Morgunblaðið - 09.04.1954, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 9. apríl 1954
Skipstjóri tregðaðist
við að hlýða skipunum
Greinargerð iorsijóra landhelgisgæziunnar
VEGNA yfirlýsingar stjórnar h.f.
Júpiters út af meintu fiskveiði-
broti togarans Úranusar, PiE. 343,
jiem birtist í dagblöðum bæjarins
8. þ. m., skal þess getið, að um-
jræður um sekt eða sýknun sak-
feornings nú eru óviðeigandi, þar
sem málið bíður dóms. En þess-
ar staðreyndir leyfi ég mér nú
!»egar að taka fram:
1. Starfsmenn landhelgis-
.gæzlunnar í flugvélinni gerðu
Avær staðarákvarðanir á togar-
anum með hornamælingum og
jniðun. Fyrri staðurinn reyndist
~vera tæpa Vz sjómílu innan fisk-
■veiðitákmarkanna og sá síðari á
3»eim. Á milli staðsetninganna
liðu 11 mínútur og togaði Úranus
ðit frá landi á vestlægri stefnu
allan þann tima.
2. Hvað viðvikur nákvæmni í
Ætaðarákvörðunum úr flugvélum,
}>á byggist hún fyrst og fremst
á þeim aðferðurri, sem notaðar
•eru, svo og reynslu og þekkingu
jþeirra, sem með mælitækin fara,
-— en ekki órökstuddum fullyrð-
"íngum.
3. Undir eins og landhelgisgæzl
-iinni bárust upplýsingar um að
togarinn Úranus hefði verið að
meintum ólöglegum veiðum við
?>næfellsnes, var það tilkynnt
.sakadómaranum í Reykjavík, og
varð það að samkomulagi, að
hann kallaði skipið inn til Reykja
víkur. Seint um kvöldið sama
»dag tjáði sakadómari hins vegar
landhelgisgæzlunni að tilraunir
hans í þá átt hefðu ekki borið
aieinn árangur, og óskaði þess að
landhelgisgæzlan sæi um að
.skipið kæmi sem fyrst til Reykja-
víkur.
Kl. 2258 talaði forstjóri land-
helgisgæzlunnar við skipstjór-
ann á b.v. Úranus, og honum
Úáð, að þess væri óskað, að hann
yrði kominn til Reykjavíkur
strax næsta morgun til rann-
«óknar á fyrrnefndu meintu
broti. Jafnframt var skipstjóran-
"um tjáð að framkvæmdastjóra
skipsins væri kunnugt um þessa
ósk.
Frá þeim tíma og til kl. 0334
um nóttina voru svo eftirfarandi
skeytaviðskipti milli skipstjóra
b.v. Úranusar og landhelgisgæzl-
unnar:
Frá b.v. Úranus kl. 0140:
Vinsamlegast frestið innköllun
þar sem löndun hefur verið ákveð
in tólfta apríl.
Frá landhelgisgæzlunni kl.
0155:
Komið strax til Reykjavíkur
eins og óskað hefur verið eftir.
Frá b.v. Úranus kl. 0230:
Tel enga ástæðu til innkomu
fyrr en tólfta.
Frá landnelgisgæzlunni kl.
0245:
Endurtek kröfu mína að þér
komið strax til Reykjavíkur til
rattnsóknar á meintu fiskveiði-
broti yðar í gær. Svar óskast
strax þar sem við annars neyð-
umst til að gera aðrar ráðstaf-
anir.
Frá b.v. Úranus kl. 0300:
Vantar svar frá útgerðinni til
að geta komið.
Frá landhelgisgæzlunni kl.
0305:
Tökum svar yðar sem neitun
við að hlýða fyrirmælum vorum.
Frá b.v. Úranus kl. 0315:
Ekki neitun, óska svars yðar
og útgerðar kl. 1000 í fyrramálið.
Frá landhelgisgæzlunni kl.
0320:
Endurtökum síðasta skeyti
vort.
Frá b.v. Úranus kl. 0334:
Svara ákveðið innkomu kl.
1000.
Kl. 0340 var skipherrann á
varðskipinu Þór, sem lá í
Reykjavíkurhöfn, beðinn að kalla
skipverja sína til skips sem fyrst
og fara síðan út og sækja b.v.
Úranus.
4) Varðskipið Sæbjörg hafði
engin afskipti af þessum málum.
Hins vegar hefur skipstjórinn á
b.v. Úranusi upplýst, að varð-
skipið hafi verið í námunda við
Öndverðarnes um morguninn h.
5. þ. m., en horfið burtu um Vz
klst. áður en flugvélin kom, og
horfið sjónum, líklegast inn á
Breiðafjörð.
Pétur Sigurðsson.
Lifill drengur varð fyrir bíl
og fékk heilahristlng
ÞAÐ slys vildi til kl. 3 í gærdag, að bifreið ók á þriggja ára
gamlan dreng, Garðar Valgeirsson. Hlaut drengurinn áverka
á höfði og heilahristing, en er þó ekki talinn alvarlega slasaður,
•eftir því sem vitað var í gærkvöldi.
Nánari tildrög slyssins, voru
þ»aU, að drengurinn var að leika
«ér á götunni fyrir framan hús
jnj'. 42 á Laugavegi, en þar búa
foreldrar hans, er hann varð fyr-
ir bifreiðinni, sem var ekið vest-
•ur Laugaveginn. Að sögn sjónar-
■votta, stansaði ökumaðurinn bif-
rciðina er slysið varð og fór
út úr bílnum, en er hann sa
að drengurinn reis sjálfur upp af
götunni, skeytti hann því ekki
•frekar og ók leiðar sinnar.
FÉKK HEILAHRISTING
Fólk er á þetta horfði mun
Jrajfa gert foreldrum drengsins
þegar aðvart. — Við rannsókn
læknis kom í Ijós, að hann hafði
hlotig mikla kúlu á höfuðið og
■eiAnig heilahristing. Var hann
samt fluttur heim til sín, er gert
Jráfði verið að meiðslunum og
"valr líðan hans eftir atvikum góð
í gærkvöldi.
•ÓFYRIRGEFANLEG
_FRAMKOMA
Bifreíðarstjóri þessi hafði ekki
i £ærkvöldi gefið sig fram, og
skprar rannsóknarlögreglan á
iiann að gera það hið allra fyrsta,
svo og sjónarvotta og þá sem eitt-
hvað geta upplýst í málinu. —
Verður þessi framkoma bifreiðar
stjórans að teljast ófyrirgefanleg,
ert þess eru mörg dæmi þótt leitt
sé til þess að vita, að bifreiðar-
stjórar ttassa að gefa sig fram
eftir að þeir Hafa valdið slýsum.
Geislavirk ský yfir
Kyrrahaf fil
Kaiiforníu
GLENDALE, Kaliforniu. — Orð-
ið hefur vart geislavirkra skýja
yfir Glendale, nokkra km frá
Los Angeles. Telja þeir, sem
rannsakað hafa skýin, að þau
hafi borið yfir Kyrrahaf eftir
vetnisprenginguna 1. eða 26.
márz,
Geislán skýja þessara var samt
svo lítil, að hvorki mönnum né
skepnum stafaði af þeim nein
hætta,
25 ára afmæli
SL Y S A V ARN ADEILDIN Fiska
klettur í Hafnarfirði hefur ákveð
ið að halda hátíðlega upp á 25
ára afmæli sitt laugardaginn 10.
apríl n.k. kl. 8,30 s.d. — Deild
þessi, sem er ein með allra fyrstu
slysavarnadeildum hér á landi
varð 25 ára 16. nóv. s.l. Aðstaða
var ekki til að minnast afmælis-
ins í það skipti, en nú verður það
gert næsta laugardag í húsa-
kynnum Rafha h.f., en þar eru
stærstu salarkynni í Hafnarfirði.
Hefur stjórn fyrirtækisins góð-
fúslega sýnt deildinni þá vin-
semd að ljá þeim húsnæði í þessu
skyni.
Fiskaklettur hefur ávallt starf-
að af miklum þrótti og átt þeim
forystumönnum á að skipa, er
alla tíð hafa staðið mjög framar-
lega í slysavarnamálunum. Fiska-
klettur er í hlutfalli við fólks-
fjölda langfjölmennasta karla-
deildin, sem starfar hér í kaup-
stað. Á vegum deildarinnar
starfa vel æfð og öflug björgun-
arsveit, er ávallt hefur verið
reiðubúin til aðstoðar, þegar
Slysavarnafélagið hefur þurft á
að halda.
Fyrstu stjórn deildarinnar skip
Uðu þeir: Magnús Kjartansson,
múrarameistari, Sigurður Finn-
bogason, vélfræðingur og Finn-
bogi Arndal, sýsluskrifari, en nú-
verandi stjórn skipa: Ólafur
Þórðarson, skipstjóri, Jón Hall-
dórsson, skipstjóri og Stígur Sæ-
land, lögregluþjónn, en stjórn
björgunarsveitarinnar er í hönd-
um þeirra: Þorbjarnar Eyjólfs-
sonar og Haraldar Kristjánsson-
ar. —
Bezla mjólkurkýr í heiml
Námskeið í bindindis
fræðslu
BINDINDISFÉLAG ísienzkra
kennara og Stórstúka íslands
hafa ákveðið að halda námskeið
fyrir kennara í bindindisfræðslu
á komandi vori. Námskeiðið hefst
í Háskólanum fimmtudaginn 10.
júní og stendur yfir í 4—5 daga.
Aðalleiðbeinandinn á nám-
skeiðinu verður Erling Sörli,
skrifstofustjóri frá Osló. Er hann
þaulvanur að standa fyrm slík-
um námskeiðum í heimalandi
sínu og þekktur um allan Noreg
fyrir starf sitt í þágu bindindis-
fræðslunnar.
Auk þess munu 2—3 íslenzkir
læknar flytja þarna erindi og
væntanlega 2—3 kennarar.
í sambandi við ngmskeiðið
verður svo aðalfundur Bindindis-
félags íslenzkra kennara, sem
verður nánar auglýstur síðar.
Þeir, sem hafa í hyggju að sækja
námskeið þetta eru beðnir að til-
kynna það Hannesi J. Magnús-
gyni skólastjóra á Akureyri eða
Brýnleifí Tobíassyni yfirkennara,
Bólstaðahlíð 11, Reykjavík. Gott
(ér að slíkar tilkynningar komi
isem fyrst.
Þessi föngulega kýr, sem sést á myndinni hér að ofan ber ilafnið
María og er talin bezta mjólkurkýr í heimi. Hún hlaut 1. verðlaun
á alidýrasýningu, sem haldin var í Versölum í Frakklandi í s. I.
mánuði. Heimkynni hennar er í Normandie, einu blómlegastá
landbúnaðarhéraði Frakklands, sem framlciðir feyki mikið af
mjólk og smjöri. Hún vegur 670 kg. Á 330 dögum gaf hún af sér
smjörmagn, sem að verðmæti nam 450 þús. frönkum (um 10 þús.
ísl. kr.) úr 12,056 lítrum af mjólk með 53 gr. smjörmagni úr hverj-
um lítra — meðallag er 40 gr. Hún hefir komizt í 104 merkur —•
52 lítra — yfir daginn. Móðir Maríu, sem kölluð var María I til
aðgreiningar frá dótturinni Maríu II, var einnig framúrskarandi
mjólkurkýr. Hún dó s. 1. vetur af voðaskoti veiðimanna, sem voru
að veiðum í grenndinni.
Háskólastúdentar kynna
verk Hannesar HaCsteins
SEM KUNNUGT er, hefur Stúdentaráð H^skóla íslands gengizt
fyrir kynningu á verkum þeirra Einars Benediktssonar og
Bjarna Thorarensens. Hafa þær þótt takast með ágætum og verið
fjölsóttar. Á sunnudaginn kemur verður að tilhlutan Stúdentaráðs
efnt til kynningar á verkum Hannesar Hafsteins. Hefst kynningin
kl. 5 síðdegis í hátíðasal Háskólans.
Formaður Stúdentaráðs, Björn j söngvari, syngja lög við ijóð þess
Hermannsson stud. jur., flytur, og Steinsgerður Guðmundsdóttir,
stutt ávarp. Þá syngur Karlakór leikkona, Andrés Björnsson, cand.
, háskólastúdenta undir stjórn
j Carls Billichs. — Vilhjálmur Þ.
Gíslason, útvarpsstjóri, flytur
erindi um Hannes Hafstein og
skáldskap hans. Þá verður flutt
valið efni úr verkum skáldsins.
— Karlakór háskólastúdenta og
Guðmundur Jónsson, óperu-
Aðaifundur
AÐALFUNDUR Fél. búsáhalda-
og járnvörukaupmanna í Reykja-
yík var haldiHn 6. þ. m.
Formaður setti fúndinn ng
jhinntist tveggja látinna félags-*
rnanna, þeirra SigUrjóns Jónsson-
'ar verzlurtarstjóra og Þórðar L.
Jónssonar kaupmanns, sem báðir
voru stofnendur félagsirts og
virkir féiagar þess alia tíð.
Að því loknu fóru fram venju-
leg aðalfundarstörf. Var stjórnin
endurkosin, en hana skipa H.
Biering förmaður, Bjöm GUð-
mundsson og Sigurður Kjartans-
Son; til vara voru kjörnir þeir
Páll Jóhannesson og Hannes
Þorsteinsson.
Fulltrúi félagsins i stjórn Verzl
unarráðs íslands var kjörinn Páll
Sæmundsson og varafulltrúi
Björn Guðmundsson. Fulltrúi fé-
lagsins í stjórn Sambands smá-
söluverzlana var kjörinn Eggert
Gíslason og varafulltrúi Jón Guð-
mundsson.
mag., Hjalti Guðmundsson, stud.
mag. og Sveinn Skorri Höskulds-
son, stud. mag. lesa upp úr kvæð- •
um Hannesar.
Aðgangur að kynningu þessari
er ókeypis og öllum heimill með-
an húsrúm leyfir.
Bændur í HornafirSi að
hofja fúnaávinnslu
HÖFN í HORNAFIRÐI, 8. apríl.
ÍjUNMUNA veðurblíða hefur verið í Hornafirði frá því í byrjun
J marzmánaðar. Er allur klaki úr jörð og vegir greiðfærir o@
þurrir. Er víða farið að grænka á túnum og meðfram lækjum. E£
veður ekki breytist til muna mun þess skammt að bíða að bændur
fari að vinna á túnin. Er þetta eitt bezta veðurfar seinnihluta
vetrar, sem fólk man eftir hér.
SÆMILEGAR GÆFTIR
Sex bátár hafa gert út héðan
og hefur afli þeirra verið sæmi-
legur. Þeir eru að stærð frá 40—
60 tonn. Um miðjan marz-mánuð
kom mikil loðnuganga hingað og
var þá mokafli hjá þeim bátum,
sem stunduðu linuveiðar, en um
það leyti voru flestir bátanna
byrjaðir netaveiðar. Síðan hefur
afli verið all sæmilegur. Afla-
hæsti báturinn er Helgi og hafði
hann um siðustu mánaðarmót
540 skippund eftir 53 róðra.
STÖÐUG FJÁRHEIT
Skepnuhöld hafa? verið með
afbrigðum góð í vetur. Hafa hag-
ar verið snjólitlir og stöðug fjár-
beit allan veturinn. Á sumúm
Halle Selasie lil Titos
BELGRAD, 8. apríl — Tilkynnt
var í dag, að Tito einræðisherra
hafi boðið Hailé Selassie Abyss-
iníukeisara i opinbera heímsókn
til Júgóslaviu í júlí-mánuði n.k.
Samtímis kemur abyssianísk
hernaðrsendinefnd til Júgóslavíu.
—Reuter.
jörðum hefur féð verið rekið til
beitar hvern einasta dag siðan á
áramótum og mjög lítið þurft að
gefa því í húsum, nema hvað
bændur hygla ám sínum þegar
líða fer að sauðburði.
— Gunnar.
Samþykkf aðild að
sameiginiegum
vörnum
LUXEMBORG, marz — Þing
Luxemborgar samþykkti í dag
aðild að Evrópuher með 46 atkv.
gegn 4. Þingmenn kommúnista
voru á móti. Áður hafa Vestur-
Þýzkaland, Holland og Belgía
samþykkt að gerast aðilar að
sameiginlegum vörnum Evrópu.
Ítalía og Frakkland eiga eftir
að samþykkja þátttöku fyrir sitt
leyti, en samningurinn gengur
ekki í gildi fyrr en þessi 6 ríki
hafa öll tjáð sig samþykk.
— Reuter-NTB.