Morgunblaðið - 04.04.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1954, Blaðsíða 16
Veðurúllii í dag: V-kaldi, dálítii él. Hiti um frost- mark. Reykjavíkurbréf er á bls. 9. 79. tbl. — Sunnudagur 4. aprít 1954 Bækur halda verði, þótt aurar lækki í gildi fsafold tekur að sér ú selja ís- tenzkar æviskrármeð afborgunum Höíuöril í 5 bindum efiir dr. Pál Eggerl Ólalsson 1 ^ÓKMENNTAFÉLAGIÐ hefir gert samning við Bókabúð ísa- J ^ foldar, að hún taki að sér að selja íslenzkar æviskrár með í fborgunarskilmálum. Æviskrárnar eru höfuðrit í 5 bindum og ) á yfir nálega 7000 íslendinga frá landnámstímum fram yfir 1940. líafði dr. Páll Eggert Ólason nýlokið þessu stórfróðlega verki, t r hann lézt. J ÍIÓÐLEIKSSJÓR Stjórn Bókmenntafélagsins og lorstjóri ísafoldar skýrði frétta- )nönnum frá þessu í gær. I Æviskránum er ekki aðeins jakin ætt manna, heldur eru reind þar helztu æviatriði og af- )ek. Auk þess sem ritið sjálft /;eymir mikinn fróðleik, er vísað í prentaðar heimildir til fylling- ÍI.C. Sem fyrr segir er dr. Páll Egg- crt aðalhöfundur verksins, en : Sra Jón Guðnason þjóðskjala- vörður hefir tekið saman um ] elming seinasta bindisins, en þar cru viðbætur og leiðréttingar. VÍÐA LEITAÐ FANGA Það lætur að líkum, að vítt hefir verið leitað eftir fróðleik í þetta mikla rit. Má aðeins drepa á Ævisögur lærðra manna eftir .'.iðaskipti eftir dr. Hannes Þor- í.teinsson, sem mun vera yfir 60 bindi í handriti. Þá hafa Presta- ;avir Sighvats Borgfirðings, seni cru í 12 bindum, reynzt drjúgar til fróðleiks. Af öðrum heimildum tak nefna guðfræðingatal, lækna- tal, lögfræðingatal, annála og ítragrúa annarra rita prentaðra cg óprentaðra. ÍSEZTA PENINGAGEYMSLAN Islendingar hafa jafnan verið bókelskir og fróðleiksfúsir og ættfræði verið ofarlega í huga þeirra. Varla lætur nokkur þjóð í heimi sér jafnhugleikið að vita skil ættar sinnar og uppruna. Er hér fengin hin ákjósanlegasta handbók, sem satt getur fróðleiks hungur flestra. Ekki spillir held- ur að hafa í huga, að bezta pen- ingageymslan er góðar bækur. FYRIR 50 KR Á MÁNLTÐI Almenningi er nú gefinn kost- ur á að eignast verkið með hag- kvæmum greiðsluskilmálum fyr- ir kr. 400 (óbundið), 497 (rexin) og 635 (skinn). Mánaðarafborgun er 50 kr. Félagsmenn Bókmenntafélags- ins eru um 1400, en upplag rits- ins 3000. Ritið hafa félagsmenn fengið með öðrum félagsbókum, en nýir félagar fá það með 25% ■afslætti eins og önnur rit félags- dns, sem fáanleg eru. Stjórn Bókmenntafélagsins skipa þeir dr. Matthías Þórðar- son form., Alexander Jóhannes- son ritari, Þorsteinn Þorsteinsson gjáldkeri og þeir prófessorarnir Einar Ól. Sveinsson, Ólafur Lárus eon, Þorkell Jóhannesson og Ein- ar Arnórsson. FÓLK BÓKELSKT SEM FYRR Gunnar Einarsson forstjóri ísa foldar gat þess, að margir héldu að áhugi íslendinga á góðum bók ■um hefði rénað. Þetta er mis- skilningur, sem stafar af því, að íilmenningur treystir sér ekki til ítð snara út fyrir dýrum ritum. Þegar fólki er gefinn kostur á íið eignast góðar bækur með af- borgunum, kemur á daginn, að 3mgur þess stendur til að eignast bækur engu síður en fyrr. Isafold selur nú ýmis úrvaisrit jneð þessu fyrirkomulagi eins og Jón Trausta, ísl. úrvalsljóð í 12 bindum, rit Einars Benediktsson- ar, Bólu-Hjálmars, Kristínar Sig fúsdóttur, Bláskóga Jóns Magnús sonar o. fl. Msiur veifingahúsa og erl, feíSainenn _ STJÓRN Ferðamálafélags ís- lands ræddi við blaðamenn í gær en það vinnur sem kunnugt er að bættum skilyrðum fyrir mót- töku ferðamanna. Ræddi stjórnin að þessu sinni aðallega um rekstur veitingastað- anna, og þá misbresti sem á hon- um eru. Birtist grein um þetta efni í biaðinu n.k. þriðjudag. limræðufiuidur um opinkrar bygg- ingar í Bvík og fegnm bæjarins Ekið á þrjár sfúikur - fvær slasasf KEFLAVÍK, 3. apríl: — Kl. 8,30 í gærkveldi vildi það slys til á veginum milli Keflavíkur og Njarðvíkur rétt við vegamót af- leggjarans að samkomuhúsi Njarðvíkur, að vörubíllinn VL- 945 ók á þrjú stúlkubörn, er voru þarna á gangi og slösuðust tvö þeirra. Farið var með börnin strax til læknis í Keflavík og gerði hann að sárum þeirra. Þegar slysið vildi til var vöru- bíllinn að mæta öðrum bíl og óskar lögreglan í Keflavík eftir að ná tali af bílstjóra þeim, er bílnum ók. Einnig bílstjóranum, sem ók hinum slösuðu börnum til læknisins svo og öðrum sjónar- vottum að slysinu. Er þetta fjölfarin leið gangandi fólks og bílaumferð mikil. Er því mjög mikil slysahætta á vegar- kafla þessum, og því nauðsynlegt að þessi leið verði lýst hið allra bráðasta. — Ingvar. Bsiar Vorhoðans í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Bazar Sjálf- stæðiskvennafélagsins Vorboðans er annað kvöld, og hefst hann kl. 8,30. — Eins og að vanda, verða þar á boðstóium ýmiss konar munir, sem seldir verða við vægu verði. HAFNARFIRÐI, 3. apríl. — Um kl. 4 í dag fannst sjórekið lík af karlmanni við Hrauntanga í Gálgahrauni, gegnt Bessastaða- nesi. Líkið er af þrítugum til fertugum manni, um 170 cm. á hæð, í meðallagi gildum. Hann er dökkhærður með skeggrönd á efri vör, klæddur í brún föt með ljósum teinum, bláan frakka | og með brúna skó á fótum, tví- lita, í svörtum gaberdínskóhlíf- ] um. — Engin skilríki voru á lík- inu, sem bent gætu til, hver ma'ð- ur þessi væri og verður líkið geymt hjá lögreglunni í Hafn- arfirði til mánudagsmorguns. — Auðsætt er, að líkið hefir ekki legið nema stuttan tíma í sjó. ___________________—G. 1 - X - 2 ÚRSLIT getraunaleikjanna í gagr urðu þessi: 121 — 112 — x21 -— 111. STUDENTAFELAG Reykjavík- ur hefur ákveðið að efna til almenns umræðufundar í dag í Sjálfstæðishúsinu klukkan 2 e.h. — Fundarefni verður: Opin berar byggingar í Reykjavík 03 fegrun bæjarins. — Frummæl- endur verða þeir: Þór Sandholt arkitekt, Ragnar Jónsson for- stjóri, Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri og Valtýr Pétursson listmálari. Að loknum ræðum frummæl- enda verða frjálsar umræður. Efnið, sem um verður fjallað á fundi þessum, hefur mjög borið á góma að undanförnu, og þótti stjórn Stúdentafélags Reykjavík- ur því hlýða að efna til umræðna um það, svo að mönnum gefist kostur á að láta álit sitt í ljós. Á fundinum verður rætt um fegrun bæjarins almennt, en auk þess um ýmsar einstakar opin- berar byggingar í bænum, — og þá vitanlega helzt þær sem um- deildar eru. Þá má og búast við, að umræður snúist um skreyt- ingu höfuðstaðarins frá listrænu i sjónarmiði, enda lítur stjórn stúdentafélagsins svo á, að ekki ] sízt sé kominn tími til að fram komi hinar ýmsu skoðanir manna á þeim málum á opinberum, al- mennum fundi. Öllum er heimill aðgangur að þessum fundi Stúdentafélagsins. Liggja stúdentaskírteini frammi handa stúdentum, en aðgangur fyrir aðra en stúdenta verður kr. 10.00. — A3 lokum má svo geta þess, að umræðunum verður að öllum líkindum ekki útvarpað. 4 Allfíð innbrof í Keffavík síðusfu daga KEFLAVÍK, 3. apríl: — Allmikið hefir verið um innbrot hér síð- ustu daga. Hefir aðallega verið ráðizt á verzlanir Kaupfélags Suðurnesja. Aðfaranótt sunnu- dags og mánudags var brotist inn í skipa- og járnvörudeild kaup- félagsins, en litlu sem engu stolið. Gerðar voru tilraunir til að kom- ast i lokaðar hirzlur, en það mis- tókst. Lögreglan í Keflavík handtók mann s.l. mánudag, er talinn er vera valdur að þessum innbrot- um. — Ingvar. Kafli úr Kalevala-þýðingu Karls Isfelds sérprenlaður SEM KUNNUGT er hefir Karl ísfeld, rithöfundur, unnið að því um nokkurt skeið að þýða hin miklu finnsku þjóðkvæði, Kalevala, á vegum Menningar- sjóðs. Hefir hann nú lokið við um helming kvæðanna. Kafli úr Kalevala-þýðingu Karls birtist fyrir nokkru í árs- rita Kalevala-félagsins finnska og hefir félagið nú látið sér- prenta þennan kafla og gefið út sérstaklega. Áður hafa Kalevala-ljóðin, sem eru Finnum það sama og Eddu-ljóðin okkur íslendingum, ] verið gefin út á 35 tungumáluih, ; og íslenzka því 36. málið, sem ljóðabálkurinn er þýddur á. | Finnska menntakonan Maj- Lis Holmberg hefir lesið þýð- j inguna yfir og lokið á hana hinu mesta lofsorði. Karl ísfeld leggur áherzlu á að ljúka þýðingunni sem allra fyrst. Edda“, leiguflugvél Loft leiða í millilandaflugi 99 verkasýitingu í í D A G kl. 2. e. h. opnar Jóhannes Jóhannesson, listmál- ari, málverkasýningu I Listvina- salnum við Freyjugötu. Á sýn- ingunni eru um 20 olíumálverk og auk þess 18 veggdiskar úr emaleruðum kopar, sem síðan er málað á. Jóhannes hefir gert diskana að öllu leyti sjálfur, steypt þá úr koparnum, emaler að þá og málað. Er hann sá fyrsti meðal íslenzkra listmálara, sem komið hefir fram með þessa listgerð, enda er hér um nýjung að ræða, sem rutt hefir sér til rúms í Evrópu á síðari árum, einkum í Þýzkalandi og einnig nokkuð í Frakklandi. Myndin að ofan er af nokkrum slíkum veggskjöldum, sem á sýn- ingunni eru. Jóhannes stundaði nám i list- málun í Ameríku á árunum 1945—46 og auk þess um skemmri tíma í ýmsum löndum Evrópu, einkum ítalíu og Frakklandi. — Hann hélt hér sjálfstæða sýn- ingu í Listamannaskálanum ár- ið 1947 og einnig hefir hann tek- ið þátt í ýmsum samsýningum. Svo að segja öll verkin á sýn- ingunni, sem opnuð verður í dag hefir hann gert á s. 1. tveim- ur árum. Sýningin verður opin næsta hálfan mánuð, frá kl. 2—10 e. h. dag hvern. FYRIR nokkru tókust um það samningar milli Loftleiða og norska flugfélagsins Braathen’s SAFE að Loftleiðir tækju Sky- masterflugvél þá á leigu, sem SAFE hafði áður notað til Aust- urlandaferða og Loftleiðir höf^u haft á leigu að nokkrum hluta. Eftir að Loftleiðir tóku við rekstri flugvélarinnar þótti rétt að breyta nafni hennar um leið og hún yrði að öðru leyti auð- kennd Loftleiðum. Vel þótti fara á, að hið nýja nafn væri hvort- tveggja í senn, rammíslenzkt og samnorrænt, og varð nafnið EDDA fyrir valinu. Tilgangur Loftleiða með leigu flugvélarinnar var sá að fá að- stöðu til að auka flugferðir yfir Atlantshafið fyrst úr einni upp í tvær og síðar þrjár á viku í sumar. Nýja áætlunin gekk í gildi um s.l. mánaðamót og föstudagskvöld ið 2. þ.m. kom hin nýskírða EDDA fyrst hingað til Reykja- víkur á leið frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna, en með þeirri för hófst fjölgur.in á ferðunum í tvær á viku hverri. Eftir 27. maí mun ferðunum fjölgað upp í þrjár á viku, en þá er gert ráð fyrir að báðar flug- vélar Loftleiða KEKLA og EDDA verði komnar til starfa að lokn- um þeim endurbótum sem ákveð ið er að gera á innréttingu flug- vélanna til aukinna þæginda fyr- ir farþega. EDDA er væntanleg aftur frá Bandaríkjunum kl. 10 í dag, og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram til Stafangurs, Oslóar, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar kl. 12 á hádegi. Skákeinvígið KBISTNES .^8 VÍFILSSTAÐIR 4. lciknr Kristness: f7—f5 r;j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.