Morgunblaðið - 14.04.1954, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.04.1954, Qupperneq 6
6 MOItGUNBLAÐlÐ Miðvikudagur 14. apríl 1954 TAIMDIIR gerir tandurhreint Notið nýja þvottalöginn TANDUR til þvotta og hreingerninga Heildsölubirgðir: O. JOHNSON &. KAABER TANDUR er millt, drjúgt og ilmandi EFNAGERÐ SELFOSS Necchi zig-zag- Saumavél til sölu. Upplýsingar á Ægis- götu 26. Jörð íbúð fiB sölu Torgsalan á Vitatorgi og í Vonarporti selur páskablómin í dag og á laugardag. Mikið úrval. Góður, notaður kolakyntur Miðstöðvarketill 1,7 til 2 ferm., óskast strax. Tilboð sendist Mbl. fyrir kl. 6 í dag, merkt: „Ketill — 404“. til vorhreingerninganna fæst hjá ** BIYR.IAVfH Þessir ágætu munir eru í skyndihappdrætti Nátt- úrulækningafélags íslands, Hafnarstræti 1. — Miðinn kostar aðeins 5 krónur. 2 þvottavélar, verðm. 8030 1 12 m. silfurb. kaffist. 5500 4 skuldabréf N.L.F.l. 5000 1 ljóslækningalampi 4000 4 svefnpokar 2550 1 grænmetiskvörn með safapresu 3300 1 rafmagnsstrauvél 1990 2 málverk 3225 1 gólfteppi 1570 2 myndavélar 3200 2 kuldaúlpur 1359 1 ryksuga 1320 1 Laxastöng (Hardy) 2000 1 Suðuvél 1050 3 bakpokar 600 3 prímusar 513 1 borðlampi 500 1 standlampi 850 Flugfar innanlands 500 Barnaleikföng 5315 Bækur 790 Dregið var fyrirfram. Kaupendur miða sjá því strax, ef þeir hljóta vinning. Náttúrulækningafél. ísl. í Dalasýslu til sölu og ábúðar í næstu fardögum. — Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála gefur Sigurður Ágústsson, alþm. Mjög glæsileg 4ra herbergja íbúð i Hlíðunum er til sölu. Öll nýtízku þægindi, bílskúr, girt og ræktuð lóð. Allar upplýsingar gefur JÓN N. SIGURÐSSON, hrl. Laugavegi 10 — Sími 4934 Vegna þeirra breytinga á skattalögunum, sem Alþingi hefur nú samþykkt, og gilda eiga við skattálagningu á þessu ári, er framteljendum hér með bent á að kynna sér þessi nýju ákvæði. Skattalögin í heild, ásamt leiðbein- ingum um framkvæmd hinna nýju ákvæða, hafa nú verið sérprentuð og fást gögn þessi á skattstofunni. Nokkrar þeirra auknu frádráttarheimiida, sem lögin ákveða, eru þess eðlis að frekari upplýsinga er þörf en í framtali greinir. Er hér á eftir getið þessara nýmæla og þeim tilmælum beint til allra þeirra, er telja sig eiga rétt til skattlækkunar samkvæmt þeim, að láta skattstofunni í té nauðsynlegar upplýsingar eftir því sem bent er á um hvert einstakt atriði. 1. Skattfrelsi sparifjár. Samkvæmt 7. grein d-lið og 22. grein laganna er viss hluti af innstæðum í bönkum, sparisjóðum og innlánsdeild- um félaga og vextir af sömu innstæðum, undaífþegið fram- talsskyldu óg tekju- og eignaskatti. Skattfrelsið gildir um allar innstæður þeirra skattgreiðenda, sem ekkert skulda hinn 31. desember ár hvert, eða sé um skuldir að ræða, er skattfrjáls sá hluti heildarinnstæðu, sem er um- fram heildarskuldir. í þessu sambandi skal þó draga frá heildarskuldum fasteignaveðlán sem tekin hafa verið til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega verið tekin til kaupa eða endurbóta á fasteignum skattgreiðandans. Allir þeir, sem telja sig eiga að njóta skattfrelsis af sparifé samkvæmt ofanskráðu, en hafa talið fram skuldir, og einhver hluti skuldanna er lán gegn veði í fasteignum til lengri tíma en 10 ára, verða að gera grein fyrir eftir- farandi varðandi hvert einstakt fasteignaveðlán. a. Á hvaða fasteign hvílir lánið? b. Hvenær var lánið tekið og til hve langs tíma? c. Hverjar voru eftirstöðvar lánsins hinn 31. desember 1953? Tilgreina skal sérstaklega áfallna vexti frá síðasta gjalddaga til ársloka. d. Vegna kaupa, byggingar eða endurbóta á hvaða fast- eign var lánið tekið? > 2. Húsaleigufrádráttur. í 10. grein, m-lið eru eftirfarandi ákvæði um húsaleigu- frádrátt: „Nú færir leigutaki í íbúðarhúsnæði sönnur á að hann borgi hærri húsaleigu en því nemur, sem afnot hús- næðisins mundu talin til tekna, ef það væri sjálfsíbúð, og er honum þá heimilt að telja hálfan muninn til frá- dráttar tekjum, áður en skattur er á þar lagður. Frá- dráttarheimild þessi gildir þó ekki fyrir einhleypa, og húsaleigufrádrátturinn má ekki nema meiru en kr. 600.00 á ári á hvern mann, sem framteljandi hefur bæði á framfæri og í heimili". Þeim leigutökum sem eiga kunna rétt á leigufrádrætti samkvæmt ofangreindu, en hafa ekki gert fulla grein fyrir húsaleigugreiðslum sínum, eða stærð leiguhúsnæðis, eins og krafizt var í skattframtali, er hér með gefinn kostur á að bæta úr þeirri vanrækslu. 3. Iðgjöld af lífsábyrgðum. Hámark frádráttarbærra iðgjalda hefur verið hækkað í kr. 2.000.00. 4. Iðgjöld af ólögboðnum lífeyristryggingum. í 10. grein d-lið er heimilað að draga frá tekjum til skatts iðgjöld af ólögboðinni lífeyristryggingu, er nemi allt að 10% af launum eða hreinum tekjum, þó ekki meiru en kr. 7.000.00 á ári. Þeir, sem á s. 1. ári hafa greitt slík iðgjöld, verða að gera grein fyrir fjárhæð iðgjaldsins og hjá hvaða sjóði eða stofnun lífseyristryggingin er keypt. Öllum eftirlauna- og lífeyrissjóðum og öðrum stofnunum, er slíkar tryggingar annast, er bent á að kynna sér þau skilyrði, sem sett eru í d-lið 10. greinar laganna og upp- fylla verður til þess að iðgjaldagreiðslur til þeirra megi draga frá tekjum. 5. Ferðakostnaður. Samkvæmt 10. grein, staflið i, mega þeir skattgreiðendur, sem fara langferðir vegna átvinnu sinnar, draga frá ferða- kostnað eftir mati skattyfirvalda. Það telst því aðeins langferð að ferðakostnaður milli heim- ilis og atvinnustaðar nema a. m. k. 250.00 fram og til baka, enda sé miðað við venjuleg og óhjákvæmileg útgjöld. Auk fargjalds má taka tillit til fæðis- og gistingarkostnaðar. Frádráttur þessi hjá hverjum gjaldenda kemur að jafnaði aðeins til greina vegna einnar slíkrar langferðar á ári hverju. Hver sá, sem telur sig eiga rétt til frádráttar samkvæmt þessum lið, verður að gera nákvæma grein fyrir ferðakostn- aði sínum. 6. Hlífðarfatakostnaður fiskimanna. í 10. grein h-lið er heimilað að veita fiskimönnum frá- drátt vegna sérstaks hlífðarfatakostnaðar. Af skipverjum á togurum njóta þessa frádráttar: hásetar, bátsmaður og 2. stýrimaður og nemur frádrátturinn kr. 300.00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er lögskráður. Á öðrum fiskiskipum njóta allir skipverjar frádráttar- ins, kr. 200.00 fyrir hvern mánuð, sem skipverji er slysa- tryggður í skiprúmi. Þeir, sem frádráttarins eiga að njóta, leggi fram vottorð um, hve lengi þeir hafi verið í skiprúmi, annað hvort frá lögskráningaryfirvaldi eða hlutaðeigandi útgerð. 7. Frádráttur vegna stofnunar heimilis. í 10. grein k-lið er ákveðinn sérstakur frádráttur þeim til handa, sem gifzt hafa á skattárinu. Þar sem skattstofan hefur í höndum aðeins takmarkaðar upplýsingar um hjóna- vígslur, er nauðsynlegt, að í framtölum hlutaðeiganda séu fullnægjandi upplýsingar þetta varðandi. 8. Frádráttur vegna keyptrar heimilisaðstoðar. Samkvæmt 10. grein j-lið, skal með vissum takmörkun- um, veita frádrátt vegna keyptrar heimilisaðstoðar: 1. Ef gift kona, sem er samvistum við mann sinn, vinn- ur fyrir skattskyldum tekjum og kaupir í staðinn heimilisaðstoð. 2. Ef einstæð móðir, sem framfærir börn sín eða aðra ómaga á heimili sínu kaupir heimilisaðstoð vegna öfl- unar skattskyldra tekna. 3. Ef ekklar og ógiftir menn, sem hafa börn eða ómaga á framfæri á heimili sínu kaupa heimilisaðstoð þess vegna. Keypt heimilisaðstoð telst í þessu sambandi laun og hlunnindi ráðskonu eða vinnukonu og greiðslur fyrir börn á dagheimilum. 9. Söluhagnaður. Vakin er athygli á hinum breyttu ákvæðum í 7. grein e-lið um skattskyldu söluhagnaðar af fasteignum. Þá er og atvinnurekendum bent á að kynna sér hinar nýju reglur í sömu lagagrein um skattlagningu á fyrning- um af seldu lausafé, enn fremur fyrirmæli í framannefnd- um leiðbeiningum varðandi þessi efni. Af ákvæðum þessum leiðir m. a. að öll skattskyld fyrirtæki, verða nú og fram- vegis að láta nákvæmar fyrningaskýrslur fylgja ársreikn- ingum sínum. Þeir, sem telja sig eiga rétt til skattlækkunar samkvæmt einhverju framangreindra atriða, verða að hafa komið nauð- synlegum upplýsingum þar að lútandi til skattstofunnar, skriflega eða munnlega, — ekki í síma, — í síðasta lagi fimmtudaginn 22. þ. m. Þeir, sem senda upplýsingar bréflega, tilgreini fullt nafn, fæðingardag og heimilisfang nú og á fyrra ári. Tilkynning frú sknttstoíu Reykjnvíkur Skáttsijórinn í Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.