera neðsta hæð og á hitaveitusvæðinu í Austurbænum. — Eins til tveggja ára fyrirframgreiðsla. — Fernt fullorðið í heimili. Góð umgengni og reglusemi. — Sími 7177 rnilli kl 12—1 og 7—8 næstu daga. M£ðstöðvarc*inar Hreinsum miðstöðvarofna. — Verkið er framkvæmt með sérstakri efnablöndu, sem tryggir, að ofnarnir hreinsist algerlega, án þess að skemnjast hið minnsta. — Eftirlit hefur Svavar Hermannsson, efnaverkfræðingur. Hringið í síma 6060. NYJUNG! NYJUNG! 55% „ORLON“ 45% ULL — Bezt að auglýsa í Morgunblaðiðinu er ný samsetning á fataefnum, sem mjög hefir rutt sér til rúms erlendis, „ORLON“ gerir efnið endingarbetra, það kyprast síður og heldur betur brotum, auk þess sem það hrindir betnr frá sér bleytu og óhreinindum. — Við höfum nú hafiö framlciðslu á stökum jökkum úr þcssum efnum í fallegum nýtízku litum óg sniðum. Fyrstu jakkarnir koma á markaðinn fyrir páska. Fylgist með tízkunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.