Morgunblaðið - 09.04.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.04.1954, Qupperneq 14
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 3. apríl 19ó4 ' 14 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASOH Framhaldssagan 12 •voru að fara heim til Englands eftir sumarfrí hér. Dóttir hans var bara sjö ára.“ „Það er sorglegt“, sagði Doug- 3as. „Þetta er ekkert réttlæti. Mað- nr fer að velta því fyrir sér, hvers vegna slíkt er látig koma fyrir." „En súlkan?" „Þetta virðist ekki hafa haft hin minnstu áhrif á hana“, sagði hún. „Það er engu líkara en henni finnst þetta slys vera tómt gam- an. Skrítig .... maður skyldi Jialda að henni fyndist fyrir því að samstarfsmenn hennar skyldu fara svona. Ég skil hana ekki.“ Hún hugsaði sig um dálitla stund og bætti svo við eins og til máls- bóta fyrir stúlkuna. „Og þó er aldrei gott að dæma slíkt. Það er ekki hægt að dæma eftir útliti að minnsyta kosti. Það eru einmitt oft þeir sem hlæja, sem þjást mest.“ —o--- Hann frestaði því að hafa tal af Silvíu þangað til síðari hluta dagsins. I kennslustundinni hafði hún fetið þegjandi með merkis- svip eins og til að gefa í skyn að það væri eiginlega fyrir neðan hennar virðingu að hlusta á það sem fram fór. Þegar klukkan hringdi klukkan fjögur kallaði hann til hennar. Hann bað hana að koma niður í húsið til sín til að spjalla við sig. „Ég get svo sem gert það“, sagði hún. „En fyrst ætla ég að fara með bækurnar mínar.“ „Vertu ekki lengi ef þú vilt fá te hjá mér“, sagði hann. „Mig langar ekkert í te.“ Hún labbaði út hægt og rólega eins og til að undirstrika að henni lægi ekkert á. Douglas fór heim í hús sitt og settist út á svalirnar. Brátt kom Ivy með bakkann og setti hann á borðið vig hliðina á honum. Hann beið í fimm eða tíu mínútur en hellti svo í boll- ann. Það var ekki við öðru að búast en að bið yrði á því að Silvía kæmi. Með því viidi hún sýna að hún réði sér sjálf. En hann var viss um að fyrr eða síðar mundi hún koma, þó ekki væri netna fyrir forvitnissakir. Það var ekkert í það varið að vera byltingasinni, nema fá vit- neskju um það hvað aðrir hugs- uðu. Hann hálf kveið því að tala við hana .... hann hafði ekki ákveð- ið ennþá hvað hann skyldi segja við hana. Á meðan hann beið óskaði hann þess að hann þyrfti ekki annað en slá upp í bók þar sem hann gæti fundið viðeigandi refsingu. Hann mundi eftir bók með skrá yfir ýmsar refsingar í skólanum sem hann hafði verið í sem strákur. Minnsta refsingin ' var sú fjóra hringi í kring um leikvöll- ! inn fyrir morgunverð. Þyngsta refsingin var flenging hjá skóla- stjóranum. Tuttugu mínútum síðar kom Silvía. Hún stóð fyrir neðan sval- irnar. „Vilduð þér finna mig?“ Það var eins og hún myndi ekki greinilega, hvort hann hefði beð- ið hana að koma. „Já“, sagði hann. „Ef þig lang- ar í te, þá stendur bolli handa þér inni á borðinu.“ „Mig langar ekki í te.“ „Komdu þá og fáðu þér sæti.“ Hún gekk upp þrepin og reyndi að sýna kæruleysi í fasi. — Hún var aðeins tólf ára, en eftir út- liti var hún miklu fullorðins- legri en tólf ára stúlkur eru al- mennt í Englandi. Hún var fædd á Jamaica, ljós á hörund með hrokkið hár og smágert fölt and- lit, sem hefði getað verið laglegt. En svipur hennar var alltaf til- gerðarlegur. Hún vildi gefa það í skyn með látbragði sínu að hún væri fullvaxin kona. Hún settist og krosslagði fæt- ur og beið þess með merkissvip að Douglas leysti frá skjóðunni svo hún gæti farið. „Ég er alltaf að heyra frá öðr- um, hvað þér líði, en þú kemur aldrei til mín sjálf. Ég vildi miklu heldur heyra það frá þér sjálfri hvernig þér líkar hér.“ „Herra Pawley hefur auðvitað sagt yður frá benzininu", sagði hún og glotti út í annað munn- vikið. „Mér er alveg sama. Hann getur trúað Alice ef hann vill það.“ Hún horfði í augu hans, en þó var eins og hún sæi hann alls ekki heldur notaði hún aðeins augun til þess að gera orð sín meira sannfærandi. „Mér stend- ur núkvæmlega á sama um það. Hinar stelpurnar geta gert það sem þeim sýnist. Mér stendur á sama um þær ailar.“ „Þér finnst varla gaman að vera hér úr því þú hugsar þann- ig“, sagði hann. Hún yppti öxlum. „Þær eru allar afbrýðissamar gagnvart mér eins og þær voru í skólanum sem ég var 1 síðast.“ „Varstu ánægð þar?“ „Eg hata alla skóla“, sagði hún. „Það gera margir. Ég gerði það sjálfur. Að minnsta kosti hataði ég fyrsta skólann sem ég gekk í, en svo fór ég í skóla sem mér fannst ágætur." „Ég hata alla skóla.“ „Hvað finnst þér þá bezt?“ Finnst þér bezt að vera heima?“ „Stundum.“ „Hvað finnst þér lang-skemmti legast?" „Að gera það sem ég vil.“ „Og hvað er það?“ j Hún yppti aftur öxlum. „Æ .. ég veit ekki .. fara á bíó .. fara j út .. ég hata Jamaica. Ég vil eiga heima í Bandaríkjunum.“ | „Hefur þú nokkurn tima komið þangað?“ Hún leit aftur á hann. „Auðvitað.“ „Hvert fórstu?“ „Um allt“, sagði hún dálítið hikandi. „Ég hef verig í Washing- ton og New York.“ | „New York er skemmtileg borg. Finnst þér það ekki? Hvar bjóstu þegar þú varst þar?“ Aftur kom hik á hana. „Nú, ég á marga kunningja þar ég bjó hingað og þangað. Ég man ekki einu sinni hvar.“ Hún hafði litið undan en nú leit hún aftur á hann. „Ég bjó heima í íbúðum fólks.“ Sennilega hafði henni ein- hvern tíma verið sagt að maður gæti ekki horft beint í augu á fólki, ef maður sagði ósatt og hún hafði því tamið sér að gera það. Hann vildi ekki að hún vissi að hann áliti að hún væri að skrökva því þá fengi hún enn aðra ástæðu til að fjandskapast við hann, svo hann snéri sér undan og sagði: „Já, þar stendur þú mér fram- ar. Mig hefur alltaf langað til að fara til Bandaríkjanna. En ég hef ekki komizt þangað ennþá.“ „Það er dásamlegt þar“, sagði hún og það var auðséð að henni létti. „Það var einmitt þess vegna meðal annars sem þær þoldu mig ekki í hinum skólanum . . ég vissi miklu meira en þær allar.“ „Og hverjar voru hinar ástæð- urnar?“ „Ég gerði það sem engin þeirra þorði að gera.“ „Hvað var það?“ Hún setti upp þóttasvip eins og til að sýna honum að hún væri hvergi hrædd. „Til dæmis skrif- aði ég karlmönnunum bréf“, sagði hún. „Við máttum það ekki en mér var alveg sama.“ IJTILEGUlVIAÐIJRIlMiM 22. hef engu við að bæta,“ sagði Þorfinnur og stóð upp af stóln- um, sem hann hafði setið á. | Komið var kvöld, þegar hér var komið, og gengu þeir Þorfinnur og Tani því út í afhýsi það, sem þeir áttu að sofa í. I Næsta dag fóru þeir Þorfinnur og Tani til fjalls og höfðu þaðan með sér ýmsan farangur úr bælum sínum. — Um veturinn reru þeir svo hjá Haka, og varð sá bátur lang-! hæstur eftir vertíðina. — Þorfinnur reyndist fyllilega þriggja ; manna maki við alla vinnu, og einnig dugði Tani vel, og að hmn seki átt“aðhíaupa , ha§aði sér 1 ÖUu sem nýr maður vmri' ~ Aldrei urðu Þeir t missattir um veturinn, enda var Tani orðinn gerbreyttur frá því sem áður var. Um vorið kom Þorfinnur að máli við Haka og tjáði hon- v.m, að nú færi að styttast til þess tíma, er hann hyrfi á brott, hann hefði ekki ætlað að dveljast þar nema um veturinn. Haki hvatti hann þá til að vera kyrran, og róa með sér lengur. En Þorfinnur afþakkaði boðið, og kvaðst nú hafa orðið sterka löngun til fjallanna. — Hann kvaddi síðati og hélt sem leið lá til fjalla með þunga byrði af kornvöru og öðrum varningi, sem hann hafði orðið sér út um fyrir kaup það, sem honum hafði áskotnazt fyrir aflahlut sinn hjá Haka. — Einnig samdist þeim svo um, að Þorfinnur sæi þeim mæðginum fyrir reyktum laxi en hann fengi í stað- inn hangið kjöt og fleira, sem hann vanhagaði um. Þorfinnur dvaldist árum saman á fjöllum uppi, en hafði þó af og til samband við Haka og móður hans, sem ávallt tóku honum vel. Um síðir fór hann þó til byggða og dvaldist þar það sem eftir var ævinnar. S Ö G U L O K AMERÍSKIR BORÐLAMPAR Höfum fengið nýtt úrval af borðlömpum. Verðið v:ð allra hæfi. J4áL kf. Austurstræti 14 — Sími 1687 Lífstvkki Korselett Magabelti Brjósíahaldarai ■4 Hvergi annað eins úrval. 1 Skólavörðustíg 3 — Simi 4473. Utsæði Afhending útsæðis hefst í dag í skála Skóiagarða Reykjavíkur við Lönguhlíð. Opið kl. 1—6 e. h. Ræktunarráðunautur Reykjavíkui. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.