Morgunblaðið - 09.04.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.04.1954, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. apríl 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 Asgek Þorsteinsson: Brúarlög afgreidd: BRUNATRYGGINGARMÁLIN jSÚ nýbreytni Reykjavíkurbæjar, að bjóða brunatryggingarnar út á grundvelli eigin áhættutöku bæjarfélagsins, jafnframt því að boðið var út á hinum venjulega grundvelli, að áhættan sé að öllu leyti á herðum vátryggingarfé- laga, hefur valdið einkennilegu róti í hugum manna, og jafnvel furðulegum viðbrögðum á Al- þingi. - Undanfarin 25 ár hef ég fylgst með þróun brunatrygginganna í Reykjavík, og þótti mér sannast að segja, að tími væri fyrir löngu kominn til þess, að bærinn sneri sér að athugun málsins út frá þessu nýja sjónarmiði, sem sé eigin áhættutöku. , Þróun brunamála bæjarins, sem felur í sér elds- og bruna- varnir, auk trygginganna sjálfra, hefur verið mjög vel athuguð af hagfræðingi bæjarins, dr. Birni Björnssyni, og lýst af honum í erindum fyrr og síðar. Skal það mál ekki rakið hér, en aðeins á það bent, að gangur brunatrygginganna síðustu 2 ára tugina, þ.e. vöxtur húsaverðmæt- anna annars vegar, og lækkun áhættunnar vegna stórbatnandi brunavarna og minnkandi hlut- deildar timburhúsanna hins veg- ar, leiða óyggjandi rök að því, að Reykjavíkurbær, sem áhættu- heild, er þess fullkomlega megn- ugur, að taka á sig verulega eig- ináhættu. Þetta viðhorf varð þess vald- andi að ég fór á stúfana, og leit- aði eftir tilboðum í endurtrygg- ingar fyrst og fremst, til þess að stuðla að því, að bærinn fengi sem réttasta mynd af möguleik- unum. Mér var það ljóst, að trygg- ingarfélög bæði hér og erlendis mundu ekki fús til að sinna þessu r.ýja viðhorfi Reykjavíkurbæjar, enda kom það á daginn, að ein- ungis tvö tilboð buðust bænum um endurtryggingar, á grund- velli eigináhættutöku bæjarins. Annað tilboðið, sem barst bæn- um um endurtryggingu, hefði ekki gefið rétta mynd af mögu- leikum bæjarins til áhættutöku á grundvelli hins nýja viðhorfs, en tilboð það sem mér tókst að rstvega, fyrir tilstilli vinveittra aðilja í hinum þekkta Lloyds- markaði í London, virðist í það minnsta standa jafnfætis því til- boði, sem ódýrast reyndist á hin- i'.m eldra grundvelli. Um það liggja fyrir ítarlegar athuganir og skýringar sérfræðinga bæjar- ins, sem bæjarstjórn Reykjavík- ur hefur fjallað um. Um þær mundir sem tilboðin bárust, leitaði Reykjavíkurbær, fyrir tilstilli allra þingmanna bæjarins, lagaheimildar til þess að taka í sínar hendur rekstur brunatrygginga í bænum, og eigináhættu eftir ástæðum, en slíks virðist þurfa með, áður en hærinn gæti notfært sér mögu- leikana til eigin áhættutöku. Skyldi maður ætla að slík heimild væri sjálfsögð, og aðeins formsatriði að ganga frá lögum þar að lútandi. Slík heimild segir vitaskuld ekkert um það, hvaða leiðir stjórn bæjarins ætlar að fara í tryggingarmálunum hverju sinni, en hún heldur opnum öll- um hugsanlegum leiðum. En á þessu varð þó önnur raun á Alþingi. Oskyldu máli var blandað inn í þetta einkamál Reykjavíkur- bæjar, og hefur af því spunnist hinn mesti glundroði, en að því skal vikið síðar. Samtimis fóru að heyrast radd- ir um það í bænum, að verið væri að stofna til óeðlilegrar bæjarstarfsemi með því að gefa Reykjavík heimild til þess að tnka að sér áhættu af bruna- tryggingunum. Sumir töldu það vera grímu- klædda skattlagningu á bæjar- búa, þrátt fyrir þau ótvíræðu fyrirmæli frumvarpsins, að tekj- ur af tryggingarstarfsemi rynni til lækkunar á iðgjöldum hús- eigenda, og auk þess til eflingar brunavarnanna. Aðrir sögðu að það færi í þjóð- nýtingarátt, án þess að gera frek- ari grein fyrir því, hvað átt væri við. Eftir að ég hafði tryggt það, að tilboð bærust um endurtrygg- ingar fyrir bæinn, hitti ég að máli stjórn Fasteignaeigendafé- lags Reykjavíkur, og lýsti fyrir henni hvaða möguleikar fælust í því fyrir húseigendurna sjálfa, að komast að nánari afskiptum af tryggingarmálunum, ef Reykja víkurbær hefði ráðstöfun áhættu tökunnar í sinni hendi. Slíkt væri ekki hægt nema á fimm ára fresti, ef farin væri sú leið, ^að fela tryggingarfélögum alla áhættuna, en gæti ella gerzt með eins árs fresti, ef bærinn tæki sjálfur áhættuna og endur- tryggði síðan hluta hennar. Fyrir mér vakti að húseigend- ur gætu umsvifalítið gert með sér gagnkvæman vátryggingar félagsskap, af frjálsum samtök- um, sem tæki að sér brunatrygg- ingu með eða til viðbótar við bæjarfélagið, svo að enn minna þyrfti að endurtryggja þegar fram liðu stundir. Slíkur félagsskapur er þekktur hér á landi í sjóvátryggingum, í brunatryggingum kaupstaða og kauptúna utan Reykjavíkur (Brunabótaf élag íslands) og í allskonar tryggingum (Samvinnu tryggingar). En húseigendur í Reykjavík eru enn þá stærri og voldugri hagsmunaheild en nokkurt þeirra gagnkvæmu vátryggingarfélaga, sem fyrir eru í landinu. Ég veit ekki betur en að öll hin nefndu gagnkvæmu vátrygging- arfélög, hafi safnað gildum sjóð- um, t.d. á Brunabótafélag ís- lands um 20 millj. króna í sjóð- um, og Samvinnutryggingar hafa í nýbirtri auglýsingu lýst því yfir, að þeir eigi mjög öfluga sjóði að bakhjalli, og er það þó mjög ungur félagsskapur. Og sjóðirnir hafa safnazt sem tekjur, er sjóðseigendum hefði ekki hlotnast ella, ef þeir hefðu ráðstafað tryggingum sínum á annan hátt. Við þessar staðhæfingar munu máske einhverjir vilja gera at- hugasemd, að því er várðar Brunabótafélag íslands. íllu heilli og óviturlega var máli Brunabótafélagsins blandað inn í málefni Reykjavíkurbæjar á Alþingi. Töldu sumir alþingismenn, sem voru þó meðmæltir heim- ildinni til Reykjavíkurbæjar, og opnuðu þannig leið til gagn- kvæms félagsskapar í trygginga- málum Reykjavíkur, að gefa bæri frjálsar brunatryggingar bæjar- og sveitafélaga utan Reykjavíkur, og þar með rífa þessi félög úr tengslum við þeirra eigið gagnkvæma tryggingarfé- lag, Brunabótafélag Islands, og láta þau hlaupast slypp og snauð þaðan burtu. Er þetta alveg óskiljanlegt frumhlaup, þegar þess er gætt, að ekki þurfti annað en fela stjórn Brunabótafélagsins í hend ur fulltrúum bæjar- og sveita- félaganna, hinna réttu aðilja hagsmunahópanna, til þess að leysa málið og gera alla ánægða, án þess að missa úr hendi nokk- uð af hinum digru sjóðum Bruna bótafélagsins, heldur frekar festa þá í reikning hinna réttu sjóðseigenda, félagsdeildanna í þessu félagi. Annað furðulegt atvik, sem einnig er afleiðing glundroðans á Alþingi, skeði í gær á fundi Fasteignaeigendafélagsins. Stjórn félagsins hafði látið reifa þetta mál á tveimur fund- um, að vísu mjög fámennum og einlitum, og bar síðan fram til- lögu um, að hvernig sem trygg- ingum bæjarins yrði ráðstafað, skyldi húseigendur njóta sann- gjarnrar iðgjaldalækkunar. Og ef bærinn færi inn á hið nýja svið, að taka á sig tryggingar að einhverju leyti, skyldi samtök fasteignaeigenda í Reykjavík, sem stofnuð yrðu í þeim tilgangi að bera gagnkvæma hlutfalls- lega áhættu af tryggingunum, eignast forgangsrétt til að taka slíka áhættu að sér, eftir getu þeirra. Þessi augljósu og sjálfsögðu fríðindi til handa húseigendum í Reykjavík voru felld, en jafn- framt var samþykkt að tvístra samtökum húseigendanna, sem hafa til þessa borið svo giftu- ríkan árangur í brunatryggingun um, með því að hver húseigandi gæti hlaupið í sína átt, og skilja þannig þá, sem ver eru settir, t.d. með timburhús, á flæðiskeri, eða með stórhækkuð iðgjöld. Hverskyns vátrygging byggist á hugtakinu: „Berið hvers ann- ars byrðar“. Vátrygging bætir mönnum aldrei tjón að fullu og öllu, og er því ekki síður varið í samtök, sem reyna að forðast og draga úr tjónum, heldur en þau sem bæta tjónin sameiginlega. En því fleiri sem það gera, því síður finna þeir menn til iðgjalda greiðslna, sem ekki þurfa á tjóns bótum að halda sjálfir. Það er því að minni hyggju þjóðfélagslegur glæpur að sundra samtökum, sem komið hefur ver- ið á farsællega til styrktar í vá- tryggingarskyni, hvaða bæjar- eða sveitafélög, sem eiga í hlut. Á fundi þeim í gær, sem ég lýsti áður, gerði forstjóri Sam- vinnutrygginga þá játningu, að máske væri ekki mikil hagnaðar- von fyrir þá sjálfa, í tilboði þeirra um brunatryggingarnar, en þeim væri mjög kærkomið að fá ið- gjaldaféð til ráðstöfunar í rekstri þeirra, vegna ýmiskonar lána- starfsemi, sem þeir þurfi að reka. Þetta er hreinskilin játning, en skyldi það ekki standa húseig- endum í Reykjavík nær, að láta stjórn Reykjavíkurbæjar hafa þessi hlunnindi, í skjóli þeirra miklu útgjalda, sem bærinn ber, til hagsmuna fyrir þá sjálfa, með elds- og brunavörnum. Á. Þ. Erlendir fogarar ■ ■ ágengir við Ond- verðarnes ÓLAFSVÍK, 7. apríl: — Bátar hafa ekki verið á sjó hér siðan á laugardag. Aflinn hefur verið heldur tregur, 2—10 tonn í róðri. Annars hefur verið hér mesta ótíð undanfarið. Borið hefur talsvert á ágengni erlendra togara við Ondverðanes undir Snæfellsjökli og hafa sjó- menn haft á orði að ekki veitti af að eftirlitsflugvél með land- helgisgæzlunni væri höfð á Gufu- skálamóðuflugvellinum sem er rétt hjá Hellissandi. Mundi flug- vélin geta haft eftirlit með tog- urunum, þaðan, þar sem þaðan er aðeins nokkurra mínútna flug út á miðin og sést vel til ferða þeirra bæði sunnan og vestan, en oft tekur langan tíma fyrir flug- vélar að fljúga þangað frá Reykja vik. — Bergmann. Byggjo á brýr á 117 ár IGÆR var brúarlagafrumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi. Frumvarpsins hefur áður rækilega verið getið í blaðinu, en. það mælir svo fyrir um að byggja skuli brýr (10 m haf eða meira) á 117 ár, og endurbyggja brýr á 24 ám. BREYTINGARTILLÖGUR Allmargar breytingartillögur komu fram við frumvarpið. Að- eins fáar þeirra voru samþykktar og orsökuðu þær ekki stórvægi- legar breytingar á frumvarpinu. Mikilsverðasta breytingartil- lagan er samþykkt var mælti svo fyrir um að taka skyldi upp í lögin nýjan lið um brú á Ölfusá hjá Óseyrarnesi, enda leiði rann- sókn í ljós, að brúarstæði sé ör- uggt og brúarsmíðin sé mikiil þáttur í að tryggja afkomu íbú- anna í sjávarþorpunum austark fjalls. Póstlögum breytt: Bréfakassi við livcrí hús IGÆR afgreiddi Efri deild Alþingis sem lög breytingu á gildandk póstlögum. Samkvæmt þeirri breytingu eru húseigendur skyldiir til að setja upp bréfakassa í eða við bús sín. BREYTINGIN Hin nýja breyting á póstlögun- um er svohljóðandi: í Reykjavík og annars staðar í landinu, þar sem daglegur bréfa útburður fer fram og slikt þykir henta, getur póstmeistari með samþykki póst- og símamála- stjórnar, eftir nánari ákvæðum í reglugerð, sem póst- og síma- málastjórnar, eftir nánari ákvæð- um í reglugerð, sem póst- og símamálaráðherra setur, gert húseigendum skylt að setja upp bréfakassa í eða við hús sín, á þeim stað, sem póstmeistari sam- þykkir, undir þann póst, sem i húsið á að fara. Skal gerð kass- anna háð samþykki póstmeistara, og er húseigendum skylt að halda þeim við. Nú lætur húseigandi undir höfuð leggjast að sinna fyrirmæl- um póstmeistara, og varðar það sektum samkvæmt 22. gr., og heimilast þá póstmeistara, ef svo ber undir, að útvega, setja upp og halda við bréfakössum á kostn að húseiganda. Kostnað þennan má krefja með lögtaki. Frumvarp þetta var flutt að beiðni póst- og símamálastjóra og féllust þingnefndir á rök þau er hann bar fram fyrir því hv<» miklum erfiðleikum væri bundið1 að starfrækja . útburð póstsend- inga í Reykjavík. r LANDSFLOKKAGLÍMAN 1954 var háð föstudaginn 2. apríl * Í.B.R.-húsinu að Hálogajandi. —— Mótið setti Páll S. Pálsson. Úr- slit urðu sem hér segir: 1. fl.: 1. Ármann J. Lárusson 3 v. 2. Erlingur Jónsson 2 v. 3. Tómas Jónsson 1 v. 2. fl.: 1. Gísli Guð- mundsson 4 v. 2. Sigurður BrynJ- ólfsson 3 v. 3. Kristmundur Guð- mundsson 1 v. 3. fl.: 1. Ingólfur Guðmundsson 1 v. 2. Bragi Guðna son engan vinning. — Úrslit i drengjaflokki: 1. Kristján Heim- ir Lárusson 4 v. 2. Guðmundur Jónsson 3 v. 3. Bjarni Sigurðsson 2 v. Úrslit í unglingaflokki: I. Guðgeir Pétursson 4 v. 2. HaJJ- dór Vilhelmsson 2% + 1 v. 3. Kristleifur Guðbjörnsson 214 v. Ungmennafélag Reykjavíkur sá um mótið. Fjölbreyttar skemmtanir á Póskavikunni nyrðra Kátíðahöldin hefjast á miSvikudag MIKIÐ verður um dýrðir á Páskavikunni á Akureyri. Hátíða- höldin hefjast á miðvikudagskvöldið n.k. með kvöldvöku. Síðar eru skíðaferðir og fjölbreyttar aðrar skemmtanir, svo sens bæjarkeppni í bridge og skíðaíþróttum milli Akureyrar og Reykja- víkur. Það er Ferðamálafélag Akureyrar er sér um hátíðahöldm. Félagið hefur nú starfað um tveggja ára skeið og sá m. a. unv hátíðahöld Páskavikunnar í fyrra. SKEMMTANIR Hátíðahöldin hefjast á Hótel KEA á miðvikudagskvöldið. — Verður þar kvöldvaka og dans- leikur. Önnur slík kvöldvaka verður á laugardagskvöld. — Á páskadag verður farið í skemmti- siglingu út Eyjafjörð. Um borð verða veitingar og hljómsveit. Skíðakennsla og skíðaferðir verða alla dagana og m.a. bæjar- keppni í svigi milli Reykjavikur og Akureyrar. Þá verður og í páskavikunni bæjakeppni í bridge milli fyrr- nefndra bæja. ÍVILNUN í VERÐI Orlof sér hér í Reykjavík um sölu farseðla og aðgöngumiða að páskavikunni og fá þeir er hvort tveggja kaupa hér verulega í- vilnun í verði. Ennfremur hefur KEA ákveðið sérverð á gistingu og veitingum fyrir þá, sem kaupa aðgöngumiða að páskavikunni hér í Reykjavík. <S------------------------ Mennlamálaráð- herra thammasf sín BERLÍN — Austur-þýzka- frétta- stofan ADN skýri frá því, aí£ menntamálaráðherrann hafi ný- lega sagzt skammast sín fýrir flokk sinn. Ráðherrann sagði á flokksfuhdi í Austur-Berlín, að um daginn hefði hann farið inn í „Goetjie- bókabúðina“ í ónafngreindri þýzkri borg. Bað hann þar bm Faust eftir Goethe. Afgreiðálu- stúlkan svaraði forviða: ,,Ég skal ssgja yður, að þetta er flokjks- verzlun. Við höfum ekki annað á boðstólum en flokksbókmennt- ir.“ Og hún sendi hann í bóka- búð í einkaeign þarna í grennd. „Ég fór út og skammaðist mín fyrir flokkinn," sagði ráðherr- ann, sem er skáldið Johannes R. Becher.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.