Morgunblaðið - 04.04.1954, Page 14

Morgunblaðið - 04.04.1954, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. apríl 1954 I Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASOIÍ Framhaídssagan ö að komast aftur til Englands, cins og svo margar konur, sem ílutzt hafa til hitabeltislanda, og enda þótt hún í orði kveðnu væri sammála eiginmanni sínum um jafnrétti hvítra manna og svartra, þá hafði hún í hjarta sínu ímugust á öllu sem tilheyrði nýlendunum. Hún hafði alltaf verið vingjarnleg í garð Douglas- ar, sennilega vegna þess að hann var Englendingur, og kallaði hann að fornafni hvað hún hins vegar ekki gerði við Duffield. „Eg hef ekki hugmynd um hvað hann vill yður“, sagði hún. í>að var á framkomu hennar að sjá eins og hún væri dálítið úr jafnvægi.' „Ég skal fara strax“. Hundarnir voru á hlaupum um salin. Frú Pawley kallaði til >eirra höstum rómi: „Komdu Rex, komdu hérna Queenie". Og þei-r hlýddu tafarlaust. Frú Pawley gekk með Douglas út í garðinn. Hún var í bláum síðbuxum, frekar var hún lág- vaxin og tifaði þegar hún gekk. „Mér þykir leitt að þér skyld- uð lenda , þessu í gær, Douglas", sagði hún, en það var samt eins og hún hefði engan áhuga á því, sem hún var að segja. „Ég skil ekki hvers vegna flugvélin þurfti endilega ag hrapa hér. Maðurinn minn er alltaf að skrifa flugfé- laginu og biðja þá að fljúga ekki yfir skólahúsið. Ef þeir hefðu farið að hans ráðum, hefði senni- lega ekkert slys orðið“. „Kannske ekki“. Staðþæfingar hennar voru sjaldan rökréttar. en það borgaði sig ekki að andmæla henni. Þau gengu yfir garðinn þar sem uxu stór og litskrúðug jap- önsk skrautblóm. Suðandi bíflug- BÍLABOLTAR Nýkomnir í mikiu úrvali frá l/4x7/8” til 1/2x2” Ennfremur allskonar skrúfur. Verðið rnjög hagkvæmt. m H _____iF LAUGAVEG 1G6 Ljósakrónur Þýzkar, 2ja, 3ja, 4ra og 5 arma Verð frá 275 kr. H.f. Rafmagn Vesturgótu 10 Sími 4005 Fittings Vatnsleiðslurör Stey p usty rktar járn Utvegum við frá Tékkóslóvakíu. Lægsta verð. Fljót afgreiðsla. R. Jóhannesson h.f. Nýja Bíó húsinu. Sími 7181. Reykvíki.ngar! ur voru á sveimi á milli krón- anna og sumar stóðu kyrrar í loftinu og gagnsæir vængirnir bærðust ótt og títt. Frú Pawley sleit upp rauða rós um leið og hún gekk fram hjá. „Vel á minnzt“, sagði hún, „voru ekki blóm í herberginu hjá yðar um daginn?“ „Þegar ég kom frá Kingston? Jú, ég vissi ekki hver hafði fært mér þau“. „Ég sagði þjóninum að tína handa yður blóm úr garðinum. Mér datt í hug að yður þætti gaman að blómum. Það er heldur tómlegt að koma heim í mann- laust húsið eftir skemmtilegan dag niðri í bænum“. „Mér finnst alltaf gott að koma heim aftur“, sagði hann. „Það er alltof heitt niðri í Kingston“. Hún klóraði börk af trjágrein með nöglinni. „Þér eruð auðvitað farinn að eignast vini í Kingston?“ „Ég þekki engan þar“, sagði hann. „Ekki? Það er skrítið". Hún hló við. „Ég hafði hugsað mér að þér færuð þangað til að skemmta yður. Yður hlýtur að finnast við afskaplega leiðinleg hér, þar sem þér komið beint frá London". „Mér finnst það hreint ekki“. „Hvaða vitleysa. Þér þurfið ekki að sýna óþarfa kurteisi. Yður hlýtur að finnast við mjög óhefluð". Hann mótmælti aftur en hún hélt áfram. „Jú, við erum það. Maðurinn minn er það að minnsta kosti. Ég hafði búið í London í mörg ár þegar ég kynntist honum. Ég var ekki nema fimm ára, þegar ég flutti frá Jamaica". „Ég veit það“. ,Hún hafði sagt honum það tvisvar eða þrisvar áður. „Aldrei datt mér það í hug að ég ætti eftir að koma hingað aftur sem óbreytt kennslukona við barnaskóla". „Varla sem kennslukona", sagði Douglas. Hún átti að teljast hafa yfirumsjón með stúlkunum og sjá um vistir til heimilisins ásamt frú Morgan, en hún sá ekki um neina kennslu. „Lítið þér ekki þannig á mig .... sem óbreytta kennslukonu?“ Hún leit snöggvast á hann, en til þess að láta sem sér stæði á sama um svarið, sneri hún sér frá hon- um og kallaði á hundana: „Rex, Queenie, komið þið hingað". Svo leit hún aftur á hann og sagði dálítið hranalega: „Maðurinn minn er sjálfsagt farinn að bíða eftir yður. Látið mig ekki tefja yður“. Hann skildi við hana og hélt áfram niður brekkuna, heim að húsinu þar sem Pawley-hjónin bjuggu, en þeirra hús stóð nokk- ur hundruð faðma frá skólahús- inu sjálfu Hann var dálítið eftir- væntingarfullur, því hann vissi Reykvíkingar! Vinsælasta HUITAVELTA ílfilNS hefst kl. 2 í dag í Listainannaskálanum Mikill fjöldi ágætra muna. Koinið, sjáið og sigrið! Ekkert happdrætti Félög Fríkirkjusafnaðarins. Saumum eftir máii * úr vönduðum efnum korselett, lífstykki, magabelti, frúarbelti, slankbelti, brjósthald- ara og brjósthaldara, krækta að framan. Einnig sjúkrabelti fyrii dömur og herra. Póstscndum. Tjarnargötu 5 — Sími 3327. drögtum. ro« Nýtt ORTGINAL Nýtt ÞETTA ER ISOLA Smjðrkúpan sem allar húsmæður vilja eignast. Einangruð cins og hita- brúsi í mörgum litum. Fæst í flestum búsáhaldaverzlunum og víðar. Heildsölubir gðir: MIÐSTÖÐIN H.F. Sími 1067 og 81438. Drengjajakkaföt Sportföt stakar buxur og blússur Verzl. Eros h.f. Hafnarstræti 4 — Sínú 3350 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«iUUul

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.